Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 12
DV. FÖSTUDAGUR8. APRlL 1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.'
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 80611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SIMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verö í lausasölu 15 kr. Helgarblaö 18 kr. ;
Eitrað kerfi aukið
Til skamms tíma voru skipulagssinnar ekki komnir
með klærnar í eggjaframleiðslu. Þar hefur ríkt opinn
markaður á ferskri vöru, enda eru ekki dæmi þess á
undanförnum árum, að kvartað hafi verið um, að egg
væru ekki nógu góð.
Verðið hefur breytzt eftir markaðsaðstæðum hverju
sinni. Oftast hefur verið hægt að kaupa egg langt undir
viðmiðunarverði skipulagssinna í Framleiðsluráði land-
búnaðarins. Og aldrei hafa þau verið dýrari á frjálsum
markaði.
Skipulagsleysið hefur leitt til þess, að vaxið hafa úr
grasi nokkur stór fyrirtæki í eggjaframleiðslu. Þau hafa
náð aukinni hagkvæmni í vinnslu og skilað henni til neyt-
enda með því að halda niðri markaðsverði á eggjum.
Þetta er gerólíkt þrautskipulagðri landbúnaðarafurð á
borð við mjólk. öhófleg notkun fúkalyfja, tvíhitun
mjólkur, gerlamyndun og langar helgar hafa hvaö eftir
annað leitt til kvartana, sem hafa reynzt á rökum reistar.
Veröið hefur ekki breytzt eftir markaðsaðstæðum.
Miðað við verðbólgu er það eins sumar og vetur, hvort
sem mjólkin er drukkin eöa fer að mestu leyti í osta, sem
gefnir eru til útlanda á verði flutningskostnaðar.
Þrautskipulagið hefur leitt til þess, að við Lómagnúp er
framleidd mjólk til notkunar í Reykjavík, meðan fram-
leitt er í Mosfellssveit dilkakjöt handa Kirkjubæjar-
klaustri. Samt eru skipulagssinnar afar ánægðir með sig.
Þeir hafa nú tekið að sér hlutverk viðskiptaráöuneytis.
Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að veita
með ákveðnum skilyrðum leyfi til heildsölu á eggjum.
Þar er kominn vísir að einkasölu á einu sviði enn.
Fyrsti leyfishafinn er Samband eggjaframleiðenda.
Þar ráða ferðinni óhagkvæmir smáframleiðendur, sem
eru vanir því á öörum sviðum landbúnaðar að fá að vera í
friði með himinhá verð, niðurgreiðslur og útflutningsupp-
bætur.
Stóru framleiðendurnir, sem sagðir eru undirbjóða
markaöinn, þótt þeir séu bara að skila hagkvæmni í
rekstri til neytenda, hafa ekki enn fengið heildsöluleyfi
hins nýja viðskiptaráðuneytis í Framleiðsluráði land-
búnaðarins.
Fastlega má búast við, að hin nýja skipulagning veröi
notuð til að þvinga markaðsverð eggja upp í viðmiðunar-
verð Framleiðsluráðs landbúnaðarins og til að skatt-
leggja hina hagkvæmu framleiðendur í þágu hinna óhag-
kvæmu.
Ríkisstjórnin er auðvitað úti að aka, meðan þessu
ofbeldi fer fram. Landbúnaöarráðherra er sjálfsagt í
hjarta sínu hlynntur því, að sem mest af landbúnaði
færist undir skipulag styrkja, niðurgreiðslna og
útf lutningsuppbóta.
Muninn á markaði og skipulagi sjáum við í muninum á
framboði ávaxta og grænmetis. Alltaf er til nóg úrval af
margvíslegum ferskum ávöxtum, meðan ferskt græn-
meti er fábreytt og oft lélegt. Það er nefnilega einkasala á
grænmeti, en ekki ávöxtum.
tÁ tímum vaxandi skilnings á lögmálum efnahagslífsins
væri eðlilegt, að stjórnmálamenn og embættismenn
reyndu að brjóta niður einokun, leyfakerfi, millifærslur,
hringamyndun, styrki, niðurgreiðslur og útflutningsupp-
bætur.
í þess staö virðast skipulagssinnar Framleiðsluráðs
landbúnaðarins ætla að komast upp með að breiða eitrað
kerfi sitt yfir fleiri þætti íslenzkrar framleiðslu og stuðla
þannig að því, að þjóðin stígi skref til baka í átt til eymdar
og örbirgðar. Jónas Kristjánsson
Áfengisvandamálið:
Vamaraðgerðir
Opinská umræða
Baráttan viö áfengisvandamálin er
nú meira háð fyrir opnum tjöldum en
áöur var, baráttuaðferðir margþættari
og sumar hverjar þróaðar I gegnum
áratuga reynslu þeirra sem best
þekkja til.
