Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Side 23
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983.
23
• Ipswich 1982—83: Altasta röð frá vinstri: Tommy Parkin,
Kevin O’CaUaghan, Tony KinseUa, Irivin Gernon, John Lin-
ford, Keviu Steggles, RusseU Osman, Trevor Putney og
David Barnes.
• Mlðröð: CarUe Woods þjáUari, Bobby Ferguson fram-
kvsmdastjórí, Mich D’ Avray, Alan BrasU, Laurie SiveU,
Paid Cooper, Steve McCaU, John Wark og Brian Owen, þjáU-
ari varaUðsins.
Fremsta röð: Terry Butcher, Paul Mariner, Frans Thijssen,
Mick MUls (nú Southampton), Robin Turner, George Burley
og Eric Gates.
Paul Mariner (Eiigland).
Miðframherji, hóf feril sinn hjá
Plymouth Argyle. Hann varð fljót-
lega aðalmarkaskorari þeirra en
var seldur til Ipswich árið 1976 og
hefur verið helsti markaskorari
þeirrasíðan. Hefurveriöfastamaður
í enska landsliðinu um skeið og lék
alla leiki Englands í heimsmeistara-
keppninni á Spáni. Hefur leikið 352
deildarleiki fyrir Plymouth Argyle
og IpswichTown.
Alan Brazil (Skotland).
Miöframherji, kemur úr unglinga-
liðinu. Honum gekk fremur illa fram-
an af að tryggja sér sæti í aðalliðinu
en er nú talinn meðal bestu leik-
manna liösins. Jimmy Greaves, einn
mesti markaskorari í ensku knatt-
spyrnunni fyrr og síðar, segir að
Alan Brazil sé sterkasti mið-
framherji í ensku knattspymunni
nú.
Hefur leikið 147 deildarleiki.
Eric Gates (England).
Framherji, kemur úr unglingaliðinu.
Það tók hann nokkurn tíma að vinna
sér sæti í aðalliði. Um tíma leit út
fyrir að hann færi frá félaginu en af
því varð ekki og má það teljast happ
fyrir félagið, því hann er einn af
þeim leikmönnum sem geta skorað
úr hvaða færi sem er. Hefur leikið-
217 deildarleiki.
Aðrir leikmenn.
Laurie Sivell.
Varamarkvörður, kemur úr
unglingaliðinu. Hann hefur verið
viðloðandi aðalliðiö í rúmlega tíu ár
og var um tíma aðalmarkvörður en
hefur ekki náð þeirri stööu síðan
Paul Cooper komtil félagsins.
Hefur leikiö 130 deildarleiki.
Irvin Gennon.
Bakvörður, kemur úr unglingaliði
félagsins. Hann ávann sér sæti í aðal-
liði fyrst þegar Mick Mills fór frá
félaginu en hefur nú misst stöðu sína.
Hefur leikið 12 deildarleiki.
Kevin Steggles.
Bakvörður eða miðvörður, kemur úr
ungiingaliðinu. Hann hefur mest
leikið þegar um meiðsli varnar-
manna er að ræða. Lék nokkuö með á
siöasta keppnistimabili og þótti
standa sig vel.
Hefur leikið 30 deildarleiki.
Tommy Parkin.
Miðvallarspilari, kemur úr unglinga-
liöinu. Hann hefur verið nálægt sæti í
aöalliði en ekki tekist að vinna það.
Hefur leikið 27 deildarleiki.
Tony Kinsella.
Miðvallarspilari, hóf feril sinn hjá
Millwall. Hann var síðan seldur til
bandaríska félagsins Tampa Bay
Rowdies en líkaði ekki knattspyrnan
þar og fór þá til Ipswich.
Hefur leikiö 66 deildarleiki fyrir
Millwall og Ipswich Town.
Trevor Putney.
Miðvallarspilari, hóf feril sinn með
utandeildarfélaginu Brentwood &
West áður en Ipswich Town festi
kaup á honum. Hefur ekki náö aö
festa sér sæti í aöalliöi ennþá.
Hefur leikið 2. deildarleiki fyrir
IpswichTown.
Kevin O’ Callaghan (írland).
