Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 9. APR1L1983.
19
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Hér sést Hans Zischler í myndinni IM LAUF DER ZEIT.
Þetta er fólkið sem hafði litið annað að gera en slóra og láta sér leiðast
meðan framleiðandi myndarinnar var að útvega meira fjármagn.
Þýshi Ieihstjórinn Wim Wenders hefur sent
frá sér myndina THE STÆ TE OF THINGS sem
margir telja ádeilumynd á Hollywood en þar
gerði Wenders mynd sína9 HAiffMET, sem
hann lenti í mihlum erfiðleihum með
Enn á ný hefur þýski kvikmynda-
gerðarmaðurinn Wim Wenders sent
frá sér nýja mynd. Er það myndin
The State Of Things sem var kvik-
mynduö í Portúgal á aðeins tveimur
vikum. Að venju fer Wenders ótroðn-
að slóðir og virðist óhræddur viö aö
reyna nýja hluti. Þessi mynd hefur
hlotið góða dóma og er talin af
ýmsum vera uppgjör Wenders gagn-
vart Hollywoodenþardvaldisthann
meira eöa minna í nær fimm ár eða
meðan hann var að berjast við að
fullgera mynd sína Hammet sem
byggð var á sögu Joe Gores.
Hammet hlaut mjög misjafna dóma
og eru uppi mjög skiptar skoðanir
um ágæti hennar. Hins vegar eru
nær allir sammála um aö Wenders sé
hæfileikaríkur kvikmyndagerðar-
maður, ekki síst þegar honum tekst
velupp.
The Staíe Of Things fjallar um
hóp fólks sem vinnur að kvikmynda-
gerð. Forsvarsmaöur hópsins er
ungur þýskur leikstjóri aö nafni
Fritz Munro sem vinnur nú aö sinni
fyrstu kvikmynd sem fjármögnuð er
af bandarískum aðilum. Myndin
heitir The Survivors og er endurút-
gáfa á myndinni Most Dangerous
Man Alive sem Allan Dwan gerði á
sínum tíma. Þegar gerð myndar-
innar er vel á veg komin tjáir kvik-
myndatökumaðurinn leikstjóranum
að þeir séu búnir aö nota alla þá
filmu sem til sé. Ákveöiö er aö hætta
allri vinnslu myndarinnai meðan
beöið sé eftir framleiöandanum
Gordon sem var í Bandaríkjunum í
leit að fleiri aöilum til aö fjármagna
myndina.
Erfiður biðtími
Nú tekur viö erfiður tími enda
ekkert annað að gera fyrir kvik-
myndagerðarfólkið en að vorkenna
sjálfu sér og láta sér leiðast. Leik-
konan Anna lætur í ljósi áhyggjur
sínar yfir ástarsambandi sínu við
leikarann Mark meðan rithöfundur-
inn Dennis fær alvarlega bakþanka
yfir því hlutverki sem honum var út-
hlutað í myndinni. Kvikmyndatöku-
maðurinn Joe Corby verður að yfir-
gefa hópinn eftir að honum höföu
borist þærfréttiraðkonan hans hefði
látist eftir aðgerð í Los Angeles.
Þegar hér er komið sögu er leik-
stjóranum Frits hætt aö lítast á þá
upplausn og óróleika sem hefur gert
vart við sig meöal hópsins og sér
fram á að eina raunhæfa lausnin sé
að hafa uppi á framleiðandanum
Gordon. Hann flýgur því til Los
Angeles en þar vill enginn segja
honum frá dvalarstað Gordons.
Hann kemst þó að því að Gordon á í
stórfelldum peningavandræöum og
aö stór hluti þess fjármagns sem
hingað til hafði verið lagt í myndina
hafi komið frá aðeins einum aðila,
þ.e. rithöfundinum Dennis. Fyrir til-
viljun rekst þó Frits á Gordon þar
sem hann var á ferð ásamt vini
sínum í hjólhýsi á flótta undir lánar-
drottnum sem vildu fá til baka þá
peninga sem þeir höfðu lagt í gerð
myndarinnar The Survivors. Þeir
höfðu komist að því að myndin var
ekki kvikmynduð í lit heldur svart-
hvítu og höfðu hótað aö drepa
Gordon vegna samningsrofs ef hann
endurgreiddi ekki peningana. Þeir
Frits og Gordon eyða saman
nóttunni í samræður en þegar Frits
ætlar aö yfirgefa samkvæmið verður
hann fyrir skoti frá óþekktum leigu-
morðingja.
