Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL1983.
31
Sandkom
Sandkorn
Sandkorn
Engan ósómahér Þingkonur
LangholtskirKjukórinn vann
aö plötuupptöku ckki alis
fyrir löngu og fékk kórinn
inni í Skálholtskirkju við upp-
tökuna. Þó fylgdi þar böggull
skammrifi. Á cfnisskrá kórs-
ins var isicnskt þjóðlag,
gamait og frægt, kallað „Ó
mín fiaskan frtöa”. Skálhoits-
kirkjuprestur lagði blátt
bann við því að þess konar
texti yrði sunginn í kirkjunni
og horfði nú illa með upptök-
una. En að iokum grófu menn
upp texta að gömlu andlegu
versi, „María meyjan
skæra”, sem innihélt ekkert I
um mjúkan munn eða annaö
svo veraldlegt og féll textinn
ákaflega vel að laginu, sem
vonlegt er, enda ortur við
það. Og þannig náðist að
ljúka upptökum.
En ætli skólasvcinar í Skál-
holti forðum hafi ekki sungið
veraldlegri texta en „Ó min
flaskan fríöa” þegar sá var
gáUinnáþcim.
Það kom nokkuð á óvart,
eftir áralanga kvcnréttinda-
baráttu undir slagorðinu
„konur eru menn”, að einn
þingmanna KvennaUstans
vUdi láta kalla sig „þing-
konu”.
Þetta gæti reynst vand-
ræöalegt. Ingva Hrafni
Jónssyni sjónvarpsmanni
varð fótaskortur á tungunni, í
sjónvarpi, þegar hann nefndi
stefnu V-listans „stcfnu
hinnar hagnýtu húsmóður”.
Og gott ef ekki fleirum hefur
fipast framburðurinn á þessu
heiti.
Allt í vasanum
i kosningabaráttunni höfðu
allir flokkarnir kosninga-
skrifstofu á Blönduósi nema
Framsókn. PáU Pétursson
framsóknarframbjóöandi
var spurður að því hverju
þetta sætti og sagði hann það
stafa af því að ckki gerðist
þörf kosningaskrifstofu á
Biönduósi: „Ég hef þetta alit
í vasanum,” sagöi hann.
Víömælandi hans spurði
þá: „En hvað ef einhver
hringir? Hver tekur þá upp
tólið?”
Eins manns
dauði. ..
Eins manns dauði er
annars brauð, sagði bööullinn
og hengdi bakara fyrir snúð.
Fyrrum þingmaður Reyknes-
inga, Jóhann Einvarðsson,
kvartaði mjög yfir því að þó
Framsóknarflokkurinn hefði
fengiö átta þúsund atkvæði í
Reykjavík og Reykjanesi
hefði það aðcins dugað fyrir
cinum þingmanni fyrir flokk-
inn í þeim kjördæmum.
Mcrkilegt nokk þá hafa engar
slíkar umkvartanir heyrst
frá framsóknarþingmönnum
tveim, á Vesturiandi, sem
komust inn á sextán hundruð
atkvæðum'.
Að gefnu tilefni...
Það kom skemmtiiega út
þegar sagöar voru fréttir af
kosningunum í útvarpi á
sunnudag. í lok fréttanna
voru meginatriðin iesin upp
að nýju og að lokum var þess
getið að sigurvegarar
kosninganna hefðu verið nýju
flokkarnir tveir og hefðu
kvennalistarnir fengiö þrjá
þingmenn kjörna og Banda-
lag jafnaðarmanna fjóra.
Strax á eftir komu tilkynning-
ar og var sú fyrsta frá presti i
Reykjavík sem gekkst fyrir
bænastund þar sem biðja átti
fyrirþingiogþjóð'.
Kvikmynd í
undirbúningi
Allir vita að kvikmyndin
Með allt á hrcinu gekk af-
burðavel og hlaut mikla að-
sókn. Síðast þegar fréttist var
aðsóknin komin yfir hundrað
þúsund áhorfendur. Nú
stefna aðstandendur myndar-
innar að því að koma hagnað-
inum af henni i lóg og undir-
búa nú aðra kvikmynd sem
hefur vinnuheitið „Óskudag-
ur”. Þetta mun eiga að vera
„þrillcr” og gerast á ösku-
degi, þegar börn klæöa sig
upp á og setja upp grímur og
hræða fólk. Að vísu er þessi
siður þekktari í útlöndum en
hér og þá ekki á öskudegi, en
þaöerannaömál.
Þess má einnig geta að
vcrið er að setja enskt tal á
Með allt á hreinu og gera
hana klára til sýninga á kvik-
myndahátíðinni í Cannes.
