Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983. Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd Þingkosningar í Portúgal: STÓRSIGUR SOSIAUSTA Portúgalski sósíalistaflokkurinn, undir stjórn Mario Soares, vann mikinn sigur í portúgölsku þingkosn- ingunum í dag, eftir þriggja ára stjórn hægri flokka þar í landi. Svo virtist sem sósíalistar myndu 'hljóta 39% atkvæöa en hlutu 28% í síöustu kosningum. Soares, sem var forsætis- ráðherra 1976 til 1978, virtist áhyggju- fullur þegar hann las yfirlýsingu í til- efni sigursins fyrir blaöamenn. Hann sagði aö myndun stjórnar yröi viö- kvæmt verkefni en aö portúgalskt lýöræöi væri aö veöi ef sósíalistum tækist ekki aö mynda stjórn. Soares sagöi aö Portúgal, sem hefur lotiö fjórtán ríkisstjórnum síöan byltingin var gerö 1974, þyldi ekki aöra skamm- lífa stjórn. Ef þing sæti ætíð skamma hríð milli kosninga kæmi þaö í veg fyrir aö lýöræöiö væri tryggt í sessi í landinu. Soares sagðist ekki myndu stofna minnihlutastjórn, eins og hann geröi 1976, og aö sósíalistar myndu ekki ganga til samstarfs viö kommúnista, en portúgalskir kommúnistar eru hlýönir Moskvu. Soares sagöi aö Portúgal þarfnaöist nýrra erlendra lána meö stuttum fyrir- vara svo ríkið gæti staöið viö skuld- bindingar sínar. Hann sagði að pólitísk ró réöi úrslitum um þaö hvort efna- hagslíf landsins næöi sér. Hann ítrekaöi kosningaloforð um þaö aö grípa til aögerða sem kæmu viöskipta- lífinu vel og átti þar líklegast viö kosningaloforð um aö sósíalistar myndu opna hluta ríkisgeirans fyrir einkafjárfestingu innan hundrað daga. Og Soares ítrekaöi einnig þá stefnu flokks síns aö gera víðtækt samkomu- lag um kaup og kjör við verkalýðsfélög og iðnrekendur. Soares leiötoga sósialista í Portúgal tókst ekki að ná hreinum meirihluta. Skæruliðar kokhraustir í El Salvador Vinstrisinna skæruhöar telja „gagnslausa eyöslu á fjármunum” hernaðaraöstoö Bandaríkjanna viö stjórnina í E1 Salvador. — Utvarp þeirra segir aö óhjákvæmilega hljóti stjórnarherinn aö lúta í lægra haldi fyrr eöa síöar. „Munið aö viö erum ekki einir í þessu stríði. Þiö grafiö ykkur gröf sjálfir ef þiö slettiö ykkur fram í,” sagöi útvarpsstöö skæruliðanna í gær- kvöldi. — Reagan Bandaríkjaforseti kemur á morgun á sérstakan þingfund fulltrúadeildarinnar til að tala máli 60 milljón dollara aukafjárveitingar til hernaöaraöstoöar viö E1 Salvador. Mikla athygli vekja í Washington yfirlýsingar Clarence Long þing- manns, sem nýkominn er frá E1 Salva- dor. Hann hefur litla trú á stjórnar- hernum í E1 Salvador og telur hann þurfa mikla þjálfun áöur en hann geti látið aö sér kveða. Leggur þingmaöur- inn til aö þingið setji aö skilyrði fyrir fjárveitingunni aö Reagan skipi sér- stakan milligöngumann til samninga- viöræöna milli stjórnarinnar og uppreisnarmanna í E1 Salvador. Skæruliöar hafa hrundið af staö nýrri sókn á undanförnum vikum. Þaö er taliö aö um 40 þúsund manns liggi eftir í valnum síöan borgarastyrjöldin hófst1980. Farsóttin dular- fulla var aðeins móðursýki ein — segir bandarískur læknahópur, sem rannsakaði 950 sjúklinga ávesturbakkanum Dularfulli pestarfaraldurinn sem hrjáöi hundruö arabískra táninga- stúlkna á hernámssvæöinu á vestur- bakka Jórdan átti upptök sín að rekja til sálaruppnáms, eftir því sem banda- rískur læknahópur kemst næst í skýrslu sinni sem birt var í gær. Læknamir rannsökuðu 943 veikinda- tilfelli og vísa á bug ásökunum araba um að Israelar hafi hmndiö veikinni af staö í mars og apríl meö sýklaút- breiöslu. Sömuleiöis hafnaði lækna- hópurinn fullyröingum Israela um að ! veikindin hef öu veriö uppgerð ein. 1 Þegar öll flóknu vísindaheitin og út- skýringarnar hafa veriö krufin má draga saman í stuttu máli álit lækn- anna á