Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 25. APRIL1983. 31 Visa — Island: Nýgreiðslu- kortaþjónusta Fimm bankar og þrettán sparisjóöir hafa efnt til samstarfs um greiðslukort undir nafninu VISA-ISLAND. Landsbanki Islands hefur síöan í nóvember 1981 gefiö út Visa-greiðslu- kort en Visa-Island tekur nú víö því hlutverkiafhonum. I frétt um þetta efni segir m.a. aö hlutverk Visa-Island sé aö vera full- gildur aðili aö Visa-International, al- þjóölegu greiöslukortasamstarfi, fyrir hönd þeirra íslensku aöila sem aö stofnuninni standi, einnig aö annast út- gáfu greiöslukorta til notkunar erlendis, svo og að gera samninga við Norræna íslensk verslunar- og þjónustufyrir- tæki um notkun erlendra ferðamanna á Visa-greiöslukortum á Islandi. Segir ennfremur aö Visa- intemational greiöslukortaþj ónustan sé sú stærsta í heiminum. Séu um 100 milljónir manna handhafar shkra korta og geti notað þau í ríflega 3 milljónum verslana og þjónustu- stofnana. Aöild aö samtökunum eigi yfir 12.000 bankar með um 80.000 afgreiðslustaði í 150 löndum. Formaöur stjórnar Visa-Island er Jóhann Ágústsson, afgreiðslustjóri Landsbanka Islands. Gert er ráö fyrir aö starfsemi þess hefjist eigi síöar en í júní næstkomandi. JSS fjölskyldulandskeppnin: HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG Tapa íslendingar fyrir Dönum? Fremur dræm þátttaka hefur veriö af Islands hálfu í Norrænu fjölskyldu- landskeppninni á skíöum 1983. I frétt frá Skíðasambandinu kemur m.a. fram aö Norðmenn eru nú hæstir með samtals 2.067,0 stig. Næstir koma Finnar meö 1.508,6, þá Svíar meö 903,0 og Islendingar meö 480,0 stig. Danir reka lestina meö 254,2 stig. Keppninni lýkur 30. apríl nk. og segir í frétt Skíðasambandsins aö svo geti farið aö Danir vinni Islendinga ef fram haldi sem nú horfi. Er fólk hvatt til aö senda inn þátttökutilkynningar en nægilegt er að hver og einn hafi fariö fimm sinnum á skíöi í vetur, eina klukkustund í senn. -JSS Jass íGerðubergi Jasstónleikar verða í menningar- miöstöðinni viö Geröuberg þriöjudags- kvöldiö 26. apríl. Big bandiö og Kvart- ett Krístjáns Magnússonar leika. Tón- ieikarnir hef jast kl. 21.00. Vísnakvöld á Borginni á þriðjudagskvöld Vísnavinir halda tónleika á Hótel Borg þriðjudaginn 26. apríl. Þar mun hin kunna finnska söngkona Barbara Helsingius koma fram, en hún er stödd hér á landi um þessar mundir í boði N- orræna félagsins. Auk hennar koma fram sönghópurinn Viðlit og Hjördís Bergsdóttir. Þetta er í annað sinn á þessum vetri sem norræn vísnasöngkona kemur fram á vísnakvöldi en ekki er langt síöan danska söngkonan Trille var hér á ferö. Þriöja norræna vísnasöngkonan er væntanleg í maí en þaö er Theresa Juul, kunn söngkona frá Svíþjóö. I ráöi er aö hún haldi einnig sérstakt nám- skeiö á vegum Vísnavina. Húsiö verður opnaö klukkan 20 en atriöin hefjast hálftíma síöar. -PA Grýlurnar: „Mávastellið” á markaðinn Grýlurnar fagna um þessar mundir tveggja ára afmæli hljómsveitarinnar. I því tilefni hafa þær sent frá sér sína fyrstu breiðskífu. Heitir skífan Máva- stelliö og er hverjum og einum í sjálfs- vald sett hvemig hann leggur út af því nafni, eins og stendur í fréttatilkynn- ingu frá hljómsveitinni. Ellefu frum- samin lög er aö finna á skífunni og annast þær Grýlur allan söng, hljóö- færaleik og sjá aö auki um allar út- setningar. Utgefandi skífunnar er Spor en Steinarhf. sjá umdreifinguna. -SþS Nú er einstakt tækifæri til að eiqnast nýian BMW Við seljum síðustu bílana af BMW árgerð 1982 á ótrúlega hagstæðu verði Samkv. gengi 15/3 '83 RMW^15 Verðnú kr. 259.500,- RMW Verð nú kr. 310.000,- DIVIVV Oi D Annars kr. 202^00, DIVIVV ^ 101 Annars kr. JMtWitr,- RMWÍ1R Verðnú kr. 285.000,- RM\A/'TPO Verð nú kr. 339.400,- DIVIVV OIU Annars kr DIVIVV O^U Annars kr ^akOOlT,- BMW518 Verðnúkr. 347.000,- RMW 520 í UPPse,dur Um¥¥U,U Annars kr. 4*h800;- I Annars kr. J179Æ00 Missið ekki af þessum hagstæðu kaupum, og tryggið ykkur bíl sem fyrst. Seljum nýja og notaða bíla laugardaga kl. 1-5. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.