Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983.
11
Mun þá mörgum
íslendingnum
hafa verið skemmt!
Þegar Einar var kominn í land kæröi
hann yfirmann varöskipsins fyrir
greint athæfi til stjórnarráðsins, en úr
þeirri kæru er tilvitnunin hér aö fram-
an tekin. Fregnin um þennan atburö
fór eins og eldur í sinu um allan bæinn.
Geröist nú margt í senn. Um morgun-
inn höfðu margir danskir fánar verið á
lofti en á því varð nú breyting eins og
Þjóðviljinn segir frá: „uppi var hver
íslenskur fáni, sem til var í þessum bæ,
en niöur dregin hver dönsk dula er uppi
haföi hangiö” og segir Lögrétta aö
sjálfir þingmenn bæjarins hafi gengist
fyrir því aö dönsku flöggin væru tekin
niöur. Skömmu eftir hádegi segja blöö-
in aö breytingin hafi veriö oröin alger
og ekki hafi sést danskur fáni á lofti,
hvítbláinn seldist upp í bænum og var
flaggaö hvar sem festingu var að
finna. Slíkur hiti var í mönnum aö á
af líöandi degi fengu nokkrir garpar sér
báta og fóru út á höfn meö nokkra hvít-
blána á stöngum, svona rétt til aö ögra
Danskinum! Er þeir voru í nánd viö
varðskipiö lagði þaðan mannaður
gufubátur og segir blaöiö Ingólfur aö
menn hafi ætlaö aö nú myndu Danir
ætla að halda uppteknum hætti. Svo f ór
þó ekki. Gufubáturinn fór fram hjá
þeim og rakleitt í land. I bátnum var
yfirmaöur varöskipsins og var hann á
leið upp í stjórnarráð. Menn þeir er í
bátnum voru fóru á eftir foringjanum
upp aö stjómarráöi þar sem þeir lögðu
stóran hvítbláin á fótstall styttu Jóns
Sigurðssonar sem þá stóö á flötinni fy r-
ir framan stjórnarráðið. Foringinn
ræddi um stund viö Eggert Briem sem
þá var hæstráöandi í forföllum ráö-
herra. Meöan foringinn var í stjórnar-
ráöshúsinu hafði drifið aö margmenni
og voru þar flestir meö hvítbláin á
stöng sér viö hönd. Þegar svo foringinn
steig út úr stjórnarráöshúsinu fylgdi
mannsöfnuðurinn honum niöur á
bryggju. Er þangað kom var
myndaður gangvegur fyrir foringjann
og haldiö yfir höföi hans fánum. Sum-
um fánunum var haldiö það lágt aö
foringinn varð aö lúta lítið eitt til aö
komast undir og leiöar sinnar. Mun þá
mörgum Islendingnum hafa verið
skemmt!
Danski fáninn
tættur í sundur
„Aö gera úlfalda úr mýflugu” er
oröatiltæki sem á vel viö þetta atvik í
Reykjavíkurhöfn. Þaö eitt út af fyrir
sig aö yfirmaöur varðskipsins skyldi
láta taka fánann af Einari er mál er
leysa heföi mátt án þess aö allt þetta
fjaörafok hlytist af. Atvikið gerðist
einungis á mjög óheppilegum tíma
(fyrir Dani vel að merkja). Frelsisþrá-
in átti hug allra landsmanna og nú var
hver athöfn Dana endurskoðuð, gaum-
gæfð og gagnrýnd vandlega. Og fólkiö
þurfti útrás. Það þurfti að sýna frelsis-
vilja sinn í verki. Þama gafst einmitt
kjöriö tækifæri.
Einhvers staðar hefði komið til
vopnaskaks og óeirða undir þessum
kringumstæðum en Islendingar gættu
þess aö missa ekki stjóm á skapi sínu
og tókst þaö nokkurn veginn. Sumir
létu vissulega kné fylgja kviöi og voru
þennan dag skomir niöur nokkrir
danskir fánar hjá einstaklingum. Aft-
ur geröist þaö tveimur dögum síðar, er
varðskipið var að láta úr höfn, aö
danskur fáni var dreginn aö húni
stjómarráðsins til aö kveöja skipið
sem venja var en hann var umsvifa-
laust skorinn niður, raunar tættur í
sundur. Þar mun þó hafa verið aö
verki tíu ára drenghnokki (samkvæmt
skjölum stjórnarráösins) og sagði
Politiken í Danmörku þaö hafa veriö
son Skúla Thoroddsens ritstjóra og al-
þingismanns.
