Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 7
DV. MÁNUDAGUR 25. APRIL1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur EINOKUN Á SÖLU EGGJA Undirrituöum blaðamanni barst þetta fréttabréf og sjálfsagt var ætlast til aö málstaöur Framleiösluráös landbúnaöarins fengi pláss á Neyt- endasíöunni. Er hér meö oröið viö því. En varla er hægt annaö en láta þá frá sér fara eitthvert mótvægi viö skoðanir „einokunarherranna” í Framleiðsluráöi. Tel ég mér þaö skylt, meðal annars vegna allra þeirra neyt- enda sem hafa látið í ljós skoöanir sín- ar á eggjasölueinokun á þessum vett- vangi. Þaö sem nefndar eru undarlegar umræöur um „einokun með egg” eru raddir neytenda. Neytendasamtökin hafa einnig mót- mælt breyttu fyrirkomulagi eggjasölu, svo og Landssamband bakara- meistara og segir þaö sma sögu. 1 fréttabréfinu er spurt hvers vegna aörar reglur eigi aö gilda um eggja- sölusamlag eöa dreifingarstöö á eggj- um en yfir aörar afurðir bænda. Og hvers vegna bændur eigi aö berjast hver við annan á markaönum. Þessum spurningum mætti svara meö öörum spurningum. Hvers vegna eiga bændur aö hafa þau forréttindi umfram aöra matvælaframleiðendur aö þeirra af- uröum er tryggt lágmarksverð, hvort sem varan selst eöa ekki? Hvers vegna á hinn almenni neyt- andi aö greiöa útflutningsbætur meö lambakjötinu, ostinum og fleiri afurðum bænda svohægtséaö „losna” við þær? Hvers vegna getum viö neyt- endur hér aöeins valiö um eina smjör- tegund í verslunum? Minnst er á jákvæöa vöruþróun hjá Osta- og smjör- sölunni. Margt gott má segja um þaö fyrirtæki, svo og Mjólkursámsöluna. En offramleiösla á mjólk hefur átt stóran þátt i þróun vörutegunda hjá báöum þessum fyrirtækjum. Neikvæöi þátturinn, offramleiðsla mjólkur, hefur leitt til jákvæöra úrbóta. Á aö þakka þaö að menn hafa leitast viö aö nýta umframmjólk til manneldis? Hver segir svo aö þessi þróun heföi ekki líka veriö jákvæö þó þessara fy rirtækja hefði ekki notið við? I fréttabréfinu er Osta- og smjörsal- an tekin sem dæmi um gott fyrirtæki. Það er alveg rétt aö nefna þaö fyrir- tæki fremur en Grænmetisverslun landbúnaðarins þegar grípa þarf til þess, til stuðnings málstaðnum, aö nefna jákvæða þróun mála. Þaö er skiljanlegt aö kartöflumálin og Græn- metisverslunin séu látin liggja í þagnargildi á þessari stundu. Hjá því fyrirtæki er varla hægt aö tala um já- kvæöa þróun, eða hvaö? Neytendur hafa mátt kaupa þær kartöflur sem í poka hafa verið látnar, hvort sem þaö eru góðar kartöflur eöa „hæsnafóður”, hvort tveggja á sama veröi. A þeim markaöi er engra kosta völ. Jú, aö vísu, ef við viljum ekki kaupa pokakartöflur í verslunum get- um viö hér í Reykjavík lagt leið okkar í afgreiðslu Grænmetisverslunar land- búnaöarins viö Síðumúlann. Þar eru stundum ögn skárri kartöflur en í pok- unumí búðunum. En þangaö hafa ekki allir tök á aö leggja leiö sína fyrir nokkrar „spólur” í soöiö. Aökoman þar er heldur ekki eftirsóknarverö. Helst er hægt aö koma þar við yfir hásumar- iö. Yfir vetrarmánuöina ríkir þar „síberíukuldi”. Einokunarsala á grænmeti er undir vemdarvæng Framleiösluráös land- búnaöarins. Hafi einhver áhuga á að flytja inn til landsins grænmeti, sem er allt aö 40% ódýrara en þaö sem fyrir er, þá er hann kæröur? 