Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Síða 7
DV. FÖSTUDAGUR 8. APRIL1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur „Allt postulín, jafnt þaö fínasta I styttum frá Bing og Gröndahl og þaö sem við notum daglega og köllum leir- tau er í rauninni það sama. Munurinn er aöeins sá að það er brennt við mis- munandi hitastig og þeim fjórum frumefnum sem notuð eru er blandaö á mismunandi hátt,” sagðiPáU Pálsson, verksmiðjustjóri í Gliti. Okkur barst á dögunum bréf frá konu sem biöur um útskýringar á postulíni af mismunandi gerðum, svo og leir. VUl hún vita hver munur sé á þessu tvennu og hvort því sé stundum blandaö saman. Því var leitaö til Páls og hann beðinn aö útskýra þetta fyrir lesendum. Fara útskýringar hans endursagðar og annar fróðleikur hér á eftir. Postulín var fyrst notað í Kína, Uk- lega fyrir um 2 þúsund árum. Síðan hafa f jögur aðalefni verið notuö aðal- lega í postuhnið. Þau eru hvítur leir, krít, feltspat og flint (tinnusteinn). Aukaefnum af mörgu tagi er síðan blandað saman viö þessi fjögur efni'. Þau eru einnig notuð í mismunandi hlutföllum. Oft er sUkt tekið fram með stöfum sem þrykktir eru neöan á hlut- inn. Þannig þýöir stafurinn P að mikið sé af feltspati, F þýðir mikiö af flinti. Það er hins vegar í brennslunni sem gæði postuUnsins eru ákveðin. Þumal- fingursreglan er sú að því meiri hiti sém hafður er í brennslunni því sterkari og „fínni” verður hluturinn. En gaUinn er sá að postuUnið mýkist við hita sem fer yfir 1300 gráður og sé ekki nákvæmlega rétt með aUt farið eyðileggjast hlutirnir í brennslu. Við háan hita á brennslu á tU dæmis fínum styttum þarf því aö setja stífur undir handleggi, annars detta þeir af. SUkar styttur eru steyptar í 50—60 hlutum og svo límdar saman fyrir brennslu. Þrátt fyrir þetta eyðUeggjast 50—60% af hlutunum í sUkri brennslu. Þegar verið er að brenna fýrir t.d. rannsóknarstofur þar sem hluturinn verður að vera algerlega gaUalaus er jafnvel farið með hitann aUt upp í 2500 gráður. Skálar sem brenndar eru við slíkan hita verða að vera á kafi í sandi tU þess að verða ekki að drullu. Feikilega dýrt Brennsla við svona háan hita er feikilega dýr. Ekki er bara það að mikið eyðileggist og þurfi að vinna það upp á nýtt, heldur er líka það að í hvert sinn sem hitastigið er aukið margfald- ast eyösla á orku. Hér á landi er venju- lega notuð raforka við brennslu en gas er víða meira notað. Gefur það aðra áferð. Fínasta kínverskt postuUn, sem er bókstaflega gagnsætt, er venjulega brennt við gas sem látið er loga upp öðru hverju. Þeir hlutir sem komast óskemmdir í gegnum sUka brennslu verða næfurþunnir en ótrúlega sterkir. Þegar stytta er búin tU hjá til dæmis Bing og Gröndahl er hún brennd þrisvar. Fyrst er hún mótuö og for- brennd. Er það gert við 1000—1100 gráður. Þá er hún glerjuð með glærum glerungi og brennd aftur. Og í þetta sinn er hitinn mun meiri, um 1500 gráöur er algengt. Þá er styttan tekin og máluð með þeim Utum sem óskaö er. Hún er síðan brennd í þriðja sinn, í þaö skiptið viö 800—1100 gráður, eftir því hvaða Htir eru notaðir. Lægstan hiía þarf gylUng en hæstan hita cópalt- blátt. Þá er hluturinn tUbúinn. EldhúsboUinn sem við notum dags daglega hefur hins vegar ekki farið í gegnum nema tvö stig af þessum þrem. Hann er fyrst mótaöur og í for- brennslu er hrúgað saman ótal boUum, eins miklu og kemst í ofninn. Þegar verið er að brenna styttur í fínum postulínsverksmiðjum er hver hlutur hins vegar alltaf brenndur sérstak lega. EldhúsbolUnn er forbrenndur við um þaö bil 1400 gráða hita. Hann er síðan glerjaður og brenndur aftur við um 800—1000 gráða hita. AffölUn verða ekki eins gífurleg og á styttunum en vegna hitans í forbrennslunni verða bollamir tiltölulega sterkir. Munur á leir og postulíni Munur á efnainnihaldi í leirUátum (oft nefntkeramík) og postulínsílátum er sá að notaður er grófari leir en í postulínið. Aöahnunurinn á þessu tvennu er sá að leirinn er brenndur við lægri hita. Þannig er leir brenndur á biUnu 900—1150 gráður, steinleir er brenndur á bilinu 1150—1350 gráður