Geir féll á ísa-
firði
Nokkur gulikorn um ríkis-
stjórnina, sem Geir Hall-
grimsson vék af munni sér á
landsirægum isaíjarðar-
fundi, voru kornin sem fylltu
mælinn. Eftir vesturför Geirs
kvað Gunnar upp úr um aö
hann gæti ekki lýst opinber-
lega yfir stuðningi við lista
Sjálfstæðisflokksius í þessum
kosníngum og bar fyrir sig
itekaðar og harkalegar
ögranir Geirsliðsins.
Vikuna fyrir kosningar
spuröist það að ýmsir og jafn-
vel óliklegustu sjálfstæöis-
mcnn ætluðu að kjósa Alþýðu-
flokkinn í Reykjavík og á
Reykjanesi, jafnvcl víðar. Og
nú eftir kosningar eru sumir
þessara sjálfstæðismanna
ófeimnir við aö staðfesta rétt-
mæti þessa oröróms. Varla er
það tilviijun að þetta cru ekki
síst Gunnarsmcnn. Milli
þeirra virðist hafa gcngið cin-
hvers konar bylgja því eng-
inn kaunast við skipulegar
aðgerðir.
Umsjón:
ölafurB.
Guönason
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Stjörnubíó, TOOTSIE:
Listræn gamanmynd
— gædd snilldarleiktilþrif um
Stjörnubíó: Tootsie.
Stjórn: Sydney Pollack.
Handrit: Samkvœmt sögu Gelbert og Don
McGuire.
Kvikmyndahandrit: Larry Galbart og Murray
Schisgal.
Kvikmyndun: Owen Roisman.
Aðalleikendur: Dustin Hoffman, Jessica
Lange, Teri Garr, Dabney Coleman, Charles
Durning, Bill Murray, Sydney Pollack, George
Gaynes.
Tónlist: Dave Grusin.
Framleiðendur: Sydney Pollack og Dick
Richards.
Kvikmyndin Tootsie erein þessara
mynda sem náði þeim árangri aö
komast á varir almennings áður en
hún var frumsýnd. Ástæðan var
einkum sú að fregnir bárust um að
þar færi hinn sérstæði og geðþekki
góðleikari Dustin Hoffman með
kvenhlutverk og kæmi hann fram í
myndinni klæddur og tilfærður sem
slík(ur). Það var því að vonum aö
undirritaður settist niður með nokk-
urn spenning í maga þegar þessi
kvikmynd var frumsýnd í Stjörnu-
bíói um helgina. Og þegar upp var
staðiö varð ekki annað sagt en mynd-
in væri glöggt dæmi um hvernig gera
á vandaða og skemmtilega gaman-
mynd. Leikstjóranum Sydney
Pollack hefur meö lipurð og sínum
ágæta húmor tekist aö skapa eftir-
minnilega og að nokkru listræna
kvikmynd. Þar hjálpast að frábær
leikur undir agaðri leikstjóm, ein-
föld en stílhrein kvikmyndataka, og
síðast en ekki síst, ágætur sögu-
þráður sem er vel útfærður fyrir aug-
að. Víkjumaðsöguþræöinum.
Michael Dorsey (Dustin Hoff-
mann) er hæfileikaríkur leikari í
New York. Hann hefur veriö atvinnu-
laus svo árum skiptir og er orðinn
hrútleiður á því hlutskipti. Eftir
ýmsar vangaveltur grípur hann til
þess óvenjulega ráðs (af karlmanni
aö vera) að sækja um kvenhlutverk í
vinsælli sápuóperu. Og viti menn:
Með því að kvenklæða sig — -farða
og -hæra fær hann hlutverkiö. Um-
boðsmaður Michaels, George Fileds
(Sidney Pollack) er lítt hrifinn af
uppátæki Michaels, enda líöur ekki á
löngu áður en Michael, í hlutverki
Dorothy Michaels, lendir í vandræð-
um. Engan grunar þó að ekki sé allt
með felldu innan upptökuversins, því
að Dorothy verður vinsælli meö degi
hverjum og aðdáendabréfin skipta
þúsundum. En Adam er ekki lengi í
Paradís. Michael verður yfir sig hrif-
inn af mótleikara sínum, Julie (Jess-
ica Lange). Julie veit ekki annað en
að Dorothy sé sú, sem hún þykist
V
XS&
Dustin Hoffmann sem Tootsie. Meðferð hans á þessu h/utverki er oft á
tiðum stórkost/eg.
vera, og tekur því ástaratlotum
hennar illa. En fyrst keyrir um þver-
bak þegar faðir Julie, Les (Charles
Durning), fullorðinn ekkjumaður,
færir Dorothy demantshring, og
biður um hönd hennar. John Van
Horn (George Gaynes), læknahetjan
í sápuóperunni, má heldur ekki vatni
halda fyrir ást á Dorothy. Michael
þykir nú málið gerast æöi flókiö.
