Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Qupperneq 31
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983. 31 Þérunn Elfa og frumraun hennar á ritvelllnum: „Hér með ertu teUin í tölu rithöfunda99 Fyrir fimmtíu árum birtist í jólabladi Vísis smásaga eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Sagan hét Þegar birtir, og mun hafa verid fyrsta ritverk Þórunnar sem birt var utidir fullu nafni höfundar. Af þessu tilefni spjölludum við lítillega vid Þórunni Elfu og spurdumst fyrir um tildrög þess að sagan birtist í Vísi. ,,Þad var ekki auðvelt fyrir unga stúlku að gerast rithöfundur á þessum tíma og ég man tvennt sem gladdi mig og örvaði til frekari dáða, ” sagði Þórunn. ,,Annars vegar var samtal sem ég átti við Snorra Hjartarson í blómabúðinni Alaska, rnest fyrir tilviljun, og svo hins vegar viðtökur Páls Steingrímssonar, ritstjóra Vísis, þegar ég kom með söguna til hans. ” Fer hér á eftir frásögn Þórunnar Elfu af þessum tveim samtölum: „Góðar viðtökur fyrstu bókar tryggja ekki framtíðar- gengi höfundar" Ég var aö versla um jólaleytiö. Allt í einu var ég ávörpuö glaðlega, ég leit upp. Snorri Hjartarson haföi stað- næmst viö hliö mér brosandi meö sína sérkennilegu augnaglampa. Viö höfö- um orðið málkunnug serimoníulaust, svo sem altítt er um rithöfunda. Einu sinni var ég tímakom í sama húsi og Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur. Snorri. Eg var í íbúö Gísla Guömunds- sonar alþingismanns er þau hjónin og einkadóttir þeirra voru í sumardvöl noröur í landi, en foreldrar Gísla héldu kyrrufyrir í íbúöGisla á Eiríksgötu 27. Ragnheiöur Torfadóttir átti húsiö og bjó meö sonum sínum Snorra og Ás- geiri á efri hæöinni, þeim síðarnefnda kynntist ég í Noregi, þegar hann var þar við sagnfræðinám. Ásgeir var lengi landsbókavörður, en sennilega enn þekktari sem okkar snjallasti leik- dómari, sem oft ertil vitnaö. Þetta var 1939 síðasta friöarsumariö og síöasta sumar gamla Islands. Þetta var ógleymanlegt sumar af ýmsum ástæöum, unaðslegt veðurfar, gróöur- sæld, berjaspretta meö eindæmum. Um haustiö skall heimsstyrjöldin á meö innrás Þjóöverja í Pólland og Chamberlain kallinn neyddist til aö segja Þjóöverjum stríö á hendur. Omerkilegur hafði sá pappírssnepill reynst sem hann veifaði framan í ensku þjóðina um leið og hann tilkynnti aö tryggður væri friður um „vora daga”. Næsta vor urðu tslendingar hertekin þjóö, þá uröu aldahvörf, frá kyrrð og hefðum 19. aldar, hægfara framförum upp úr aldamótum, var okkur svipt inn í annað tímaskeiö. A Bretatimabilinu gleymdust mörgum fornar dyggöir, vinnulag og hegðun breyttist, að ógleymdu „ástandinu”. Síðan flæddu yfir okkur enn örari erlend áhrif, „ameríkaníseringin” svokallaöa festi rætur. „Fara heim hin fornu tún, finna sátt og tryggö, eöa hverfa yfir brún út úr mannabyggö —?” Þessari spurningu varpaöi Snorri Hjartarson fram. Snorri var borgarbókavöröur og átti því hægt um vik aö kynna sér bækur jafnóðum og þær komu út, eftir því sem tími vannst til. Jólabókavertíðin var nánast komin í hámark, er viö Snorri hittumst í Alaska. Bækur fara aö tínast út á hausti en bætist ört við er ’ líða tekur á aöventuna. Á þessari bóka- vertíð skeði þaö, sem naumast gerist aftur á ævi minni að þrjár bækur komu úteftirmig. Snorri Hjartarson vék að því í spjalli okkar, hve img ég hefði verið er ég gaf út fyrstu bók mína. Hún kom út á kreppuárunum. Nú voru mun hagstæð- ari tímar, eftir meiru aö slægjast, þótt góöar viötökur fyrstu bókar tryggi ekki framtíðargengi höfundar. Snorri spuröi mig brosandi, hvort skáldsaga ungu stúlkunnar vekti ekki hjá mér minningar um þaö þegar fyrsta bók mín kom út. „Utkoma bókar þinnar hlýtur aö hafa veriö stór viöburöur fyrir þig, út- komudagurinn ánægjulegur og minnis- stæður.” Bókin, sem Snorri átti við var „Dætur Reykjavíkur”, sem ég var lengst af þekktust fyrir. Víst er ég þakklát fyrir góöar viötök- ur fólks, og hve vel