Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Síða 8
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983.
8
Menning Menning Menning Menning
Þrjár sýningar í París:
CUmde, de Chirico, Klein
Nei, — París stendur enn ekki jafn-
fætis New York á vettvangi mynd-
listar, þrátt fyrir aö franskir menn-
ingarfrömuðir og yfirvöld hafi lagt
mikinn metnað og fjármuni í að gera
borgina aftur að þeirri miðstöð alþjóð-
legrar myndlistar sem hún var fram
undir 1950. Þar með er ekki sagt að
París valdi myndlistaráhugafólki von-
brigðum. Engin manneskja með
skilningarvitin í lagi yfirgefur París í
fússi. Hún getur ætíö boöið upp á
umfangsmiklar yfirlitssýningar í
Grand Palais, í gamla Nútímalista-
safninu, í Jeu de Paume og svo
vitaskuld í Pompidousafninu. Svo er
alltaf hægt að rekast á nýjar sýningar
á þekktum myndlistarmönnum í
galleríum kringum Beauboúrg, viö
Rue St. Honoré og annars staðar í
miðborginni.
En flest af því sem við sjáum er
mjög svo gjaldgeng list, fátt er um
djörf nýmæli, lítið fer fyrir tilraunum.
Það er eins og lífsháskann og áhættuna
skorti.
Nýjungar ekki
í París
Án árangurs spurðist ég fyrir um
þau hverfi sem ungt myndlistarfólk
sæktist eftir að búa í og þau gallerí sem
fylgdust best meö nýjustu straumum. I
New York vita allir hvaö þú átt við og
beina þér í átt að Soho eða því hverfi
sem í tísku er akkúrat á því
augnabliki. Aðra stikkprufu gerði ég
og spuröi eftir bókum myndlistar-
manna, svokölluðum „artists books” í
helstu bókabúðum um myndlistir. Þar
kom fólk af fjöllum, vissi ekki hvað ég
var að fara. Er þó fyrirbærið a.m.k.
aldarf jórðungs gamalt.
En sé nýjungar í franskri myndlist
annars staðar að finna en í París er
eins víst að þær verði annars staðar
enn um sinn, því að í stefnuskrá ríkis-
stjómar sósíalista er rík áhersla lögð
á að örva menningarstarfsemi utan
höfuðborgarinnar.
Þrátt fyrir þessa ávöntun má ekki
vanþakka þær vönduðu sýningar sem
ofangreind söfn og stofnanir standa að.
I skottúr til Parísar fyrir skömmu
tókst undirrituðum aö sjá þrjár stórar
sýningar sem allar standa yfir til loka
maí, nægjanlegt andlegt fóður fyrir
flestaaðéghygg.
Hver er Claude?
Þetta voru sýningar á ævistarfi
þeirra Claude Gellée (Le Lorrain) í
Grand Palais og Giorgios de Chirico og
Yves Klein í Centre Pompidou. Á sinn
hátt hafa þessir þrír listamenn allir
skipt sköpum fyrir vestræna myndlist.
Sýningin á verkum Claude er sú
stærsta sem haldin hefur verið og
spannar um 160 verk, olíumálverk,
teikningar og grafík. Hún er afrakstur
samvinnu National Gallery of Art í
Washington og franskra safna, en
verkin eru sótt um allan heim. 1 Grand
Palais er þeim komið fyrir af mikilli
smekkvísi, eins og tíðkast á þeim bæ.
Ekki á ég von á því að Islendingar
rjúki upp til handa og fóta við að heyra
Claude frá Lorraine nefndan, en hann
var fæddur árið 1600 og dó fjörgamall
árið 1682. Er ég kenndi listasögu átti ég
ávallt í hinu mesta basli viö aö vekja
áhuga nemenda minna á þessum
merka málara. Þeir sáu ekki nema
dramatískar uppstillingar á landslagi,
sama mótífið endurtekið: f jöll, dali eða
einskæran sjónhringinn, séðan á milli
trjástofna hvorra sínum megin á
myndfletinum.
