Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Side 15
DV. LAUGARDAGUR 9. APRÍL1983.
15
gera meiri kröfur til sjálfs sín en hann
getur í raun uppfyllt.
Kannski hljómar þetta eins og ég sé
að rifna úr monti, en ég er ekki
þannig.”
Og Jeremy Irons heldur áfram:
„Þaö komu tímar bæði í upptökunum á
The French Leutinants Woman og
Brideshead að mig langaði mest til aö
flýja af hólmi og gerast öskukall eða
bara eitthvað allt annað. Þá fannst
mér erfiðleikarnir óyfirstíganlegir, en
sem beturfer leystist þetta allt.”
Irons segist ekki hafa gaman af
ferðalögum. „Það er ekki nógu gott að
vera aö ferðast vítt og breitt um
Charles Ryder með systkinunum
Sebastian (Anthony Andrews) og
Juliu (Diana Quick).
heiminn, ég sem á fjölskyldu,” segir
hann. ,,Það fer ekki saman.” Og hann
bætir viö að peningar séu ekki allt.
,,Ef maður á of mikið af þeim verður
tilveran alltof tilbreytingarlaus. Við
það missir maður líka ánægjuna af að
berjast fyrir iífinu, en það er mitt líf og
yndi í grænum dal. Eg hef þénað vel
síðasta ár, en ég er ekki ríkur, svo
langt frá því. Það halda hins vegar
margir að ég sé það. Þess vegna reyni
ég hvað ég get að sýna umheiminum aö
velgengnin hefur ekkert breytt mér
sem manneskju. Eg hef séð alltof
marga af mínum kollegum brenna sig
áþví.
I mínum augum er hamingjan fólgin
í því að vera með f jölskyldunni heima í
Hampstead,” segir Jeremy. ,,0g svo
finnst mér sérstaklega gaman aö sigla
á bátnum, sem við eigum, bræðurnir.
Það er alveg dásamleg tilfinning að
sigla og anda að sér fersku sjávarloft-
inu. Mér finnst óskaplega gott og þægi-
legt að vera einn með sjálfum mér
stöku sinnum. Eg er nefnilega þannig
geröur að ég hef tilhneigingu til að fá
innilokunarkennd ef ég er innan um of
margt fólk. Og þaö er maður á
stundum neyddurtil í mínu starfi.
„Nú get ég valið
oghafnað"
Jeremy Irons á hund einn, sem hann
nefnir Speed. Nafniö Speed eða
Sprettur er til komið vegna þess að
hundurinn hefur svo mikla ánægju af
að keyra um á vélh jóli!
„Speed er á áttunda árinu,” segir
Jeremy. „Eg fékk hann gefins á
heimili fyrir munaðarlausa hunda. Og
okkur kemur svo vel saman. Speed
hefur meira að segja leikið í
kvikmyndum með mér, reyndar lék
hann í The French Leutinants Woman
og er það önnur kvikmyndin sem hann
hefurleikiðí.”
Jeremy Irons er giftur Sinead
Cusack, sem er leikkona. „Og húr> er
svo dugleg,” segir eiginmaðurinn
hreykinn. „Rétt eins og ég hefur hún
unnið sig upp og eins og ég byrjaði hún
í lægsta þrepi. Okkur kemur mjög vel
saman, og skiljum hvort annað. Okkar
sameiginlega áhugamál í lífmu er að
vera eins mikiö með Samuel, syni
okkar, og við mögulega getum. Samuel
er það besta sem við eigum.
Annars er ég fyrst núna aö sýna um-
heiminum hvað í mér býr. Aö ég stend
undir nafni sem leikari,” segir Jeremy
Irons.
Oghann bætir við: „En ég skal segja
þér þaö að það besta viö aö vera oröinn
frægur er að geta valið og hafnaö
hlutverkum.”
-KÞþýddi.
-
Ahugamenn um
frelsi í fjölmiðlun
Áhugamenn um frelsi í Qölmiðlun safna nú
undirskriftum að mótmælum í landinu.
Þér, sem öllum öðrum 16 ára og eldri er hoðið
að rita undir svohljóðandi yfirlýsingu:
Við undirrituð skorum 6 þingmenn að setja
nú þegar ný útvarpslögsem veiti aukið frelsí
til útvarps og sjónvarps.
Þá mótmælnm við jafnframt þeirrí atlögu að
tækniþróun er felst í kæru Ríkisútvarps og
Ríkissaksóknara é hendur kapalsjónvarpi
sem orðið erhefðbundið víðsvegar um land.
Við væntum góðra undirtekta þegar til
þín og þinna verður leitað.
Jafnframt bendum við á að vUjir þú
veita söfnun undirskrifta lið þá hafðu
samband við okkur í síma 12019.
. EIGA
POLITIKUSAR
AÐRAM
OLLU IITSFMHI
EFNI?
Á íslandað verða eitt vestrænna landa
með einokun ríkis á útsendingum
um alla framtíð?
SEGIR Þtl NEI?
Viltu þá ekki líka skrifa nei?