Þegar hún (hann) er svo beðin að
framlengja samninginn við sjón-
varpsstöðina um eitt ár, sér Michael
fram á aö leika konu næstu árin.
Hann ákveöur því að opinbera hiö
rétta kyn sitt við næsta „hentuga”
tækifæri og það gefst fyrr en var-
ir. ..
Undirtónninn í þessum söguþræði
er grín og hispurslaust gaman. Og
hann á að skemmta og gerir þaö. At-
burðarásin er fremur hröð, þó aldrei
of hröð, þannig að sagan gerist meira
en hæfilega vitlaus, heldur líður hún
léttleikandi áfram, full skondinna at-
vika sem hvert um sig er eölilegt
framhald af ööru. Oft er kvikmynda-
vélinni (og reyndar klippingu) beitt
snyrtilega til þess að undirstrika
kímnina og gáskann. Aö öðru leyti er
kvikmyndin fáguð.
Þaö sem gerir kvikmyndina
Tootsie svo ágæta sem hún er, er til-
þrifamikill og oft á tíðum stórkost-
legur leikur Dustin Hoffmanns í hlut-
verki Michaels og Dorothy. Tjáning-
in, persónusköpunin er framúrskar-
andi hvort heldur þegar Hoffmann er
í hlutverki Michaels eða í gervi
Dorothy. Reyndar má segja að lát-
bragöið sem hann notar í túlkun sinni
á Dorothy sé meö bestu leiktilþrifum
sem sést hafa á hvítu tjaldi. Aldrei
hefur þessi einstaki leikari náð eins
góðum tökum á hlutverki og þessu,
vil ég segja, nema ef vera skyldi þeg-
ar hann tjáði okkur sniildarlega ör-
lög fangans á Dauðaeyju í myndinni
Pappillion um áriö. Það er ekki fyrir
ekki neitt sem Dustin Hoffmann var
tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir
túlkun sína á Michael/-Dorothy.
Aðrir leikarar myndarinnar skila
hlutverkum sínum með miklum
ágætum. Sérstaklega vil ég nefna
leikarana Jessicu Lange (sem
reyndar fékk óskarinn fyrir þetta
hlutverk sitt, besta leikkona í auka-
hlutverki) og Dabney Coleman. Ann-
ars er leikur næsta hnökralaus hjá
aukaleikurum myndarinnar.
Eins og áður sagði hefur Sydney
Pollack tekist að skapa eftirminni-
lega og að nokkru listræna mynd
með Tootsie sinni. Þó finnst mér leik-
stjórn hans ekki meö öllu óaðfinnan-
leg. Myndin virkar á köflum um of
yfirgengileg og stundum er eins og
Pollack nái ekki að stilla saman stíg-
andi miili samliggjandi atriða sem
svo bitnar á heildarmyndinni.
Kvikmyndin Tootsie er fyrst og
fremst skemmtileg gamanmynd, vel
unnin og rífur sig upp í hæsta gæða-
flokk með þeim snilldarleik sem hún
geymir. En hvort hún skilur eitthvað
eftir sig efnislega er erfiöara að
dæma um. Hitt er sýnna að leiktilþrif
Dustin Hoffmanns og fleiri í mynd-
inni eiga lengi eftir að sitja í áhorf-
endum sem dæmi um þaö hvernig
f ara á meö hlutverk svo að vel sé.
-Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Kvikmyndir
4 Kvikmyndir
SMÁ-
AUGLÝSINGAR
AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLT111
SÍMI
27022
Auglýsing
um endurskoðun bifreiða og bifhjóla í Mosfellshreppi og á Sel-
tjarnarnesi.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Mosfellshreppur:
Laugardagur 30. apríl 1983 frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00.
Skoðað verður við Hlégarð.
Seltjarnarnes:
Laugardagur 7. maí, 1983 frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00.
Skoðað verður við félagsheimilið á Seltjarnarnesi.
Eftir framangreinda skoðunardaga mega eigendur og um-
ráðamenn óskoðaðra bifreiða og bifhjóla í Mosfellshreppi og á
Seltjarnarnesi búast við að ökutækin verði, án frekari aövör-
unar, tekin úr umferð, hvar sem til þeirra næst.
Þetta tilkynnist öilum, sem hlut eiga að máli.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi
25. apríl 1983.