Framherji, hóf feril sinn hjá
Millwall. Hann vakti strax mikla
athygii og leið ekki á löngu áður en
stóru f élögin voru farin að falast eftir
honum. Ipswich keypti hann fyrir
mestu upphæð sem félagiö hefur
greitt fyrir leikmann, 250.000 pund.
Hefur ekki gengið vel að vinna sér
sæti í aöalliði þrátt fyrir að hann hafi
sýnt nokkuö góða leiki með því sem
og írska landsliðinu og segist fara frá
Ipswich Town fái hann ekki tækifæri
á næstunni. Hefur leikið 79 deildar-
leikifyrir Millwall og Ipswich.
Mich D’Avray.
Miðframherji, kemur úr unglinga-
liðinu. Honum hefur gengið illa að
0 Terry Butcher, miðvöröurinn sterki.
vinna sér sæti í aðalliði þrátt fyrir
nokkuð góða leiki þar. Skoraði meðal
annars sigurmark Ipswich Town á
móti Liverpool fyrr ívetur.
Hefur leikið 26 deildarleiki.
Robin Turner.
Framherji, kemur úr unglingaliðinu.
Hann hefur verið viðloðandi aöalliðið
í mörg ár en aldrei tekist að vinna
sér fast sæti þar.
Hefur leikið 35 deildarleiki.
John Linford.
Framherji, kemurúr unglingahðinu.
Hann hefur ekki náð að leika með
aðalliði ennþá.
Enginn deildarleikur.
Ipswlch Town
• STJORNARFORMAÐUR: P.M.Cobbold.
• FRAMKVÆMDASTJÖRI: BOBBY FERGUSON.
• FYRIRLIÐI: PAUL MARINER.
Árangur
• ENGLANDSMEISTARAR: 1961-’62, í öðru sæti 1980-’81,1981-’82.
2. deildarmeistarar: 1960-’61,1967-’68.
3. deildarmeistarar (Suðurdeild): 1953-’54,1956-’57.
• BIK ARMEISTAR AR: 1977-78.
• DEILDARBIKARKEPPNIN: BESTIÁRANGUR, undanúrslit 1981-
’82.
• Evrópukcppni sem tekið hefur verið þátt i:
• EVRÖPUKEPPNIMEISTARALIÐA: 1962-63.
• EVROPUKEPPNIBIKARHAFA: 1978-79.
. U.E.F.A. CUP: 1973-74,1974-75,1975-76,1977-78,1979-’80,
1980-’81. (Sigurvegarar) 1981-’82.
« STÆRSTI SIGUR: 10—0 gegn Floriana, Möltu, í Evrópukeppni
meistaraliða 1. umferð 25. september árið 1962.
• STÆRSTIÓSIGUR: 1-10 gegn Fulham í 1. deild 26. des. árið 1963.
. FLESTSTIG: 64í 3. deild (S) 1953-’54,1955-’56.
. ÞRIGGJA STIGA KERFI: 831.deildl981-’82.
. FLEST DEILDARMÖRK: 106 i 3. deild (S) 1955-’56.
• FLEST MÖRK SKORUD A KEPPNISTÍMABILI: Ted Philips, 41 í 3.
deild (S) 1956-’57.
. FLEST DEILDARMÖRK FYRIR FÉLAGID: Ray Crawford, 203
frá 1958-’63,1966-’69.
• FLESTIR DEILDARLEIKIR FYRIR FELAGIÐ: Mick Mills, 590
frá 1966-’82.
• FLESTIR LANDSLEIKIR: Allan Hunter, 47 leikir með Noröur-
Irlandi.
• MARKHÆSTU LEIKMENN SlÐUSTU FIMM KEPPNISTtMABIL:
1977- 78: PAUL MARINER, Umörk.
1978- 79: PAUL MARINER, 13mörk.
1979- ’80: PAUL MARINER, 17 mörk.
1980— ’81: JOHN WARK, 18 mörk.
1981— ’82: ALAN BRAZIL, 22 mörk.
• HÆSTA VERÐ GREITT FYRIR LEIKMANN: 250.000 pund tU
Millwall fyrir Kevin O’Callaghan.
• HÆSTA VERÐ SEM FENGIST HEFUR FYRIR LEIKMANN:
450.000 pund frá Arsenal fyrir Brian Talbot.
• FRAMKVÆMDASTJÖRAR SÍÐAN 1970: Bobby Robson, Bobby
Ferguson.