Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 25. APRlL 1983.
23
Ámi Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður
Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra:
„Leiðinlegast stuðnings-
manna minna vegna”
„Ég verð að segja eins og er að
þetta kom mér á óvart. Ég reiknaöi
með að ná aftur kjöri því að mér fannst
fólk vera mjög jákvætt í okkar garð,”
sagði Árni Gunnarsson, fyrrverandi
þingmaður Alþýðuflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra. Munaði 80 at-
kvæðum að Árni kæmist afturá þing.
„Það er erfitt aö geta sér til um
ástæðuna fyrir þessu,” sagði Ámi.
„Persónulega held ég að fólk hafi taliö
mig örugglega inni og því hugsað sem
svo að það gæti þess vegna gef ið öðrum
atkvæöi sitt á kjördegi. En ég er mjög
þakklátur því fólki sem studdi mig og
vann fyrir Alþýöuflokkinn hér í kosn-
ingunum. Mér þykir það leiðinlegast
þess vegna hvernig f ór.
Ég hef enn ekki haft tima til að
hugsa um hvað viö taki hjá mér núna.
Það kemur í ljós á næstu dögum hvaö
ég fer að gera og hvort ég held áfram'í
pólitíkinni.”
-klp-
Ingólfur Guðnason, efsti maður
BB4istans á Norðurlandi vestra:
„Erfitt að berjast
á móti kerfinu”
„Viö náöum ekki þeim mörkum sem
við höfðum óskað okkur, emm heldur
ókátir,” sagði Ingólfur Guönason, efsti
maöur á BB-lista (göngumanna) í
Norðurlandskjördæmi vestra. „Ég á
von á því aö þetta skref sem við tókum
verði mönnum ábending um að breyta
vinnubrögðum. í sjálfu sér eru þaö
ekki mikil vonbrigöi að koma ekki
manni aö. Þaö er erfitt aö berjast á
móti kerfinu, við vissum þaö fyrir-
fram. Ég óska Vestur-Húnvetningum
sem börðust á móti mér til hamingju
með aö vera lausir viö þingmanninn
sinn. Ég vona að framsóknarmenn í
Norðurlandi vestra nái aö vinna sigur
á þeim erfiðleikum sem við er að etja
og beri gæfu til aö koma þessum
málum í lag. Um úrslitin á landinu í
heild er það aö segja aö stjómar-
flokkar hafa aldrei verið vinsælir hér-
lendis og því reiknaði maður með því
að útkoman yrði ekki mjög góö.”
— Hvaö tekur við hjá Ingólfi Guðna-
syni?
„Ég labba héma niður stigann og
held áfram því starfi sem ég hef haft á
hendi á tuttugasta og fjóröa ár. Semsé
aö vera sparisjóðsstjóri á Hvamms-
tanga og mun aö sjálfsögðu starfa
eftirleiðis sem hingaö til fyrir ná-
granna mína, sýslunga og sveitunga. I
mér eru ekki nein sárindi út í einn eöa
neinn.” ás
STAÐGREIÐSLU
AFSLÁTTUR
AF SMÁAUGLÝSINGUM
FRÁ OG MEÐ 1. APRlL.
Ákveðið hefur veríð að veita
10% afslátt afþeim smáauglýsingum
ÍDV sem eru staðgreiddar.
Það telst staðgreiðsla
efauglýsing ergreidd
daginn fyrir birtingardag.
Verð á einni smáaug/ýsingu
af venjulegri stærð,
sem erkr. 200,"
lækkar þannig
íkr. 180,-
efum
staðgreiðslu er að ræða.
Smáauglýsingadeild,
Þverholti 11 — sími27022.
GOODj
GEFUR &
A mmm
KEMSTÞti
lEHBRA
Goodyear hjólbarðar eru
hannaðir með það í huga, að
þeir veiti minnsta hugsanlegt
snúningsviðnám, sem þýðir
öruggt vegagrip, minni bensín
eyðslu og betri endingu.
FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Affelgum, felgum og
jafnvægisstillum 'M
Offidal VHeo Products
of LA1984 Otympics
Q9P
Efþú átt 6000 krónur
í útborgun — eigum við
myndsegu/band fyrírþig.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 Sími 91 35200