Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Síða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983. George Burley (Skotland) Hægri bakvörður, kemur úr unglingaliöinu. Hann ávann sér fljótt sæti í aöalliði enda sterkur bak- vöröur. Tekur ávallt mikinn þátt í sóknarleik liðsins. Hefur leikið 315 deildarleiki. David Barnes. Vinstri bakvöröur, hóf feril sinn hjá Coventry City. Hann náði sér aldrei á strik þar og var því gefin frjáls sala þaðan og gekk hann þá til liðs við Ipswich. Tók viö stöðu vinstri bak- varðar skömmu eftir að Mick Mills fór frá félaginu. Hefur leikið 21 deildarleik fyrir Coventry City og Ipswich Town. Franz Thijssen (Holland). Miðvallarspilari, hóf feril sinn hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen og hélt þaðan til Twente Enchede sem hann lék með þegar Ipswich Town festi kaup á honum. Er talinn með snjallari miðvallarleikmönnum á Englandi og var kosinn knattspymu- maður leiktímabilsins 1980—’81 af samtökum fótboltafréttamanna. Hefur leikið 116 deildarleiki fyrir Ipswich Town. Ekki er vitað hversu marga deildarleiki hann lék fyrir NEC Nijmegen og Twente Enchede. RussellOsman (England). Miðvörður, kemur úr unglingaliðinu. Var lengi á báöum áttum hvort hann veldi fremur kricket eða knatt- spymu, sem hann síðan valdl Var einn af þeim leikmönnum sem misstu sæti sitt í enska landsliðinu skömmu fyrir heimsmeistarakeppnina. Hon- um hefur gengið illa að komast í það á nýjan leik en segist staöráðinn í því að vinna sér þar sæti. Hefur leikið 223 deildarleiki. Terry Butcher (England). Miðvörður, kemur úr unglingaliöinu og ávann sér fljótt sæti í aðalliði sem hann hefur haldið síðan. Var einn af þeim leikmönnum Englands sem léku alla leikina í heimsmeistarakeppn- inni og hefur haldið stööu sinni þar síðan enda mjög sterkur miðvörður og ávallt hættulegur í vítateigi and- stæðingasinna. Hefur leikið 150 deildarleiki. John Wark (Skotland). Miðvallarspilari, kemur úr unglinga- liði félagsins. Hann vann sér fljót- lega sæti í aðalliöi enda mjög sókn- • Eric Gates. • Paul Mariner, fyrirliði Ipswich. Paul Cooper. Markvörður, hóf feril sinn hjá Birmingham City. Hann náði aldrei aö tryggja sér stöðu í liöinu og var þá gefin frjáls sala og gekk hann þá til liðs viö Ipswich, þá sem varamark- vöröur. En þegar hann komst í aðal- liðiö þótti hann sýna svo góða leiki að hann hefur nú verið aðalmarkvörður í nálægt átta ár. Hefur oft verið orðaður við enska landsliðið á undan- fömum árum. Hefur leikið 307 deildarleiki fyrir Birmingham City og Ipswich Town. Road • Frans Thijssen. djarfur leikmaður af miöjumanni að vera, skoraði meðal annars yfir þr já- tíu mörk í þeim keppnum sem f élagið tókþátt Í1980-’81. Hefur leikiö 242 deildarleiki. Steve McCalli. Miðvallarspilari eða bakvörður, kemur úr unglingaliöinu. Hann hefur nú fengið fasta stöðu í liðinu en áður lék hann mest í þeim stöðum þar sem um meiðsli var aö ræöa. Hefur komið mjög vel út á þessu keppnistímabili þrátt fyrir slæman árangur félagsins. Hefur leikið 105 deildarleiki. Framkvæmdastjóri liðsins, Bobby Ferguson, lék sem leik- maður með Newport County, Cardiff