Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR 25. APRÍL1983.
5
Arni Johnsen.
Árni Johnsen, nýkjörinn
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins:
„Verulegur
sigur á
Suðurlandi”
„Ég er afskaplega ánægður með út-
komu Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi, við stefndum að 3 kjör-
dæmakjömum mönnum og það tókst,”
sagöi Ámi Johnsen, nýkjörinn þing-
maður Sjálfstæðisflokks á Suöurlandi.
,,Að mínu mati er þetta verulegur sig-
ur. Ætli þaö sé ekki 5% hreyfing til
flokksins. Ég tel ekki raunhæft að miða
úrslitin við samanlagöa útkomu D og L
lista í síðustu kosningum vegna þess aö
L-framboðið höfðaði þá til annarra*
sjónarmiða en flokkslegra. Ég þakka
hinn góða árangur mikilli og góðri
vinnu sjálfstæöismanna í kjördæminu.
Við frambjóðendumir vomm mikið
á ferðinni og fundum fljótt að það var
mikill byr með okkur og þróttur í
flokksmönnum. Ég var í Vestmanna-
eyjum á kjördag og krafturinn í okkar
fólki þar var eins og í mikilli aflahrotu!
Ég met stöðuna þannig á landsvísu aö
Sjálfstæðisflokkurinn hafi goldið þess
að vera ekki heill og óskiptur í stjóm-
arandstööu. Eins held ég aö Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi liðið fyrir
almenna stjómmálaþreytu. Þreyta
almennings er skiljanleg í ljósi þess að
nýlokið er afkastaminnsta þingi í sögu
lýðveldisins. Það var nýjabram á
kvennalistum og Bandalagi jafnaðar-
manna og það bitnaði á sjálfstæðis-
mönnumeinsogööram." ás
Kristín S. Kvaran,
þingmaður C-lista
íReykjavík:
„Erumótvíræð-
irsigurvegæar”
Kristín S. Kvaran.
„Ég verð að taka undir sem fram
hefur komið að við eram ótvíræðir sig-
urvegarar í þessum kosningum miðað
við hina flokkana,” sagði Kristín S.
Kvaran, nýkjörinn 2. þingmaður
Bandalags jafnaðarmanna í Reykja-.
vík.
„Ég verð að játa að ég var aldrei
fyllilega sátt við þær skoðanakannanir
sem fram fóru, vegna þess hve margir
þeirra er spurðir vora reyndust vera
óákveðnir. Kannanimar gáfu því alls
ekki rétta mynd af því sem var að ger-
ast.”
Kristín kvaðst vera mjög ánægð
með úrslit kosninganna, miðað við hve
ung stjómmálasamtök Bandalag jafn-
aðarmanna væra. Talsmenn þess
hefðu haft lítinn tima til að kynna mál-
staðinn, þeir hefðu ekki haft yfir mál-
gagni að ráða eins og hinir flokkarnir
og mættu því í ljósi þess vel viö una.
„Ég tel að fylgi okkar stafi ekki af
því að kjósendur hafi verið orðnir
þreyttir á gömlu flokkunum eins og
sumir vildu halda. Hugmyndir þær
sem við höföum fram að færa vöktu
athygli fólks. Það vildi gjaman kynna
sér þær, eins og fram kom á vinnu-
staðafundum okkar og féll vel við þær
eins og kosningaúrslit sýna.
Frá mínum bæjardyrum séö náði
Bandalag jafnaöarmanna þarna mjög
sögulegum árangri á afar stuttum
tíma. Mér er nú efst í huga þakklæti til
alls þess fólks sem lagöi á sig mikla
vinnu til að koma hugmyndum þess á
framfæri,” sagöi Kristín S. Kvaran.
-JSS
Gunnar G. Schram,
annar maöurá lista
Sjálfstæðisflokksins
áReykjanesi:
Gunnar G. Schram.
,,Ég er ákáflega ánægður með þessi
úrslit í Reykjaneskjördæmi. Við sjálf-
stæðismenn höfum unnið góðan sigur
og bætt við okkur einum kjördæma-
kjörnum,” sagði Gunnar G. Schram,
annar maöur á lista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi og einn af
nýju andlitunum á Alþingi Islendinga,
er við ræddum við hann á kosninga-
nóttina.
Og Gunnar sagði ennfremur: „Ég
vil nota tækifærið og þakka öllum þeim
sem stuölað hafa að þessum úrslitum.
