Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 13
DV. FOSTUDAGUR 8. APRÍL1983.
13
VtfíA l»OÍ
„Hvernig er komið fyrir okkur ísiendingum ef gengið er út frá þvi sem sjálfsögðum hiut að stór hluti þjóðarinnar þurfi að komast á meðferðar-
stig vegna ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa?"
viðfangsefni og góðan félagsskap á
viðkvæmu þroskaskeiði.
Þar sem virtir vísindamenn og
margir fleiri hafa yfirleitt viðurkennt
vandamálið sem sjúkdóm, verður með
öllum tiltækum ráðum að reyna að
verjast honum og koma í veg fyrir
smit, þ.e. að nr. I, n, og m verði að
beita fyrirbyggjandi aðgerðum svo að
spara megi verulega í byggingu og
rekstri rándýrra sjúkrastofnana.
Ríkið umfengsmesti
eiturlyfjasalinn
Það er dapurlegt til þess vita að stór
hluti af tekjum ríkissjóðs skuli koma
inn fyrir sölu á því eitri sem öllum
vandanum veldur.
Hefur forráðamönnum þjóðarinnar
ekki komið til hugar að krefjast þess
að ríkið dragi eitthvað úr sölu og dreif-
ingu áfengis, og leggi þannig lið barátt-
unniviðþjóöarbölið? Þáværivirkilega
ástæða til að sýna sig í sjónvarpsaug-
lýsingum, en tæpast þótt þeir persónu-
lega hafi skrifað upp á 1800 króna
víxilinn hjá SÁÁ.
I fyrirbyggjandi starfi þurfa
landssamtök æskufólks og annarra, svo
og aðildarfélög þeirra að taka höndum
saman við SÁÁ og AA — samtökin og
aðra þá aöila sem af reynslu geta lagt
á ráðin með þær vamir sem best
mættu duga. Ég skora á þessa aðila og
einkum æskuna að ráöast að rótum
meinsins, og þegar og ef æskufólkinu
tekst að skapa það almenningsálit með
þjóðinni, að það sé beinlínis ófint og
niðurlægjandi að hafa áfengi um hönd
viö öli möguleg og ómöguleg tækifæri,
þá verður stórum áfanga náð.
Allir til ábyrgðar,
ef árangur á að nást
Að mínu mati á svokölluð fjölskyldu-
pólitík m.a. að snúast um þetta
verkefni í dag. Uppeldisþátturinn er
víðfeðmur og varir frá vöggu til
grafar, með sín ýmsu viðkvæmu
þróunarstig, eins og dæmin sanna. öll
höfum við þar einhverju hiutverki að
gegna, ef ekki sem foreldri eða
nákomið skyldmenni, þá sem leiðbein-
andi eða félagi í einni eða annarri
mynd.
Það er mín skoöun að fáir geti firrt
sig ábyrgð á þessu brennivínsástandi
sem þjóðin berst nú við. Ástandið er
einfaldlega svona slæmt, af því að
mikill meirihluti þjóðarinnar gerir
ekkert til þess að bæta það, telur að sér
komi þetta ekki við, og sumir leggja
jafnvel stein í götu þeirra sem vamar-
baráttuna stunda, vilja ekki vita af
henni, en stóla síðan upp á meðferð í
fyllingu tímans.
Viö veröum að fara að átta okkur á
því að okkar fámenna þjóð hefur ekki
efni á því lengur að eyðileggja fleiri
einstaklinga eftir þessari vísuleið.
Þaö er dapurlegt til þess að vita,
hversu margir hafa hreinlega glatað
sjálfsvirðingu sinni og látið tísku-
drykkju samkvæmislifsins villa sér
sýn, ásamt því að láta undan í þeim
einum tilgangi að vera meö, eins og
sagt er.
Heyrst hefur að sumir telji það
jafnvel skeröingu á persónufrelsi ef
talað er um það að setja einhverjar
hömlur á veg Bakkusar.
Ég tel hinsvegar að sem heilsu-
verndarverkefni séu áfengismálin eða
ættu aö vera ofarlega á blaöi, og í þeim
efnum verði að lögbjóða vissar varnar-
aðgerðir, hvort sem mönnum líkar það
betur eöa verr. Undirstöðuþátturinn
verður þar fyrst og síðast alefling
einstaklingsins, andlega og líkamlega,
samfara margvíslegum samfélags-
legum umbótum, sem taki mið aö því
að útrýma skaðvaldinum í áföngum,
en til þess þarf vilja, þjóðarátak.