1 þágu hvers er þaö, neytenda? I þágu hvers hefur tómötum verið hent á haugana þegar þeir hafa ekki selst á lögboönu veröi? Stórverslun ein í Reykjavík auglýsti fyrir nokkrum árum mjólk á hálfvirðl Nýmjólkurbirgðir verslunarinnar voru á síðasta söludegi og því var brugöiö á þaö ráö aö slá af lögboðnu veröi mjólk- urinnar þann daginn. Nei, þaö mátti ekki. Sjálfsagt aö hella njólkinni frek- ar niöur en leyfa neytendum að kaupa hana á hálfvirði. Oft er í ræðu og riti vitnað í dóm neytenda, þaö sé réttlátasti dómur og sá sem hægt sé aö styðjast viö í markaðsmálum. Eri hvemig eiga neyt- endur að geta haft skoðanir og látiö sinn dóm falla þegar ráöin em tekin af þeim og þeim skammtað og sagt: þetta fáiö þiö, annað betra er ekki á boðstól- um. Varðandi þaö semFramleiðsluráö landbúnaöarins kallar hagræðingu á eggjasölu er rétt aö benda á aö hag- ræöing þessi nefnistEINOKUN. Um 80% þeirra eggja sem eru á markaðnum eru framleidd af þeim hópi félagsmanna í Sambandi eggja- framleiðenda sem eru mótfallnir eggjasölueinokun. Hvers vegna þá aö berja þetta í gegn? Þaö er ekkert vafa- mál að neytendur sem í dag geta valiö um aö kaupa eggjakíló á mismunandi verði sem er frá 55 kr. kílóið og allt aö 71 kr., kjósa óbreytt ástand. Því leyfi ég mér fyrir hönd þeirra neytenda sem lýst hafa sig mótfallna fyrirhuguðum breytingum á eggjasölu að skora á landbúnaðarráöherra aö sjá til þess aö dreifingarmiöstööin, ein enn í þágu landbúnaöarins, veröi aldrei annaö en hugarfóstur einokunarsinna. Þórunn Gestsdóttir. umsjónarmaður Neytendasíöunnar Húsmæðrakennaraskóli íslands. Fyrírsjáanlegur skortur á hús- mæðrakennurum Húsmæðrakennaraskóli íslands er fertugur um þessar mundir. Á þessum 40 árum hafa veriö útskrif- aðir 184 kennararog4 matráösmenn. Eftir að heimilisfræði varö skyldu- námsgrein í öllum grunnskólum hef- ur eftirspurn eftir húsmæðrakennur- um aukist aö mun.Er fyrirsjáanlegt núna aö ekki tekst aö útskrifa nægi- lega marga kennara úr skólanum á næsta ári til aö fullnægja eftirspum nema því aöeins aö aösókn aö skól- anumaukistaðmun. Fyrsti skólastjóri Húsmæöra- kennaraskólans var Helga Sigurðardóttir. Auk hennar hefur haldið þar um stjórnvöl Vigdís Jóns- dóttir. Nú eru þær Anna Guðmunds- dóttir og Ingibjörg Þórarinsdóttir deildarstjórar. Fyrstu 26 árin var námstíminn tveir vetur og eitt sum- ar. Hann var hins vegar lengdur um einnveturáriöl966. DS KJARAKAUP rtsrs**"' Teg. 2007, liturnavy, nr. 36 og 37. Verðkr. 148,95. Teg. 3343, litur beige. Nr. 36-41. Verðkr. 85,00 Teg. 58013, litir hvitt, blátt og brúnt, nr. 36-41. Verðkr. 199,95 Teg. 2015, litur grátt. Nr. 36 og 37. Verðkr. 148,95. Teg. 35084, litur hvitt. Nr. 39,40 og 41. Verðkr. 148,00. Teg. 12, litur hvitt. Nr. 37-41. Verð kr. 199,95. Teg. 2008, litur vinrautt. Nr. 36 og 37. Verökr. 148,95. Teg. 327, litirhvitt eða Ijósblátt. Nr. 40, 41 og 42. Verð kr. 298.00. Teg. 211, litirsvart, grátt, vinrautt. Nr. 39-44. Verðkr. 199,95. Teg. 43222. litir brúnt og grátt. Nr. 36, 37og38. Verðkr. 148,95. Teg. 13. liturdökk- blátt. Nr. 40-43. Verðkr. 199,95. Teg. 1016, litirljós- brúnt eða vinrautt leður. Nr. 36-40. Verðkr. 495,00. Teg. 86001, litur beige. Nr. 37. 38 og 39. Verðkr. 148.95. Teg. 40, litur bleikt. Nr. 39, 40og41. Verðkr. 199,95. Teg. 1115, litir hvitt, Ijósbrúnt, eða svart leður. Nr. 36-40. Verðkr. 495,00. PÓSTSENDUM Skóvers/un Þórðar Péturssonar Kirkjustræti8 v/Austurvöii, sími 14181.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.