Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1983, Page 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR1983.
Menning Menning Menning Menning
ÆÐK) ER í ALGLEYMINGI
hrunadans og hvítar rósir
Matthías Johannessen:
FÉLAGI ORÐ.
Greinar, samtöl oq Ijóð.
Bókaútgáfan Þjóðsaga Ib32.
I þessari fimm hundruö og átta
blaösíöna bók er aö finna fjöldann
allan af greinum og ritgeröum úr
ýmsum áttum. Sumar snúast um
málefni liöandi stundar, aðrar um
tungumáliö og bókmenntirnar, en
margar um stöðu mannsins í samtíð-
inni, frelsi og kúgun. Að auki eru fjöl-
mörg samtöl og ljóö í bókinni sem
tengjast efni hennar á sérstakan
hátt.
Skurögoöadýrkun
í Dýflissu
Bókin hefur samfelldan og þéttan
svip þrátt fyrir fjölbreytni sína enda
spegla flestar ritsmíöarnar eitt og
sérstakt lífsviröhorf sem ljóðið Von
birtir í hnotskurn:
Á leiöi þínu hvítur skafl,
hljóður dreki og beiö.
En hægt hverfur vetur
í votan svörö
hægt og án þess viö vitum
vaknar mold til sólar
skýtur blóm rót, vor
úr viðjum hjarns.
Þannig kemur þú aftur,
eggskurn dauðans molnar
fæöistnýttvor: óþú
þröstur í augum bams.
(506)
Á táknrænu máli galdrar skáldið
vor náttúrunnar inní mannheim og
lýsir draumi um aö manneskjunni
auönist á endanum aö finna farveg-
inn til sjálfrar sín útúr helmyrkri
austrænnar harðstjómar og köldum
dauöa vestrænnar múgæsingar. Að
skurögoöin falli og maðurinn rísi —
þrátt fyrir ógæfuna í veröldinni. Rit-
geröir Matthíasar sýna aö þessi von
á undir högg aö sækja — en án
hennar væri ekki líft.
I greininni Frjálshyggja og
alræðishyggja lýsir höfundur samtíö
okkará eftirtektarveröan hátt:
„Dómgreindarleysi í fjölmiðlum
er áberandi. Alls kyns æöi f er eins og
reykur um sinuhaga. Þaö minnir
annars vegar á húsbóndavald al-
menningsálitsins, sem Mill nefnir
svo, og hins vegar á hræöslugæöi,
sem talað er um í fomum íslenzkum
bókum. Brenglaö mat er hrikaleg
staöreynd. Við sjáum miöaldirnar
hilla uppi í nútíöinni, dönsum hugs-
unarlaust inn í tómleika, fánýti,”
meiri tómleika. Sirkusdvergar meö
pólitískar gervilausnir og ófullnægð-
an metnað reyna aö draga aö sér
athygli. Þeir þykjast vera boöberar
einstaklingsfrelsis, en eru fulltrúar
alræðishyggju og Stórasannleika. Þá
skortir alla sjálfsgagnrýni, skortir
þaö, sem kann aö vera nauðsynleg-
ast alls — efahyggju, sjálfsvirö-
ingu./ — /Einstaklingurinn er æröur
en ekki ræktaður. Æöiö er í algleym-
ingi. Narkissos heiilaöur af sjálfum
sér í spegilmynd samtímafárs.”
(214)
Þetta em skelegg orö aö sönnu.
