Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 14
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983. Hann byrjtidi i sliúr- intfumun! — Jeremy Irtms, aðalleikarinn í Brideshead og annar aðalleikarinn í The Freneh Leutinants Woman, man tímana trenna Jeremy Irons, sá sem leikur Charles í Brideshead og sá sem lék Charles í The French Leutinants Woman er löngu oröinn heimsfrægur fyrir vikiö. En hann man tímana tvenna. Það er nefnilega hreint ekki svo langt síðan að hann skúraði gólfin í leikhúsi í Lundún- um til að hafa til hnifs og skeiöar... Kallarnir tveirl Kallarnir tveir, sem Jeremy Irons hefur leikið, er annars vegar Charles Ryder, aðalpersónan í Brideshead, sem verið er að sýna í sjónvarpinu núna, og hins vegar Charles Smithson, aðalpersónan í The French Leutinants Woman. „Þótt báðir heiti þeir Charles að fornafni eru persónumar eins og svart og hvítt,” segir Jeremy Irons. „Charles úr The French Leutinants Woman tekur áhættuna: hann gefur ástinni lausan tauminn en allt annaö lætur hann lönd og leið. Fyrir vikið missir hann virðingu útáviðenhonum er alveg sama. Charles Ryder aftur á móti er alger andstæða. Hann er hæverskur, til baka og hræddur við að gefa nokkuð af sjálfum sér. Þess vegna er hann einmana sál án ástar og umhyggju.” — En h'kist Jeremy Irons sjálfur öðrumhvorum? ,Jíei, það held ég ekki,” segir hann. ,JÉg er bara ég. Hins vegar hef ég samúð og skilning með Charles Smith- son, eins og ég reyndar hef með öllum sem ekki geta fengið þá sem þeir elska.” Ætlaðiað verða dýralæknir Jeremy Irons átti sér draum þegar hann var yngri. Þann að gerast dýra- læknir. En hann féll á inntökuprófinu. Þá ákvað hann að gerast leikari. Og það má segja að það varð þungur róður. „Ég byrjaði á því að skúra gólf í leikhúsi einu í Lundúnum,” segir hann. „Jafnhliða vann ég mér pinulitið inn við að syngja og spila undir á gítar fyrir utan kvikmyndahúsin í Westends. Ég reyndi hvað ég gat að vinna mig upp og tókst það, þótt hægt færi. Ég reyndi að komast inn á leikskóla og að lokum tókst mér það. Og eftir að ég lauk námi þar fékk ég tilboð um þriggja ára samning við leikhóp einn. Ég tók því. Þetta var farandleikhópur. Við ferðuðumst heilmikið og fórum meðal annars tilSuður-Ameríku. Þegar þessi samningur var á enda vonaöi ég að ég fengi tilboð um hlut- Irons með Meryl Streep i The French Leutinants Woman. Með Ernestinu, sem Lynsey Baxter leikur, i The French Leutinants Woman. verk í kvikmynd eöa við stóru leikhúsin í Lundúnum. Sem betur fer er ég þolinmóður að eðlisfari, því biöin varð býsna löng. Ég hvarf því á ný til skúringanna og vann líka við að taka aðmérskrúðgarða oghaldaþeim við. Sem betur fer þurfti ég ekki að bíða endalaust. Loksins fékk ég tilboð um aö leika Jóhannes skírara í Godspell. Ég lék þaö hlutverk í tvö ár, en þá gat ég heldur ekki meira og sagði hlut- verkinu lausu. Ég gat ekki hugsað mér að daga uppi í þessu hlutverki. Ég varö að komast áfram. Næstu níu mánuði vann ég hér og þar, eða þar til leikhússtjórinn, sá sem setti upp Godspell, grátbað mig um að koma aftur. Ég hafði nú engan sér- stakan áhuga og sagöi því viö sjálfan mig og leikhússtjórann: ,,Ég kem, en það kemur til með að kosta ykkur morðfjár!” Ég kom með himinháar kröfur, og þótt undarlegt megi virðast voru þær samþykktar. En ekki varö ég hamingjusamur, svo langt frá þvi. Allir gömlu félagamir við leikhúsið voru hættir. I hálft ár hélt ég þetta út, en þá gat ég heldur ekki meira. Ég sagði hlutverkinu enn lausu, en ég lærði það á þessu að þetta skyldi verða fyrsta og síðasta skipti sem ég gerði eitthvaðbara fyrirpeninga.” Hefur alltafgetað beðið eftir rétta tækrfærinu Leið Jeremy Irons á toppinn hefur bæði verið löng og ströng. Hann hefur alltaf trúað á sjálfan sig. Og alltaf haft þolinmæði til að bíða eftir rétta tækifærinu. En þaö var ekki fyrr en eftir ýmis hlutverk í s jónvarpinu enska sem hann varð þekktur. Fyrsta alvöru kvikmyndahlutverkið var hlutverk Charles Smithson í The French Leutinants Woman, en hlut- verkið það fékk hann í raun út á sjónvarpið. Framleiðandi myndar- innar, Karel Reisz, sá hann á skerminum og um leið sá hann að þetta var maðurinn sem hann var að leita að. Og hlutverkið fékk hann. Eins og kunnugt er, er það Meryl Streep sem leikur á móti Irons í The French Leutinants Woman. „Samvinnan við Meryl var hreint frábær,” segir Jeremy Irons. „Hún kenndi mér að þaö er ekkert ómögulegt þegar kvikmyndin er annars vegar. En það er heldur ekkert sem er auðvelt á þeim vettvangi. Maður þarf að lifa sig inn í það hlutverk er maður er að fást við hverju sinni og alltaf á leikari aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.