og postulinið er síðan brennt við hita sern Fint postulín sem búlð hefur vorlð tíl við háan hita. Venjulegt „leirtau" eða postulin sem brennt hefur verið við fremur lágan hita. Postulínogleir. HELSTIMUNURINN MISMUN- ANDIHITI í BRENNSLUNNI postulín í bolla og diska. Oft hvítt en mjög gjarnan litað. S: steinleir. Þéttur,þungur ogsterkur. Oft gráhvítur en þó gjarnan með glerungi í mismunandi litum. V: amerískt tákn fyrirfeltspat. L: leir. Ovatnsheldur og sogar í sig mikinn raka. Elsta form á bús- áhöldum. K: krít. Onýtt og brotnar gjarna. Odýrt. Síðan eru oftast tölustafir líka. Þeir tákna mismunandi glemng. Talan fimm er hæsta talan og gefnar em þrjár raðir, 555 er þannig besti glerungur sem völ er á. Fyrsta talan þýðir hversu viðkvæmur glemngurinn er fyrir spmngum, önnur hversu vel hann þoUr að ýmsar tegundir matar séu á hann settar og sú þriðja hversu heitt vatn hann þoUr í uppþvotti. 5 í því tilfelU þýöir að þvp megi hlutinn í uppþvottavél. Fín vömmerki eins og Bing og Gröndahl, KongeUg dansk, Gustavs- berg og Rörfrans ættu síðan að vera einhver trygging fyrir því að hluturinn, sem keyptur er, sé góður. Verðið segir Uka oft sína sögu því að það er hærra eftir því sem meira hefur verið vandað til hlutarins. DS er þar fyrir ofan. A síðustu ámm hafa nokkrir Hstamenn, þar á meðal ís- lenskir, verið að vinna með efni sem Páll kallaði postulínsleir. Hann er brenndur við hitann 1200—1300 gráður og verður við það mjög sterkur. Fræði- menn í greininni deila mjög um það hvort þetta sé f remur postuUn eða leir. Áferðin er mjög lík og á postulíni en blandan nokkuð önnur. Glerungur er settur á nær alla hluti úr postulini og leir. Leirinn verður að glerja ef hann á að halda vatni. Ef kaffi er sett í bolla úr óglerjuðum leir líður ekki á löngu þar til leirinn hefur drukkið í sig nægju sína af kaffinu, hitt lekur á borðið undir bollanum. Steinleirinn og postuUnið eru aUtaf vatnsheld. Fólk á hins vegar erfitt með aö trúa á það að steinleirinn sé vatns- heldur og því er hann oftast glerjaður, þó að það sé kannski óþarfi. Glerungurinn er búinn til úr sandi, leir og litarefnum. Notaður er glerungur svipaður að innihaldi, hvort sem er á postuhn eða leir. I langflest- um tilfellum er glemngurinn brenndur á hitastigi leirs. Glerungur sem brenndur er á hitastigi steinleirs er þó mun „fínni,” ef vel tekst til. En sUkt er mikið happdrætti. Hann getur misheppnast í mjög mörgum tilfeUum. TU dæmis þarf að huga að því að marg- ir litir verða svartir þegar þeir eru brenndir við þennan háa hita. SífeUt er verið að gera tUraunir með þennan glerung, reynt að fá nýja liti. En slíkt getur verið áratuga vinna margra manna. Aldrei blandað saman Mismunandi tegundum af leir og postulíni er aldrei blandað saman í hluti. Annaðhvort er hluturinn úr postuUni, leir eða steinleir. Það að þeir em glerjaðir með svipuðum eða sama glerungi kann hins vegar að mgla marga. AUir hlutir, sem búnir em til úr leir eða postúUni, eru í rauninni ofnfastir. Það er að segja þeir þola að hitna vel, ef þeir hitna aUir jafnt. örfáir hlutir þola hins vegar að vera settir inn í snöggan hita eða snöggan kulda. Enn færri að vera settir á heita hellu á elda- véL Þó eru tU slHdr hiutir, oft kaUaðir eldfastir. En varið ykkur á því að það sem nefnt hefur verið ofnfast hér kalla margir eldfast. Ef hlutur þoUr að vera settur á eldavélarheUu má hún aldrei vera minnienhann. Eins og fyrr greindi eru mismunandi stimplar neðan á postuUnshlutum. Hér á eftir fer útskýring á nokkmm þeirra. B: sérstök tegund af postulíni sem inniheldur mUcið af leirtegundinni beinösku. Þolir allt upp í 1670 gráða hita. P: mikið feltspatinnUiald. ' Þolir að hitna vel. Oft hvítt eða bláhvítt. F: mikið fUntinnihald. Venjulegt Leirkrúsir með glerungi. Hitastigið á brennsiunni er lægra en þegar postulinshlutírnir eru búnir tíl. D V-mynd Einar Ólason. FÖSTUDAGSKVÖLD IJISHUSINU11JIIHUSINU OPIÐ i ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 f KVÖLD Glæsifegt úrval húsgagna á 2. og 3. hæð. MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.