Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Page 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR26. APRÍL1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfjórnarformaðurog útgáfusfióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og úfgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—I4.SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáaug!ýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180_kr. Verðílausasölu 15kr. Helgarblað 18kr. ,_‘ Nákvæmnin var mest í DV Enn einu sinni hefur skoðanakönnun DV reynzt ná- kvæmust þeirra, sem gerðar voru fyrir alþingiskosning- arnar um helgina. Meðalfrávik hinna átta framboðslista reyndist vera 2,2 prósentustig í DV, en 2,8 í Helgarpóstin- um og 3,1 í Morgunblaðinu. Skoðanakannarinn Gallup sagði fyrir nokkrum árum, aö menn ættu aö reikna með 2—3 prósentustiga frávikum í skoöanakönnunum: Samkvæmt því eru frávik kannana dagblaðanna þriggja innan marka, sem eðlileg mega teljast. Hinn sami Gallup sagði einnig: „Úrslit kosninga eru bezti mælikvarðinn á, hversu áreiðanlegar eru vinnuað- ferðir í skoðanakönnunum.” Samkvæmt því eru vinnuað- ferðir DV nokkru áreiðanlegri en Helgarpóstsins og Morgunblaðsins. Síðastnefnda blaöið hafði grun um þetta fyrirfram og tryggði sig gegn staðreyndum meö því aö gagnrýna þá skoðun, að úrslit kosninga væru nokkur mælikvarði á áreiðanleika vinnuaðferða í skoðanakönnunum. Morgunblaðið sagði: „Þetta er fráleit kenning. Fyrir liggja rannsóknir um þetta atriði og aðferðir við slíkar kannanir hafa verið þaulreyndar og niðurstöður á þeim liggja fyrir. Úrslit kosninga á Islandi í apríl 1983 breyta þarenguum. . . ” Vonandi ber Hagvangur hf. enga ábyrgð á þessari vísindakenningu Morgunblaðsins, enda er hætt við, að Gallup og fleiri gætu ekki duliö kátínu sína, ef kenningin væri kynnt á erlendum vettvangi meðal vísindamanna í greininni. Þvert á móti er einmitt gagnlegt að bera úrslit saman við skoðanakannanir, til dæmis til að reyna að finna, hvort frávik fari eftir einhverjum formúlum. Þannig væri unnt aö auka spágildi skoðanakannana og gera þær nákvæm- ari. DV gerði tilraun til þessa, en tókst ekki aö auka nákvæmnina. Kannski verður það síðar hægt, þegar byggt veröur á fleiri kosningaúrslitum en unnt var í þetta sinn. Nákvæmni upp á 2—3 prósentustiga frávik er samt nægileg til að kveöa niður deilur um réttmæti og gildi skoðanakannana. Stjórnmálamenn viðurkenna, að reynt er aö vanda til þeirra og að þær sýna sveiflur í stórum dráttum. Sumir þeirra eru mjög trúaðir á skoðanakannanir, þegar þeim gengur vel, en hafa svo allt á hornum sér, þegar þeim gengur miður. Þetta er bara mannlegt og fer minnkandi í hverri kosningabaráttunni á fætur annarri. Helzt er mark takandi á kenningum sumra stjórn- málamanna um skoðanamyndandi eða „skoðanahann- andi” áhrif skoðanakannana. Flokkarnir hagræða til dæmis kosningabaráttunni með hliðsjón af nýjustu skoð- anakönnunum hverju sinni. Um leið mega menn ekki gleyma, að skoðanakannanir koma í veg fyrir, að óprúttnir kosningastjórar geti haldið fram fáránlega útbelgdum tölum um fylgi flokka sinna. Þær auka upplýsingaforðann, sem kjósendur hafa að- gang að. Menn eiga ekki að óttast þekkinguna, allra sízt ef hún stingur göt á óraunhæfan hugmyndaheim. Og íslenzkir stjórnmálamenn eru flestir í stórum dráttum hættir að óttast þekkingaraukann, sem felst í vel gerðum skoðana- könnunum. DV hafnar engan veginn vinnubrögðum annarra aðila, sem kanna skoðanir, heldur telur þau þvert á móti vera frambærileg. En auðvitað fagnar DV því að hafa náö sínu fráviki niður í 2,2 prósentustig, meðan aðrir voru í 2,8— 3,1 prósentustiga frávikum. Jónas Kristjánsson AIJJR QNS Ef mig misminnir ekki þá munu menn innan kirkjunnar og þeir sem vinna viö kórbak, ekki vera á eitt sáttir meö þaö, hvenær ný vika byrjar; hvort þaö er á sunnudegi eöa mánudegi. Og reyndar má segja það sama um vikulokin. Þau eru ekki lengur á hreinu, einkum eftir aö skól- inn varö aö vinnustað og sá hluti þjóðarinnar, sem ekki stendur upp í háls í fiski um helgar, hætti allri vinnu á laugardögum. Lét sér aðeins nægja aö fá borgað fyrir þann dag, eins og hina. Má því meö nokkrum rétti halda því fram, aö laugardags- kvöldiö á Gili, hafi fært sig yfir á föstudaginn. Þá hefst þaö á Islandi sem hreintungumenn í Svíþjóð nefna weekend, en við í nótabrúkinu helgi. Þaö leit nú ekki út fyrir, aö helgar- veöur yrði meö fegursta móti aö Jónas Guðmundsson framboðin fá áorkað, né