Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Page 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983. STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR AF SMÁAUGLÝSINGUM FRÁ OG MEÐ 1. APRÍL. Ákveðið hefur veríð að veita 10% afs/átt af þeim smáauglýsingum ÍDV sem erustaðgreiddar. Það teist staðgreiðs/a ef auglýsing ergreidd daginn fyrir birtingardag. Verð á einni smáauglýsingu af venjulegri stærð, sem erkr. 200,- lækkar þannig íkr. 180,- efum staðgreiðs/u er að ræða. Smáauglýsingadeild, Þverholti 11 — sími27022. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 126. tbl. 1982 og 7. og 10. tölublaöi Lögbirtingablaðs- ins 1983 á eigninni Grænakinn 27,1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Auöar Gísladóttur og Halldórs V. Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl., Árna Guðjónssonar hrl. og Árna Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 29. apríl 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 7. og 10. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eign- inni Öseyrarbraut 3 Hafnarfirði, þingl. eign Péturs Auðunssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 29. april 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Menning Menning Menning Súrrealismanum gef■ ið undir fótinn Geirlaugur Magnússon: Fátt afoinum. Útgefandi: Skákprent Reykjavík 1982. Það ber vott um talsverðan metnað að setja í eina og sömu ljóða- bókina tilvitnanir í tvö af helstu súr- realistaljóðskáldum Frakka, þá Robert Desnos og Paul Eluard, en þetta gerir Geirlaugur Magnússon í ljóöabóksinni.Fátt af einum. I sam- ræmi við þessar tilvitnanir er aö finna í bókinni draumkennt hugar- flug og óbeislað vitundarflæði. Við hverju er líka aö búast af manni sem er að gefa súrrealismanum undir fótinn? Ljóð Geirlaugs eru mestanpart tilfinningatjáning og sjaldnast bundrn stað eða stund. Myndmál Ijóðanna er tíðum eins og ættaö úr draumi. Stöku sinnum kemur þó fyrir að efni þeirra er nátengt hvers- dagslegum raunveruleika. Sem dæmi um þetta má taka ljóðið á blaösíðu 32. Geirlaugur hefur kosið að láta ógert að gefa ljóðunum titil eða nafn, en ljóð þetta er úr bálkin- um Morgunljóði. ótal túngl ódu berfœtt i skýbrotum kgsstust föðmudust urdu full únglíngsstjörnur leiddust kvöldgötur gfir gamlar trébrýr þú saungfugl í tígrisham hvarfst í myrkrió Hér er Geirlaugur ekki á ferð um draumalöndin, heldur vísar hann í veruleika semallir þekkja. Orðanotkun Geirlaugs er fremur hrein og bein og lítið um fátíð orö eða torskilin, og af þeim sökum ættu ljóðin að eiga greiðan aðgang að les- andanum. Hann stafsetur hins vegar á stöku stað eftir framburði og veröur ekki betur séð en staf- setningarreglumar séu sóttar til skáldsins í Gljúfrasteini eins og greina má í kvæðinu sem fylgir hér aöframan. Geirlaugur kemst ef til vill næst súrrealisma í kveðskap sínum í fyrstu ljóðum bókarinnar og í ljóðum í lok hennar, en lokakvæðin bera öll Bókmenntir Solveig K. Jónsdóttir yfirskriftina Farkostur og eru númeruð I, II og ni. Þar leita lýsing- arorðin og sagnimar niður síðumar án þess að önnur stefna en sú, sem draumkennt ímyndunarafl markar, ráði ferðinni. Ljóðin í Fátt af einum em harla misjöfn að gerð; sum varla annað en dálitlar þulur sem hanga saman á óreglulegu rími og stuðlum, eins og t.d. ljóðið á blaösíðu 14, en önnur koma tilfinningu skáldsins furðuvel til skila. Það sést liklega best á ljóðum sem tjá tilfinningar að kveðskapur öðlast ekki líf fyrr en hjá hver jum einstökum lesanda. Ljóðin í Fátt af einum eru eins og leiftur úr hugskoti — stutt og oft ruglingsleg, en kalla engu að síður fram furöusterk hughrif. Þau bera þó engan magnaðan boðskap né segja sjálfstæöa sögu. Nútíminn leit- ar þó greinilega á huga skáldsins og það fjallar um tölvur (53), risakjör- búðir (54) og einsemd mannsins (55). Seint verður þó talað um ádeiluljóð í Fátt af einum, heldur miklu fremur sagt að ljóðin lýsi þeim ama sem ýmis fyrirbæri valda höfundi. Ekki veröur skiliö við Fátt af ein- um án þess að víkja ögn aö oröaleikjunum sem höfundur bregður fyrir sig og tekst á tíöum harla vel upp. Það er til að mynda ekki illa til fundið að láta nokkurs- konar ástarljóð enda á þessum linum: stjörnuspú mín ra’dst í augum þinum (33) Svipað gaman er uppi á teningn- um í lok kvæðisins Tillitsseni (46): lít aldrei ú fugla flognir fyrr en varir festi augun vid tjarnir steina sem hvila kyrr þó titlit mitt flögri annad Fátt af einum er lagleg bók, bæöi hvað varðar innihald og útlit, ef frá er talin kápan sem er vægast sagt heldur lítilmótleg. Frágangur bókarinnar er annars góöur og hún erágætlega prófarkalesin. -SKJ. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 7. og 10. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1983 á lóð sunnan Hvaleyrarholts, Hafnarfirði, þingl. eign Félags áhugamanna um fiska- og sædýrasafn fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 29. apríl 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Seljabraut 22, tal. eign Ragnars Pétursson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veödeildar Landsbankans og Boga Ingimarssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 28. apríl 1983 kl. 14. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Þórufelli 16, þingl. eign Steindórs V. Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 28. apríl 1983 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Möðrufelli 5, þingl. eign Halldórs B. Þorvaldssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 28. apríl 1983 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hábergi 6, þingl. eign. Egils Stefánssonar, fer fram cftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, o.fl. á eigninni sjálfri 1 fimmtudag 28. april 1983 kl. 13.30. Borgarf ógetaembættið í Reykjavík. Sumarsöngur í Mosf ellssveit Sigrún H jálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tónleikar Tónlistarfólags Mosfellssveitar f Hlégarði 21. aprfl. Flytjendur: Sigrún Hjólmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Þorkell Jóelsson, Stefán P. Stephensen, Laufey Sigurðardóttir, Júlíana E. Kjartansdóttir, Helga Þórarinsdóttir, PÓII Einarsson Kjartan Óskarsson. Á efnisskrá: verk eftir Mozart, Zaneti, Schumann, Schubert, Brahms, Rossini. Á suðvesturhomi landsins hefur mönnum þótt veturinn langur og harður. Ekki var það nú samt af því að þeir sæju fyrir svo langan vetur að þeir Moskóvítar frestuðu tónleik- unum sem áttu að vera í kringum þrettándann fram á sumardaginn fyrsta, heldur ollu hentugleikar lista- mannanna. Tónleikar þessir voru að meginstofni debut-tónleikar Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur. Músíkalskt grín Ég ætla nú samt að byrja á því að fjalla lítils háttar um aukanúmer tónleikanna, Sextett eftir Mozart, nefndan svo í efnisskrá. I munnlegri kynningu var hins vegar bent á að ekkert væri til sem héti sextett eftir Mozart, heldur væri hér um aö ræöa hið margfræga, Musikalisches Spass. Þessi makalausa músíkalska paródía er einhver stórkostlegasta „gegn-hermúsík” sem til er. Þar tekur Mozart hermúsíkina, sem þá var farin að blómstra með öllu sínu tyrkneska slagverki, rækilega í gegn. Og svo klæðir hann það í búning barnaskaparins, svipað Kindersymphonie Haydns, með til- höfðun til ýmissa annarra symfónía og konserta þess tíma. Flytjendumir gerðu rétt í því að leggja aðal- áhersluna á hinn músíkalska grín- þátt verksins fremur en að hafa í frammi grín af öðrum toga. Slíkt er auðvitaö matsatriði, en grínið í músíkinni stendur fyrir sínu og þarf Tónlist Eyjólfur Melsted engra skrípaláta með, eins og hér var réttilega sýnt fram á með ágætum, „paródískum” hljóðfæra- leik. Smá rödd — mikil músík En víkjum nú að aöalefninu, söng Sigrúnar. Af efnisskrá mátti þegar ráða að ekki yrði um neinn átaka- söng að ræða. Reyndist það eölileg og skynsamleg ráðstöfun því að rödd hennar er ekki mikil. Tónöryggi og myndun Sigrúnar, textameðferð, stílvissa og framkoma er hins vegar aldeilis ljómandi. Þegar röddin verður vaxin til sainræmis við músíkalítetið á Sigrún greiða frama- braut á sviði sönglistarinnar. Athygli mína vakti hversu vel hún fór með lög Brahms, sem eru músíkalskt erfið, og söngvana tvo þá siðustu, La pastorella delle Alpi eftir Rossini og Der Hirt auf dem Felsen eftir Schubert. Báðir eru byggðir á þekktum jóðl-stefjum og Hjarð- sveinn Schuberts hefur verið nefndur listilegasta og jafnframt fágaðasta jóðl, sem á nótnapappír hafi verið sett. Þar stefnir Schubert saman í tríó, sópranrödd, klarínettu og slag- hörpu. Sigrúnu tókst að gera rödd sína að einu hinna þriggja hljóðfæra, klarínettan lék í höndum Kjartans og við píanóið sat Anna Guðný Guðmundsdóttir. Það var ekki síst frábærum undirleik önnu Guðnýjar að þakka, hversu vel þessir tónleikar tókust. Hún er einn af þessum fágætu píanistuin sem alltaf virðast gera rétta hlutinn og miða allan leik sinn við að verða þeim sem þeir leika með að sem mestu og bestu liði. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.