Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 20
20 DV. MANUDAGUR 25. APRIL1983. HVAÐ SEGJA FORMENNIRNIR? fieir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: HEF EKKI í HUGA NEINAR DRAMATÍSKAR ÁKVARÐANIR Steingrímur Hermannsson: „Ég neita því ekki að við urðum fyrir vonbrigðum meðúrslitin.” Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Viðfórum ekki í fýlu” — hægri sveiflan minni en ég bjöst við ,,Ég tel að úrslitin sýni þaö að fylgi Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalags hefur minnkaö enda bera þeir höfuöábyrgð á stjómarstefnu und- anfarinna ára,” sagöi Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæöisflokksins, um kosningaúrslitin. „Hins vegar er það ennfremur ljóst að upplausn sem fylgir verðbólgu, sem lýst er með þriggja stafa tölu, skapar skilyrði fyrir nýja flokka sem notfæra Geir Hallgrímsson: „Mjög viðunandi árangur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð.” — en fengum hann ekki” „Það er ef til vill f ullsnemmt að draga sterkar ályktanir af niðurstöðum þess- ara kosninga,” sagði Kjartan Jóhanns- son, formaöur Alþýðuflokks. Þaö er greinilegt að nýju framboðin hafa verið aö ýmsu leyti spennandi og haft aödráttarafl. Það hefur bitnaö ekki síöur á Alþýðuflokknum heldur en öðrum. Við áttum að sumu leyti von á því. Skoöanakannanir voru okkur ákaflega óhagstæðar. Menn börðust af mikilli atorku þegar á brattann var aö sækja hjá Alþýðuflokknum. Ég er auö- vitað mjög þakklátur öllu Aiþýðu- flokksfólki sem lagði á sig ómælt starf fy rir þessar kosningar. ” Kjartan kvað Alþýðuflokksfólk hafa fundið það í sínu kosningastarfi að nýju framboðin hefðu átt töluverðu fylgi aö fagna. Þaö væri í sjálfu sér eðlilegt þegar ríkt hefði upplausnarástand í sér óánægju kjósenda. Undir þessum kringumstæðum er því mjög viðunandi árangur, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð, þar sem hann vinnur þó á og nær um þaðbil 39 prósentumatkvæða. Ég skal viðurkenna það að ég heföi verið mjög ánægður hefðum við náö 40 prósentum atkvæða og það munaöi litlu,”sagðiGeir. Um það sem væri framundan sagöi formaður Sjálfstæöisflokksins: „Ég tel að þaö hljóti að eiga sér stað viðræður milli flokka til þess að ganga úr skugga um á hvaöa grundvelli unnt er aö mynda ríkisstjóm sem fær sé um að ráðast til atlögu við efnahagsvand- ann,”sagðiGeir. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn um aö tækist að mynda nýja ríkisstjórn: „Það er ekki tímabært aö kveða upp úr um bjartsýni í þeim efnum áður en menn hafa rætt saman.” — Hver kemur til meö að leiða Sjálf- stæðisflokkinn í komandi stjómar- myndunarviöræðum? Með öðrum orð- um: Hver er forsætisráðherraefni flokksins? „Eðli málsins samkvæmt er það hlutverk formanns flokksins að leiða slíkar viðræður við aöra flokka og síð- an fer það eftir því hvort samstarf tekst hvaða ákvörðun þingflokkurinn tekur um ráðherra.” — Hver er þín pólitíska framtíð? Býður þú þig fram aftur til formanns- embættis í flokknum eða til þings? stjómmálum, vandræðaástand í efna- hagsmálum, þá gætu mótmæli gegn því birst í ýmsum myndum svo sem gerst hefði hér á landi svo og erlendis. Því hefðu nýju framboðin hlotið þaö fylgi sem raun bæri vitni. Aðspurður um hvort eitthvað hefði komið sérlega á óvart í þessum kosn- ingum kvað Kjartan svo ekki vera. „En hitt get ég sagt að mér fannst ansi sárt, þegar við áttum fyrir sjöunda manninum, og svo litlu munaöi, sem raun bar vitni aö hann væri inni, að kosningakerfið , eins og það er núna, skyldi ekki einmitt úthluta okkur þess- um sjöunda manni sem atkvæðafylgi var fyrir á landsvísu.” Kjartan sagði loks að sér sýndist nú, í ljósi úrslita nýafstaöinna kosninga, það efst í huga flestra að greiölega gæti gengið aðmynda ríkisstjóm. „Við „Auövitaö eru þaö vonbrigði fyrir mig að ná ekki kjöri til Alþingis. En menn, sem eru í stjómmálum, verða bæði að sætta sig viö skin og skúri. Ég gerði mér grein fyrir, þegar ég settist í 7. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, að allra veðra væri von. Ég er ánægður með aö prýðilegur árangur flokkssystkina í Reykjanes- kjördæmi hefur leitt til þess aö upp- bótasæti flokksins féll í hlut Olafs G. Einarssonar. Þaðerveröskuldað.” — Munt þú sækjast eftir endurkjöri eða má jafnvel búast við afsögn þinni úr formannsembætti f lokksins ? „Ég hef ekki í huga neinar drama- tískar ákvarðanir á þessu stigi máls- ins.” — Mun Sjálfstæðisflokkurinn stefna að öðrum kosningumfljótlega? „Þaö hefur jafnan fylgt kjördæma- breytingu að kosningar fylgdu strax í kjölfar staöfestingar slíkrar breyting- ar. En samstaða náöist ekki um það á síöastliðnu þingi. Ur því sem komiö er þá fer þaö mjög eftir þvi hvort skilyrði skapast fyrir myndun stjórnar, sem fær sé um að ráðast gegn efnahags- vandanum, hvort til kosninga verður efnt fljótlega eða ekki. Ef til slíkra kosninga er efnt þarf það að gerast fljótlega en í fljótu bragöi er sá ljóður kannski mestur á kosningaúrslitunum að kjósendur hafa ekki kveðið nægilega skýrt á um það hvemig þeir vilja standa að lausn efna- hagsmála,” sagöi Geir Hallgrímsson. -KMU. Alþýðuflokksmenn teljum það mjög nauðsynlegt og æskilegt. Hins vegar er of snemmt að vera meö einhverjar get- gátur í því sambandi, því það er rétt svo aö menn hafi haft tíma til aö skoða þessi úrslit,” sagði Kjartan Jóhanns- son. -JSS Svavar Gestsson: „Útkoma ihaldsins kom mér mest á óvart.” DV-myndir Bjarnleifur. „Ég neita því ekki að viö urðum fyrir vonbrigðum með úrslitin,” segir Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins, er hann er beöinn um álit á niðurstöðum þing- kosninganna á laugardaginn. „Við gerðum okkur að vísu grein fyrir því að það var á brattann að sækja, efnahagsmálin eru stórum lak- ari en við hefðum viljað og ég er sann- færður um það að ýmsir hjá okkur telja að við hefðum átt að þrýsta ákveðnar á þau mál á síöasta ári. Ég gerði mér þannig alltaf grein fyrir því að við kynnum að tapa einhverju fylgi,” segir Steingrímur. Hvaötekurnú við? „Að sjálfsögðu segir rikisstjómin af sér og mér finnst sjálfgefiö að for- manni Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grímssyni, verði faliö að reyna stjórnarmyndun. Varðandi okkur framsóknarmenn munum við ekkert fara í fýlu, viö munum taka af ábyrgð þátt í slíkri viðræöu, en hins vegar „Þetta er ekkert verri útkoma en ég bjóst við fyrirfram. Skoðanakannan- imar sýndu hvemig staöan var og miðað við hvað viö eram búnir að vera lengi í stjórn er ég tiltölulega ánægöur með þessi úrslit,” sagði Svavar Gests- son, formaöur Alþýðubandalagsins, eftir að kosningaúrslitin lágu fyrir í gærmorgun. „Það er margt athyglisvert sem kemur fram í þessum kosningaúrslit- um fyrir Alþýöubandalagið. Viö kom- um vel út úr Norðurlandskjördæmun- um báðum svo og í Reykjavík þótt svo að við töpum manni þar. Það vantar aðeins herslumuninn að við höldum honum og það munaði aðeins nokkram atkvæðum að viö fengjum mann inn á Vestfjörðum. Þetta sýnir og sannar að Alþýöu- bandalagsfólk er dugnaðarfólk sem stendur bak við sinn flokk þótt verið sé aö rægja það í 40 þúsund eintökum af Morgunblaðinuá hverjum degi.” leggja áherslu á aö hún gangi hratt fyrir sig. Ef við eigum að taka þátt í rikisstjóm leggum við áherslu á aö það verði samkomulag um aðgerðir í efnahagsmálum í þá átt, sem við höfumstefntí,” svararSteingrímur. Hvað um heildarúrslit kosninganna ? „Mér sýnist þetta vera nokkur hægri sveifla, þó hélt ég aö hún yrði meiri. Sjálfstæðisflokkurinn kemur alls ekki eins sterkur út og ég bjóst við. Jafnframt verður því ekki neitað að það má lesa vissa uppreisn gegn flokkakerfinu út úr niðurstööunum. Svo vekur það undran mína hvað Alþýöubandalagið kemur tiltölulega vel út úr þessum kosningum því við teljum að þeir hafi verið dragbíturinn á efnahagsaögerðimar. Ég hygg að áróðurinn um hægri sveifluna og hættuna á valdatöku hægri manna hafi haft þar nokkur áhrif tii hins verra fyrir okkur,” segir Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknar- flokksins. — Hvað meö stjómarmyndunarvið ræður? „Það er aðalatriðið aö ekki sé verið aögaufaneitt við þær fram eftir mán- uðinum og tekist verði á viö efnahags- vandann sem nú steðjar að. Hvaða flokkar mynda stjóm er ég ekki tilbú- innaðsvara áþessustigi.” — Hefur þú trú á að það verði efnt til annarra kosninga á árinu? „Ef það þarf tvennar kosningar til að höggva á hnútinn þá verður að gera þaö. Þá þarf kosningaundirbúningur- inn að vera lengri. Þessi var stuttur og mjögerfiður.” Hvað kom þér mest á óvart í sam- bandi við kosningaúrslitin núna ? „Utkoma íhaldsins kom mér mest á óvart. Ég átti von á aö þaö fengi mun betri kosningu en þetta. Þá bjóst ég líka við að Vilmundur og hans fólk fengi meira út úr þeim en raun varö á.” -klp- Kjartan Jdhannsson, formaður Alþýðuflokksins: „SÁRT ÞEGAR VIÐ ÁTTUM FYRIR SJÖUNDA MANNINUM, -SþS Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: Ekki verri útkoma en ég bjóst við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.