Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR 30. APRtL 1983. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Amsterdam — borg þeirra sem unna fögrum listum og þá auðvitað einnig hinnigöfugu matargerðarlist. Eru allir ítalir gengnir i SÁÁ? Eru aUir ítaUr gengnir í SÁÁ? Það mætti halda það því að þeir drekka stöðugt minna vín. Hver ítali drekkur nú um þaö bU 75 lítra af létt- vínum á ári. Okkur þykir þetta nú aUnokkuö en fyrir 25 árum drakk hvert mannsbam á ítalíu 105 lítra á ári að meðaltaU. Frakkar drekka 90 lítra á ári að meðaltaU á mann. Þaö Kjötpakkinn er svo opnaður rétt áður en kjötið er skorið niður á diskana. Með þessum rétti er gott að hafa hrá- salat og pönnusteiktar smákartöflur eða smælki sem steinselju er stráö yfir. Gott er aö hafa kalda sósu meö sem búrn er til úr sýrðum rjóma og krydduð með salti og pipar. Þá er piparrót blandað saman viö eftir smekk. Þar með er þessi rétturtUbú- inn. Jú — ekki má gleyma því að nauðsynlegt er aö hafa gott brauö frá handverksbakara með. Það skal tek- ið fram að rauðvín passar ekki með reyktum mat enda mæUr Sælkerasíð- an með pilsner, nú eða rósavínl Mun- ið að vefja álpappírnum vel utan um kjötið svo að tryggt sé að vökvinn úr kjötinu renni ekki út. skal þó tekið fram aö ItaUr eru mestu vínframleiðendur í heiminum. Nei, ekki eru SÁÁ menn famir að starfa á ItaUu. Ástæðan fyrir minnk- andi vínneyslu Itala er breyttir lifn- aðarhættir fólks. ItaUr fara nú al- mennt ekki heim í hádegismat leng- ur en áöur snæddu menn volduga máltíö heima í hádeginu og drukku í það minnsta 1/2 Utra af víni með. I dag hafa menn mcð sér nesti í vinn- una og drekka bjór eða gos með. Aö auki hafa vín hækkað í verði og á ItaUu er veröbólga og atvinnuleysi. Fólk kaupir því minna af léttvínum. Þá eykst stöðugt framboö af gos- drykkjum á ttaUu. Einnig hefur bjór- drykkja aukist verulega og æ fleúi drekka frekar hvítvín en rauövín. Hvítvínin em ekki eins sterk. Hins vegar framleiða ItaUr mun minna af hvítvínum en rauðvínum. Flestöll ítölsk vín á að drekka ung — þau geymast ekki vel. Italskir vínbændur kvarta því sáran. Aðdáendur ítalskra vína í Norður-Evrópu ættu þó að gleöjast því að á næstunni munu fjölmörg ítölsk gæðavín koma á markaðinn á hagstæðu verði. Væri nú ekki athugandi fyrir ÁTVR að bæta við nokkrum góðum tegundum af ítölskum gæðavínum. Nú er rétti tíminn og hér eru fá ítölsk vín á boð- stólum. Léttreykt HVÍTLAUKSLAMB Nú fer sá tími aö koma þegar gæði íslenska lambakjötsins fara að dvína, enda kjötið búið aö liggja í frysti í nokkra mánuöi. Nú er hægt að fá í verslunum svokallaö London- lamb, þ.e.a.s. léttreykt lambakjöt. Að mati Sælkerasíðunnar mætti reykja kjötiö minna — reykbragðið á ekki að yfirgnæfa kjötbragöiö. Ein- staka sinnum fylgir uppskrift að Londonlambinu og í aðalatriðum er hún þannig að það á aðsjóða London- lambið í potti, setja það í ofn, strá yfir það sykri og glóða það í nokkrar mínútur. Ekki er þetta nú gimileg uppskrift. I stuttu máli má helst finna það aö Londonlambinu að það er of mikiö reykt. Hér í Reykjavík eru starfandi nokkur reykhús og er því auðvelt fyrir einstaklinga að fá kjöt reykt. Nú einnig aðstoða góðir kjötkaupmenn viðskiptavini sína við að koma kjöti í reykingu. Léttreykt lambakjöt getur veriö ljómandi góð- ur matur og hér kemur skemmtileg dönsk uppskrift sem sennilega er af þýskum uppruna. Þaö skal þó enn tekið fram að í þessari uppskrift er ætlast til að kjötið sé minna reykt en hið svo kallaöa Londonlamb en lík- legast verðum við þó að notast við það nema við látum reykja sérstak- lega fy rir okkur. Þetta er sáraeinföld uppskrift og það sem þarf er: Léttreykt lambakjöt (læri eða hrygg- ur) Léttreykt lambakjöt (lærieðahryggur) 2 h