Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Page 22
22 DV. MÁNUDAGUR 25. APRlL 1983. Útboð — sökklar Tilboð óskast í byggingu sökkla, lagna og grunnplötu fyrir bílskýli aö Engjaseli 1—23 í Reykjavík. Útboðsgagna má vitja á Verkfræðistofunni Borgartún sf., Lágmúla 7. Tilboðum skal skila á sama stað föstudaginn 6. maí fyrir kl. 11. Lausar skrúfi Við eigum ætíð mikið úrVal af skrúf- um, boltum, róm, saum í pökkum og í lausu, málningu, Handverkfæri, járnvörur, lím, þéttilistar, skóflur, lökk, læsingar, lyklaefni, lásar, og m.m.fl. Komcju f hejmsókn. Opið í hádeginu og á iaugardögum til hádegis. 'LIPPBUÐIN VW HÖFNINA Mýrargötu.2 - sími 10123 KJÓSIÐ RÉTT - KJÓSIÐ ÚRVAL íþróttamet framtíðarinnar Bls. 52 Skop......................2 og 121 ..Dularfulla” myndin áskikkjunni. 3 Spæjarar í hvítum sloppum........8 Byrjendur og byssuskot..........14 Hann kafar í söguna.............20 Ævintýri Offenbachs.............27 Or heimi læknavísindanna.......33 Draugurinn sem vann eftirvinnu Bls. 123 Sérstakir dómstólar fyrir síbrotamenn hafa reynst ve).......38 örvhentirí heimi ,,rctthentra” . . 43 Fjörugur dans á öldum hafsins . . . 48 íþróttamet framtíðarinnar..........52 Úrvalsljóð.........................56 Sólin í nýju ljósi.................60 Hví eru stjörnurnar þöglar? 66 Hugsun í orðum...........73 og 79 Boðskapur 6000 hjónaskilnaða ... 74 Næstum of seint................81 Eðlileg heyrnarlaus börn......109 Enginn er annars bróðir í umferðinni..................114 Fram, fram — aldrei að víkja ... 116 Draugurinn sem vann eftirvinnu . 123 Á næsta b/aðsö/ustað Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Reykjanesi: „VERD AÐ FARA AÐ LEITA MÉR AÐ ANNARRIVINNU” „Maður er alltaf óhress með aö tapa, hvort sem þaö er í íþróttaleik eða í pólitíkinni. Maður tekur þátt í þessu eins og ööru með því hugarfari að sigra, en má samt alltaf reikna með tapinu,” sagði Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi. „Ég var fimmti þingmaöur kjördæmisins og allar breytingar sem urðu komu því niöur á mér. Framsóknarflokkurinn kemur illa út úr atkvæðatölunum í Reykjavík og á Reykjanesi. Við fáum þar yfir 8200 atkvæði og einn þingmann, en til samanburðar fær Kvennaframboðið rúmlega 7100 atkvæði yfír allt landiö og þrjá þingmenn. Fólk vill sýnilega breytingar og þó ekki á þjóðfélaginu sjálfu. Því hölluðu margir sér að nýju framboðunum núna. Ég fann það vel á vinnustaða- fundum. Þar var minna um að ég þyrfti að halda uppi vörn fyrir flokkinn og stjómina en ég átti von á. Það var heldur að ég þyrfti að halda uppi vörn fyrir kerfið og Alþingi allt — Hvaðtekurnúviöhjáþér? „Nú fer maöur að lesa atvinnu- auglýsingamar í blöðunum. Ég verö að fara aö leita mér aö vinnu því ég lifi ekki á loftinu frekar en aðrir. En í pólitíkinni hætti ég ekki þrátt fyrir þessi úrslit.” -klp- Sigurlaug Bjarnadóttir, efsti maður T-listans á Vestfjörðum: „Skammsýni að leyfa ekki DD” „Viö uröum fyrir vonbrigðum meö úrslitin en framboðiö var þó ekki til ónýtis,” sagöi Sigurlaug Bjarnadóttir, efsti maöur T-lista, framboðs sjálf- stæöra í Vestfjarðakjördæmi. „Viö töldum að við hefðum meira fylgi en raun varð á og því eru þaö vonbrigði aö fá ekki mann kjörinn. Við buöum fram til að mótmæla starfsaðferðum Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Við vonum og vitum aö barátta okkar mun bera árangur í framtíðinni, að unnið verði eftiröörumleiðum.” — Ef sjálfstæðismenn heföu staöið saman í kjördæminu þá hefðu þeir aö líkindum fengið uppbótarmann. Hvað viltusegja umþaö? „Vafalausterþaörétt. Þaðvar mikil skammsýni hjá forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins að leyfa okkur ekki að merkja listann DD. Með því móti hefði flokkurinn fengiö 2 kjördæmakjöma og einn uppbótarmann. En markmiðum framboösins hefur aö verulegu leyti veriö þjónað og þetta var skemmtileg reynsla