Bara venjulegt
landslag
Mér gekk erfiðlega að fá þá til að
grandskoða þessi hversdagslegu
viðfangsefni, beina sjónum aö því
mannlega drama, þeim geigvænlegu
atburðum sem oft eiga sér stað í
þessum myrku myndum, eins og fyrir
tilviljun. Og enn verr gekk mér (eflaust
var sökin mín) að fá þá til aö sjá í
gegnum þessi mótíf, ef svo má segja,
gera sér grein fyrir þeim sjónarmiðum
sem þau endurspegla, meðvitað og
ómeðvitað. Vitaskuld var landslagið í
þessum myndum,,venjulegt”, hvers-
dagslegt í okkar augum, vegna þess að
við höfðum séð sams konar uppstill-
ingar í þúsundum mynda frá því
Claude leið. Claude liöur fyrir spor-
göngumenn sína eins og allir
listamenn sem skapa hefð. Hann lagði
grundvöll að landslagstúlkun og þar
með sérstakri afstöðu til landslags
sem síðar hlaut byr undir báða vængi
fyrir tilstilli rómantísku stefnunnar.
En þar með er ekki nema hálf sagan
sögð. Rómantískir aödáendur Claude,
ekki síst efnaðir borgarbúar sem áttu
sveitasetur úti á landsbyggðinni, ein-
blindu á þá dulúð sem í verkum hans er
að finna, skarpar andstæður ljóss og
skugga, undurfagurt sólarlagið út við
ystu sjónarrönd, og sáu fyrir sér
óspillta draumaveröld þá sem
Rousseau gerði síðar fræga.
Skógar hugans
En grannt skoðað, er Claude langt
frá þvi að vera einlægur boðberi
hinnar rómantisku stefnu, höfundur
myndveraldar þar sem óheftir
náttúrukraftar ráöa ríkjum. Víst eru
skógar hans mikilúðlegir oft og tíðum,
en þeir eru skógar hugans, saman-
settir úr ýmsum frönskum og ítölskum
skógum, eins og ótal líflegar skissur
leiða í ljós. 1 verkum Claude birtist
náttúran eins og hann vill hafa hana,
ekki eins og hún er í raun og veru. Hún
er engin óhemja, eins og í verkum
Turners síðar, heldur manninum
undirgefin. I henni ríkir jafnvægi, —
annars vegar eru skógarklettar eða
upsir, hins vegar hof, brýr, skip og
aðrar fylgjur mannsins. Og maðurinn,
Claude, er höfundur þessa jafnvægis.
En hið mannlega drama í myndunum?
Eru þar ekki lifandi komnar hinar
rómantísku ástríður?
Réttara er að tala um drög að
ástríðum, — ástríöur staölaöar í líki
klassískra sögupersóna, Enesar og
Dídó, Perseusar, Ödysseifs, grískra
goða.
Maður og
siðmenning
Best lætur Claude samt hinn kyrrláti
pastoral, Jósep og María eða aðrir
ferðalangar í skauti náttúrunnar. í
slíkum myndum undirritar hann sátt-
mála manns og náttúrukrafta stórum
stöfum. I veröld Claude vega tilfinn-
ingar og skynsemi jafnt.
Því er það á viö kalt steypibað að
hverfa af sýningu hans og skoða sýn-
ingu Giorgios de Chirico í Centre
Pompidou. Innviðir margra mynda
þessara tveggja listamanna eru að
vísu ekki ósvipaðir, þótt rúmlega 200
ár séu á milli þeirra. Hér á ég aðallega
við tilvísanir í hinn klassíska menning-
ararf, byggingarstíl og goðsagnir. í
leiðinni get ég ekki látiö hjá líða að
benda á nokkur viðfangsefni sem
sækja á báða listamennina með reglu-
legu millibili, t.a.m. „ferðalagið”,
„tímans rás” og „töfrar tónlistar”.
En meöan hin klassíska arfleifð er
Claude sem tákn og trygging siðmenn-
ingar og er notuð til að renna stoðum
undir slíka lífssýn þá vísar de Chirico
til hennar, eða réttara sagt afbakar
hana til aö gefa til kynna gjaldþrot
vestrænnar menningar, skilgetið af-
sprengi hins klassíska hugmynda-
heims.