Áfengið og
efnahagsmálin
Einn veigamesti liður í efnahags-
aðgerðum stjómvalda aö loknum kosn-
ingum þeim sem í hönd fara, ætti að
vera að draga úr innflutningi, dreif-
ingu, og sölu áfengis, og hætta að
reikna meö áfengissölu sem einni af
aðal-tekjulindum ríkissjóðs.
Það verður fróðlegt að fylgjast með
því, hvaða frambjóðendur þora að
viðurkenna staöreyndir í þessum
efnum, og eða vilja freista þess að
reyna að reikna brennivínsdaanið í
botn skulda-megin.
Bjartari framtíð,
ef þjóðin vill
Ég vil trúa því aö framundan séu
bjartari támar hvaö þessi mál varðar,
og vísustu leiðina til þess tel ég vera
áframhaldandi opna umræöu og að
efla eftir föngum allt fyrirbyggjandi
starf þeirra aðila sem að þessum
málumvinna, beinteða óbeint.
Verum minnug þess að hér gildir
samvinna, en ekki samkeppni. Hér á
fjölskyldan sameiginlegan óvin, og
þjóðinöll.
Og hér er það vilji allt sem þarf, ef
árangur á aö nást.
Hafsteinn Þorvaldsson
Selfossi.
Ein sú hörmulegasta ríkisstjóm,
sem setið hefur á valdastólum á
Islandi, er senn á förum. Ekki
einasta dómur stjómarandstæðinga
heldur og stuðningsmanna ríkis-
stjórnarinnar er á sama veg.
Snemma á síðasta hausti sagði
menntamálaráðherrann að ríkis-
stjórnin væri á þrotum. Utanríkis-
ráðherrann sagði að ríkisstjómin
hefði gert of lítið og það sem hún
hefði gert, hefði hún gert of seint.
Hinir framsóknarráðherramir,
Tommi og Denni, lýstu því yfir að þá
hefði lengi langað úr þessari ríkis-
stjórn.
Ur röðum Alþýðubandalagsins
heyrðist hljóð frá Stefáni Jónssyni er
sagði að engir biðu útfarardagsins
með meiri óþreyju en aðstandendur
þessarar ríkisstjórnar. Og Guörún
Helgadóttir sagði að enginn þing-
maður með æru geti stutt þessa
stjóm. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins lýsa því svo yfir, hver í kapp við
annan, að þetta stjómarmynstur
verði aldeilis ekki framlengt eftir
kosningar. Þannig virðast allir
sammála um að farið hefur fé betra
en þessi ríkisstjóm.
Hundar og kettir
Eldhúsdagsumræðumar í lok
þingsins bám þess líka merki að ein-
drægni og samheldni i málefnum er
ekki fyrir aö fara hjá stjómarherr-
unum. Þar talaði hver stjómar-
flokkur í út og suður og helst hefði
mátt halda að allir hefðu þeir verið í
stjórnarandstöðu og ekki haft nein
völd til að framkvæma nokkurn
skapaöan hlut á stjórnartímabilinu.
Þar kenndi hver öðmm um hvernig
farið hefur og mátti helst skilja á
þeim hverjum og einum að hinir
stjórnarflokkarnir heföu sýknt og
heilagt komið í veg fyrir að hin
merkustu framfaramál næðu fram
að ganga. Þess vegna biöluöu
stjónarþingmenn ákaft til kjósenda
um aukiö og endurnýjað umboð, þótt
enginn ætlaði í stjórn með hinum.
En hvers vegna ættu kjósendur að
FE A FÖRUM
sinna þessukvaki? Þessi stjóm hefur
sýnt að hún nær ekki saman. Þeir
hafa allir lýst óánægju sinni, sýnt
getuleysi sitt og síðast en ekki síst
ákveðið að þetta stjómarmynstur
verði ekki framlengt. Hvers vegna
ættu kjósendur að velja menn sem
haga sér eins og hundar og kettir
hver í annars garð og koma fram af
slíku ábyrgðarleysi að landið hefur
nánast verið stjórnlaust frá því í
ágúst á síðasta ári?
Þessi ríkisstjórn var mynduð á
þeim grundvelli að sérstaka nauðsyn
bæri til að finna þingmeirihluta f)rir
ábyrgri ríkisstjóm. En í ágúst á
síöasta ári reyndist ábyrgðin ekki
meiri en svo að enn var boðið upp á
bráöabirgðalausnir í efnahags-
málum. Þar að auki var þingmeiri-
hlutinn brostinn. Þar með voru for-
sendurnar fyrir tilvist ríkisstjórn-
arinnar endanlega fallnar úr gildi.
Þrásetupólitík stjómarinnar eftir
það hefur reynst þjóðinni dýrkeypt.
