Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Side 7
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983. 7 magnsorgelum sér til ánægju og dægradvalar í heimahúsum. Orgelleikur er gott hobbi! Viö sjóum þaö á aösókninni í skólann okkar aö mjög mikill óhugi er oröinn á orgelleik í landinu. Flestir þeir sem sækja námskeiðin hjá okkur koma hingaö meö þaö markmið aö geta spilað snurðulaust heima hjá sér. Þeir vilja fyrst og fremst fá æfingu í spili, vilja geta spilað sjálfstætt. Þaö kemur ekki hingaö til aö gerast at- vinnumenn í tónlistinni, eins og viö bentr um á óöan, heldur vill þaö gera þetta aö einu sínu hobbíi, dægradvöL Og orgelleikur er gott hobbí. Það er frið- þægjandi aö koma heim eftir erfiöan vinnudag og geta slakaö á meö því að setjast við orgeliö og spila meö eigin höndum skapandi melódíur. ” — Hvaö kostar gott heimaorgel um þessar stundir? „Þaö er mjög mismunandi. Hægt er aö fá gott rafmagnsorgel fyrir tuttugu þúsund krónur (sem samsvarar lit- sjónvarpstæki), en vissulega eru til dýrari og fullkomnari tæki. Ætli dýr- ustu rafmagnsorgelin kosti ekki yfir tvö hundruð þúsund í dag, en þau henta ekki almenningi. Þau eru aðeins fyrir atvinnuorganista. ” Einleikari eigin sinfóníuhljómsveitar — Tækninni fleygir fram. Eru raf- magnsorgel til heimanotkunar orðin mjög fullkomin? „Þau eru þaö. Venjulcgt heimaorgel, á.. . viö skulum segja tuttugu þúsund krónur,gefur notandanum mjög mikla möguleika. Fyrir utan sjálft nótna- boröið, sem viö kennum á, er fyrir hendi skemmtari í þessum tækjum og fólk getur prófaö sig áfram í notkun hans og fengiö meö besta móti heila sinfóníuhljómsveit með sér í undirspil viö einleik eigin handa. Fyrirkomulag helstu rafmagnsorg- ela nú um stundir er þannig orðið að sá sem spilar á hljóöfæriö er i vissum skilningi „einsmannshljómsveit”: Hann leikur á bassa meö vinstra fæti, hljóma og rytma meö vinstri hönd og melódíu meö þeirri hægri. Þá stýrir hægri fótur styrk og gangsetningu trommuleiksins. Af þessu sést aö þaö þarf mikla þjálfun til aö leika á þessi hljóöfæri svoaövel geti talist.” Landsbyggðarfólk á kost á heimanámi Aö lokum er vert aö geta þess að eini orgelskóli Yamaha í landinu er ekki aöeins ætlaöur borgarbúum. Orgel- skólinn býður fólki úti á landsbyggð- inni upp á heimanám í bréfaskóla- formi. Það er persónuleg kennsla þar sem nemendur fá send gögn til að vinna með og þegar þeir hafa æft heimaverkefnið, spila þeir þaö inn á meöfylgjandi tónsnældu og senda kennaranum, sem hlustar og fer yfir skrifleg verkefni þar aö auki. Síðan spilar kennarinn nýtt verkefni inn á tónsnælduna, spjallar viö nemandann og sendir honum siðan snælduna með nýjum verkefnum aftur í pósti. Þannig gengur námiö milli kennarans og nemandans og hinn síðamefndi ræður sjálfur hversu oft hann „mætir í tíma” og hversu langt er á milli „kennslu- stunda”. -SER. Tæhninni fleygir fram — gluggað í nokkrar tækninýjungar rafmagnsorgela MPI (Music Printer) nefnist þetta nýja og fullkomna rafmagnsorgel. Petta