Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Qupperneq 48
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra:
MVænt um
sigrasam-
ráðherranna”
„Heildarúrslit kosninganna eru
meö þeim hætti að miklir erfiðleikar
veröa að koma saman meirihluta-
stjóm á næstunni, sem væri tilbúin til
að takast á við þann efnahagsvanda
sem þjóöin á við að glíma. ” Þetta sagði
dr. Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra er DV bað hann um álit hans
á niðurstööum kosninganna. „Mér
virðist að erfiðleikar við stjómar-
myndun verði ekki minni nú en eftir
kosningamar 1979, kannski meiri. Inn í
þetta mál blandast þær kröfur sem
sumir stjórnmálaforingjar hafa fyrir
kosningar gert um að kosið verði aftur
í sumar eða haust. Ef þeirri kröfu er
haldið til streitu hlýtur hún aö auka
stórlega á þessi vandamál.
Það er ánægjulegt að Sjálfstæöis-
flokkurinn hefur haldiö sæmilega fylgi
sínu, aukið nokkuð við. Mér þykir mjög
vænt um hversu glæsilegir vom
sigramir hjá samráðherrum mínum
Friðjóni Þóröarsyni og Pálma Jóns-
syni, sem báðir em orðnir fyrstu þing-
menn sinna kjördæma í fyrsta sinn.”
— Hvenær munt þú biðjast lausnar
fyrir þig og ráðuneyti þitt?
„Við ræðum úrslit kosninganna og
stjómmálaviðhorfin á ríkisstjómar-
fundi síðdegis í dag.”
— Hvenær munt þú ganga á fund
forsetalslands?
„Eg mun að sjálfsögöu ræða við for-
seta Islands umstöðuna í dag.”
— Hvern telur þú líklegastan til að
fá umboðtil stjórnarmyndunar?
„Eg vil ekki ræða það mál á þessari
stundu.”
-ás.
Ekiðákonu
á hestbaki
Ekið var á 52 ára gamla konu sem
var á hestbaki á Elliöavatnsvegi við
Vatnsendaveg um klukkan þrjú í gær-
dag. Konan var flutt á slysadeild
Borgarspítalans en mun ekki hafa
meiðst alvarlega. Aflífa varð hestinn.
Konan var ásamt manninum sínum
á ferð þegar bíllinn kom aðvífandi og
ók á hest hennar. Hann lenti á síðu
hestsins nokkuð harkalega og kast-
aðist konan við það í götuna.
Dýralæknir kom á staðinn og af-
lífaði hestinn.
-JGH.
LOKI
Nú verður að stækka
kvennaklósettið við
Austurvöll!
Tillaga um af-
sögn á morgun
Ríkisstjórnin kemur líklegasaman Hermannsson og Friðjón Þórðarson núverandi stjómar liggur fyrir.
til fundar síödegis í dag. Á þeim lýstu því báðir í kosningabaráttunni Aimennt er talið að formanni Sjálf-
fundi eða á reglulegum fundi að ríkisstjórnin ætti að fara frá stæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni,
stjórnarinnar í fyFramálið mun þegareftirkosningar. verði falin stjómarmyndunartil-
liggja fyrir tillaga um afsögn Steingrímur sagði í morgun að raun. I viðtali við sjónvarpið í gær
hennar. Formlegar viöræður um hann myndi leggja til afsögn á fyrsta taldi hann engin tormerki á að taka
myndun nýrrar ríkisstjómar geta fundi. Friðjón kvaö ekki sjálfgert að hlutverkið að sér, þótt hann hefði
ekki hafist fyrr en núverandi stjórn ríkisstjómin segði af sér í dag, en að fallið af þingi.
hefursagtafsér. sínu mati ætti það ekki aö dragast Forsetinn mun að venju ræða við
Forsætisráöherra, Gunnar Thor- nema til morguns eða í mesta lagi forsætisráðherra og forystumenn
oddsen, skýröi DV frá því í morgun aðeins fram í vikuna. allra flokka og samtaka áður en
að hann stefndi að stjómarfundi í Forseti Islands getur ekki falið hinar formlegu viðræður um
dag. neinum formlega að reyna myndun stjómarmyndun hefjast
Ráðherramir Steingrímur nýrrar ríkisstjórnar fyrr en afsögn -HERB.
