Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983.
DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983.
13!
Bvúður í undralandl
Ekkert er nýtt undir sólinni, segir
gamalt máltæki. Svo virðist sem fram-
leiðendur kvikmynda séu ekki sam-
þykkir þessu spakmæli. Sífellt koma
þeir áhorfendum á óvart með nýstár-
legum og vægast sagt frumlegum hug-
myndum sínum sem þeir framkalla
með hjálp nýjustu og fullkomnustu
tækni í hvíta tjaldið. I fyrra sló kvik-
myndin Tron í gegn að þessu leyti. Þar
var farið inn á nýjar og áður ókunnar
brautir í kvikmyndagerð. Þetta var
einskonar teiknimynd, unnin með að-
stoð tölva í stað drátthagra manns-
handa. Enn eitt kvikmyndaundrið
berst svo áhorfendum í ár. Þar er á
ferðinni kvikmyndaverkið „The Dark
Crystal”. Þetta er dularfull ævintýra-
mynd. Og í stað mennskra leikara fara
brúður með öll hlutverk.
Ekkert lík
Kermit og félögum
Það kemur kannski fáum á óvart
hverjir framleiðendur þessarar nýstár-
legu kvikmyndar eru. Þeir eru hinir
sömu og framleitt hafa sjónvarps-
myndaflokkinn „The Muppet Show”,
alias Prúðu leikarana sem sýndur
hefur verið um árabil í íslenska sjón-
vaipinu, annað hvert föstudagskvöld
við ágætar undirtektir áhorfenda.
Þetta eru sem sagt þeir JimHenson,
faðir Prúðu leikaranna og aðstoðar-
maður hans, Frank Oz.
En brúðunum sem notaðar eru í
„The Muppet Show” og „The Dark
Crystal” er engan veginn hægt að líkja
saman. Brúðurnar í „The Dark
Crystal” eru ekki hið einasta viða-
meiri og stórkostlegri að ytri gerð en
Prúðu brúðurnar, heldur ekki síst
tæknilega fullkomnari og vandaðri
hvað stjómun hreyfinga snertir. Þær
eiga ekkert skylt við félaga okkar
Kermit, Svínku, Fossa björn og
Gunnsa hinn mikla. I „The Dark
Crystal” er ekki lengur fyrir aö fara
gömlu fatalörfunum, tenniskúlunum
og spottunum sem hreyfa þau dauð-
legu efni. Brúðurnar í „The Dark
Crystal” eru bæði fjarstýrðar og búa
yfir mun fleiri hreyfimöguleikum en
Prúðu leikararnir, eru á allan hátt
mennskari í hátterni og svipbrigðin
eölilegri. Þetta ætti að sjást vel á
myndunum af brúðunum í „The Dark
Crystal”, sem fylgja þessari grein.
Margslungin sviðsmynd
En þaö eru ekki aöeins brúðurnar
sem eru fullkomnar aö innra og ytra
útliti. Sviðsmyndin öll er m jög vönduð í
kvikmyndinni „The Dark Crystal” og
víst er að hönnuöur hennar, Brian
Froud, lagði á sig nákvæma vinnu til
að geta skilaö því verki sem bestu. Að
mörgu var reyndar að hyggja því að
sviðsmyndin er margslungin engu
síður en persónurnar sem um hana
fara: Plánetan, sem sagan gerist á,
virðist við fyrstu sýn ósköp vinalegiog
látlaus. En þegar nánar er að gáð
reynist erfitt að greina milli dauöra
hluta og lifandi, hættu og öryggis. Það
sem kann að líta út sem ávöxtur éða
gróður í fjarska er þegar nánar ec að
gáð óhugnanleg ófreskja. Og sakleysis-
legt graslendi eða akur getur á svip-
stundu breyst í mikilfenglegt fenja-
svæði sem gleypir allt sem á þar leið
um. Þannig er umhorfs á þessari
skrítnu plánetu sem kvikmyndin „The
Dark Crystal” gerist á.
Illmennin Skeksis
og góða fólkið
Söguþráðurinn er vissulega ævin-
týrakenndur, en spennandi og ekki sist
dulúðugur. Ráðandi þjóðflokkur á
plánetunni eru illmenninn Skeksis.
Þau eru nánast vansköpuð að útliti
og minna höfuð þeirra einna helst á
ránfugla. Skeksis eiga mátt sinn .að
þakka stórkostlegum kristal er þau
geyma í höll sinni. Sá er þó hængur á
veldi þeirra að litils brots af kristain-
um er saknað og máttur þeirra er þid
ekki eins mikill og hann gæti verið.
Myndin gengur síðan út á leit
Skeksis-illmennanna að þessu broti.
