Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Qupperneq 34
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983.
34
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
FFH
Fljúgandi furöuhlutir (FFH, ensk
skammstöfun UFO) eru ekki nýlegt
fyrirbæri í veraldarsögunni. Æva-
gamlar heimildir geyma sagnir af
einkennilegum hlutum á himni, laust
fyrir aldamótin síðustu geröust fjöl-
margir atburðir í Vesturheimi af
þessum toga og enn á vorum dögum
gerast þau tíöindi sem ekki veröa
meö neinu móti skýrö meö venju-
legum rökum.
Eitt voldugasta vikublaö Banda-
ríkjanna, National Enquirer, hefur
heitiö milljón dollurum hverjum
þeim sem fyrstur leggur fram
skýlausa sönnun þess aö fljúgandi
furöuhlutir komi utan úr geimnum
og eigi sér ekki náttúrlegar orsakir
eins og viö eigum aö venjast.
Margir hafa borið fram ljósmyndir
og einkennilega hluti sem sagöir eru
komnir af himnum en sú harðskeytta
nefnd manna, sem vikuritiö hefur
faliö að kanna slíkar tillögur, hefur
ekki ennþá fallist á aö reiða af hendi
verölaunaféö, hvaö sem síðar
veröur.
Fjölmargir miöur heiðarlegir
menn hafa gert sér aö féþúfu þann
útbreidda áhuga sem almenningur
hefur jafnan sýnt þessum fyrir-
bærum; falsaöar ljósmyndir ganga
kaupum og sölum, málmhlutir geröir
af manna höndum eru sagðir óyggj-
andi vitnisburöur fljúgandi furöu-
hluta, óvandaðir skriffinnar drýgja
tekjurnar meö upplognum sögum af
viöskiptum manna og gesta utan úr
geimnum.
Kunnar eru frásagnir af grunsam-
legum atburöum innan hins svo-
nefnda Bermúda-þríhymings; þar
týnast stærðar flutningaskip og flug-
vélar hverfa eins og dögg fyrir sólu
og svo rammt hefur sumum þótt
kveöa aö þessum slysum, aö þríhyrn-
ingurinn hefur veriö talinn einhvers
konar samastaöur fljúgandi furðu-
gabb eða veruleiki?
Bandaríska vikuritiö National Enqulrer hefur heitiö milljón dollara verðlaunum þeim er fyrstur ieggur fram
óyggjandi sönnunargögn um fljúgandi furðuhluti. Hér sést rannsóknanefnd vikuritsins að störfum — í forgrunni er
einkennileg málmkúla sem sumir hafa talið vera frá fljúgandi f urðuhlut en ekki vildi nefndin fallast á þaö.
hluta. Það er þó mála sannast aö
þetta svæði sker sig ekki á neinn hátt
úr hvaö dularfull fy rirbæri varðar og
náin eftirgrennslan hefur hvaö eftir
annaö sýnt og afhjúpað vísvitandi
falsanir og lygar þess efnis.
Þaö orö hefur lengi leikið á aö
geimfarar Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna hafi margsinnis oröið
áskynja einhverra þeirra fyrirbæra
úti í geimnum sem trauöla veröa
skýrð á venjulegan máta og þeir eru
sagöir hafa tekið ljósmyndir af
fljúgandi furöuhlutum á sveimi um-
hverfis jöröu.
Hiö vandaða uppsláttarrit um
fljúgandi furöuhluti, „The Encyclo-
pedia of UFOs”, telur ekkert hæft í
þessum sögum; oftast er rangt farið
með ummæli geimfaranna og ljós-
myndirnar eiga sér eðlilegar skýr-
ingar.
En hitt er svo annað mál að þrátt
fyrir blekkingamar og svikin gerast
margir þeir atburöir sem benda ein-
dregið til þess að óboðnir gestir séu á
sveimi nær okkur og það virðist aö
mörgu leyti óskynsamlegt að vísa
öllum slíkum sögum á bug fyrirfram
án þess aö kanna sannleiksgildi
þeirra.
