Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 8
8
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. FÖSTUDAGUR 8. APRÍL1983.
Útlönd
Fluttu hægri höndina
yfir á vinstri handlegg
6 árum eftir slys
Kínaaflýsir
menningarsam-
skiptumvið
Bandaríkin
Kína hefur nú aflýst öllum menn-
ingarsamskiptum viö Bandaríkin
sem ákveðin höfðu verið á þessu
ári. Er það vegna ákvörðunar
bandarískra yfirvalda um að veita
kínverskutennisstjörnunni, Hu Na,
landvist en hún strauk í fyrra þeg-
ar hún var á keppnisferðalagi í
Bandaríkjunum.
Meðal annars hefur verið aflýst
öllum íþróttakeppnum sem ráð-
gerðar voru á árinu. Þykir nú held-
ur fara kólnandi vináttuþelið milli
þessara ríkja, sem hófst í tíð
Nixon-stj ómarinnar.
Walesaboðið
tilHarward
Lech Walesa, leiðtogi hinnar
óháöu verkalýðshreyfingar Pól-
lands, sem hefur verið bönnuð, hef-
ur þegið boð um að flytja ræðu í
Harvard-háskóla í Boston í sumar
ef pólsk yfirvöld veita honum far-
arleyfi.
9. júní verða Harvard-stúdentar
útskrifaðir (í 332. skiptið í sögu
skólans) og á Walesa að verða aðal-
ræðumaður skólaslitadagsins. —
Walesa er sagður hafa glaðst mjög
við boðið.
Morðinginn
fundinn
Hollenska lögreglan hefur nú
haft hendur í hári manns sem
grunaður er um að hafa skotið til
bana sex manns og sært fjóra i
rifrildi á kaffihúsi í bænum Delft
fyrir þrem dögum.
Eftir vísbendingu, sem lögreglan
fékk símleiðis, fann hún 27 ára
gamlan Delft-búa, Cevdet Yilmaz
að nafni, þar sem hann faldi sig í
Zaandam norður af Amsterdam.
Þar var hann í felum hjá
tyrkneskri fjölskyldu.
Fjölskylda Nkomo
lausúrfangelsi
Sonur Joshua Nkomos, sem verið
hefur í haldi síöan Nkomo flúði
Zimbabwe, hefur nú verið látinn
laus. Hann haföi verið tekinn fastur
vegna gruns um að hann hefði
hjðlpað föðurnum að sleppa úr
haldi.
Hinn 25 ára gamli Tulani Nkomo
er ■ menntaður í Bandarikjunum.
Hatjn var hancjtekinn um leiö og
eiginkona Nkomos, dóttir hans og
tengdasonur. Konunum var sleppt
fyrir nokkrum dögum en tengda-
sonurinn er enn í fangelsi.
! Joshua Nkomo hefur yerið í Bret-
landi siðasta mánuöinn.
Átta læknar við sjúkrahús í Massa-
chusetts þykja hafa unnið merkilegt
afrek þegar þeir skiptu á hægri hendi
manns og þeirri vinstri. Hægri hand-
leggurinn var honum ónothæfur og
sömuleiðis vinstrihöndin.
Þessi aðgerð var gerð fyrir sex
vikum og tók nítján klukkustundir en
Noregur hefur tekið fálega tillögu
Svíþjóðar um 300 km breitt kjamorku-
' vopnalaust belti í Mið-Evrópu en hana
Geimfararnir Story Musgrave og
Donald Peterson fóru í gönguferð í
geimnum í gær utan skutlunnar Chall-
enger og störfuðu í fjórar stundir utan
geimferjunnar.
Þessi tilraun þótti leiða í ljós að bún-
ingar geimfaranna væru bæði hinir
traustustu og mjög hentugir. — Það
hefur áður hent aö hætt hefur verið viö
slíka tilraun af áhöfn Columbíu vegna
galla á geimfarabúningunum.
Þeir unnu úti í geimnum í gær að til-
þetta var ekki gert kunnugt fýrr en í
gær. Segja læknarnir núna vera góðar
horfur á því að þetta ætli að heppnast.
Sjúklingurinn er sem sé kominn meö
heilan vinstri handlegg og hönd og ætti
senn að geta byrjað að nota hana.
Hann er þegar svo langt kominn að
hann getur haldið á bolla.
báru Svíar upp við öll aðildarríki Var-
sjárbandalagsins og NATO í desember
ívetur.
raunum á tækjum og æföu vinnubrögð
sem geimarar þurfa að grípa til í fram-
tíðinni. Þar á meðal ýmsar neyðarráð-
stafanir, ef sjálfvirkni flugfarsins
bilaði. Svo sem eins og að loka með
handafli lestarlúgum skutlunnar.
Allt gekk þetta samkvæmt áætlun,
nema hálftíma lengur var verið að
vinna verkin en ráð var fyrir gert.
Þessar tilraunir utan geimskutlunn-
ar voru eitt meginverkefni þessarar
ferðar.
Hann er ljósmyndari að atvinnu og
trúði fréttamönnum fyrir því að hann
ætlaði aö gerast myndatökumaður
fyrir sjónvarp og spila gólf innan fimm
ára héðan í frá.