Inn í þá leit kemur við sögu annar þjóð-
flokkur — góðmennin — sem áttu
kristalinn fyrir en höfðu misst hann í
hendur Skeksismannanna er þeir háðu
stríð við þá endur fyrir löngu. Skeksis-
mönnunum tekst í baráttunni að yflr-
vinna hinn þjóðflokkinn, sem nefniiur
er Gelfings, en meö aðstoðyfimáttúru-
legra afla kemst einn Gelfingurinn af.
Þessi góðu öfl aöstoða svo þennan
Gelfing, Jen að nafni, til að finna
Kira, eitt góðmennanna i myndinni The Dark Crystal, sést
hér í „hlutverki" sínu ásamt illmenni úr þjóðfiokki Skeksis.
Eins og augljóslega sést á myndinni eru brúðurnar mjög
fuiikomnar að útliti og eiga iítið skylt við fataiarfana,
tenniskúlurnar og hreyfispottana sem notast er við i Prúðu
leikurunum.
kristalsbrotið og koma því fýrir á þeim
stað í kristainum sem það upprunalega
var. Þannig er máttur kristalsins
kominn i hendur góöra afla að nýju og
friður ætti að vera tryggður á plánet-
unni....
Þessi atburöarás er krydduð marg-
víslegum spennuatriðum þar sem
ævintýramennskan sem slík fær að
njóta sín til hins ýtrasta. Ýmsar tækni-
brellur eru þar óspart notaðar til að
magna áhrifin, svo sem best þekkist úr
öðrum þekktum ævintýramyndum.
Kímnar og skondnar per-
sónur
Eins og við var að búast af höfundi
Prúðu leikaranna, eru margar
persónur „The Dark Crystal” ekki
með öllu lausar við kímni og lögun
þeirra og útlit ætti að vera hverjum
manni aðhlátursefni. I því sambandi
má minna á allfjörlegan kanínuhóp
sem fylgir Gelfingum að máli og
hjálpar þeim í baráttu gegn hinu
vonda. Þá eru í myndinni skrítnar
mýs; hálfgerður þjóðflokkur sem á
heimkynni sín i nágrenni hallarinnar
þarsem Skeksisillmennin búa.
En ein af eftirtektarverðustu persón-
unum (brúöunum) í „The Dark
Crystal” verður að teljast hinn aldni
stjömufræðingur og vitringur,
Aughra, sem er nafn hans. Aughra er
góömenni og aðstoðar meöal annars
Jen við leitina að týnda kristalsbrot-
inu, auk þess að vinna önnur góðverk í
atburöarásinni. En það er útlit
Aughra, miklu fremur en eðli, sem er .
athugavert við þessa persónu. Aughra
er ekki hið einasta eineygöur, heldur
býr hann yfir tveimur augntóftum og
getur fært þetta eina auga sitt milli
þeirra þannig aö honum reynist
auðveldar að fylgjast með því sem
gerist í kringum hann. Þessi persóna
býr einnig yfir þeim undraverða hæfi-
leika að geta tekið þetta eina auga úr
annarri hvorri augntóftinni og lyft þvi
upp eða flutt hvert sem er til að fá betri
yfirsýn yfir umhverfi sitt. Sannarlega
skrítinn stjömufræðingur þar á ferð-
inni.
Fimm ára draumur
að veruleika
„The Dark Crystal” er hugarfóstur
Jim Hensons. Hann hefur margt lengi
gengið með hugmyndina að þessu
verki sínu. Og það tók hann fimm ár að
láta þennan draum sinn verða að vem-
leika. Frank Oz, sem minnst var á
áðan sem samstarfsmann Hensons úr
Prúðu leikuranum, er aðstoðarleik-
stjóri „The Dark Crystals” og ásamt
Henson annar hugmyndasmiða
myndarinnar. Aðrir þekktir kappar úr
kvikmyndabransanum koma viö sögu
við gerð verksins. Þar má nefna ekki
óþekktari mann en Gary Kurtz, sem
meðal annarra stóð að framkvæmd
stórvirkjanna Star Wars of Empire
Strikes Back.
Fyrst minnst er á Empire Strikes
Back myndina þá má þess geta til
gamans að ein af eftirminnilegri
persónum þeirrar myndar var notuð
þar sem einskonar prafubrúða á þá
tækni sem notuð er við hreyfingar og
stjórnun brúðanna í „The Dark
Crystal”. Það var persónan Yoda sem
þar var notuð af Gary Kurtz sem til-
raunadýr. Flestir ættu að muna eftir
Yoda. Hann var vitringurinn snjalli
sem hjálpaði Láka í baráttunni gegn
hinu illa í geimnum.