Manneskjur x nútíma Austurs og
Vesturs flýja hrönnum saman frá
sjálfum sér inní ábyrgöarleysi múg-
sálar sem gefur sér ólík nöfn eftir
þörfum: Flokkur, Tíska, Ríki, Trú-
arstofnun, Almenningsálit. Þessi
sjálfsflótti er ósköp skiljanlegur þeg-
ar þjóöfélagsþróun aldarinnar er
höfð í huga. Ognvekjandi tæknibylt-
ing hefur vaxiö manninum yfir höf-
uö, vaxandi sérhæfing og sundurbút-
un mannlegra hæfileika hafa ásamt
ópersónulegu stjómkerfi fyllt ein-
staklinga smæöartilfinningu og getu-
leysisbeyg. Þjóðfélög „lýðræöis” og
„alræöis” hafa hvor tveggju ýtt und-
ir vanmáttarkenndir og knúiö borg-
ara sína á vit ýmiss konar stofnana
sem bjóöa þeim öryggi og sálarfriö
innan sinna vébanda — fórni þeir í
staðinn persónulegum ákvörðxmar-
rétti sínum. I þessu sambandi er
þarft aö rif ja upp orð gamla Kletta-
fjallaskáldsinsí Erföaskránni:
.. . því rýmri er dýfiissa
sannfrjálsri sál
en samok viö almennings
frelsiö.
Þessi orö em vel viö hæfi í dag á
tima tískufaraldra og meiðandi
gervi-goösagna. Stephan G. bendir á
aö sannkallað „frelsi” er ekki ein-
ungis fólgiö í ytri aöstæöum. Maður-
inn er ekki frjáls að söruiu þótt hann
geti valið á milli D og G, LíKúber og
Lívæs. Frelsi hans er gegnsýrt vana,
hefö og tísku sem — oftar en hann
gerir sér grein fyrir — velja fyrir
hann. Einungis meö því aö gera sér
grein fyrir þessum „fjötmm” hefur
maöurinn möguleika á að gera sig að
„sannfrjálsri sál”. En takist honum
þaö á hann aö vísu sjaldnast samleið
meö samtíöinni.
Nýru nútímans
Matthías Jóhannessen kallar sig
frjálshyggjumann en er í flestu frá-
brugöinn þeim sem helst hafa veifað
því flaggi á seinustu árum.
Enda vitnar hann sjaldan í
spámenn sem blindaö hafa unga
menn aö undanfömu. Þess í staö
viröist John Stuart Mill honum hug-
stæöastur enda var sá ágæti maöur
víðsýnn boðberi einstaklingsfrelsis
og á enn erindi við timann. Af grein-
um Matthíasar má ráöa aö hann sé
fyrst og fremst frjálslyndur húman-
isti sem stundum nálgast þá rithöf-
unda sem sumir kalla existensíal-
ista. Lífsrök einstaklingsins eru í
þaö minnsta hjarta og nýru margra
ritgerða hans.
Viöhorf Matthíasar til „sannleik-
ans” benda altént til þess sem aö of-
anersagt:
„Við getum hvorki séö söguna né
persónur hennar öðru vísi en sem af-
stæöan sannleika: endanlegur sann-
leikur ekki til. Kristín Svíadrottning
hætti sem þáttur í hlutveruleika á
þeirri stundu, er hún varö sameign
f jölda manna og hver og einn tók aö
skýra hana og líf hennar aö eigin
geðþótta, „upplifa” hana eins og
hvertannaöskáldverk”. (207)
Þetta er öldungis rétt aö mínum
dómi, því sagan er, þegar allt kem-
ur til alls, ekki annaö en sennilegur
skáldskapur meö fræöimanns-
stimpli.
Bjarnaá
Austurvöll — og Tómas!
Eins og fyrr getur kennir margra
grasa í bók Matthíasar, enda hefur
hann veriö mikilvirkur blaöamaöur
og skriffinnur í áraraðir. Hann
skiptir verki sínu í sex hluta eftir viö-
fangsefnum. I þeim fyrsta er aö
finna samtöl, greinar og minningar
um menn og málefni, erlend sem inn-
lend. Gaman var aö rifja upp deil-
urnar um iandsprófiö þar sem
Matthías gekk fram fyrir skjöldu í
baráttu fyrir endxxrnýjun skólakerf-
isins og kunnu margir „íhaldsmann-
inum” litla þökk fyrir, þeim til
síungrar skammar. En mest gildi
hafa hugleiöingar og viötöl sem
tengjast skáldum og bókmenntum.