Hann varð fyrir slysi fyrir sex árum,
þar sem hann missti fjóra fingur
vinstri handar og skaðaöist á hægri
Utanríkisráðherra Noregs sendi frá
sér yfirlýsingu í gær þar sem bent var
á að tillagan tæki ekki með í reikning-
inn að Mið-Evrópa mundi samt eftir
sem áður standa berskjölduð fyrir
ýmsum kjarnorkuvopnum utan beltis-
ins og sem hægast mætti flytja kjam-
orkuvopn aftur inn á svæðið þegar
hverjum henta þætti.
Sagði í yfirlýsingu norska ráðherr-
ans að tillögur um vopnatakmarkanir
ættu ekki að fela í sér veikingu á vörn-
um NATO með því að rjúfa samstöðu
NATO og setja nokkur ríki sér á parti.
Svíum var bent á að mikilvægt væri
að forðast að flækja samningavið-
ræður Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna í Genf með aðgeröum eða tillögu-
flutningi.
Noregur, sem er aðili að NATO, er
ekki meðal þeirra fimm landa sem
eiga að taka við eldflaugum síðar á ár-
inu, samkvæmt eldflaugaáætlun
NATO. Engin kjarnorkuvopn eru sögö
veraíNoregi.
handlegg. Þykir einstakt að slík að-
gerð skuli gerð svo löngu eftir slysið.
Tvennar aögeröir aðrar ámóta sem
menn vita um voru gerðar strax eftir
slys.
Læknarnir fluttu handarbakið,
lófann og fjóra fingur hægri handar
yfir á þá vinstri en héldu þumalfingri
þeirrar handar (sá á hægri hendi hafði
skaðast). Flytja varð einnig taugar
yfir.
Glistrup-
málið fyrir
hæstarétt
Glistrupmálið er nú komið fyrir
hæstarétt og hófst málflutningur í
fyrradag. Saksóknari ríkisins krefst
þess að dómur undirréttar um fjögurra
ára f angelsi verði þyngdur í sex ár.
Þetta er orðið lengsta sakamál í
Danmörku því að Glistrup hefur f undið
upp á ótal brögðum til að tef ja það.
Dómur hæstaréttar er væntanlegur í
júli. Verði Glistrup sekur fundinn, eins
og flestir búast við, þarf líklega aö
kalla saman aukaþing til þess eins að
ákveða hvort vísa eigi Glistrup burt af
löggjafarsamkomunni.
Glistrup var í þingsölum í gær og
beitti sér ákaft gegn endurbótum og
stækkun á konunglega leikhúsinu upp á
200 milljónir danskra króna. — „Það
yrði bruðláratugarins,” sagði Glistrup
en meirihluta þingmanna var á ann-
arri skoðun. Leikhúsið fær fjárveiting-
una.
Samkvæmt nýgerðri skoðanakönnun
mundi flokkur Glistrups, Fremskridts-
partiet, tapa nokkrum þingmönnum ef
kosiðyrðinú.
Inga, K.höfn
Tmleysi
áíríandi?
Einn af hverjum fjórum fullorön-
um íbúum Irlands biður aldrei til
guðs, og í sama hlutfalli eru þeir,
sem ekki vita með vissu hvað eða
hver guð er. Þetta kemur fram í ný-
legri skoðanakönnun sem fram fór
þarnýlega.
Einnig kom fram í könnuninni,
að 18% íbúa á N-Irlandi telja að
hermdarverk eigi stundum rétt á
sér. Þetta er til muna hærra hlutfall
en annars staðar í Evrópu. Þá kom
í ljós að mótmælendur á N-Irlandi
eru kirkjuræknastir allra trú-
bræðra sinna í Evrópu, rúmlega
helmingur þeirra fer til kirkju ekki
s jaldnar en einu sinni í viku hverri.
Skoðanakann-
anir íKanada
Ihaldsflokkurinn kanadiski, sem
er í stjórnarandstöðu, nýtur um
þessar mundir 20% meira fylgis í
skoðanakönnun en frjálslyndi
flokkurinn og Pierre Trudeau for-
sætisráðherra.
Fylgi ihaldsflokksins hefur auk-
ist um 5% frá því í síðasta mánuði
og sýnist vera um 50%. Á meðan
hefur fylgi frjálslynda flokksins
dalaðúr34%í30%.
Þetta er mesta fylgi sem íhalds-
flokkurinn hefur notið í skoöana-
könnunum í 25 ár og kemur nokkuð
á óvart því að innan flokksins er
töluverður ágreiningur um flokks-
forystuna og einkum Joe Clark,
leiðtoga flokksins.
Etnugos
Þessi mynd hefur borist okkur frá Sikiley og er tekin í matsölu þar
sem hraunstraumurinn frá eldf jallinu Etnu er kominn alveg inn að
dyrum. Etna byrjaði að gjósa á annan í páskum en hún er virkasta
eldfjall Evrópu. Hraunstraumurinn hefur eyðilagt fjölda mann-
virkja.
Norska stjómin lítið
hrifin af hugmyndum
um kjamorkuvopna-
laus svæði
BRUGDU SÉR ÚT
ÚR SKUTLUNNI