Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Blaðsíða 2
2
*
Skuldaraskrá-
in verdur
opinberuð
— „þá geta menn séð hver eru f ramsóknarhús og hver eru
íhaldshús,” segir sjávarútvegsráðherra
,,Skrá yfir þau fyrirtæki sem fá
lán núna og fengu lán í fyrra verður
birt alveg á næstunni. Mér þykir rétt
að gera það þar sem alls konar
kjaftasögur éru í gangi. Þá geta
menn séö hver eru framsóknarhús
og hver eru íhaldshús,” sagði Stein-
grímur Hermannsson sjávarútvegs-
ráöherra í samtali við DV. Hann var
beðinn um lista yfir þau útgerðar-
fyrirtæki sem njóta nú og nutu í fyrra
sérstakrar fyrirgreiöslu ríkisstjórn-
arinnar.
Ráðherrann sagði að nefndin sem
annaðist mat á stööu útgerðarfyrir-
tækjanna væri að leggja lokahönd á
frágang gagna til Fiskveiðasjóös. Sá
sjóður fær það verkefni aö lána eftir
tillögum nefndarinnar þær 120
miUjónir sem nú eru ætlaöar til að
lána um 40 útgeröum. I fyrra fékk 41
fyrirtæki 73 mUljónir.
Þessar rúmlega 80 útgerðir, sem
margar reka einnig fiskvinnslu, eru
obbinn af þeim útgerðum sem skil-
uöu gögnum um stöðu sína í fyrra.
En þá var öUum útgeröum á landi
boöið að gera grein fyrir stöðu sinni
og leita eftir aðstoð af því tagi sem
veitt var þá og veitt er nú. Fáein
fyrirtækjanna fá synjun og þar af
eru einhver sem þykir varla við
bjargandi.
Líklegt er taUö að þau fyrirtæki
sem sóttu eftir þessari sérstöku
fyrirgreiðslu, um 90 talsins, séu þau
verst stöddu í landinu. En útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtæki eru almennt í
miklum vanskUum. Að mati
kunnugra manna munu vanskUin við
sjóöi, banka, olíufélög, verkstæöi og
kostsala ekki vera undir 1.200
miUjónumkróna.
-HERB.
ÍSLENSKIR
TÖLVUSPILAKASSAR
• Sterkir, vandaðir og
ódýrir.
• Mikið úrval leikja fyrir-
liggjandi. Hver leikur
aðeins 1500 kr.
• Samsettir úr eining-
um. Auðveldar
viðgerðir.
• Myntinntak stillanlegt
fyrir hvaða mynt sem
er.
• Stór myntkassi (3
mánuðir).
• Margir nýir leikir
koma á markaðinn i
hverjum mánuði.
• Hentugir fyrir sjoppur,
félagsheimili, spilasali
og billjardstofur.
• Sýningarkassi á
staðnum.
T0LVUBUÐINHF
Skipholti 1, Reykjavík. sími 25410.
Mezzoforte:
Vinsældir
magnast
íEvrópu
Enn berast nýjar fréttir af vax-
andi vinsældum Mezzoforte á
erlendri grund. Að þessu sinni er
það fréttaritari vor í Belgíu,
Kristján Bernburg, sem segir oss
þau tíöindi aö litla plata hljóm-
sveitarinnar sé nú komin í 46. sæti
hollenska vinsældalistans og sé þar
á hraðri uppleið enda mikið spUuð í
útvarp þarlendis. Sömu sögu sé að
segja í Belgíu þó ekki sé platan
komin þar á vinsældalista. TU
dæmis hafi í fyrrakvöld verið í
belgíska útvarpinu heilmikUl
kynningarþáttur á Mezzoforte og
Islandi.
______________-SþS.
Sýningu
Jónasar
lýkur
um helgina
Sýningu Jónasar Guðmunds-
sonar, stýrimanns, rithöfundar og
hstmálara meö meiru, í Eden í
Hveragerði, lýkur nú um helgina.
Sýningin er opin frá klukkan 10 aö
morgni tU klukkan 23 að kvöldi.
Listamaðurinn lét vel af sér í
stuttu spjalU við DV og benti á að
nýverið hefði maður lokast inni í
Hallgrímskirkjuturni, sjö mUljón-
um punda hefði veriö stolið í
Lundúnum en hins vegar væri
verið að stofna eggjasamlag. En
iýningunni lýkur um helgina. -óm.
DV. FÖSTUDAGUR 8. APRlL 1983.
Sóð inn i geymsiuna, þaðan sem framhiaðningunum var stolið. Þeir hafa
verið notaðir tH skrauts i versluninni. Að sögn Sveins Grétars Jónssonar,
verslunarmanns i Sportvali, eru öll skotvopn og skot geymd i sérstökum
læstum hirslum i versluninni.
DV-mynd: S.
InnbrotíSportval:
Fjórum framhiaðn
ingum var stolið
— en þeir skildir ef tir við verslunina
Brotist var inn í verslunina Sportval
við Hlemmtorg á tíunda tímanum í
fyrrakvöld. Ekki varmiklu stoliö en.þó
voru teknir fjórir gamlir rifflar sem
lögreglumenn fundu síðan fyrir utan
verslunina.
Að sögn Sveins Grétars Jónssonar,
verslunarmanns í Sportvali, var hurð í
undirgöngum, sem er viö hliðina á
versluninni, brotin upp. „Þeir komust
nú aldrei inn í sjálfa verslunina heldur
teygðu þeir sig inn í geymslu sem
þama er við hurðina,” sagði Sveinn.
„Hvað varðar þessa riffla, sem þeir
tóku, þá eru þeir ekki nothæfir og hafa
veriö sem skraut hjá okkur í versl-
uninni en voru aö þessu sinni í
geymslunni ásamt nokkrum fleirum
sams konar.”
Sveinn sagði ennfremur aö búiö
hefði veriö aö klæða hurðina af meö
texplötum að innanverðu og því hefðu
þjófamir aðeins haft smágat sem þeir
bmtu til að teygja sig inn um eftir aö
þeir voru búnir aö brjóta hurðina upp.
„Ég vil ítreka aö rifflamir vora
svokallaðir framhlaöningar sem eru
bæði gamlir og ryðgaðir og ekki eru til
skot í. öll skotvopn og skot hjá okkur
era annars í sérstökum læstum
hirslumí versluninni,” sagði Sveinn.
Mikið hefur verið um það að undan-
fömu að unglingar safnist saman í
undirgöngunum við verslunina á
kvöldin.
Aö sögn Rannsóknarlögreglu
ríkisins hefur enginn verið handtekinn
vegna þessa máls.
-JGH.
Tommahamborgarar tveggia ára
TOMMA-RALLY
9. & 10. Aprfl ’83
Ein milljón hamborgarar seldir
FÖSTUDAGUR
Fyrsta rall ársins ræst á morgun (laugardag) kl.
10 frá félagsmiðstööinni Þróttheimum v/Holta-
veg.
Komið og fáið ókeypis áhorfendaleiðabók.
SEIKO
Tímataka
ÍmíkróTI