Tefltumíslands-
meistaratitilinn
tJrslitakeppni um Islandsmeistara-
titilinn í skák fer fram í kvöld kl. 19 í
húsakynnum Skáksambands Islands,
aðLaugavegi71.
Staðan eftir tvær umferðir er sú að
Hilmar Karlsson og Elvar Guömunds-
son hafa báðir hlotiö 2 1/2 vinning en
Ágúst Karlsson engan.
Þessir menn urðu í 2.-4. sæti á
Islandsmeistaramóti sem haldiö var
fyrir skömmu. Þar varð Dan Hanson
hins vegar efstur en hann er sænskur
ríkisborgari og því ekki gjaldgengur
semlslandsmeistari. -EA.
Elduríforstofu
Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt
að Hagamel 14 laust fyrir klukkan sex í
gærdagen þar logaöi þá eldur í for-
stofuherbergi á annarri hæð hússins.
Að sögn slökkviliðsins gekk
greiölega aö slökkva eldinn en
skemmdir uröu talsverðar á herberg-
inu og húsbúnaði. Enginn var í íbúð-
inni þegar eldurinnkomupp. -JGH
Kosningarnar gengu til muna betur en á horfðist og réð þvi gott veður
um allt land. Fólk úti um land naut aðstoðar Vegagerðar, auk þess sem
þyrlur og snjóbílar voru til taks. Atkvæðasöfnun gekk og mjög vel. Hér
má sjá atkvæði flutt með flugvél frá Vestmannaeyjum til Reykjavikur, en
þaðan voruþau fíuttá talningarstað Sunnlendinga á Selfossi.
DV-mynd S.
Skoðanakönnun DV
kom langbest út
Skoðanakönnun Hagvangs lakast
Skoöanakönnun DV reyndist fara
miklu nær um úrslit kosninganna en
aðrar skoðanakannanir sem voru
gerðar fyrir kosningamar.
Hinn frægi forystumaður
skoðanakannana, Gallup, segir að
dæma megi hversu góðar skoðana-
kannanir séu eftir því hve nálægt
þær komast úrslitum kosninga.
Auövitaö hlýtur alltaf að muna
einhverju. Gallup telur eðlilegt að
muni 2—3 prósentustigum. En
samanburður á hinum ýmsu
skoöanakönnunum sem nú voru
gerðar er mjög athyglisverður.
Frávik milli skoöanakönnunar DV
og úrslitanna úr kosningunum eru að
meðaltali 2,2 prósentustig á fram-
boð.
DV gerði í sínum niðurstöðum auk
þess grein fyrir útreikningum Þor-
valds Búasonar eðlisfræðings á
hvemig hinir óákveðnu í skoðana-
könnun DV gætu skipst miðað við-
fyrri reynslu. Frávik milli talna,
sem Þorvaldur reiknaði þannig, og
kosningaúrslitanna urðu að
meöaltali 2,6 prósentustig.
Helgarpósturinn kom í sinni
skoðanakönnun mun verr út en DV.
Frávikið á hans könnun er að
meðaltali á framboð 2,8
prósentustigum frá úrslitum
kosninganna.
Verst kom Hagvangur út. Niður-
stöður hans voru sem kunnugt er
birtar í Morgunblaðinu. Frávikin þar
urðu að meðaltali 3,1 prósentustig á
framboð.
I þessum útreikningum eru B og
BB-listar taldir saman, enda báðir á
vegum Framsóknarflokksins. Engu
breytir um samanburðinn milli
skoðanakannana þótt þeir séu taldir
hvorísínulagi.
-HH.