Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 45
DV. MANUDAGUR 25. APRIL1983.
45
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Ikörfu með
körfuköllum
-íHollý
Það er ýmislegt sem þeir bralla
í Hollywood. Frægastir eru þeir
fyrir leikaraskapinn, blessaðir,
sem þeir hafa verið með í gegnum
árin. Leikaraskapurinn hefur þó
tekið á sig nýja mynd ef það orö
má nota í þessu tilviki.
Það gerðist reyndar fyrir um
átta árum. Þá tóku nokkrir
Hollwúddar sig til og stofnuöu
körfuboltafélag. Og þetta félag er
svolítið merkilegt.
Enginn í liðinu er nefnilega
hærri en 130 cm og sá lægsti er 103
cm á hæö. Liðinu hefur þó gengiö
bærilega og þeir fá marga áhorf-
endur á leiki sína. Kannski ekki
nema von, svona lið er ekki á
hverju strái.
Svo eru menn aö tala um að
körfuboltinn sé bara íþrótt fyrir
einhverja slána. Nei, í körfuna
með allt slíkt tal, takk.
■
„Heyrðu, hvar er spjaldið eiginlega?"
Hrafninn er lentur
„Hrafninn er lentur,” gæti verið
upplagt nafn á þessa mynd af honum
Hrafni Gunnlaugssyni þar sem hann
tekur á móti sænsku kvikmynda-
gerðarmönnunum Bo Jonsson og Klas
Olofsson á Keflavíkurflugvelli fyrir
stuttu.
Bo er formaður Viking Film í Svíþjóð
og Klas er formaður sænsku
kvikmyndastofnunarinnar. Bæði þessi
fyrirtæki munu fjármagna 30% í
myndinni Hrafninn flýgur.
Þeir Bo og Klas skrifuðu undir
samninga í Islandsferð sinni auk þess
sem þeir heimsóttu íslenska
kvikmyndagerðarmenn og ræddu við
þá.
Aö sögn Hrafns Gunnlaugssonar,
leikstjóra myndarinnar, hefjast
upptökur á myndinni þann 30. maí
næstkomandi.
Hún fjallar um tvo fóstbræður á
landnámsöld, sem búa í Noregi, en
flytja þaðan af pólitískum ástæðum.
Þeir koma viö á Irlandi á leið sinni til
tslands.
Framkvæmdastjóri myndarinnar,
sem hugsanlega getur oröið „jóla-
mynd” á þessu ári, er Edda Andrés-
dóttir.
Heyrðu ÓH, er það ekki rétt hjá mér að manngildið og náungakærieikurinn sé i hávegum hafður i
Framsóknarfiokknum? „Oh, sei, sei, jú, jú." Hvað segirðu þá um að gefa mér eitthvað af þessu tópasi,
sem þú varstað narta iáðan?„Svona Vimmi, sem gamlir Aragötumenn ættiþað nú að vera hægt, en er
þetta ekki eitthvað sem heitir samtrygging?" Ekki þetta Óli, þú veist vel, að þið eruð með samtryggingu i
gömlu fjórflokkunum og i prinsippinu er ég á móti henni. ,, Já, Vimmi. þér finnst tópas greinilega gott,
fvona rétt eins og bandalagið þitt. Best að pína þig ekki lengur."
Takk, Óli. En láttu bara alis ekki mikið á þessu bera, þá gætu kjósendurnir nefnilega farið að biðja um
nokkrar töflur líka og þá fæ ég ekki meira hjá þér. „Svona Vimmi, þetta er allt i lagi. Fáðu þér að minnsta
kosti tvö. Eitt fyrir mig og eitt fyrir hann Geir. En mundu bara Vimmi, að það á að sjúga tópasið en ekki
gleypa það i einhverju hasti. Það er mitt prinsipp i tópasmálum, Vimmi." Ég segi það satt Óli, þú hefur
ekki orðið vinsæll út afengu. En samt samhryggist ég nú ykkur samtryggingarmönnum.
DV-myndir: GVA
V
Það var og, sagði skáldið. Þetta var þá rétt hjá Steina. Gvari sjálfur bara farinn að dotta og
bað hér á hörkukosningafundi á Húsavik. Ja, illa fara ráðherrastólarnir með menn.
Ég segi nú ekki annað en guð sé oss næstur, ef Gvari ætlar að leiða kosningabaráttuna með
þessum Þyrnirósarsvefni. Og hvað segja þeir hjá SÍS og KEA?„Ekki hafa hátt, Gvarisefur?" Nei,
ég get ekki horft upp á þetta lengur.
-JGH/DV-myndir: Einar Ólason
\
✓