Flestir viöurkenna nú líka, að
drykkjiivandamál einstaklinga á háu
stigi sé sjúkdómur, sem erfitt er að
lækna, en megi þó halda nokkuö í
skefjum meðvökulli forsjá og fræðslu.
Aö undanfömu hafa mál þessi veriö
mjög á dagskrá vegna ákveöinnar að-
geröar sem nú eru í gangi á vegum
SÁÁ (þ.e. söfnuntil byggingar sjúkra-
stöðvará vegum samtakanna).
Aðgerðin sem slik hefur þegar gert
verulegt gagn með því að vekja upp
með þjóðinni stóraukna umræðu um
þessi mál, en þar hefur m.a. komið
fram spurning um það með hverjum
hætti verði best að þessum málum
staðið, bæði á vegum opinberra aðila
og frjálsra félagasamtaka.
Ástæðan til þess að ég tek mér penna
í hönd til þess aö leggja orö í belg um
þessi mál er sú að mér hefur fundist
umræðan afar einhæf hvað vanda-
málið sjálft Varðar.
Ég mun ekki aö sinni blanda mér í þá
umræðu og gagnrýni sem komið hefur
Kjallarinn
Þorvaldsson
fram á sjálfa söfnunina, en tel þó að
hún sé á margan hátt vanhugsuð og
geti virkað neikvætt á þann góða
meðbyr sem SÁA hefur haft, og er það
miður.
Eflum fræðslustarfið
I allri þeirri umræðu, sem veriö
hefur í fjölmiðlum að undanfömu,
finnst mér yfirleitt gengiö út frá því
sem vísu að stór hluti þjóöarinnar
muni um ókomna framtíö þurfa í
svokallaða meðferð vegna drykkju-
sýki, og þess vegna þurfi nr. I, II og III
að byggja meðferðarstofnanir eða
sjúkrastöðvar.
Af þessu tilefni brenna því á manni
ýmsar spurningar, eins og: Hvers
vegna ekki að eyða meiri tíma og fjár-
munum í hverskonar fyrirbyggjandi
starfsemi, t.d. með stórauknum stuön-
ingi viö allt íþrótta- og æskulýösstarf í
landinu?
Hvemig er komiö fyrir okkur Islend-
ingum ef gengið er út frá því sem sjálf-
sögöum hlut að stór hluti þjóðarinnar
þurfi að komast á meðferöarstig vegna
ofneyslu áfengis og annarra vímu-
gjafa?
Nú veit ég það að á vegum
meðferðarstofnana í opinberum
rekstri og einkaaðila, svo og í skóla-
starfi, er unnið nokkuð fyrirbyggjandi
fræðslustarf, en í því sambandi horfi
ég mjög ákveðiö til fleiri átta og hef þá
helst í huga virtar félagshreyfingar
æskufólks í landinu eins og: Ung-
mennafélag Islands, Iþróttasamband
Islands, Islenska ungtemplara og
margar fleiri sem veita æskunni holl
Kvennalistar—raun-
verulegur valkostur
Hauður Helga Stefánsdóttir, fjórða
manneskja á lista Alþýðuflokksins í
Reykjaneskjördæmi, skrifar kjallara-
grein í DV mánudaginn 28. mars sl.
þar sem hún telur að kvennalistar séu
neikvæð leið til að auka hlut kvenna í
stjómmálum. Samt lýsir hún núver-
andi ástandi meö þessum orðum:,,...
konur eru færri flokksbundnar en
kariar og ráðstefnuþátttaka þeirra er
30—50% af heildarhlut fundarmanna.”
Ég spyr: Hvers vegna? Spyr vegna
þess að ég held það sé alls ekki rétt hjá
Hauði Helgu aö konur geti sjálfum sér
um kennt. Þaö er ekki konum aö kenna
aö flokkarnir em byggöir upp á hug-
myndum karla og eftir þeirra
leikreglum, leikreglum sem henta ekki
konum.
Hauður Helga bendir á að hlutur
kvenna í stjómmálum sé meiri á
Noröurlöndum en hér. Það er athyglis-
vert að þar eru konur ekki fleiri á
framboðslistum en hér, þær em bara í
öðmm sætum. Hér eru flestar þær
konur sem á framboðslistum stjórn-
málaflokkanna em annaðhvort í
vafasætumeða þar fyrir neðan.