Þar er höfundur í essinu sínu enda á
heimaslóðum.
í öðrum hluta bókarinnar fjallar
Matthías um Buckminster Fuller en
birtir síðan nokkrar Rispur sem
flestar eru skemmtilegar aflestrar
og skiptir þá engu hvort menn eru
sammála höfundi eöa ekki. Þessar
greinar eru vel byggðar þótt þær
verki losaralegar viö fyrstu sýn.
Hver hugleiðingin rekur aöra en þó
innan ramma sem sjónarhorn höf-
undar setur þeim. Hiö sama má
segja um Bréf til Gils (Guðmunds-
sonar) sem fylla 4öa hluta bókarinn-
ar.
Matthías er mjög fær ritgeröá-
smiður og stíll hans líflegur og litrík-
ur þegar honum tekst best upp.
Snögga bletti má þó finna í greinum
um Bjama Benediktsson og Tómas
Guðmundsson, þar sem tilfinninga-
semin teymir höfundinn út í hálfgild-
ings persónudýrkun og næsta væm-
inn oröaflaum. Þar hefurhann engan
hemil á hrifningu sinni og allt raun-
sæi fýkur út í veður og vind. Gott ef
Tómas slagar ekki upp í þrjár kyn-
slóöir nóbelsverðlaunahafa og
Bjami er svo aö segja hafinn í guöa-
tölu. Og Atlantshafsbandalagiö: „Án
afskipta hans heföum viö aö öllum
líkindum aldrei tekiö þátt í Atlants-
hafsbandalaginu, sem hefur veriö
Evrópu — og raunar öllum heimin-
um, þá ekki sízt Islandi — þaö sverö
og sá skjöldur, sem bezt hefur dugaö
í róstusamri veröld” (33). Þaöhitnar
undir gamla manninum á Austur-
velli þegar Matthías kemst í ham.
En aö öllu gamni slepptu þá má lesa
þessar ritgeröir sér til ánægju og oft
á tíöum fróöleiks.
Frásagnir Matthíasar glitra oft af
kímni og manneskjulegri glettni;
stundum bregöur höfundur á leik svo
sálartuðra lesanda tekur undir sig
stökk og hellir mannskaöahlátri út í
dimman veturinn, sem enn er ekki
orðinn vor, þó aö Matthías hafi ort
ljóö.
Matthías Johannessen á litla kald-
hæöni í sínum poka og því er skiljan-
legt aö hann hafi stundum fariö hall-
oka fyrir meistara háösins, Magnúsi
Kjartanssyni, þegar sá var og hét
ritstjóri Þjóöviljans. Kaldhæönin
krefst kaldrar rökvísi og mörgum er
annað best gefiö, þeirra á meðal
Matthíasi. Stíll hans talar máli til-
finninganna fyrst og fremst — og
þær bjóöa alltaf höggum heim.
Konjak og rósavín:
Sambúð austurs
og vesturs
Hvaö veigamesti þáttur bókarixm-
ar fjallar um baráttu rússneskra
andófsmanna viö ómennskan sósíal-
fasisma austantjalds. I viötölum viö
menn eins og Ashkenazy, Brodsky,
Rostropovits — og Tal — fer
Matthías víöa á kostum. Stundum
verður „skáldiö” þó fullágengt í út-
leggingum sínum af hinum rúss-
neska harmleik. Hvimleitt.
Ég þekki engan íslenskan rithöf-
und sem kann eins vel að tala viö fólk
og Matthías. Þau leiftra sum samtöl-
in sem hann hefur átt í gegnum tíð-
ina. Hér bætir hann einu slíku viö.