Tugir hreyfimöguleika
Annars var gífurlega tímafrekt aö
vinna að gerð brúðanna í „The Dark
Crystal”, sem sést á ofansögðu að það
verk var hafið áður en vinnsla Empire
Strikes Back hófst, eða fyrir rúmum
f jórum árum. Langan tíma tók að þróa
þá tækni, sem notuð er við stjórnun
brúöanna, enda hafa fullkomnustu
brúðurnar í myndinni marga tugi
hreyfimöguleika. Og fimm hundrað
manns þurfti í marga mánuði til aö
vinna að endanlegum frágangi á
þessum mögnuöu brúðum dökka
kristalsins.
Jim Henson vann að þessari
einstöku kvikmynd sinni i Englandi.
öll myndin er tekin upp í risastóra
upptökuveri í útjaðri London, raunar
þvl sama og breska útgáfa Prúöu
leikaranna er tekin upp í. (Við Islend-
ingar sjáum ekki þá útgáfu „The
Muppet Show”, heldur þá bandarísku
sem aö margra áliti er miöur, þvi að
enska útgáfa Prúöu leikaranna ku
þykja öllu fyndnari og skemmtilegri en
sú ameríska. En þaö er önnur saga!)
Alls unnu um tvö þúsund manns við
gerð myndarinnar og segir það sitt um
það umstang er þurfti til þessa verks.
Svo er bara að vona að Islendingar fái
aö sjá þetta brúðuundur Hensons sem
fyrst. Að minnsta kosti er víst að unn-
endur ævintýra finna í þessu verki eitt-
hvað við sitt hæfi, eins og útdrátturinn
úr efnisþræðinum hér á undan gefur
tilefnitilaðætla.
-SER.
NYTT
sérhannaðir pokar
til suðu á matwælum
Plaslpienlhf.
30pokarírúllu
stærð 22x35 sm
BETRA BRAGÐ
HOLLARI MATUR
u c
í j
J L
&IiMJ?SrMMSTLOIÍIíSSi\S
1B83 hAaleitisbraut 1 - REYKJAVÍK
GÍRÓ-SEÐILL
A
SKULDFÆRSLUBEIONI
A BÁKHLIO SEOILSINS
300
300
fjárhaeoinni mA ekki mueyta
QMMLU MA MNA AF HENDI I BONKUM, PÖ8THU8UM OO SPAmSJÖÐUM.
Greiðslu má inna af hendi
f bönkum, sparisjóðum
og pósthúsum
Tilvisunarnumer | | Seðilnumer 1 1 Fl l \ Stotnun-Hb I ) Reikn~ii
h£r fyrir neðan mA hvorki skrifa NE stimpla
0752802+ 31< 040126> 000550+
Upphæð kf
FÆRSLUSKJAL GJALDKERA
I THvi»un«rnúmw II S«»lnúm»»
752802 ;*
ri£.752802 Ma* 1983
Ágæti Sjálfstæðismaður,
Ákveðið hefur verið að gera sérstakt
átak til þess að styrkja stöðu
Sjálfstæðisflokksins fjárhagslega í
þeim mikilvægu þjóðfélagsátökum,
sem framundan eru.
Sveitarstjórnarkosningar eru
nýafstaðnar og þar færði
samtakamátturinn okkurvíða sigur.
Nú blasa við alþingiskosningar í
aprd og llklega aðrar
alþingiskosningar slðar á árinu.
Pú ert einn af fjölmörgum
velunnurum Sjálfstæðisflokksins
sem nú er leitað til um stuðning
við flokkinn. Vel kann að
henda að fleiri en einn á þlnu heimili
fái sams konar bón og biðjum við
velvirðingar á því. Vonum við að
viðbrögðin við því ónæði verði ekki
önnur en þau að heimilismenn
sameinist um t.d. eina sendingu til
baka.
Við leitum til fólks um landið allt og
vonum að undirtektir muni
endurspegla þann samtakamátt
sem býr með þvl fólki á fslandi, sem
vill setja frelsið I öndvegi, jafnt hjá
atvinnulífi sem einstaklingum. Ef við
sameinumst ekki verða skoðanir
okkar undir með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir land og þjóð.
Stjórn Landssöfnunar
Sjálfstæðisflokksins 1983.'
Kátrln Eymundsdóttjr.
foneti bcjaHtjómar. Húsavlk
Jón PAU HaUdórsson, forstjóri
Isafirði
Davlð Oddsson. borgarstjóri
Reykjavfk
Steinþór Gestsson, aJþingismaður
Haefi
Salome Porkefsdóttir. alþingismaður
Mosfettssveit
Thcódðr Blðndal, framkv«mdarstjóri
Seyðisfirðt
Jósef H. Porgeirsson . afþingi*maður
Akraritsl
Glsli ölafson, forstjóri
Settjamamesi
Gunnar Glslason. fynv. prófastur
Glaumbc
RagnhikJur Helgadóttir. lögfraeðingur
Reykjavik