Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1983, Page 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR1983.
íþróttir
íþrótt
íþróttir
íþrótt
íþrc
Douglas Kintzinger.
Kintzinger vill fá
70 þús. frá Fram
Bandaríkjamaðurinn,
Douglas Kintzinger, hefur
nú ákveðið að fara í mál
gegn knattspyrnufélaginu
Fram og gerir hann
peningakröfur að upphæð
um 70 þúsund ísl. kr.
— hef ur höfðað mál á
hendur Fram vegna
launamissis
Kintzinger var fyrr í vetur rekinn
frá Fram, en hann spilaði sem kunn-
ugt er körfuknattleik með félaginu.
Voru leikmenn félagsins óánægðir
með frammistöðu hans hjá félaginu
og réðu þá Val Brazy til sín
Kintzinger fer fram á að Framar-.
ar greiði honum mismuninn á
launum sem hann fékk hjá Fram og
þeim launum sem hann nú hefur hjá
Grindavík en þau eru mun lægri en
umsamin laun voru h já Fram.
Mál þetta var þingfest í morgun en
lögfræðingur Kintzingers er Gísli
Gislason. -SK.
Nýtt Islands-
met í i jósl ka
meistaramótinu
eitt met
Ingi Þór Jónsson, sundkappi frá Akra-
nesi, setti í fyrradag nýtt ísiandsmet í 50
metra skriðsundi karla á skólamóti Fjöl-
brautaskólans á Akranesi og Flensborgar-
skólans sem haldið var í sundiauginni i
Hafnarfirði.
Ingi Þór kom i mark á 25,0 sekúndum
sem er einu sekúndubroti betri tími en
gamia Lslandsmetið sem staðið hefur i
áraraðir en það átti Finnur Garðarsson
frá Akranesi. -klp-
Lokeren mætir
Molenbeek
Frá Kristjáni Bernburg fréttamanni DV
í Belgíu — Búið er að draga í 8-liða úr-
slitum i belgísku bikarkeppninni i knatt-
spyrnu, en þar eru tvö lið eftir sem
íslenskir knattspyrnumenn leika með.
Lokeren, sem Amór Guðjohnsen leikur
með, mætir RWD Molenbeek, en liö þeirra
Sævars Jónssonar og Ragnars Margeirs-
sonar, CS Brugge, mætir AAGent.
Hinir leikimir í 8-liða úrslitunum verða
á milli Beveren og Winterslag og Ware-
gem og Lierse. Leikið er heima fyrir og
heiman og fer fyrri ieikurinn fram 27.
febrúar en sá síðari 23. mars. KB/-klp-
- Ragnar Guðmundsson
synti 1500 metra
skriðsund þará
16:55,78 mín. sem
er met bæði í
fullorðins- og
piltaflokki
Hinn bráðefnilegi sundmaður Ragn-
ar Guðmundsson setti nýtt íslandsmet
í 1500 metra skriðsundi í jóska
meistaramótinu í sundi sem haldið var
um síðustu helgi. Ragnar æfir og
keppir fyrir danska sundiiðið Neptún í
Randers en faðir hans, Guðmundur
Harðarson, er þjálfari þess liðs eins og
kunnugt er.
Ragnar synti 1500 metrana í 50
metra laug, á þessu móti á 16:55,78
mínútum. Er það íslandsmet í
fullorðinsflokki og einnig í piltafiokki
því Ragnar er ekki nema 14 ára gam-
all.
Gamla Islandsmetið í fuliorðins-
Per Skaarup.
Ragnar Guðmundsson.
flokki átti Bjarni Björnsson Ægi og
var þaö 16:59,05 mín. Eru hann og
Ragnar einu íslendingamir sem hafa
synt 1500 metra skriðsund á minna en
17mínútum.
Millitími Ragnars í 800 metmnum á
jóska meistaramótinu var 8:57,70 mín.
sem er nýtt íslenskt piltamet. Gamla
piltametið í 800 metrunum átti Hugi
Harðarson Selfossi og var það 9:01,09
mín. -klp-
Csernai
skrifar
undir
Pal Csernai, þjálfari Bayern
Munchen, hefur framlengt
samning sinn við Bayern um eitt
ár og verður hann þjálfari
félgsins til 1985.
Þá hefur Rinus Michels,
þjálfari 1. FC Köln, einnig
framlengt samning sinn um eitt
-Axel.
ar.