Búkovský birtist okkur ekki aöeins í
mynd goðsagnar sem ljóskyndill um
nótt heldur „holdgast” hann í meö-
förum Matthíasar. Kannski er sam-
talið dáh'tiö viökvæmnislegt á köflum
en sumir sprettirnir eru samt óborg-
anlegir, sérlega þegar tekur aö líða á
samdrykkju þeirra félaga:
„Eg lét þau orð falla, ég vildi ekki
konjak, ég ætlaði að halda mig við
rósavínið. Og svo bamalegt (og
raunar ósatt), sem þaö var, sagöi ég
eitthvað á þá leið, aö líf mitt heföi
veriö dans á rósum. Búkovský stóö
upp. Hann tók hvíta rós úr blómavas-
anum á borðinu, fleygði henni á gólf-
iö og sagöi fyrirskipandi: „Danaaöu
þáárósum.” (424)”
Eöa þá:
„Þegar haiui haföi drukkiö dálitiö
af konjaki, sagöi hann viö mig: , jSg
er sterkari en þú, ég get sigrað þig
hvenær sem er.” Ég sagði:
„Þakkaöu forsjóninni fyrir, aö viö Is-
lendingar erum ekki 240 milljónir.”
Hann sagöi aö enginn þyrfti að ótt-
ast þaö. „Þið eruð ágætir, en veik-
geöja eins og aðrir Vesturlandabú-
ar.” Eg svaraði: „Elf við værum rúss-
neskir KGB-menn, hershöföingjar
eöa fangabúöarstjórar, þá værir þú
ekki hér., Jlversvegnaekki?” spuröi
hann. „Viö hefðum séö til þess, að þú
kæmist ekki lifandi út úrGúlaginu!”
Þetta kunni hann aö meta. Hann hló
hátt og lengi, fékk sér konjak og
sagöi viö mig, af því ég stjórnaði
þessari „atlögu” aö stolti hans:
„You are a good man, but you are a
silly man.” (424)
Heilindiog
tvídrægni
Matthias Johannessen vinnur
þarft verk þegar hann kynnir mál-
staö og aöstööu andófsmanna í Sov-
étríkjunum. örlög þeirra hljóta aö
vera fleygur í brjósti hvers manns
sem lengra sér en upp í nasimar á
sjálfum sér. Stundum er þó ekki laust
við aö þjáningin sem rís viö sjón-
deildarhring glýi fyrir augu skálds-
Bókmenntir
Matthías
Vidar Sæmundsson
ins og birti því næsta umhverfi í loft-
sjónarmynd. Eöa er hægt aö líkja
„frelsi” okkar viö andrúmsloftiö
sjálft eins og Matthías gerir á einum
staö. Era ragnarök máske um garð
gengin á Islandi og töflumar gullnu
komnar í leitimar? Allir hafa rétt til
aö jesúsa sitt samfélag en stundum
getur pólitíkin gjammaö mann í
gönur.
Félagi Orð gefur okkur góöa innsýn
í hugarheim Matthíasar Johannes-
sen. Viöhorf höfundar til manna og
málefna einkennast yfirleitt af ein-
lægni og hreinskiptni sem eru heldur
fáséöir eiginleikar nú til dags. Grein-
ar hans anda heilindum og sannfær-
ingu sem tekur jafnt til hugsunar
Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar í Gamla
b(ói 24. janúar.
Stjórnandi: Guömundur Emilsson.
Einsöngvari: Sieglinde Kahmann.
Framsögn: Sigurður Skúlason.
Einleikari: Anna Málfríður Sigurðardóttir.
Listdans: íslenski dansflokkurinn.
Brúðuleikhús: Leikbrúðuland.
Efnisskrá: Claudio Monteverdi: Krýning
Poppeu, forieðiur; Franz Schubert Franz
Schubert, Robert Schumann, Franz Lizt:
Ballöður; Miklos Maros: Divertimento; Arthur
Honneger: Pacific 231; Giacomo Puccini: Aríur
úr Gianni Schicchi og Madame Butterfly; Skúli
Halldórsson: Ballettsvíta nr. 4.