Fánatakan hleypti ekki aðeins nýj-
um anda í fánamálið sjálft heldur
einnig í frelsisbaráttuna í heild. Lands-
menn fylgdust nú nánar en áöur meö
gangi mála og viku eftir fánatökuna
samþykkti þingmálafundur í Reykja-
vík áskorun til þingmanna bæjarins
þess efnis að þeir beittu sér fyrir að ís-
lenskur fáni yröi löggiltur þá um
sumariö. Til þess kom þó aldrei enda
kom um þetta leyti álitsgrein frá sjálf-
um Danakonungi um fánamálið og
vakti hún upp nýjar skoöanir á fána-
málinu sem slíku sem nauösyn var að
takatillittil.
Konungur og ráðamenn í Kaup-
mannahöfn töldu hvítbláin vera of lík-
an aðmírálsflagginu gríska til aö nokk-
ur von væri til aö hann fengist sam-
þykktur. Ekki var laust viö að sumir
Islendingar samþykktu þetta sjónar-
mið, þó meö semingi. Hvaö sem þeim
semingi líöur verður aö viðurkenna að
gríski fáninn er mjög áþekkur hvítbláni
aö gerö og munstri og hægt um vik að
ruglast á þeim úr fjarska. Þar meö var
einkenni íslenska flaggsins úr sögunni
og þetta viöurkenndu margir Is-
lendingar með sjálfum sér þótt ekki
færu þær skoöanir hátt. Af þessum
ástæöum snerust margir fyrri fylgis-
menn hvítbláins á sveif meö þrílita
krossfánanum sem Matthías hafði
stungiö upp á fyrir aldamót.
Tveir kostir:
hvítbláinn eða
þríliti krossfáninn
Um haustiö 1913 gaf svo konungur út
úrskurö þess efnis aö löggiltur yröi sá
fáni fyrir Island sem nota mætti á
landi og í landhelgi. Þó var kveðið á
um aö danski fáninn skyldi haföur á
stöng hjá stjórnarráðinu „á ekki rýr-
ari né óveglegri staö en sá íslenski”,
eins og segir í konungsskeyti. Um gerð
fánans var þó ekkert ákveöið.
Þaö var svo í árslok þetta ár aö ráö-
herra Islands skipaði nefnd er skila
átti tillögum um gerö fánans. Þar var
loksins komin saman sú nefnd sem
skilaði raunhæfu og endanlegu áliti um
gerö fánans, andstætt þeim ótölulega
fjölda nefnda sem áöur höföu fjallaö
um fánamálið. Nefndin tók til starfa í
ársbyrjun 1914 og auglýsti þegar eftir
tillögum að gerö fánans. Alls bárust
henni fjörutíu og þrjár mismunandi
tillögur, þar af þr játíu og fimm tillögur
um einhvers konar krossfána. Af þess-
um þrjátíu og fimm krossfánatillögum
sögöu nítján til um hvítbláin, þrettán
bentu á rauöan, bláan og hvítan og tólf
þessara tillagna kváöu á um rauöan
kross á hvítum feldi. Loks gáfust
nefndinni aö skoða átta önnur tilbrigði
aökrossfána.
Sumariö 1914 skilaöi nefndin áliti til
Alþingis og mælti þar meö þremur
gerðum þjóðfána og bæri alþingis-
mönnum aö skera úr um hver þeirra
væri heppilegastur. I fyrsta lagi var
bent á hvítbláin, í ööru lagi sams konar
fána og hvítbláin nema sá heföi hvíta
stjörnu í efri stangarreit og í þriöja
lagi hinn þrílita fána Matthíasar
Þóröarsonar. I umfjöllun Alþingis var
felld tillagan um hvítbláin í breyttri
mynd, það er að segja með stjörnunni,
en lýst stuðningi við óbreyttan hvítblá-
in og þrílita krossfánann. Það var
síðan ríkisstjórnarinnar aö ákveöa
endanlega hvor þessara fánageröa
skyldi verða þjóöfáni ríkisins.
Fáninn ímynd
fegurstu hugsjóna
Þrítugasta nóvember 1914 skýrði
Sigurður Eggerz ráöherra (hann tók
viö af Hannesi Hafstein) frá ákvörðun
ríkisráðsfundar í fánamálinu. Þar var
lagt til að konungur staðfesti þrílita
krossfánann. Konungur neitaöi hins
vegar þeim kosti, mönnum til nokkurr-
ar furöu, og sagöi Sigurður þá af sér.
Nokkru eftir að Sigurður fór frá tók
Einar Arnórsson viö embættinu og
nítjánda júní 1915 var gefinn út kon-
ungsúrskuröur þar sem þríliti fáninn
var staöfestur sem sérfáni Islands.