City, Derby County og Newcastle United. Þegar keppnisferli hans lauk gerðist hann framkvæmdastjóri hjá Newport County en var stuttan tíma við stjórnvölinn þar. Réðst þá til Ipswich sem unglinga- þjálfari og síðar sem þjálfari aðalliðsins þegar Cyril I ea, sem hafði verið þjálfari hjá Ipswich frá því Bobby Robson tók við félaginu, hætti. Bobby Ferguson hefur verið undir nokkurri pressu á þessu keppnistímabili fyrir slakan árangur, en stjórn- armennirnir hjá Ipswich segjast styðja hann í starfi, svo að ólíklegt er að hann fari frá félaginu á næstunni. Hér er listi yfir þá leikmenn, sem lafa leikið með Ipswich, en leika með ðrum liðum í 1. og 2. deild: írian Talbot, Arsenal lary Stevens, Brighton )avid Johnson, Everton )avid Geddis, Luton trnold Muhren, Man. Utd. dick MUls, Southampton leorge Berry, Stoke llenn Keeley, Blackburn rrevor Whymark, Grimsby íevin Beattie, Middlesbrough )on Souter, Barnsley Alan BrasU og John Wark, skosku landsliðsmennimir, bregða á leik. Bobby Ferguson Leikmenn Ipswich D V kynnlr Ipswlch Town Sóknarknatt spyrnan í há> vegum höf ð Ipswich Town var stofnað árið 1887, en var ekki kosið inn í deUdira- ar fyrr en árið 1938, svo að segja má að saga félagsins í deUdarkeppninni sé ckki löng. Upphafið að velgengni félagsins hófst þegar Alf Ramsey tók við stjóra og leiddi þaö upp í 2. deild. Þar lék Ipswich í fjögur ár og á fyrsta ári sínu í 1. deUd varð félagið enskur meistari. Alf Ramsey hætti hjá félaginu árið 1963 til að taka við enska landsliðinu og féU félagiö þá árið eftir í 2. deUd, en endurheimti 1. deUdarsæti sitt árið 1968 undir stjórn BUI McGarry. En hann sagði fljót- lega upp störfum tU að taka viö framkvæmdastjóra hjá Wolver- hampton Wanderes (Úlfunum) og var þá Bobby Robson ráðinn fram- kvæmdastjóri. Hann tók þegar til við að byggja upp nýtt lið og upp úr 1973 var félagið komiö í toppbaráttuna og má segja að félagið hafi verið meðal efstu liða síðan. Ipswich Town varð enskur bikarmeistari árið 1978 eftir úrslitaleik við Arsenal og árið 1981 varð félagið U.E.F.A. CUP meistari. En nú í sumar hætti Bobby Robson hjá Ipswich tU að taka við stjóra enska landsliðsins og tók þá að- stoðarmaður hans, Bobby Ferguson, við stjórninni. Honum hefur þó ekki gengið jafn vel með félagið og for- l vera hans og heyrast nú margar óánægjuraddir bæði meðal stuðn- ingsmanna og sumra leikmanna liðs- ins. Þó er víst að á góðum degi getur Ipswich sigrað hvaða lið sem ér og hver veit nema Ferguson nái að rífa félagið upp úr þeim öldudal sem það er nú í. Leikkerfi Ipswich hefur gegnum árin veriö byggt upp á sóknarleik og hefur liðið þótt leika góða knatt- spyrau og oft verið kosið það lið sem sýnir bestu knattspyrauna. Eins og áöur sagði, er leikkerfið byggt upp á sóknarleik, eða 4—3—3 og eru það bæði bakverðir og miðverðir sem taka virkan þátt í sóknarleík liðsins ásamt miðjumönnum liðsins sem hafa oft verið meðal markhæstu leUananna félagsins; framherjar Ipswich eru taldir með þeim bestu á Englandi, svo að ekki ætti það að spilla fyrir sóknarleiknum. Hjörtur Harðarson. £aríöfirá Portman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.