Undir áhrifum Hollywood
Því er ekki að neita að hér er um
harla óvanalega atburðarás að ræða.
Efnisþráðurinn er mjög forvitni-
legur, ekki síst ef höfð eru í huga öll
þau vandræði sem Wenders varð að
ganga í gegnum meðan á kvik-
myndatöku Hammets stóð, en hún
var unnin fyrir Zeotrope Studios sem
Francis Coppola veitti forstöðu.
Sjálfur segir Wenders um myndina:
„The State Of Things fjallar ekki
nema að litlu leyti um þá lífsreynslu
sem ég gekk í gegnum meöan ég
vann að gerö Hammet. En ef ég hefði
ætlaö mér það heföi veriö gengiö út
frá allt öðru sjónarhorni og myndin
hefði þá fjallaö meira um kvik-
myndagerö. Þessi mynd er byggð á
drögum sem ég hafði lengi ætlað að
fullgera handrit úr en auðvitað hafði
dvöl mín í Bandaríkjunum töluverð
áhrif á hvernig lokaútkoman varð.
Ég vil þó taka fram að hlutverk Allen
Goorwitz sem Gordon var ekki
samið með Francis Coppola í huga.
Ef ég hefði haft hann í huga hefði ég
valið einhvern annan í hlutverkið, og
endurritað handritið. Gordon full-
trúi fyrir „B” mynda leikstjóra af
þeim gæðaflokki sem eru að verða
útdauðir. En þeir eru samt til og ég
hef sjálfur hitt nokkra þeirra.”
Hugmynd fæðist
Hugmyndin að The State Of Things
er ekki ný af nálinni heldur fimm til
sex ára gömul. Wenders byrjaði
meira að segja að taka nokkrar
prufutökur með vini sínum Robby
Miiller en ekkert varð úr fram-
haldinu. Hugmyndin lá því grafin og
gleymd niöri í skúffu þangaö til
Wenders átti leið til Portúgal til að
heimsækja kunningja sina sem unnu
þar aö gerð myndarinnar The Terri-
tory undir stjóm Raul Ruitz. Wend-
ers kom með töluvert magn af
óátekinni filmu sem Ruitz vanhagaði
um.
Dag nokkum þegar Wenders var í
ökuferð í Portúgal tók hann ranga
hliöarbeygju og endaöi niðri við
fallegt hótel. Á þeim stað og stundu
ákvaö hann að ef hann ætlaði á annað
borð aö gera kvikmynd á næstunni
skyldi þaö vera hér og gerast strax.
Wenders hafði því samband viö kvik-
myndagerðarf ólkiö sem var að vinna
aö gerö The Territory og spuröist
fyrir um hvort það væri ekki til í aö
hjálpa sér að gera nýja mynd og tóku
flestir því vel.
Jeffrey Kime, einn af leikurum
myndarinnar, lýsti því hvernig
Wenders skaut allskyndilega upp
kollinum meðan hann vann að gerð
The Territory. „Dag nokkurn, u.þ.b.
10 dögum áður en kvikmyndatöku
The Territory lauk, kom rútan eins
og vanalega til að sækja okkur og
fara með á þann stað sem kvik-
myndatakan átti að fara fram. Þaö
var í þetta sinn niðri við stórt vatn
nokkrar mílur frá Sinatra. En þegar
inn í rútuna var komiö reyndist einn
aukafarþegi meö. Við tókumst í
Atrifli úr myndinni THE STATE OF THINGS. Það eru leikarinn Patrick
Bauchau og kvikmyndaframleiðandinn Roger Corman sem eru afl tala
saman.
haidur og hann kynnti sig ,Jfæ, ég er
Wim.”