Fjóröu tónleikar Islensku hljómsveit-
arinnar bára titilinn Tónlistin — þjónn
listanna. Dagskráin var samantínd úr
myndbrotum, hverju dæmigeröu fyrir
sig, um það hvemig tónlistin þjónar
annarri list og þá til að krydda hana
eöa lyfta í æöra veldi. Eg átti á hinn
bóginn erfitt meö að verjast því aö sjá
tónlistina oftast í hlutverki herrans, í þaö'
minnsta í þeim dæmum sem tekin voru á
tónleikum þessum. Líkast til er um aö
ræöa músíkalskan einstrengingshátt af
minni hálfu, en til aö réttlæta hann má svo
sem líta á aö einhver æðstur herra á jörð-
inni ber titilinn þjónn þ jóna.
En hvaö um þaö, hér var brugðið upp
á athyglisverðan hátt myndum af þjón-
ustuhlutverki tónlistarinnar og fyrst
varö fyrir valinu óperan.
Herrann, sem
huggar
Hversu oft liggja tónskáld ekki undir
ámæli fyrir aö hafa varðveitt og gert
jafnvel ódauöleg framúrskarandi léleg
leikhúsverk og argasta leirburö? Aö
vísu eru margar óperur verrri sviös-
verk en Poppea blessunin, en án tón-
listar yrði hún ekki upp á marga fiska.
Hér fengum viö ekki beint dæmi um
þaö heldur milliþáttamúsík setta sam-
an í forleik. Músík sem stendur ágæt-
lega sjálfstæö og var þokkalega leikin.
Undir ljóöaframsögn Siguröar
Skúlasonar kom músíkin hins vegar al-
gjörlega f ram í herrahlutverki, því þaö
Tónlist
Eyjólfur Melsted
er herrann sem huggar þegar á bjátar
og til þess sá Anna Málfríöur. Hér var
ekki um aö kenna skáldskapnum, held-
ur meöferö Ijóðanna, sem best veröur
lýst meö orðinu einhæf.
Samruni
Hin tilbúna þjóösaga um ástir risans
á stúlkunni mennsku sem leikur á
píanó er aftur gott dæmi um vel heppn-
aöan samruna tveggja listforma.
Músíkin stendur ágæta vel s jálfstæö og
brúðuleikurinn heföi þótt góöur þótt
þögull væri, en meö samtvinnun tón-
listar og brúðuleiks lyftist hvora-
tveggja í hæðir. Og á eftir fylgdi annaö
dæmi um makalausa samvinnu þar
sem tónlistin, kveikjan aö kvikmynd-
inni, margfaldaöi hin sterku sjónrænu
áhrif af mynd Mitrys, sem viö tónlist-
ina vargerð.
Tónlistinni háður
Aftur til óperunnar — Sieglinde Kah-
mann söng tvær Puccini aríur. Hún fór
vel með og af öryggi. Svo, að lokum,
kom dæmi um þjónustuna viö dansinn,
þaö listform sem alfariö er háð músík,
þótt til séu þeir dansarar sem dansi eft
ir klukku. Þaö minnir mann aftur á aö
of algengt er hér á landi að dansað sé
eftir hljóöritunum en ekki lifandi
músík. Ballettsvíta Skúla Halldórsson-
ar er, líkt og fleiri af verkum hans,
samsett úr nokkrum pastoralsöngv-
um. Skúli er aö líkindum einna síðast-
ur manna aö lofsyngja íslenska sveita-
sælu í tónum. Þaö gerir hann á nærfær-
inn hátt, eins og honum einum er lagið.
Þegar þekkt lög Skúla komu fyrir í
svítunni fannst mér sem dansinn næði
ekki áhrifum ljóðsins þótt vel kæmi
hann fyrir augu og hnökralaust væri
hann útfæröur.
Sem fyrr segir fannst mér að þjóns-
mynd sú sem bregöa átti upp af tónlist-
inni á þessum tónleikum sýndi hana
fremur í hlutverki hen-ans — en hver
góöur herra er líka í eðli sínu þjónn.
Og Islenska hljómsveitin vex stööugt
í hlutverki þjónstónlistarinnar.
EM