heldur hvort gamla spillingin í stjómkerfinu er betri en önnur spilling. Upplýstir k jósendur viröast þó hallast aö þeirri skoðun, að nokkurt stafnhald sé í meiri aögreiningu framkvæmda- valds og löggjafarvaldsins. Aö þingiö sinni frumvörpum og endurskoöun, en aðrir menn sigli svo þjóðarskút- unniímerkjum. En hvaö um þaö. Segja má aö þeir sem viö taka nú, séu ekki öfunds- verðir. I salthúsum hér, er manni sagt aö páskahrotan sé ókomin enn, og daglaunamönnum er þaö til efs aö hún komi nokkuð aö þessu sinni; alveg sama þótt komið sé rétt veöur til aö ljúka vertíö á Suðurlandi. Góðir stjórnmálaflokkar eru af hinu góöa, en þó skipta góöir fiskstofnar þjóðina meira máli. »$§§§31 m pti llill Sfijiíií: lllli .X; xi:;: ■::í-::W-:-:í:¥::-:ff- giiwSiSíiSi:;: vivXv/X x;::X fiýíilýlfiÝiriii'liýi þessu sinni, svo þaö varö úr aö sett voru bráðabirgöalög um vont veöur á íslandi, til aö tryggja lýöréttindi; aö þeir fengju aö kjósa, er þess óskuöu í komandi alþingis- kosningum. Veöurfræðingar höföu gefið loöin svör; höföu aðeins skrjáfnileraö, en svo nefna sumir umliö hérna enn. En einhver varö aö taka af skarið og aö hafa rangt fyrir sér um veður. Og aö sjálfsögöu varö það ríkisstjórnin aö þessu sinni, og Islendingar fengu að kjósa í fögru veðri en vetrarbúnu landinu. En úr því aö veriö er aö minnast á bráðabirgðalög, þá veit ég aö margir fella sig ekki viö þaö, hvemig ráöherrar eru sí og æ að segja þaö opinberlega, að þeir ætli aö setja bráöabirgöalög um þetta og hitt, rétt eins og forseti Islands sé ekki til, eöa sé aöeins nafnið tómt. Það kann aö vera, og er rétt vinna, aö tillögur um bráöabirgöalög komi frá stjómmála- mönnum. En viö teljum að þegar frá því er skýrt, þá eigi ráöherrar aö segja aö þeir muni, eöa hafi í hyggju, aö fara þess á leit viö forseta, aö bráöabirgöalög veröi gefin út, því þeir hafa ekkert löggjafarvald sjálfir, strangttil tekið. Svo er sagt, aö þegar Ásgeir Ásgeirsson var forseti, heföi ríkt viss tilhneiging til þess aö álíta aö lög ööluöust þegar gildi, eftir aö alþingi hafði samþykkt þau, og áður en for- seti haföi skrifaö undir. Segir sagan, aö Ásgeir heföi bmgöist harkalega viö, þannig, lög ööluðust þar eftir ekkert gildi, fyren forseti haföi lesiö nýju lögin og undir- ritaö þau. Þarna mættu stjómmála- menn því sýna meiri háttvísi, þótt lög, sem þeir gera tillögur um séu oft ekkert verri en önnur. Það er stjórn- kerfinu nefnilega hættulegt, eöa getur veriö þaö, ef almenningur telur aö ráðherrar geti sett bráöabirgða- lög einir, ef þeim býöur svo viö aö horfa. En nóg um þaö. Annars getur ríkisstjómin víst sagt um veðurfræöi vetrarkosning- anna, eins og Ari Símonarson sagöi foröum: — Ja eftir betri vetri man ég, þegar ég bjó á Stóra-Hrauni. Þá rak ég öll folöldin mín, gullfalleg, upp á Hraunsmýri í miðgóu, — og hefi ekki séðþausíðan Um þessa helgi snerist náttúrlega allt um kosningarnar, en þar sem þaö er sérgrein stjórnmálamanna, eöa listgrein aö túlka kosningar; einkum ósigra, sem eftir umfjöllun teljast tilsigra, þá leiöum við úrslitin hjá okkur að þessu sinni. Hitt er á hinn bóginn augljóst, að viö stöndum nú á nokkmm tíma- mótum. Flokkum er að f jölga, og ég hygg aö framboö Vilmundar Gylfa-. sonar og kvennaframboöiö sýni, aö kjósendur eru byr jaöir að þreytast á hinum stjómarfarslegu vandræöum, sem viröast oröin landlæg á tslandi. Ekki skal þó fullyrt hverju nýju Nú standa málin í grófum dráttum þannig að búiö er aö friða hvalinn og Isbjöminn h.f., (þann síðarnefnda meö stjómarpeningum, samanber síöustu neyöarráöstafanir til verndar útgerð). En sá er munurinn á sjávarútvegi og öömm listgreinum atvinnuiífsins, að hann getur ekki staðiö undir sér meö reikningi, eins og landbúnaöurinn og rafveitan. Heldur veröur hann að byggja alla sína tilvera á sjávarafla og hinu frjálsa markaðskerfi, sem gildir í viðskiptalöndum okkar. Á sunnudag var hiö fegursta veöur og sólin lék viö hvem sinn fingur í fjörunni. Mávurinn himdi á frystihúsþakinu, því hann lauk viö úrganginn í gær. Annar fugl flögraöi í ætisleit. Maðurinn sem sker úr netum stóð niörundir sjóvarnargaröi, þar sem lognaldan baröi skerin. Eg spuröi hann hvemig honum litist á nýju þingmennina. Hann dró hendurnar úr vösunum og snýtti sér. — Eraþeirekkiallireins? Og við héldum áfram aö þegja með sofandi frystihúsinu. Og sjálfsagt hugsuöum viö báðir það sama. — Vonandi veröa þó ekki allar vertíöir eins. Jónas Guömundsson rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.