Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983. 17 Bílar Bílar Bflar Bflar Bflar NÝR LÍTILL VOLVO í BURÐARLIÐNUM? I bílaheiminum er nú talað um að á leiðinni sé nýr lítill Volvo. Hér yrði um að ræöa alveg nýjan bíl smíðaðan hjá hollensku Volvoverksmiðjunum, sem fram til þessa hafa framleitt hinn vinsæla 300 bíl. Af 300 línunni hefur hinn nýi 360 GLT þótt vera toppurinn af því sem frá Volvoverk- smiðjunum í Hollandi hefur komiö. Þessi nýi Volvo, sem sagður er liggja á teikniborðinu, á að veröa lík- ur sænska „flaggskipinu” 760. Trú- legast verður þessi nýi bíll með framhjóladrifi þótt það brjóti í bága við hefð og venjur heima í Gauta- borg. Mótorinn í bílinn er ávöxtur sam- starfs Renault og Volvo. 1,6 lítrar fjögurra strokka og þótt ótrúlegt sé þá verður mótorinn svipaður og í gamla góöa Fólksvagninum, tveir og tveir strokkar sem liggja lárétt hvor á móti öörum, en vatnskældir að sjálfsögöu. Þaö er sagt um bíla að þeir séu mest spennandi nýir en gangi best þegarþeir hafi þróast. Svoerumhol- lenska Volvoinn sem óx upp úr Daf og hefur unnið stöðugt á, nú síðast meö 360 GLT eins og fram kom hér að framan. Arsframleiöslan hjá Volvo í Hollandi er nú um eitt hundr- aö þúsund bílar á ári og stendur því í járnum að láta reksturinn ganga upp. Spurningin er hvort reynt verð- ur að láta dæmiö ganga upp meö áframhaldandi þróun á 300 línunni, eða þessum nýja bíl sem liggur á teikniborðinu. Chevrolet Corvette — með þrjátíu ár að baki áður en breytt var verulega um útlit — hér í sínu nýja skarti. Chevrolet Corvette: Eini raunverulegi ameríski sportbfllinn — verulega breyttur eftir þrjátíu ár Svona leit Corvettan út 1978—nokkuð f rábrugðin þeirri nýju. 6,2 millj. bíla f rá General Motors Alls framleiddu General Mot- ors 6.244.000 fólks-, vöru- og sendibíla í bílasmiðjum sínum víöa um heim á árinu 1982. Alls voru þaö 657 þúsund manns sem þar lögðu hönd á plóginn og gerir það GM að stærri atvinnuveit- endum í heimi. Veltan var nær 60 milljarðar doilara og nettógróð- inn á árinu um 20 milljarðar ís- lenskrakróna. Chevrolet Corvettan, eini ameríski sportbíllinn, sem stendur undir því nafni, hefur nú breytt um svip eftir tæpan mannsaldur. Nú, þrjátíu árum eftir að Chevrolet Corvette leit fyrst dagsins ljós árið 1953, hafa hönnuðir GM gerbreytt bílnum. Þá loks er þeir breyttu til virðist hafa verið erfitt að stöðva teiknarana, svo breyttur er bíll- inn frá eldri gerðinni. Nú er Corvettan framleiddí tveimur gerðum, einnifyr- ir heimamarkað og annarri til útflutn- ings. Nýja Corvettan er búin 5,7 lítra V8 vél með beinni innspýtingu, sem gefur 205 hestöfl (151 kW) við 4300 snún. á mínútu. Kaupandinn getur valið milli tveggja gírkassa, annars vegar 4 gíra beinskipts kassa og hins vegar 4 gíra sjálfskiptingar og með tölvustýrðum yfirgír. Hámarkshraðinn er gefinn upp 220 km á klst. sem þýðir víst lítið að tala um miðaö við umferöarlög og vegi hérlendis. Bensíneyðslan er með sjálf- skiptingu gefin upp 12 lítrar á hundrað- ið. Viö breytinguna frá 1982 árgerð yfir til ’83 er Corvettan oröin 100 kílóum léttari. Þetta næst með aukinni notkun á áli, magnesíum og trefjagleri. Þyngdin í dag er um 1400 kíló. Þrátt fyrir 4,5 metra lengd telst Corvettan ekki stór bíll. Hæöin er 1,2 m og breidd- in er 1,8 m. Loftmótstöðustuðullinn er 0,34 eöa litlu hærri en Audi 100. Meðal nýjunga á 1983 árgerðinni er að vatnskassi er úr áli og plasti. Fjaðr- ir eru einsblaðs, þverstæðar að framan og aftan, og eru þær úr trefjagleri. Mælar og mælaborð er ríkulega búið með tölvu digital mælum, elektrónískri fjarstýringu á speglum og innbyggðu þjófavamarkerfi, svo eitthvað sé nefnt. Til Evrópu kemur þessi nýja Corv- etta með sumrinu og verðið liggur ekki f yrir en