Ekkert gengur upp
I myndum hans frá hinu frjóa tíma-
bili 1910—1922 er aö finna alla þá þætti
sem til samans mynda klassíska
mynd- og -hugmyndaveröld: hof og há-
reistar byggingar í grísk-rómverskum
stíl, styttur dittó, tilvísanir í Euklídísk-
ar reiknikúnstir og önnur vísindi sem
studdu við hina fornu heimsmynd o.fl.
En öfugt við það sem gerist t.d. í
myndum Poussins, sem er stórum
meiri rökhyggjumaður og „klassíker”
en Claude, gengur ekkert uppí mynd-
um de Chiricos. Byggingar hans eru
auðar, óaðgengilegar og á endanum
loftkastalar, stytturnar eru þrútnar
eins og rotin lík, höfuðlausar, eða þá að
búklaus höfuðin bera sólgleraugu. öll
lógikin reynist hjóm eitt, reiknikúnst-
imar tryggja ekki rétt svör, heldur
leiða í ógöngur hvem þann sem vogar
sér inn í þessar myndir. Þær f jalla ekki
einu sinni um veröld á villigötum (sem
væri óbein stuðningsyfirlýsing við hug-
myndina um veröld á réttri leið), held-
ur um heimsmynd sem er fullkomlega
absúrd. Ekki er að furða þótt af mynd-
um de Chiricos stafi einsemd og þung-
lyndi.
Einn á báti
Sýningin í Centre Pompidou gefur
góða hugmynd um stöðu og sérstööu de
Chiricos innan nútímalistar. Á henni
eru rúmlega 200 verk, málverk, teikn-
ingar, og grafík, frá 1909 tU 1975. Þar
kemur glöggt fram aö þótt de Chirico
hafi haft mikil áhrif á aöra listamenn
var hann einn á báti. Rætur hans liggja
djúpt í barokklist, symbólisma og
þýskri heimspeki. Súrrealistar reyndu
að sölsa hann undir sig, Max Emst og
Dali líktu eftir myndum hans, en þeir
skildu ekki hve djúpstæð og per-
sónuleg örvænting hans var. Allar til-
raunir til að „temja” de Chirieo, gera
hann að góðum súrrealista, enduðu
með illindum.
De Chirieo hefur ekki veriö í náöinni
sem myndlistarmaður undanfarin
þrjátíu ár eða lengur, eftir aö hann
lagði af metafýsík og tók upp hreinan
barokkstíl. Gamla stílinn tók hann
reyndar upp aftur síðustu ár ævi sinn-
ar, en án verulegrar sannfæringar.
Nú er Giorgio de Chirico aftur í
tísku, ekki einasta fyrir eigin verð-
leika, heldur vegna þess að áhrifa hans
gætir í hinni nýju ítölsku málaralist,
þeirri sem gagnrýnandinn Achille Bon-
ito Oliva hefur kallað „transavant-
gardia”. Vegur myndlistarinnar er
ekki beinn og breiður, heldur í spíral
þar sem nútíð og fortíð snertast með
reglulegu millibili.
Fórnarlamb tímans
Ekki er langt að fara milli sýningar
de Chiricos og Yves Klein. Þær eru á
sömu hæð í Centre Pompidou. En í
rauninni verður f jarlægðin milli þeirra
best mæld í ljósárum. Fyrir Klein er
veröldin hætt að skipta máli og því
ástæðulaust aö hafa af henni áhygg jur.
Maðurinn skilgreinir stöðu sína ekki
lengur með tilvísun til þeirrar verald-
ar, heldur meö hugarflugi sínu og allt
að því tilviljunarkenndum (exístentí-
alískum?) uppákomum.
Yves Klein var án efa einn af feörum
hinnar huglægu myndlistar, Kon-
sept stefnunnar, þar sem hug-
myndin er handverkinu æðri, og gjöm-
Giorgio de Chirico — Sjálfsmynd, 1924.
Giorgio de Chirico
— Áhugamál unglingsstúlku, 1916.