McEnroe er
stigahæstur
Bandarikjamaðurinn John McEnroe
hefur tekið forustuna í stigakeppninni
um Grand Prix. Hann sigraði Tékkann
Ivan Lendl í innanhússmeistaramóti
Bandaríkjanna á sunnudaginn.
McEnroe er með 325 stig, Lendi með
227 stig, Argentínumaðurinn Jose-Luis
Clerc er með 225 stig og í f jórða sæti er
Svíinn Mats Wilander með 189 stig.
-SOS
Arnór Guðjónsson sést hér í leik með Lot
Guðmundur vi
unglingaland
þjálfari Danm
Guðmundur Harðarson fyrrverandi
landsliðsþjálfari íslands í sundi hefur
verið ráðinn þjálfari danska lands-
liðsins í sundi sem æfa á fyrir
unglingamót Evrópu er verður í ágúst
og Norðurlandamótið sem fram fer í
desember.
Guðmundur hefur verið þjálfari
danska sundliðsins Neptun í Randcrs í
Danmörku sl. tvö ár og hefur hann gert
þar góða hluti. Er hann orðinn einn af
virtustu sundþjálfurum í Danmörku og
Rummenigge
markhæstur
Karl-Heinz Rummenigge hjá Bayern
Miinchen er nú markhæstur í V-Þýskalandi.
Hann hefur skorað 14 mörk. Allgöwer hjá
Stuttgart, Bergsmiiller hjá Dortmund og
Wöller hjá Bremen, hafa skorað 12 mörk.
Dieter Höness hjá Bayern kemur síðan með
11 mörk.
-Axel.
Danir ekki með
sitt besta lið
— en sigruðu þó Sviss tvívegis
„Eg hafði vissan skilning á vanda-
málum Per Skaarup í sambandi við
landsleikina í Sviss og hafði hug á að
samþykkja þau ef hann léki annan
landsleikinn við Spán um næstu helgi.
Það vildi hann ekki og ég hef því
ekkert með hann að gera,” sagði
danski landsliðsþjálfarinn í handknatt-
leik, Leif Mikkelsen, fyrir landsleiki
Dana og Svisslendinga um síðustu
helgi.
Stóri línumaðurinn Per Skaarup lék
því ekki á móti Sviss og miklar líkur
eru taldar á að hann leiki ekki lands-
leiki í bráð. Ekki gott aö vita hvenær
Mikkelsen tekur hann í sátt að því er
dönsk blöð telja. Skaarup treysti sér
ekki til að fara til Sviss af fjölskyldu-
ástæðum.
I stað hans í Sviss lék unglinga-
landsliðsmaðurinn Per Sabroe
Thompsen frá Tarup. Danski
landsUðsfyrirliðinn Morten Stig
Christensen gat ekki leikið í Sviss
vegna meiðsla. Þó að Dani vantaði
þannig tvo af sínum sterkustu
mönnum sigruðu þeir Svisslendinga í
báöum landsleikjum, 22—21 og 23—20.
-hsím.
sést það m.a. á því, að Danir hafa nú
boðið honum að taka að sér unglinga-
landslið þeirra fyrir Evrópumótið.
Er það spennandi verkefni því
Danir eiga mikið af efnilegu sundfólki
og koma þeir t.d. til með aö senda 10 til
12 keppendur á Evrópumótiö og 20 til
25 manns á Norðurlandamótið.
Samningur Guðmundar við Neptun
rennur út nú i ágúst. Forráðamenn
félagsins hafa boðið honum nýjan
samning og að sögn danskra blaða er
búist við að íslendingurinn taki honum
og verði því áfram í Danmörku.
-klp-
n
Guðmundur Harðarson hefur getið
sér gott orð sem sundþjálfari í
Danmörku.
r
I
I
I
KRfær
llðs-
styrk
— í frjáisum íþróttum
KR-ingar hafa heldur betur
fengið liðsstyrk í frjálsíþróttabóp
sinn að undanförnu. Hvorki
meira né minna en 8 frjálsí-
þróttamenn og konur hafa gengið
yfir í KR og er þar nú orðinn stór
og föngulegur hópur.
Þau sem bætast nú við hjá KR
eruþessi:
Rut Olafsdóttir (FH)
Gísli Sigurðsson (UMSS)
Valdís Hallgrímsdóttir (UMSE)
Hjalti Áraason (UMFA)
Sigrún M. Markúsdóttir (UMFA)
Sigríður Sigurðardóttir (UMFA)
Guðrún Sveinsdóttir (UMFA)
Geir Gunnarsson (ÍR)
I
-Mp-j
íþróttir
íþróttir
íþróttir
fþróttir
íþrói