Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR 9. APRIL1983.
3
er aö leita. Hann veit nokk hvar fólk
geymir bankabækur sínar og slík verö-
mæti. Lögreglan er farin aö þekkja
vinnubrögð hans, enda má meö sanni
segja aö hann sé oröinn einn af „góö-
kunningjum” lögreglunnar. Hann
þykir kurteis maður og ekki er honum
laus höndin. Aldrei, samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar, hefur hann
slegiö nokkum mann, ekki svo vitaö sé
að minnsta kosti. Ef komið er aö hon-
um, þar sem hann er aö brjótast inn
hefur hann alltaf afsakanir á reiöum
höndum: Nú, býr hann Guðmundur
ekki hér? Eg biö afsökunar. Og meö
þaöfer Jón.
Jón f ékk 30 mánuði
fyrir „meðalárið"
En hvern dóm hlaut Jón fyrir af-
brotin 18 sem talin voru upp hér aö
framan? 1 héraösdómi var hann
dæmdur til 20 mánaöa refsivistar en
til frádráttar skyldi koma 55 daga
gæsluvaröhald er hann afplánaði á
meöan rannsókn fór fram. Þá var Jón
dæmdur til aö greiða hinum ýmsu
fórnarlömbum sínum samtals rúmar
570 þúsund krónur. Auk þess skyldi
hann greiöa sakarkostnaö aö upphæö
90þúsundkrónur.
Jón sætti sig ekki viö þennan úr-
skurö og áfrýjaöi til hæstaréttar. Þar
var hann dæmdur til 30 mánaöa fang-
þeir til að vinna sér tíma. Hæstiréttur
er seinn í svifum og geta liðið jafnvel
nokkur ár frá því mál er sent hæsta-
rétti og þar til dómur liggur fyrir. Á
meöan leika síbrotamennimir lausum
hala og geta þess vegna bætt enn viö
afbrotaskrána. Ef einhver spyr: Sitja
þessir menn ekki á meðan í gæslu-
varöhaldi? ersvariöeinfaldlega: Nei.
Menn sem stunda afbrot af þessu tagi
sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi
en þar til þeir hafa játaö brot sitt og
sekt þeirra er sönnuö.
Að höggva í sama knérunn
Jón okkar á aö baki mörg, mörg af-
brot af því tagi sem hér hafa veriö
rakin og marga, marga dóma hefur
hann hlotiö. Eflaust skipta afbrotin
hundruöum, þótt erfitt sé aö gefa ná-
kvæma tölu þar um þar sem mörg
þeirra komast aldrei upp. Heimildir
DV herma aö síbrotamenn á borö við
Jón safni sér gjarnan afbrotum í
sarpinn. Ástæöan? Jú, hún er sú að
miðað við afköst hljóti þeir vægari
dóm.
Þaö á viö um Jón, eins og reyndar
marga „kollega” hans, aö þeir auögast
ekki á afbrotum sínum. Það er aö
segja, þeir brjótast inn til að fá sér í
svanginn og ná sér í peninga til aö
„lyfta sér upp” eitt kvöld eöa svo. Þaö
er stutt gaman og skemmtilegt? Og
Litla-Hraun.
elsisvistar, dómurinn sem sagt
þyngdur. Greiösla til fórnarlambanna
var hækkuö í 620 þúsund krónur og Jóni
gert að greiða 400 þúsund krónur í sak-
sóknaralaun og málsvarnarlaun.
Fæstir greiða fram-
komnar kröfur
Samkvæmt upplýsingum DV er þaö
nánast algilt aö þessir síbrotamenn
greiöa aldrei skuldir sínar. Aö vísu
samþykkja þeir oftast allar fram-
komnar kröfur en bera viö peninga-
leysi. Og svo viröist sem ekki sé hart
gengið á eftir þeim aö greiða þaö er
viökomandi dómur segir til um.
Samkvæmt sömu heimildum mun þaö
jafnalgengt aö þeir áfrýi dómum
héraðsdóms til hæstaréttar. Það gera
enn vaknar sú spuming: hvers vegna í
ósköpunum reyna þessir menn ekki aö
vinna heiðarlega vinnu og eiga sjálfir
tilhnífsogskeiðar?
Þaö er auðvelt aö vera fullur for-
dóma í garð þessara manna, en
auðvitað eiga þeir sinn tilverurétt eins
og viö hin. Oft er meö þá, eins og
raunin er meö Jón, aö fjölskyldur
þeirra hafa gefiö þá upp á bátinn.
Kannski finnst þeim þeir hvergi eiga
höföi sínu aö aö halla og þess vegna
höggvi þeir æ í sama knérunn. Hjá
sumum afbrotamönnum er jafnvel
Litla-Hraun eina skjóliö í lífinu og þeg-
ar þeir eru orðnir leiðir á rótleysinu
utan rimlanna, gera þeir sér far um að
komast inn fyrir þá aftur, hver veit?
Er þá engin útgönguleiö fyrir þessa
menn?
ÆFPLÆN-
FNÆRFÆNG-
ELSIN TVÖ
Afplánunarfangelsirt hérlendis eru tvö. Þad eru Litla-Hraun og Kvía-
bryggja- Þess eru dœmi aö medan á afplánun stendur hafi menn
,,mublerad ” upp hjá sér fangaklefa fyrir 100 þúsund krónur. Auk þess
hafi þeir komið út með annað eins í reiðufé þegar afplánun lauk. Eins
og kunnugt er er allt það fé, sem fangarnir vinna sér inn í afplánun-
inni, skattfrjálst.