fyrirbærinu. Nefnilega móöur- sýki. Þeir telja aö upphafið hafi kannski mátt rekja til óþefs sem lagði frá náöhúsum skóla eins í Arrabah og eyð- andi efnum sem notuð vora þar. Þar gerðu fimmtíu fyrstu veikindatilfellin vart viö sig. En útbreiöslan til annarra skóla á vesturbakkanum telja þeir aö eigi sér sálrænar skýringar. Hræðsla hafi gripiö um sig viö fyrstu frétt- irnar, gróusögur komust á kreik og ímyndunarafliö sá fyrir afgangnum. Sjúkdómseinkennin voru höfuöverk- ur, móða fyrir augum og máttleysi í útlimum. Læknarnir telja að „smitberamir” hafi aöallega verið útvarps- og blaða- fréttir af fyrstu veikindatilvikunum en þar var sjúkdómseinkennum lýst nákvæmlega og sterklega gefiö í skyn aö eiturgas eða sýklahernaöur væri skýringin. Þegar skólunum var lokaö tók fljót- legafyrirveikina. Nýjasta uppátæki fjailgöngugarpa er að varpa sér í fallhlífum fram af fjalls- brúnum. ÆTLA AÐ VARPA SÉR í FALLHLÍF OFAN AF FJALLS- BRÚN í HIMALAYA Fjórir franskir fjallgöngugarpar ætla aö stökkva fram af fjallsbrún 7.710 metra hás fjalls í Nepal í næsta mánuöi og koma niður eftir 15 mínútna fall 3.000 metrum neöar. Þeir ætla sér mánuö til þess aö klífa tindinn Jannu í Himalaya-fjöllum en niöurferöin veröur þetta mikið fljótari. Fjórmenningarnir ætla aö vísu aö nota fallhlífar og hafa æft sig í fall- hlífarstökki af fjallsbrúnum í Ölpun- um, sem raunar fleiri hafa gert. Vilja þeir sýna fram á aö þetta sé líka unnt í Himalayafjöllum. Frakkarnir eru annars átta í feröinni og hafa tvo Sherpa sér til aðstoðar. Þeir lögðu af staö upp á f jalliö 15. mars og voru komnir í 4.500 metra hæð 13 dögum síðar. 8. apríl voru þeir komnir upp í bækistöö númer tvö í 5.500 metra hæö og eru á leið til þriöju bækistöðvar (af alls fimm eða sex) á leiöinni upp á tindinn. I þessum hópi er Roger Fillon (31 árs póstmaöur frá Sciez-St. Gervais) sem telur sig hafa veriö fyrstan manna til þess að stökkva í fallhlíf fram af f jalls- brún í Alpafjöllum. Þaö var í september í fyrra. Auðhringa- ásakanir Lakers enn í deiglunni Stjómir Bretlands og Bandaríkjanna hefja í dag nýjar viðræður vegna rannsóknar bandarískra yfirvalda á tveim breskum flugfélögum sem sir Freddie Laker sakaöi á sínum tíma um vinnubrögð einokunarhringa til þess aö flæma lággjaldaflugfélag hans út úr Atlantshaf sf luginu. Sir Freddie vildi kenna gjaldþroti Laker-flugfélagsins því aö British Air- ways, British Caledonian Airways, Lufthansa, Swissair, PanAm og TWA hefðu tekið höndum saman um aö koma þessum keppinaut á N- Atlantshafsleiðunum fy rir kattamef. Ef rétt væri varðar þaö bandarísk lög gegn auöhringamyndunum og vinnubrögðum. Sérstök auöhringa- ne&id bandaríska dómsmála- ráðuneytisins hefur haft máliö til athugunar. Bresku flugfélögin tvö era ríkisfyrir- tæki og mun breska stjórnin hafa varað bandarísk yfirvöld viö því aö ríkjasamskiptin gætu spillst ef flug- félögin yrðu talin bótaskyld vegna þessa máls. Bandaríkjamenn hafa samt haldið áfram rannsókninni. ðvenjulegur pennavinur! Yuri Andropov, leiötogi Sovét- ríkjanna, hefur skrifað tíu ára stúlku í Bandaríkjunum einkabréf þar sem hann fullvissar hana um að hún þurfi ekki að óttast Sovét- ríkin. Bréf þetta var gert opinbert í Moskvu í gær, en í því segist Andro- pov skilja kvíöa telpunnar fyrir kjamorkustyrjöld. Kvaö hann Sovétríkin gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að kjarnorku- vopnyröu eyöilögö. Samantha Smith haföi orðið fyrri til þess aö skrifa Sovétleið- toganum bréf þar sem hún óskaöi honum til hamingju meö skipanina í embætti æösta manns Sovétríkj- anna og skoraði á hann að hefja ekki kjarnorkustyrjöld. Andropow bauð henni aö heim- sækja Sovétríkin og sumarbúðir ungmenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.