vítlauksrif 8 einiber (þau fást þurrkuð í flestum betri verslunum) álpappír (væn örk) Skerið hvítlaukinn í þunna stafi og stingið honum undir himnuna á kjöt- inu eða með beini. Stingið ekki í sjálf- an vöövann. Myljið nú einiberin og klappið þau inn í kjötiö. Kveikið nú á ofninum og stillið hann á 200°. Pakk- iö þá kjötinu í álpappirinn þannig að öruggt sé aö enginn vökvi nái að renna út. Kjötið er svo bakaö í ofnin- um. Sem dæmi um bökunartíma mætti nefna að læri sem er 2 kg að þyngd þarf að vera 11/2 tíma í ofnin- um en 2 kg hryggur svona 50 mín. Áskorim til borgar- stjórnar Reykjavíkur 0 Sælkerasiðan skorar á borgarstjórn að láta reisa fiskmarkað við höfnina. an svip á bæinn og eru þeir öruggt merki um að voriö sé að koma. Svo eru erlendu ferðamennimir famir að sjást á götum Reykjavíkur og fara þeir flestir niður að höfn. Hvemig væri nú að borgaryfirvöld létu byggja lítinn fiskmarkaö við höfn- ina? Þetta þurfa ekki aö vera viða- mikil mannvirki. Þarna gætu grá- sleppu- og trillukarlamir haft að- stöðu og selt fisk. Svona fiskmark- aður mundi setja svip á bæjarlífiö og yröi vinsælt myndefni fyrir ferða- menn. Ekki væri úr vegi að t.d. Bæjarútgerðin og fisksalar seldu þarna fisk og þá kannski sjaldgæfar tegundir sem ekki eru oft á boðstól- um. Maikaöurinn yrði opinn yfir sumartímann, t.d. frá 15. apríl til 1. sept. Utimarkaðir eru af skiljanleg- um ástæöum ekki algengir hér á landi en það ætti að vera kjöriö að reka lítinn fiskmarkað. Það eina sem þarf er rennandi vatn og þak. Mark- aðurinn ætti svo að vera smáútgerð- armönnum frjáls til afnota. Reykja- víkurhöfn gæti annast rekstur mark- aðsins. Það hefur áður veriö minnst á þetta mál hér á Sælkerasíðunni. Sælkerasíöan vill enn vekja athygli á þessarihugmynd. Þessa dagana má sjá „grásleppu- karlana” á götuhomum og niðri við höfn að selja grásleppu sína og rauð- maga. Karlamir setja skemmtileg- Amsterdam — mennlng og matur Sælkerasíöan og Sælkeraklúbbur- inn hafa nú í 4 ár skipulagt sælkera- ferðir til útlanda. Að þessu sinni, eða föstudaginn 6. maí, veröur farin helgarferötil Amsterdam. Unnendur hinnar göfugu matargerðarlistar og lista almennt þyrpast árlega til Amsterdam, þar eru meö bestu lista- söfnum í heiminum og í Amsterdam mætist evrópska og austurlenska eldhúsið. Það er komið sumarveöur í Amsterdam og hefur hið fjöl- skrúðuga götulíf vaknað af dvala eftir veturinn, enda verður byrjað á að fara í gönguferð um miöborgina og um kvöldiö veröur svo brasilískur matsölustaöur heimsóttur en þar er hægt aö fá frábærar nautasteikur. Laugardaginn 7. maí verður svo far- ið á flóamarkaðinn en þar er mann- líf skrautlegt ekki síöur en munirnir sem þar er boðnir til sölu. . . Um kvöldið gefst svo þátttakendum kost- ur á aö kynnast indónesískri matar- geröariist eins og hún gerist best. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Sunnudaginn 8. maíverðursvo hið stórkostlega Vincent van Gogh lista- safn skoðað en það er ógleymanlegt öllum þeim er það hafa heimsótt. Seinna um daginn veröur svo siglt um síki Amsterdamborgar og hún skoðuð. Um kvöldið verður svo hinn frábæri veitingastaöur De Boerderij heimsóttur. Mánudaginn 9. maí má svo nota til að versla og um kvöldiö verður svo fariö á franskan veitinga- staö og auövitað þann besta. Amster- dam er borg lista, þátttakendur geta því sótt tónleika og söfn, nú eða bara notið vorsins. Allir sælkerar sem heimsækja Amsterdam ættu að nota tækifærið og kaupa krydd því að úr- valið er stórkostlegt. Þeir sem áhuga hafa á þessari menningarferö geta látið skrá sig eða beðið um nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofunni Flugferðum, Vesturgötu 17, sími 10661.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.