Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Side 17
DV.MÁNUDAGUR25. APR1L1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Vill Ásgeir hafa heróínsölu frjálsa? — Halldór frá Kirkjubóli svarar grein Ásgeirs Þórhallssonar í DV 14. apríl Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli skrifar: Ásgeir Þórhallsson rithöfundur lætur sem hann sé að svara mér í DV í dag, 14. apríl. Meginhluti greinar hans er um hann sjálfan, frelsisást hans og meintar skyldur hans sem rithöfundar. Aukþesserþetta: 1. Ég eigi að hugsa úm mína lifur en ekki annarra. Hver og einn skuli ráða sínulífi. „Því spyr óg enn: Vill Asgeir hafa heróínsölu frjálsa?” segir Halldór frá KirkjubóH m.a. ibráfi sinu. Hins vegar svarar hann því engu hvað muni valda því að í sumum löndum eru lifrarskemmdir í röð algengustu banameina. 2. Um afstöðu sína í umferðarmálum vísar Ásgeir til bókar sinnar: Dagurinn þegar öli borðaði sósuna með skeiðinni. Ég hef lesið þá bók, en varð lítils vís um skoðun höfundar á umferðarreglum. 3. Þrátt fyrir allt tal Ásgeirs um virðingu fyrir manneskjunni og sjálfs- ákvöröunarrétti vill hann ekki að áfengur bjór sé seldur í öllum mat- vöruverzlunum. Hann vill sem sé setja reglur sem takmarka þetta frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Hann vill bara hafa þær nokkuð öðruvísi en ég. 4. Ásgeir segir aö ekki sé hægt að líkja saman heróíni og bjór. Þaö hef ég ekki gert, en ef það er virðingarleysi við manneskjuna að setja reglur um vímuefnakaup hennar er enginn eðlis- munur á frelsissviptingunni eftir því hvert vímuefnið er. Hér erum við að tala um fullan sjálfsákvörðunarrétt, algjört frelsi og hvort grípa megi fram fyrir hendur manna. Því spyr ég enn: Vill Ásgeir hafa heróínsölu frjálsa? Ef svo er ekki, vill hann takmarka sjálfs- ákvörðunarréttinn eins og ég þó að hann vilji hafa takmörkin nokkuð önnur? Þá virðist að þetta skraf hans um virðingu fyrir manneskjunni og fullu sjálfræði sé ekkert annað en vanhugsaö mas, sem hann sjálfur rís í gegn hvenær sem hann sér ástæðu til þess, enda þótt hann sjái ekki neina ástæðu tU að óttast bjórinn. Þegar ég reyni að skapa mér skoðun um það hver áhrif bjórdrykkja myndi hafa á Islandi tek ég mið af því sem ég veit um bjór og bjórdrykkju í öðrum löndum. H.Kr. Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa nánari upplýsingar um greiðslukjör o.fl. VÉIADEILD SAMBANDSINS BIFREIÐAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 KADETT LUXUS beinskiptur 5 dyra kr. 243.000.- REKORD LUXUS CARAVAN beinsk. kr. 407.273^- kr. 377.855.- REKORD LUXUS 4. dyra beinsk. kr. 305,974:- kr. 367.817.- REKORD LUXUS 4. dyra sjálfsk.kr^424rm-- kr. 396.466.- REKORD BERLINA díesel sjálfsk. kr. 399.529.- kr. 359.000.- REKORD LUXUS díesel sjálfsk. kr. 362.831.- kr. 322.194- til atvinnubílstj Niðurtalning / verðlækkun Nú seljum við síðustu bílana árgerð 1982 af OPEL KADETT og REKORD, á stórlækkuðu verði Af sumum þessara gerða eru aðeins eftir örfáir bílar. Notið verð og tollgengi aprílmánaðar og tryggið ykkur glæsilegan OPEL, áður ennæstuhækkanirdynjayfir (Gengi 12.4.'83)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.