þó ekki ynnist þingsæti. Við sem stóðum að sérfram- boðinu unnum vel og af einhug og ein- drægni. Við komum út úrkosningabar- áttunni meö hreinan skjöld og beittum engum þeim aöferðum sem við þurfum aö fyrirveröa okkur fyrir að kosningum loknum. Aö lokum vil ég þakka öllum þeim, sem stóöu að og störfuðu viö framboðið, fyrir frábært samstarf.” ás Magniís H. Magnússon, varaformaður Alþýðuflokks: „VERÐUR JAFNVEL TIL ÞESS AÐ ÉG HÆTTI í PÖUTÍKINNI” „Það eru mér vitanlega vonbrigði að hafa ekki komist á þing. En því verð ég aö taka eins og hverju öðru hundsbiti. Ég átti á brattann aö sækja í þessum kosningum, meöal annars með tilliti til niöurstaðna skoðanakannana hér á Suöurlandi. Eg bjóst alveg eins við að falla þó að ég hafi vissulega vonast eftirhinu.” Þetta sagöi Magnús H. Magnússon, fyrrverandi alþingismaður og varafor- maður Alþýöuflokksins, en hann náði sem kunnugt er ekki kjöri sem þing- maður Suðurlands sem hann hefur veriöfrákosningunum 1978. „Ég get ekki neitað því að þaö var ansi mikill spenningur í mér talningar- nóttina. Eftir því sem leið á talninguna var ég annaöhvort úti eða inni. Ég stóö í gættinni mestan hluta nætur ef svo „Ég var fyrir löngu búinn að gera mér ljóst að ég kæmist ekki á þing. Þær skoöanakannanir sem geröar voru fyrir kosningar bentu aUar í þá átt. Þannig kom mér lítið sem ekkert á óvart að ég skyldi faUa út,” sagði Sig- hvatur Björgvinsson, annar maöur á lista Alþýöuflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi, en hann var einn þeirra þing- manna síðasta kjörtímabils sem ekki fékk umboð kjósenda nú til að sitja næsta alþingi. „Hvað sem útkomu minni líður, get ég ekki sagt annað en að flokkur minn hafi komiö vel út á Vestfjörðum miðaö við það sem á undan var gengið. Flokkurinn var að vinna á þar aUa kosningabaráttuna og það var greini- legur samhugur í AlþýöuflokksfóUci í má segja. Og það tók töluvert á taugarnar.” Um útkomu flokks síns sagðiMagnús ennfremur. „Ég get ekki verið annað en óánægður meö útreið Alþýðuflokksins í þessum kosningum, mjög óánægður. Utkoman er verri en málefnastaða hans bauð upp á. Greinilegt er að stefna flokksins var ekki metin að verðleikum og slíkt er aUtaf miður.” Um þaö hvaö tæki við hjá sér, sagði Magnús. „Ég reikna með aö taka aftur til við mitt gamla starf sem stöðvarstjóri, Pósts og síma í V estmannaeyjum. Nei, ég vil ekki fullýröa að ég sé hættur afskiptum af pólitík. Ég hef ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. En niöurstaöan gæti orðiö á hvom veginn sem er,” sagöi Magnús kjördæminu. Hitt var greinUegt að við náöum ekki eins langt inn í raöir óákveöinna eins og við höfðum gert oft áður. Og því fór sem fór. ” ,,Ef ég skoða landið allt og útkomu Alþýðuflokksins í því augnamiði, þá vil ég segja að við Alþýðuflokksmenn getum bæði verið ánægðir og óánægðir. Við getum verið ánægðir með það að hafa ekki goldið eins mikið afhroö og skoðanakannanir bentu til og þaö þakka ég öflugri kosningabaráttu okkar. Hitt megum viö vera óánægöir meö aö stefna okkar hafi ekki fengiö eins mikinn hljómgrunn og hún átti skUiö.” — En hvað tekur nú við hjá Sighvati Björgvinssyni? „Ég verð augsýnUega að fara aö H. Magnússon, fyrrverandi þingmaöur Suöurlands og varaformaður Alþýðu- flokks. -SER. leita mér að nýju starfi. Nei, ég hef ekki augastaö á neinu sérstöku enn sem komið er. Kannski ég reyni fyrir mér hjá ykkur á DV. Mér skilst aö minnsta kosti eitt starf hafi losnað á blaðinu eftir að talið haföi veriö upp úr kjörkössunum.” Um póUtíska framtíö sína vUdi Sig- hvatur þaö eitt segja aö þaö væri ekki í hans höndum að ákveða hvort hann legði stjómmál á hiUuna. Kjósendur og stuðnmgsmenn hans myndu hafa þar úrslitavald um. -SER. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins: „Getum bæði verið ánægðir og óánægðir”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.