Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1983, Page 16
16 Bækiir og bókasöf nun XIX DV. LAUGARDAGUR 9. APRlL 1983. Trúa r v i ðhort' Magnilsar Stephensen valda nlfaþyti Leirárgaröa bókum hafa nú veriö gerö allnokkur skil, og var raunar í síðustu grein taliö mál til komið að láta staöar numið viö frásögn af þessu tímabili. Lá þó fyrir, að ýmissa áhugaveröra atriöa var enn ógetiö, sem því nú, við nánari at- hugun, þykir rétt aðfylgi meö. Leirárgarða Heimskringla Gera heföi mátt ráð fyrir, aö prentun fomrita yröi allnokkur þáttur í útgáfustarfsemi Lands- uppfræðingarfélagsins, er þannig vildi halda fram okkar þjóðlegustu menningarverömætum. Svo varö þó ekki, þar sem engin slík rit vom prentuö hér á landi á þessu tímabili aö einu undanteknu. Var þaö Heims- kringla Snorra Sturlusonar, árið 1804, I. bindi, í tveimur heftum. Þetta var þó aðeins upphaf rit- verksins, sem ekki viröist hafa fengið þær undirtektir, sem vænta mátti. Fer Klemens Jónsson um þetta eftirfarandi orðum í Prent- smiöjusögu sinni: „Auövitaö hefur hún ekki verið gefin út eftir beztu heimildum, en menn skyldu ætla, að slíku merkisriti hefði þó verið vel tekiö, þar sem hún var þá í fárra manna höndum, en Jón Borg- firðingur segir í bókaskrá sinni, aö hún hafi selzt illa. Hefir því verið hætt við útgáfuna.” Ekki veröur um þaö fullyrt hér, hvers vegna svo tókst til með þessa útgáfu sem raun varö, en vera má, aö áhugi manna hér á landi hafi verið takmarkaöur af þeim sökum, að atburöir allir gerast þar með erlendum þjóöum, en Is- lendingar koma lítt viö sögu. Veglegar Heimskringluútgáfur Heimskringla hafði þá þegar komiö út í tveimur útgáfum, sem báöar eru nú taldar til hinna mestu dýrgripa, enda hinar veglegustu. Kom hin fyrri út í Stokkhólmi 1697 í tveimur bindum. Hún er jafnan kennd viö útgefandann Johann Peringskiöld, en hin síðari á sama hátt viö Gerhard Schöning. Var sú útgáfa alls í sex bindum útgefnum í Kaupmannahöfn á árunum 1777— 1826, en aöeins þrjú hin fyrstu höföu aö geyma Heimskringlu, hin síöari sögur Noregs konunga. Má geta þess hér um fyrmefnda Leirárgaröa Heimskringlu, aö texti hennar er talinn endurprentun af texta í útgáfu Schönings (Islandica, Vol. m, bls. 20) þaö langt er hún náöi göa til loka Olafs sögu Tryggvasonar. Frá þeim tíma liðu hinsvegar 140 ár þar til Heimskringla var prentuö og gefin út hér á landi í heild, af Helgafelli áriö 1944, en þá var komið út hiö fyrsta af þrem bindum Hins íslenzka fomrita- félags, er Bjami Aöalbjarnarson gaf út á ámnum 1941—51. Verður hér látið staðar numið um þetta efni, sem væntanlega kemur betur til umræöu síðar. Prentun guðsorðabóka eftirsóknarverð I næstsíöustu grein (XVII.) var aö því vikið, aö Landsuppfræðingar- félagiö heföi taliö miklu skipta strax í upphafi aö fá leyfi til prentunar guðsoröabóka, enda virðist ekki hafa oröið mikil fyrirstaöa í þeim efnum. Er nokkuð ljóst, að meginástæöan hefur veriö von um meiri sölu slíkra rita til almennings, sem lítið annaö þekkti eftir margra kynslóöa aöhald Hólabiskupa. Hitt er jafnframt kunnugt, aö trúmái voru veruleg áhugaefni Magnúsar Stephensen, sem væntanlega hefur talið á þeim vettvangi mestra átaka þörf við að snúa hugum manna frá aldagamalli deyfð og