Viðmunumgeraokkarbesta.” -JGH
Kolbrún Jónsdóttir,
landskjörinn þingmaður
C-lista í
Norðurlandi-eystra:
„Getum ekki
verið annað
en bjartsýn”
„Við getum ekki verið annað en
bjartsýn,” segir Kolbrún Jónsdóttir,
hinn nýji þingmaður Bandalags jafn-
aðarmanna í Norðurlandi eystra, er
hún var beðin um álit á útkomu hennar
samtaka úr kosningunum á laugardag-
inn. „Miöað við það að viö höfum
hvorki mikiö fjármagn né tíma fyrir
þessar kosningar, getum við veriö
mjög ánægö með niöurstöðuna. Þetta
er mikiö aö þakka mjög duglegu fólki
sem hefur unnið fórnfúst starf,” heldur
Kolbrún áfram.
Hvað tekur nú við fyrir hinn nýja
þingflokk?
„Það er spurning, við eram ekki bú-
in að ræðan mikiö um það eftir aö
þessi úrslit lágu fyrir svo að ég held að
ég verði að bíða með svar viö þessu í
bili,” svararKolbrún.
Hvað um niðurstöður kosninganna í
heild?
„Ég veit ekki hvað maður á að
segja, Framsókn tapar jú þremur og
Alþýöubandalag einum og hin nýju
framboð vinna á. Mér finnst þetta góð-
ar niðurstöður fyrir þessi nýju fram-
Kolbrún Jónsdóttir.
boö,”segirKolbrún.
Hvernig leggst hið nýja starf í þig?
„Það leggst vel í mig,” segir Kol-
brún Jonsdóttir, nýkjörinn þing-
maöur fyrir Bandalag jafnaðarmanna
í Norðurlandi eystra. -DÞD
Steingrimur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigf ús-
son, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins á Norð-
urlandi eystra:
„Hlakkatil
þingstarfa”
Ég er bara mjög ánægður með að
öll sú vinna sem fólkið hér er búiö að
leggja fram skuli nýtast. Fyrst og
fremst er ég ánægður meö aö viö skul-
um halda okkar þingmanni hér. ” sagði
Steingrímur J. Sigfússon sem náöi
kjöri sem þingmaöur Alþýðubanda-
lagsins fyrir Norðurlandskjördæmi
eystra. Flokkurinn hafði þingmann
þar áöur, Stefán Jónsson, en hann gaf
ekki kost á sér til endurkjörs.
Steingrímur er aðeins 27 ára gamall
og því yngsti þingmaðurinn á nýju
þingi. Hann var spurður aö því hvort
hann kviði því ekki að fara að takast á
við mál þar. „Nei, ég kvíöi því ekkert,
hlakka miklu frekar til,” sagöi hann.
Það yrði líka nógu að sinna og kvaðst
hann myndu nokkuð öragglega leggja
áherslu á málefni byggðarlaga fyrir
norðan og atvinnulífið. Að svo stöddu
væri ekki ástæða til að ræða það f rekar
hvar hann myndi mest beita sér. JBH
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Adriatic Riviera of
Emilia - Romagna (Italy )
Rimini
Riccione
Cattolica
Cesenatico
Gatteo a Mare
San Mauro a Mare
Misano Adriatico
Lidi di Comacchio
Savignano a Mare
Ðellaría - Igea Marína
Cervia - Milano Marittima
Ravenna e le Sue Maríne
Rimini á Ítalíu er einhver vinsœlasti
sumarleyfisstaður sem 'v’öl er á. Þangað
ílykkjast íslendingar í stórum stíl, slaka á í
langþráðu sumarleyíi við hreina og íallega
ströndina og njóta þess á milli fjölbreytts
skemmtanalífs, fróðlegra skoðunarferða og
stuttra verslunarleiðangra um nágrennið.
Fyrir fjölskyldufólk er Rimini hrein gullnáma.
Börn og fullorðnir finna þar endalaus
viðfangsefni við sitt hœíi og auðvitað
sameinast íjölskyldan í leikjum, skemmtun-
um og fjörlegum uppátœkjum sem einmitt
einkenna svo mjög mannlíf þessara hressilegu
sólarstrandar. Og nú býður Samvinnuferðir-
Landsýn að auki upp á sérstakan barnaíar-
arstjóra sem sér um að yngstu ferðalang-
arnir hafi alltaf nóg við að vera.
Eitthvað fyrir alla:
veitingahús
skemmtistaðir
næturklúbbar
diskótek
leikvellir
sundlaugar
hjólaskautavellir
minígolfvellir
skemmtigarðar
Tívolí
útimarkaður
stórmarkaðir
þúsundir verslana
o.fl. o.fl.