Erfið fjármögnun
Líkt og Gordon í myndinni Sur-
vivors þá reyndist Wenders nokkuð
erfitt að fjármagna myndina, ekki
síst vegna þess að ekkert handrit var
fyrir hendi. Þaö eina sem til var um
hina væntanlegu mynd var uppkast
upp á f jórar síöur. En þær tvær vikur
sem undirbúningur stóð yfir safn-
aöist saman nægjanlegt fjármagn til
að hefja kvikmyndatökur. Síðan var
framleiðandinn Chris Sievemich
sífellt á ferðinni til að afla meiri pen-
inga.
„Við urðum þó að stöðva fram-
leiðslu myndarinnar nokkrum
sinnum,” var haft eftir Wenders.
„Þaö var ekki vegna fjármagns-
skorts heldur vegna þess að okkur
vantaði filmu. Myndin var tekin í
svart-hvítu og vegna þess hve fyrir-
varinn var lítill þá tókst okkur ekki
að láta Ilford fyrirtækið né Kodak
vita en þau vilja helst fá 6 vikna
fyrirvara til að geta komið sér upp
nægjanlegum birgöum af svart-
hvítri filmu. Viö uröum því aö snapa
filmu hvaðanæva úr heiminum. Við
enduðum með að kaupa óáteknar
filmur frá Moskvu, Tokyo, London,
Madrid og Berlín, en allt hafðist
þettaþóaðlokum.”
Handritiö að The State Of Things
er ritaö af Robert Kramer og var þaö
skrif að jafnóöum og myndin var unn-
in. Kramer sat þá á hótel-
herberginu sínu og skrifaöi og skrif-
aði, yfirleitt einum degi áöur en
atriðin voru kvikmynduð. Þó kom
þaö fyrir að Kramer dróst aftur úr og
varð aö skrifa handritið eftir að
Wenders var búinn að kvikmynda
handritslaus ýmis atriði. Þessi sam-
vinna þeirra Kramers og Wenders
tókst hins vegar m jög vel og varð góö
reynsla fyrir þá báða því aö yfirleitt
er æði stirt samband milli handrita-
höfunda og leikstjóra.
Skref f ram á við
Meö myndinni The State Of Things
hefur Wim Wenders ennundirstrikaö
að hann er einn af framsæknari
kvikmyndagerðarmönnum þýsku
nýbylgjunnar. Það sem hann hefur
nú fram yfir flesta þýska starfs-
bræður sína er aö honum hefur gefist
tækifæri til að starfa að kvikmynda-
gerð sinni víða um heim og hefur
þannig kynnst nýjum straumum og
viðhorfum í grein sinni. Wenders
stundaði nám við Hochschule fiir
Fernsehen und Film í Miinchen þar
sem hann gerði ýmsar stuttar
myndir, en það var ekki fyrr en 1972
aö Wenders geröi sína fyrstu mynd í
fullri lengd sem var Die Angst Der
Tormanns Beim Elfmeter, gerð eftir
sögu Peter Handke. Síðan fylgdu
aðrar myndir eins og á færibandi og
má nefna m.a. Falsche Bewegung
(1975), Im Lauf Der Zeit (1976) sem
að mörgu leyti minnir á þessa
nýjustu mynd Wenders, Der
Amerikansche Freund (1977) og svo
Hammett (1982).
The State Of Things er að mörgu
leyti tímamótamarkandi mynd fyrir
Wim Wenders. Allt frá því að hann
kvikmyndaðiAmeríska vininn (1977)
hefur hann veriö með annan fótinn í
Bandaríkjunum enda var haft eftir
Dennis Hopper sem kynnti þá Wend-
ers og Coppola sem fjármagnaði
Hammet að „af öllum þýskum leik-
stjórum.'. . væri Wenders sá leik-
stjóri sem auðveldast gæti aðlagað
sig bandarískum kvikmyndaiðnaði”.
Nú virðistsem „tilhugalífi” Wenders
við Hollywood sé lokið og hann verði
að leita nýrra miöa hvaö varðar fjár-
magn til kvikmyndageröar og dreif-
ingar mynda sinna. Það mætti því
ætla að margt forvitnilegt gæti
komiö frá Wenders á næstunni en
aðeins timinn getur skorið úr um
það.
Byggt á: Monthly Film BuDetin janúar- og
marshefti 1983 og International film Guide
1980. BaldurHjaltason.
Uppgjör gegn
Hollywood?