hjátrú til breyttra tíma. Engum getum veröur hér aö því leitt, hver árangur varö í þessum efnum, enda þótt h'klegt sé, aö hann hafi orðið nokkur, einkum er lengra leiö. Voru prentaöar um 30 guösoröabækur af um alls 100 bók- um útgefnum í Leirárgöröum. Yfir- leitt var um nýjar útgáfur aö ræða, og því rit er ekki höföu verið prentuö áður hér á landi, en þó má nefna 22. og 23. prentun Passíusálma Hallgríms Péturssonar, sem að sjálf- sögöu voru sígildir, útgefnir árin 1796 og 1800. Kristindóms- fræðsla ungmenna Ýmis ritanna hafa orðið vinsæl eöa aö minnsta kosti eftirsótt, og má þar nefna „Lærdóms bók í evangeliskum kristilegum trúarbrögöum handa unglingum”, er fyrst var prentuð í Leirárg. 1796, en alls þar í sex út- gáfum fram til ársins 1811. Var höfundur bókarinnar Nicolai E. Balle, biskup á Sjálandi, en hún kom fyrst út á dönsku 1791. Var síðan þýdd á íslenzku af séra Einari Guö- mundssyni (1762-1817) og endur- skoöuð af Hannesi biskupi Finnssyni, væntanlega í tilefni af því að áriö 1792 var hún innleidd meö konunglegri tilskipun sem kennslubók í trúarlegri uppfræðslu unglinga í ríki Dana- konungs. I tengslum viö fyrmefnda bók komu út „Spumingar til þeirra allra-náöugast uppáboönu Lærdóms bókar í evangelískum kristilegum trúarbrögöum handa unglingum”, eftir Bjama Amgrímsson, 1797, og sama ár á Hólum hliðstæð bók eftir SiguröStefánsson, biskup (1744-98). Af öörum kunnum guösoröa- bókum má einnig nefna „Andlegar hugvekjur til kvöld lestra”, eftir Christopher C. Sturm, I .-II. bindi, Leirárg. 1797-98 og aö nýju útgefnar þar 1802. Ennfremur ritið „Kristilegra trúarbragöa höfuö- lærdómar”, eftir Christian Bastholm, Leirárg. 1799, og „Sigur- ljóö um Drottinn vorn”, eftir Kristján Jóhannsson (1736-1806), Leirárg. 1797. Einnig ,JSjö nýjar föstu-prédikanir út af píslarsögu Drottins vors Jesú Krists; gjöröar af Anonymo”, 1798, en aö baki þeirri nafnleynd var höfundurinn Magnús Stephensen. Endurskoðuð sálmaútgáfa Er þá aö lokum komiö aö síðustu bókum þessa efnisflokks, þar sem M. St. kom viö sögu. Veröa þar fyrst nefndir „Lagaðir krossskóla sálmar þar af 28 orktir af Jóni Einarssyni”, Leirárg. 1797. Höföu þeir fyrst komið út á Hólum áriö 1744 og síöan verið endurprentaöir jpar þrisvar sinnum. Var því hér á ferðinni 5. útgáfa sálmanna. Ekki hefi ég útgáfu þessa og því ekki lesið formála þann, „Til lesarans”, sem M. St. ritaði fyrir henni. Frá honum er hinsvegar skýrt í „Bibliographical notices”, VI. ,85. (bls. 29), eftir Willard Fiske, og er eftirfarandi því útdráttur þaðan, lauslega þýddur: „I formála Magnúsar Stephensen segir, aö þessi útgáfa sé prentuö aö óskum margra presta og alþýðumanna á tslandi; enda þótt hann áliti suma sálmana allvel samda fyrir þeirra tíma, taldi hann marga fulla af hneykslanlegum og innantómum yfirlýsingum og skoðunum, óhæfum og óskiljanlegum fáfróöu fólki; hann slepti því slíkum atriöum eöa aö minnsta kosti breytti og bætti þau; tveir sálmar voru felldir niöur og komu í þeirra staö sálmur eftir hann sjálfan, en hinn eftir séra Þorstein Sveinbjömsson aö Hestí.” OgaölokumsegirW.F.: „Sú staðreynd aö þessi fimmta útgáfa sálmanna varö hin síðasta sýnir, aö Magnús Stephensen haföi rétt fyrir sér, er hann taldi þá samda fyrir