Olafur Steinn Pálsson er maöur
nefndur íslenskur. Hann hefur árum
saman lagt stund á FFH-fræði, viðað,
aö sér þekkingu, sótt ráðstefnur
erlendis og kostað kapps um aö
greina hismiö frá kjarnanum eftir
því sem föng eru á. Viö munum ræöa
við Olaf og greina lítilsháttar frá
þessu skemmtilega áhugasviði, en
vegna þess hve víötækt þaö er
munum við skipta umfjöllun okkar í
tvo hluta. I þessum hinum fyrri hluta
skal greint frá FFH-sögnum aö f ornu
og nýju, en í hinum síöari munum við
bregöa ljósi á nýjustu viðhorf fróöra
manna í málinu en þar hefur ansi
mikil breyting oröið á seinni árum.
Árás á fljúgandi diska
fyrir 2.300 árum
Mikla athygli vöktu ljósmyndir George Adamski af f 1 júgandi furðuhlutum, sem hann tók um miðbik aldarínnar. En eru þær ófalsaðar?
„Eftirlitsflaugin” á inyndinni gæti að margra dómi verið einhver allt annar hlutur, svo sem partur úr ryksugu, ljósalampi með borötenniskúlum eða
fóðurhylki úr kjúklingaverksmiðju.
Fljúgandi f uröuhluta er víða getið í
fomum heimildum, þar á meöal í
biblíunni. Frásögnin af Móse á fjall-
inu ber sterkan keim fljúgandi furðu-
hluta, Abraham varð fyrir reynslu í
sömu veru og fleiri góöir gyðingar
þeirra tíma, en ótvíræðust er senni-
lega sögnin af Elía spámanni, II.
Konungabók, 2., en þar stendur skýr-
um stöfum: „En erþeir hé'.du áfram
og voru aö tala saman, þá kom allt í
einu eldlegur vagn og eldlegir hestar
og skildu þá að, og Elía fór til himins
ístormviðri.”
Olafur Steinn Pálsson hefur látið
mér í té athyglisveröa frásögn af
Alexander mikla, þar sem greinir
frá hemaöarafskiptum fljúgandi
furöuhluta. Frásögn þessi mun birt-
ast í fræöiriti því sem Olafur hyggst
gefaútinnantíðar.
Ókunnur f lugher
„Á ríkisdögum Alexanders mikla
gerðust tveir undarlegir og athyglis-
verðir FFH-atburðir sem báðir
tengjast herferðum hans.
Árið 329 f.Kr., er herinn var að
reyna að komast yfir ána Jaxartes á
(þáverandi) landamærum Indiands,
steyptutveir skínandi „silfurskildir”
sér yfir hann aftur og aftur og fældu
bæði hestaogfíla.
Áriö 322 f.Kr., meöan stóð á
umsátri Alexanders um borgina
Týros (?), hringsólaöi stór fljúgandi
skjöldur yfir henni og fyrir aftan
hann flugu fjórir minni skildir í
þríhymdri fylkingu. Þúsundir her-
manna úr báðum hinum stríðandi
herjum fylgdust með í forundran.
Skyndilega skaut stærsti skjöldurinn
ljósgeisla aö virkismúrum borg-
arinnar og hrundu þeir þegar. Svo
skaut hann fleiri geislum á þá veggi
og tuma er enn stóðu uppi og full-
komnaði þannig eyðilegginguna.
Árásarmennirnir streymdu nú inn í
borgina en skildirnir svifu yfir henni
uns sigur Alexanders var tryggöur;
þá hvarf þessi ókunni flugher út í
buskann á miklum hraða.”
Guðir eða geimfarar?
Þessi 2.300 ára gamla frásögn er
stórfuröuleg fyrir margra hluta
sakir. I fyrsta lagi er greint frá
óbeinni hernaðaríhlutun fljúgandi
furðuhluta og er engu líkara en
stjórnendum þeirra hafi leiöst þófið
og afráðiö að eyða vömum borgar-
búa, svo að bardagi gæti hafist,
hinum ókunnu áhorfendum til
afþreyingar.
I ööru lagi lýsir sögnin berlega
notkun geislavopns, sem nú orðið
kemur engum manni á óvart, en
þeirrar tíðar sagnritarar höfðu engin
tök á að gera sér í hugarlund upp úr
þurru.
Vera má að fleiri sagnir fomar
geymi heimildir um þess háttar
afskipti fljúgandifurðuhluta af styrj-
öldum, þótt sagnaritarar segi þá
þannig frá að gúðirnir hafi birst á
himnum og lagt öðrum hvorum
hernum lið í ormstum.