verður án efa í efri kantinum. Audi 100 Avant — glæsileg viðbót við góða hönnun. Skutbfll með um 2000 lítra farangursrými Þegar Audi 100 kom fram í dagsljós- ið vakti hann mikla athygli fyrir hönn- un, lága loftmótstööu og ýmsa aðra kosti. Nú hefur Audi enn bætt um betur, eins og fram kom í frásögn af bílasýn- ingunni í Genf á dögunum, með hinum nýja Audi 100 Avant. Avant er aö öllu leyti eins ög Audi 100 allt aftur fyrir afturdymar en þar tek- ur breytingin við. Þartekur viö blanda af skut- og stationbíl sem þykir sam- eina vel kosti beggja. Venjulegur Audi 100 þótti hafa gott farangursrými upp á 570 lítra, en Avant slær það heldur betur út meö tæplega 2000 lítra farangursrými. Þjóöverjarnir kalla þessa útfærslu „limousine-Kombi”. Nokkurs konar f jögurra dyra sport-coupé. Þrátt fyrir breytingarnar og mun stærri afturhluta hefur tekist að halda lágri loftmótstööu, sem nú er 0,33—34 í stað 0,30 áður. Bensíneyðslan á jöfnum hraða er sögö komast allt niður í 6 lítra á hundraðið með 75 hestafla vélinni. Bretland: Nýjar aðgerðir leggi menn ólöglega Breskir ökumenn geta nú farið að vara sig á því að leggja ólöglega vilji þeir komast hjá vemlegum óþægind- um. Nú með vorinu verða reyndar til pmfu sérstakar klemmur sem læst verður um hjól þeirra bíla sem lagt er ólöglega þannig að ekki verður auðvelt að aka þeim á brott. Til að losna við klemmuna verður ökumaðurinn að fara á næstu lögreglu- stöð og greiða 19,50 pund í „lausnar- gjald” og 10 pund í sekt. Síðan aö snúa aftur að bílnum og bíða þess að lög- reglan komi og losi hann úr prísund- inni. Talsmaður félags breskra bifreiöa- eigenda telur að þessar aðgerðir verði síst til að bæta núverandi ástand. Bíll- inn verði áfram fyrir og þaö taki lang- an tíma að hann losni og sé hindmn fyrir annarri umferð á meðan. Einnig að skemmdir geti orðið á þeim bílum sem reynt sé að aka af stað ef ökumenn hafi ekki tekiö eftir klemmunum. Sæti eru fyrir 4—5 í fram- og aftur- sæti og þar til viðbótar tvö böm í „farangursrýminu”, sé tekið aukasæti aftast. Þar sem venjulegast er haft varadekk er niöurfellt fyrir fæturna þannig að börnin snúa aftur. Vara- dekkið er með hliösjón af þyngd af svo- kallaöri heilsteyptri neyðargerð og er fellt til hliðar við farangursrýmið. I mælaborði er sniðugt öryggistæki. Þegar sett er í gang kemur krafa um að bremsur séu prófaöar áöur en lagt er af staö. Létt ástig á hemlana gefur ljósið OK þegar allt er í lagi og síðan má akaafstað. Þessi nýi Audi Avant hefur skipað sér sess meö betri geröum skut- og stationbíla en verður trúlega nokkuð dýrhingaðkominn. Hættu við asbest- lausa bremsu- borða Meö hliðsjón af kröfum stéttar- félaga um heilbrigði og hollustu komu Volvoverksmiðjurnar í Svíþjóð fram með asbestlausa bremsuborða. Af um 230 þúsund Volvobílum sem framleiddir voru á síðasta ári voru settir as- bestlausir bremsuboröar í um 17.000 bíla og ætlunin var að um áramótin 82/83 yrðu framvegis allir Volvoar með asbestlausar bremsur. En nú hafa verksmiðjumar fallið frá þessari ákvöröun, stéttarfélögunum til mikilla von- brigða. Ástæðan er að verksmiðj- umar halda fram að þessir nýju asbestlausu bremsuborðar upp- fylli ekki kröfur um öryggi í akstri, sem Volvo setur fram, jafnvel þótt þær hafi sloppið í gegnum hið stranga nálarauga sem sænska umferðaröryggis- ráðiðsetur. Öryggiskröfur Volvo eru greinilega enn strangari og þeir ætla að asbestlausu borðamir standist ekki kröfur um bremsu- hæfni í akstri á bröttum fjalla- vegum. Asbest sem notað er í bremsu- borða meðal annarra efna er mjög hættulegt fyrir öndunarfær- in og því hafa menn um langt árabil leitað að efnum sem eru hættuminni en gefa sama öryggi í akstri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.