liöna tíma og tilheyralþeim.” Framan- ritaö staöfestir ljóslega þaö sem áöur hefur verið sagt umHiið mikla kapp M. St. að koma á framfæri áhugamálum sínum í þessum efnum, er hann var sannfæröur um aö horföu til heilla. Ekki virðast þó allir , hafa verið jafnhrifnir af því fram- taki hans enda þótt mér sé ekki kunnugt um aö mikill úlfaþytur hafi veriö geröur út af fyrmefndri útgáfu Krossskóla sálmanna. Þess var hinsvegar nú skammt aö bíöa, aö uppúrsyðl IVIý trúmálaviðhorf Áriö 1801 kom út í Leirárgöröum ný guðsþjónustubók er nefndist „Evangelisk-kristileg messu-söngs- og sálma-bók, aö konunglegri til- hlutun samantekin til almennilegrar brúkunar í kirkjum og heimahúsum og útgefin af því konunglega íslenzka Landsuppfræöinga félagi.” Með bók þessari var ætlun útgefanda aö leysa af hólmi fyrri messusöngsbækur, svonefnda grallara, og sálmabækur, sem rekja mátti allt til daga Guöbrands biskups Þorlákssonar. Hefur þess áöur veriö getiö (IX. grein), aö „Grallarinn” kom út sam- fellt 19 sinnum, upphaflega á Hólum 1594, en síöast á sama stað 1799. Breytt sálmaval I hinni nýju útgáfu var hinsvegar mjög vikiö frá eldri bókum um val sálma, og stóöu aö því Geir biskup Vídalín og Magnús Stephensen, en þó talið aö hinn síðamefndi hafi ráöiö mestu. Af 330 sálmum, sem nú voru prentaðir voru aöeins 100 teknir úr fyrri útgáfum, en þeim jafnframt mörgum breytt, m.a. allt fellt niður, sem vék að Satan. Aörir sálmar voru ýmist þýddir úr dönsku eöa nýlega frumortir, og þar fariö eins aö í ýms- um tilfellum meö breytingum á gerö höfunda. Kom þessi nýskipan miklu róti á hugi fólks um allt land, sem aldagamlar heföir höföu gert vana- fast í trúarefnum. Þoldu margir illa, er gamalkunnum sálmum var hagg- aö og eins mun ýmsum hafa þótt á- stæöulaust að bægja nafni myrkra- höföingjans burt. Hitt var þó mun óheppilegra, er sálmar samtíma- skálda voru endurskoöaöir og þeim breytt án leyfis, og olli það hneykslun og æsingum víða. Einkum reiddist þjóöskáldið séra Jón Þor- láksson að Bægisá mjög, er hann sá sálma sína breytta í hinni nýju sálmabók, og spunnust af því miklar deilur, er þó jöfnuöust að lokum. Leirgerði ei lasta skal Þrátt fyrir ofangreindar viðtökur og óvild margra, sem fundu sálma- bókinni flest til foráttu og gáfu henni nafnið Leirgerður til háöungar, vann hún þó á er fram liöu stundir, enda prentuð í þrettán útgáfum til ársins 1866. Vísast nánar í „Bókaskrá Gunnars Hall”, þar sem þær er allar aöfinna, (bls. 136—7).Voru þarýmis nýmæli varöandi sönglög og söng- fræði, en einnig margar breytingar Magnúsar Stephensen til bóta. OUi mál þetta allt honum verulegrar armæöu, ekki sízt er þaö tengdist ööru andstreymi, er jók óvildarhug margra gegn meintu ofríki valds- mannsins. Böðvar Kvaran. Titilsíða hinnar um- deiidu messusöngs- og sálmabókar, Leirárgörðum 1801. ©wmgetií? .frfjWeg $ieííu=föunðg’ 03 6 (t íjta - $ o t at> fonánðíegct ttí^íuttm famantcfitt tií aímetmiíegrat brúfmtar í íítrfjitm 09 íiefmtt-þúfitm 09 útgefin af £oí * íontlnglega telcnöfía {lanöe tlppfetföíngai: S*l<*gb <SdjI almcunt í t>cI|Tu 6ini>i, 64 ftifo. jletcótrgtfrfcum oib Hetrd, 1801* fl&rentub af Saftórf og Q5óf(>rp(fj«ra 3. ©cþagfjor^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.