bókinni var tekið. En baráttulaust var ekki aö halda áfram og stríddi einatt gegn samvisku minni. Þekkingarleit mín beindist aö bókmenntum, sem útheimtu tungu- málanám, en ekki síöur beindist áhugi minn að málinu dýra sem geymir í tím- ans straumi „trú og vonir landsins sona” — og dætra bætti ég viö, talaö er um móöurmál. Tungan á áreiöanlega drýgsta þáttinn í aö sameina Is- lendinga sem þjóð, hún er ekki auölærð og lærist mörgum best með penna í hönd. Dr. Siguröur Nordal talaöi um fingraæfingar mínar áöur en ég heföi vogaö mér opinberlega fram á ritvöll- inn. Hann las í handriti sögur eftir mig sem ég skrifaði um fermingaraldur. „Égerámóti dulnefnum" Ég haföi birt efni án höfundamafns, en var búin að velja mér dulnefni, þeg- ar ég fór á fund Páls Steingrímssonar, ritstjóra Vísis, og sýndi honum söguna: Þegarbirtir. Pálltókmérljúf- mannlega og haföi ekkert við sögima aö athuga, ákvaö strax að birta hana í jólablaðiVísis. Hann sagöi: „Eg er á móti dulnefn- um, þú átt aö skrifa undir þínu eigin nafni.” Eg haföi ekki einurö til aö andmæla honum. Margt eldra fólk vildi þá ráða yfir þeim yngri og lét þá ekki komast upp meö neinn mótþróa. Páll leit snöggvast til mín, svo strikaði hann yfir dulnefnið sem ég haföi vandaö mig svo mikið við að velja og skrifaði undir söguna: Þómnn Magnúsdóttir. Hann brosti til mín og sagði: „Hér meö ertu tekin í tölu rit- höfunda.” Mér mun hafa fundist þetta vígsla mín til starfsins. Eg hafi oröiö rit- höfundur fyrir tilkynningu Páls í rit- stjórnarskrifstofu Vísis fremur en þeg- ar dætur Reykjavíkur komu út ári seinna. Næsta ár birti Páll eftir mig söguna: Ljósiö í heiöarglugganum, meira efni kom út eftir mig í Vísi, þar á meöal sagan: Jólarósir semvarfylgtúr garði með einkar vinsamlegum formála sem tók af öll tvímæli um þaö hvaða staö ég tilheyrði, því að þar var ég talin ein af „bestu dætrum Reykjavíkur”. Sjálfri fannst mér aö miklu þyrfti ég viö mig aö bæta til þess að verðskulda slík fagurmæli. En eitt er víst, að enginn verður verri fyrir uppörvandi ummæli, þau veröa hvatning til aö gera eins vel og manni er auðið, meö því eina móti getur skáld reynt aö þakka þeim sem taka verkum þess vel. HÚSVÖRÐUR Staöa húsvarðar viö félagsheimilið á Blönduósi er laus til umsóknar. Um getur verið að ræða hlutastarf eða fullt starf. Umsóknir sendist fyrir 15. febrúar formanni rekstrar- nefndar, Sturlu Þórðarsyni, Hlíðarbraut 24 Blönduósi, sem gefur nánari upplýsingar í símum: (95)-4356 og (95)-4357. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-83004.132 kV Suöurlína, jarðvinna svæöi 3. Opnunardagur: Miðvikudagur 16. febrúar kl. 14.00. I verkinu felst jarövinna og annar frágangur viö undirstöður, stagfestur og hornstaura ásamt flutningi á forsteyptum ein- ingtun o.fl. frá birgðastöð innan verksvæðis. Lagningu veg- slóða er lokið á svæðinu. Verksvæðið nær frá Prestbakka í V-Skaftafellssýslu að Skaftá við Leiðólfsfell, alls um 32 km. Mastrafjöldi er 110. Verk skal hefjast 1. mars 1983 og ljúka 1. september 1983. Verklok taka mið af allt að 6 vikna verkstöðvun vorið 1983, er klakifer úr jörð. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Utboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 2. febrúar 1983, og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 27. janúar 1983 Rafmagnsveitur ríkisins Úr aftursæti venjulegs fólksbíls eru margar útgönguleiðir fyrirböm án þess að nota dymar! Öll viljum við tryggja sem best öryggi barnanna okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort sem það er í bílstól, burðarrúmi eða bílbelti. Við höfuul sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks- bifreiða. Barnastólar (fyrir 9 mán. - 6 ára) verð frá kr. 1.077,- Barnapúðar (fyrir 6-12 ára) verð kr. 357,- Burðarrúmsfestingar (fyrir 0-9 mán.) verð kr. 995,- Beltastóll (fyrir 6-12 ára) verð kr. 1.029.- VELTIR HF Simi 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.