tœki hentar mjög þeim sem eru að semja lög eða eigin útsetning- ar, þvi þegar hljóðfæraleikarinn er orðinn ánægður með leik sinn, getur hann látið tækið skrifa nótur á sérstakan strimil, sem er i tækinu, jafn- framt því sem hann leikur útgáfu sína af laginu. Þannig sparast mikill timi. Og ekki sist er þetta tæki hentugt þvi fólki sem kann ekki nótna- lestur en vill semja eigið lag og færa öðrum hljóðfæraieikurum (er kunna nótnalestur) til flutnings. Á myndinni sést hvar hljóðfæraleikari hefur spilað lagstúf á orgelið og strimillinn, sem sést til hægri, ber þvi vitni að hann hefur látið tækið skrifa nótur lagsins jafnframt spili þess. Þetta orgelundur nefnist á tæknimáli PC-100, en í laufléttri þýðingu má nefna það „þolinmóða kennarann". Þetta rafmagnsorgel býr yfir þeim hæfileika að hægt er að smeygja þar til gerðum nótnablöðum inn í rauf á tækinu. Með þvi nemur tækið lagið sem skrifað er á nótnablaðið. Sið- an kveikir það á litlu Ijósi viðeinhvern nótnalykil nótnaborðsins. Á þann lykil ber nemandanum að styðja og kvelkir þá tækið á Ijósi við næsta lykil sem ber að styðja á og svo koll af kolli, þar til nemandinn hefur spilað sig i gegnum allt lagið. Tækið fylgir hraða (getu) nemandans, þannig að ef nemandinn er i fyrsta skipti að spreyta sig á viðkomandi lagi kveikir það með nokkuð löngu millibili á Ijósunum við hvern lykil sem styðja ber á, en eykur hraðann eftir þvi sem nemandinn þjálfast i leik lagsins. Þetta litla orgel er nokkurs konar tölvuleikfang og er einkum ætlað börnum og unglingum. Hægt er að „prógrammera" tækið með nokkr- um mismunandi ieikjum sem allir eiga þó það sameiginlegt að efla tón- heyrn barnins og auka skilning þess á tónstiganum og möguleikum hans. Til dæmis er hægt að „prógrammera" tækið á þann veg að það gefi notandanum upp laglinu, sem siðan á að reyna að líkja eftir. Tækið gefur notandanum svo stig eftir því hversu nálægt hann kemst þvi að spila laglinuna rétt. FERMINGARKERTI FERMINGARSKREYTINGAR FERMINGARKORT FERMINGARBLÓM Biómabúðin IRIS Engihjalla 2 Kaupgarði Kópavogi. Simi 46086. BREIÐHOLTSBLÓM Arnarbakka 2 Sími 79060. /^ofS/JktítJtM0É*4fffffttam/ / Jþrótfahpísi C/aj/Jtfrœ£askó/ay?s á Se/fossi, Sda/jrí/ ak k/. Sczynk'OK S&/foss , sf/crHattd/ JSjó'r£iifitrþ.//ii/dimars*ort f7tfi dartsskólinrt , /3amadartsaK C/ís/i Ha//<dórSSon , Z/j0/?/a£ft<r~ 'Wártar fri//urrra r ~ jCit/i Sam ‘Wjóyrtsjsaitin TriniU/ ~ /3artrarfrti T/óbrr/ <7rttf/yrrts&ort s&tt&ur- uttJir/ei/c'ari Ská/i 9ta//Jórssat-t ríi/rrrt /r~ - TT/qr/trus Ö/afs&orz fffr/r/azAi s/tfr/f/a stear/ff/urritra - ‘/rai</’fé/crji/rfrrs/ru/fr, /a/rc?si>artJfrrfrT Se/fossi, f/"'} ync^afi/á/n c?f/S/>') /7/mettrrr7r Zrjffjrj/tff/rrr, /Z/j rÍ/rri rrjja/ri/rs, C/uJyra/?crArar/, ZfUfhyf.JiZrf/’ru/ssorT sf m ás„S riatdí í/int7/rr£rar‘ -* /ra' SuJ’trr'&cmcfi z ^ Só/ar/a ftc/afé’rð wsð l/pifð/Í, vrrð»t.-/ð/u/S </rr/ ftteð /ffsSddu /i/ drrftrrr/tatrrrag fi/ />4Aa frJ J^dZ/& * Z/oj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.