Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983. 7 deytendur Neytendur Neytendur Þessi fallegu hjú geta valið um það að vera sólbrún og falieg í stuttan tima og fá fljótt hrukkur eða að vera hvít og falleg lengur. aukist mjög síöustu 20 ár og er það sett í samband við aukna tíðni sól- baða og ferða til sólarlanda. Á Islandi hefur tíöni húökrabba lítiö aukist síöustu ár en þá má gera ráð fyrir aukningu slíkra tilfella á komandi árum, miðað við reynslu annarra þjóða, sérstaklega ef við bætist mikil og almenn notkun sólar- lampaalltárið.” Hann benti jafnframt á aö árangur af lækningu algengustu tegunda húö- krabba væri góður. En okkur kom saman um aö ekki væri beinlínis ástæða til þess að verða sér úti um sjúkdóma einungis vegna þess að þeir eru læknanlegir. Þeir sem ekki trúa því að þeir fái sjúkdóma af því að liggja lengi í sól og sólarlömpum geta verið alveg vissir um það að þeir auka þær hrukkur sem þeir fá í tímans rás og þær koma fyrr. „Mörgum finnst þeir líta betur út þegar þeir eru sólbrúnir en með tilliti til þeirra skaölegu áhrifa sem útfjólubláir geislar geta haft á húöina má kannski segja að það sé val á milli þess að líta vel út í skamman tíma eftir aö hafa verið í ljósum og sól eða þess aö líta vel út til lengri tíma,” sagði Sigurður. Leiðbeiningar á íslensku I reglum um sólarlampa er kveðið á um aö Ijósin skuli vera stillt í fyrir- fram ákveöinn tíma sem ekki er lengri en 30 mínútur. Stýrirofar og stillingar skulu vera greinilega merkt. A tækinu eiga að vera upplýs- ingar um framleiöanda, innflytj- anda, tegund og gerð tækisins og gerð geislagjafa. Þá skal á áberandi stað vera aövörunin: „Aðvörun— útfjólublá geislun: Ovarleg notkun getur valdið skaða á augum og húð. Notið gleraugu. Fegrunarlyf og viss önnur lyf geta valdið ofnæmi. Lesið notkunarreglur.” Hverjum lampa skulu fylgja sérstök ljósagleraugu þegar hann er seldur. Þá á seljandinn að gera kaup- anda grein fyrir því hvemig nota á lampann, hversu lengi í einu og hversu langt frá geislanum menn skuli vera. Einnig eiga að fylgja með nákvæmar leiöbeiningar á íslensku um notkun lampanna. Sérstaklega er varað við að nota í þá aðrar pemr en framleiöandinn gerir ráö fyrir. „Notkunarreglurnar em auðvitaö miöaðar viö perurnar. Lampinn sjálfur hefur minnst að segja. Og ef menn setja til dæmis sterkari perur í lampann en hann er gerður fyrir breytist bæði tíminn sem menn mega vera í ljósunum og fjarlægðin frá þeim. „Það getur veriö stórhættulegt að setja aðrar pemr í lampann en hann er gerður fyrir,” sagði Sig- uröur. Sigurður sagðist ekki búast við því að leiðbeiningar á íslensku færu aö fylgja lömpunum alveg strax því inn- flytjendur þyrftu að fá nokkum aðlögunartíma. En að honum loknum yrði gengiö strangt eftir því að þær væm með. -DS. Bandarískt neytendablaö: VARAÐ VIÐ BLÝI í NIÐURSUÐUDÓSUM Blý getur valdið margvíslegum sjúkdómum í mannslikamanum ef þess er neytt í of stómm skömmtum. Þannig er vitað aö það getur valdið heila- og nýmaskemmdum, skemmdum á taugum, flogum og jafnvel dauða. Undanfarið þykjast vísindamenn hafa fundið sannanir þess að smærri skammtar en hingað til hefur verið taliö geti valdið heilsu- tjóni. Þetta kemur fram í bandarísku blaöi ætluðu neytendum sem við fengum nýlega sent. Þar segir að menn fái vemlegt blý í mat og drykk. Mengun þar eystra veldur þarna miklu. En stærsti valdurinn era niöursuðudósir. Milli 10 og 15% af þeirri fæðu sein Bandaríkjamenn neyta emsoðin niöur,í dósir.Um 14% af því blýi sem menn fá i sig er úr þessum dósum. Ástæðan er sú aö langflestar dósimar eru „límdar” saman með blýi. Þó að mörg stór fyrirtæki í bandarískum niðursuðu- iönaði noti ekki blý er álitið að 33 milljarðar dósa séu „límd.i r” saman með blýi. Nokkuð af þeim dósum fáum við hingað til lands. Niðursuðudósir em einkum settar saman á þrennan hátt. Algengast er að i þeim sé hólkur og laust lok og botn. Hólkurinn er „límdur” saman með blýi þannig að önnur brún hans gengur yfir hina. Önnur aðferð sem talsvert er notuð er að hita brúnir sams konar hólks. Við hitann dignar málmurinn og festist saman. Þá er ekkert blý notað. Oft má þekkja slíkar dósir á því aö blá rönd er á samskeytunum. Hún er tU þess að málmurinn ryögi ekki. Þriöja teg- undin er svo dósir sem eru úr aðeins tveim stykkjum, hliðum meö áföstum botni og svo loki. Botn og hliðar er þá steypt heilt og því ekki „límt” saman með neinum auka- efnum. Þessar dósir má þekkja á þvi aö botn þeirra er ekki með hvössum brúnum eins og algengast er. Fyrir þá sem ekki vUja bæta blýi í matinn sinn er um aö gera að velja fremur síðartöldu tegundirnar tvær sé þess kostur. Ef það er ekki hægt skulu menn varast að geyma mat í niðursuðudós sem búiö er að opna. Sérlega á þetta viö um matvæli sem innúialda sýru. Niðursoðnir ávextir eins og mandarínur og ávaxtasafi eru þar fremstir í flokki. Þessa vöru getur líka verið slæmt að geyma í gljúpum leirUátum. Leir inniheldur oft nokkuð af blýi sem þannig getur komist í matinn. Foreldrar skulu einnig taka börnum sínum vara viö því að drekka úr glösum með skraut- legum myndum á, ef þessar myndir eru rétt við glasbrúnina. Oft er blý notað til aö búa tU þessar myndir og ef börnin sleikja þær geta þau fengið ísig blý. -DS. Þeir eru pottþéttir gluggarnir f rá Fagplast Plastvörur hf Lyngás 8 Sími 45244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.