Hauður Helga telur að konur þurfi
ekki að bindast samtökum vegna hug-
myndafræðilegs ágreinings við stjórn-
málaflokkana. Hún segir: „. . . stefna
íslensku stjórnmálaflokkanna spannar
frá hægri stefnu annars vegar til
róttækrar vinstri stefnu hins vegar.
Innan þessa ramma rúmast þvi flest
hugmyndakerfi stjórnmála-
flokkanna.” Ég efast ekki um aö þetta
er rétt hjá henni, en við í Samtökum
um kvennalista höfnum þeirra hug-
myndakerfum. Við teljum þau einfald-
lega hafa gengið sér til húðar og sjáum
þar enga vænlega heildarstefnu. Mér
virðist hugmyndafræöi flokkanna ekki
einungis þokukennd, heldur virðist
mér að hjá þeim ráði oft ferðinni hrein
hentistefna og persónulegar fyrir-
greiöslur. Ætli draumurinn um eigin
frama sé heldur langt undan? (Þ.e.a.s.
þessi frægi þingmaöur í maganum).
Hauður Helga segir að
kvennalistamir bjóði ekki upp á neina
heildarstefnu til aö leysa þjóðfélags-
vandann. Þetta er nú ekki alls kostar
Kjallarinn
SigríðurH. Sveinsdóttir
rétt hjá henni þó að við viöurkennum
fúslega að við höfum enga „patent-
lausn” frekar en aörir. En ef þið í
Alþýðuflokknum hafiö hana, því í
ósköpunum hafið þið ekki komiö henni
fram? Nógu mörg tækifæri hefðuö þið
átt að hafa til þess á rúmlega hálfrar
aldarferli flokksins.
Baráttuvettvangur
Hauður Helga telur þaö miður að for-
sprakkar (sem ég veit nú reyndar ekki
hverjir eru, en dreg ekki í efa aö hún
viti) kvennalistanna hafa litla sem
enga reynslu úr öðrum flokkum. Þetta
er nú alveg nýtt sjónarhom því aö í
fyrra þegar kvennaframboðið bauð
fram til borgarstjórnar þótti þaö allt
aö því glæpsamlegt ef „forsprakkar”
þess höfðu áður starfaö með einhverj-
um stjómmálaflokki. Þá sáu
andstæðingarnir ýmist eldheita
kommúnista eöa sótsvart íhald á lista
kvennaframboðsins, allt eftir því hvaö
henta þótti í það og það skiptið. Þaö er
einmitt þessi samstaða þvert á
hefðbundin flokksbönd og útjaskaðar
vinstri/hægriskilgreiningar sem ein-
kennir Samtök um kvennalista og
virðist fara mest fyrir brjóstið á
stjórnmálaflokkunum. Þaö sem
kannski er allra ánægjulegast við
samtökin okkar er hve margar konur,
sem annars hefðu verið gjörsamlega
óvirkar í stjórnmálum, hafa þar
fundið sinn starf s- og baráttuvettvang.
Vegna fyrmefnds reynsluleysis telur
Hauöur Helga okkur á kvennalistunum
ekki jafnoka þeirra kvenna sem
starfað hafa lengi í stjórnmála-
flokkum. Ég ætla ekki að draga í efa
reynslu þessara stjómmálakvenna, en
kjami málsins er sá að reynsla þeirra
sem kvenna hefur ekki fengið aö njóta
sín vegna þess aö í stjórnmálunum
hafa verkefnin alltaf fengið karlmann-
lega forgangsröð. Þeirri forgangsröð
viljum við breyta og því bjóðum viö
fram til Alþingis.
Hauður Helga segir aö vart sé bæt-
andi á flokkafjöldann. Ég spyr: Er þá
ekki kominn tími til að einhver stjórn-
málaflokkanna leggi bara hreinlega
upp laupana? Var það kannski
eitthvað í þá átt sem kosningaslag-
orðasmiður Alþýöuflokksins hugsaði
þegar hann hamraði saman hið stór-
skemmtilega slagorð: Betrileiðirbjóð-
ast?
Aö lokum við ég svo gera niðurlags-
orðHauöarHelguaðmínum: „Munum
að við konur erum helmingur kjósenda
og þar höfum við lykil að því áhrifa-
valdi sem okkur ber til jafns við
karlmenn.”
Sigríður H. Sveinsdóttir
Kópavogi.
• „Það er ekki konum að kenna að
flokkarnir eru byggðir upp á hugmyndum
karla og eftir þeirra leikreglum, leikreglum
sem henta ekki konum.”