Upp frá þeim degi hefur Island átt
sinn eigin þjóðfána. Þessi þríliti kross-
fáni var svo fyrst dreginn aö húni þeg-
ar sambandslögin viö Dani — fullveldi
Islands—ööluðust gildi hinn fyrsta
desember 1918. Þjóöfáni hins fullvalda
Islands blakti þennan dag á stöng er
Þrjú timabil i fánasögu og jafn-
framt freisisbaráttu íslendinga:
Fyrsta myndin er teikning afÞing-
vaiiahátiðinni 1874. Þar blaktir
danski fáninn við hún. Önnur
myndin er Ijósmynd, tekin á Þing-
vallafundi árið 1907, þar sem
Bjarni Jónsson frá Vogi sést i
ræðupúlti en á þessum fundi var
hvitbláinn, sem blaktir við hún,
fyrst vigður sem þjóðfáni. Loks er
þriðja myndin tekin á útifundi á
Austurvelli 1915. Þar sést þríliti
krossfáninn blakta á stöngum, en
þetta núverandi afbrigði þjóð-
fánans var ákveðið sem rikisfáni
íslendinga tveimur árum áður af
þáverandi rikisstjórn landsins
eftir að fánanefndin svokallaða
hafði skilað tillögum sinum til
Alþingis.
Fánanefndin sem gerði tillögur
um rikisfána íslendinga á loka-
fundi sinum árið 1913. Nefnd-
inni bárust alls fjörutiu og
þrjár tillögur um mismunandi
gerðir þjóðfána. Niðurstaða
nefndarinnar var sú að aðaltil-
laga hennar var þriliti kross-
fáninn i stað hvitbláins. Að
baki nefndarinnar á myndinni
sést fyrsti raunverulegi þjóð-
fáni íslendinga.
V ii infi J
komið hafði veriö upp yfir dyrum
stjórnarráðsins.
Við athöfn er haldin var þennan dag
undir nýjum fána Islendinga sagði
Siguröur Eggerz, einn ræðumannanna;
meðal annars: „Fáninn er tákn full-
veldis vors. Fáninn er ímynd þeirra
hugsjóna sem þjóö vor á fegurstar.”
Þessar tvær gagnorðu setningar segja
mikið um hversu stórfenglegur áfangi
þaö var í sögu þjóðarinnar aö eignast
sinn eigin þjóðfána.
I frelsisbaráttu Islendinga hefur
fánamálið í heild sinni verið eins konar
burðarás; hvítbláinn aflgjafi og fána-
takan á Reykjavíkurhöfn aflvaki. Og
þaö má ef til vill nefna kaldhæðni ör-
laganna að hvítbláinn skuli, vegna
skoðana erlendra manna, ekki vera
þjóðfáni okkar nú. Þó aö hann hyrfi af
sjónarsviðinu þá gleymdist hann ekki í
bráö og fyrir lýöveldisstofnunina,
sautjánda júní 1944, heyrðust þær
raddir er vildu að hvítbláinn yröi fáni
lýðveldisins. Ein þessara radda var
rödd Jóns Emils Guöjónssonar en rit
hans „Hvítbláinn”, sem áður hefur
veriö vitnað í, var einmitt ritaö gagn-
gert til að endurvekja ást fólks á hvít-
bláni. Segist Jóni svo í lokaorðum rits-
ins: „Islendingar gætu heilsað hinu
unga þjóðveldi með því að endur-
heimta sinn gamla sögufræga fána.
Þjóöin lyfti honum sem frelsisfána
þegar hún barðist ótrauö fyrir rétti
sínum og sjálfstæði og frelsisfáni getur
hannafturorðið.”
„Feðgar" kvaddir
með virktum
Faöir hvítbláins, Einar skáld Bene-
diktsson, andaöist tólfta janúar 1940.
Einar var jarðsettur á Þingvöllum, en
kveðjuathöfnin fór fram daginn áður í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Á þetta er
bent sakir þess að kista Einars var
sveipuö hvítbláni og er það í síðasta
skipti sem hvítbláinn var notaður opin-
berlega svo aö segja má að við kveðju-
athöfnina hafi ekki aðeins mikilfeng-
legt skáld veriö kvatt heldur einnig
sögufrægur fáni, hvítbláinn.
-SER dró saman.
(Stuöst við nokkrar tslandssögur, Aldirnar
og þó einkum ritgerð Gunnars Rúnars
Matthiassonar um efnið.)
,Æ|- Skrifstofuhúsgögn
Húsgögnin eru vöndud sterk skrifstofuhúsgögn sem hafa staöist Skemmuvegi 4,
ströngustu kröfur.
Veitum góðfúslega nánari upplýsingar.
HÚSGÖGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími 73100