Verkefnin í efnahagsmálunum hafa
hlaðist upp. Veröbólgan fer
hamförum. Skuldimar hrannast
upp. Viðskiptahallinn hefur aldrei
lón Sæmundur
Sigurjónsson
verið meiri. Kjör fara hrakandi og
atvinnuöryggið er í hættu. Meðan á
þessu stóö var þingið meira og
minna verklaust.
Upplausn stjómmálaflokkanna,
sem menn vandræðast nú út af, er þó
ekki annaö en angi af þeirri upplausn
sem ríkir í þjóðfélaginu, sem er
einnig afleiðing af stjórnarfarinu.
Ándúðin á stjómmálaflokkunum
endurspeglar vonleysiö um lausnir
frá hendi stjómmálamannanna og
ótta um afkomuna og framtíðina.
Mennimir, sem staðið hafa við
stjómvölinn undanfarin ár, em ekki
þess verðir að þeim sé sýnt frekara
traust fyrir þá frammistöðu sem
valdið hefur öllum þeim glundroöa
sem íslenskt þjóðfélag býr við í dag.
Betri leiðir
bjóðast
En það er vissulega til betri leið í
efnahagsmálum en nú er fylgt.
Verkefnið er að brjótast út úr vítahring
erlendrar skuldasöfnunar og sívax-
andi verðbólgu. Tækifærin blasa við til
nýsköpunar í atvinnulífi, ef íslenskt
hugvit og framtak fær að n jóta sín.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt til að
afkomuöryggi heimilanna verði tryggt
með öðmm hætti en meö handónýtu
vísitölukerfi. Fjölskyldubætur verði
stórauknar og kaupmáttur lægstu
launavarðveittur.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt til aö
húsnæðislán til kaupa á fyrstu íbúð
verði tvöfölduð og að greiðslubyröi
lána ráöist af tekjuþróun, svo að vinnu-
tíminn sem þarf til að standa undir
afborgunum fari ekki vaxandi.
En þetta er þó aðeins atriði til að
leiðrétta hið grófasta ranglæti sem
þrifist hefur undir þessari ríkisstjórn.
Nauösynlegt er að gera eitthvaö
áhrifaríkt til að stuðla að innlendum
sparnaði, í stað þess að ausa inn
erlendu lánsfé sem allt fer í að auka
A „Mennirnir, sem staðiö hafa við stjórn-
^ völinn undanfarin ár, eru ekki þess verðir
að þeim sé sýnt frekara traust fyrir þá frammi-
stöðu sem valdið hefur öllum þeim glundroða
sem íslenskt þjóðfélag býr við í dag.”
hinn gífurlega viðskiptahalla sem
þessi stjórn skilur eftir sig. Alþýðu-
flokkurinn hefur lagt til að allt sparifé
verði verðtryggt án nokkurrar bindi-
skyldu svo að skuldakóngar hætti að
arðræna fólk. Fyllilega kemur til
greina að ríkisvaldið verði látið bjóða
upp á frekari spamaðarhvetjandi
kosti.
Ný atvinnustefna —
ábyrg samskipti
Atvinnuöryggið er í hættu. Það er ein
af afleiðingum stjórnarstefnunnar.
Hætta verður hinu hrikalega fjárfest-
ingarsukki í sjávarútvegi og hætta
veröur aö greiða með mat ofan í
útlendinga.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt til að
stjómun fiskveiða verði tekin til endur-
skoðunar og úrvinnsluiönaður í sjávar-
útvegi og landbúnaöi fái aö dafna.
Þangað á að beina fjárfestingu. Nota á
fé sem sparast af útflutningsuppbótum
landbúnaðarafurða tilaðstyrkja nýjar
greinar í landbúnaði, sem framleiða
fyrir innanlandsmarkað.
Orkukostnaöur er að sliga fólk á
landsbyggðinni. Tími er kominn til að
þau mál komist í hendur manna sem
gera eitthvað raunhæfara í málinu
heldur en að semja skýrslur og senda
skeyti.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt til að
eftirlit verði tekið upp með óeðlilegri
erlendri samkeppni við íslenska fram-
leiðslu og að opinberar stofnanir kaupi
ávallt íslenskan iðnvaming þegar þess
erkostur.
Þetta em aðeins fáir punktar af
hinni viðamiklu gerbreyttu efnahags-
stefnu, sem Alþýðuflokkurinn berst
fyrir. Þeir sem fengið hafa nóg af
ábyrgðarleysi ríkisstjómarinnar og
kjósa heldur ábyrg samskipti ættu að
kynna sér hugmyndir alþýðuflokks-
manna.
Dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson
hagfræðingur.