Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 30. APRIL1983. „Ætlið þér að segja mér að þér hafið sleikt tærnar á þesarigæs?"„Nei, nei, hún var á skóml" „ Haidið þér ég missi þá ekki gervitennurnar útúrmér. . . Lfstagyðja aldarinnar og ævmtýraskáldið Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í næstu viku leikrit um H.C. Andersen og Jóhönnu Lovísu Heiberg. Er það jafnframt síöasta verkefni leikfélagsins á þessu leikári. Leikritið nefnist Ur lífi ánamaðkanna og er eftir Per Olov Enquist, sænskan höfund, sem á örfáum árum hefur skipað sér í fremstu röö leikritahöfunda á Norður- löndum. I þessu verki byggir Enquist víða á staðreyndum um þessar frægu persónur, sem f jallaö er um, svo sem æviminningum Andersens og Jóhönnu Lovísu, en báðar þessar bækur hafa þótt með merkilegri ævisögum. Hann leyfir sér þó að sjálfsögðu frjálsræöi rithöfundarins. Það er Stefán Baldursson, sem þýtt hefur leikritið, en leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson. Leikendur eru fjórir: Guðrún Ásmundsdóttir leikur Jóhönnu Lovísu, Þorsteinn Gunnarsson H.C. Andersen, Steindór Hjörleifsson Jóhann Heiberg og Margrét Ölafsdótt- ir ónafngreinda gamla konu. Listagyðja aldarinnar Jóhanna Louisa fæddist árið 1812 í Danmörku. Móðir hennar rak eins konar krá og á kránnni ólst telpan í raun upp. Ekki var hún gömul þegar hún fór að dansa fyrir gestina. Mátti vart á milli sjá, hvort gestir kæmu á krána til að fá sér bjór eða horfa á telpuna dansa. Þar kom að vinur móðurinnar kom aö máli við hana og hvatti hana til að koma telpunni í ballettskóla. Og í Konunglega ballett- skólanum var Jóhönnu tekið opnum örmum. Hófst þá hinn glæsti ferill Jóhönnu Louisu á listabrautinni enda var hún gjarnan kölluö listagyöja ald- arinnar. Jóhanna var aðeins þrettán ára, þegar hinn þekkti rithöfundur, Jóhann Ludvig Heiberg, sá hana á sviöi. Hann, eins og svo margir aðrir, hreifst af henni, þótt hann væri 23 árum eldri en hún. Jóhann var mikill áhrifamaður í dönsku menningarlífi og þar kom aö hann bað Jóhönnu. Þótt hún hefði get- að valið úr öllum karlpeningi Dan- merkur og víöar, játaðist hún honum, ekki af því aö hún elskaði hann heldur frá „skynsemissjónarmiði”. Brúðkaupið átti sér stað í júlí 1831, hún 19 ára, hann 41 árs. Jóhann Heiberg haföi aldrei verið við kvenmann kenndur. Hann þótti ekkert fyrir augað og heldur var hann erfiður í umgengni. Hann var óskap- lega íhaldssamur og vanafástur og á tíðum átti hann við mikið þunglyndi að stríða. Jóhanna var trú og trygg eigin- manni sínum alla tíö og fyrir það Þorsteinn Gunnarsson og Margrót Ólafsdóttir i hlutverkum H. C. Andersen og gömlu konunnar. Verð- laiuia- höfundur Höfundur Ánamaðka er Per Olov Enquist. Hann ersænskur, fæddur árið 1934 og á örfáum árum hefur hann skipaö sér í röð fremstu leikrita- höfunda á Noröurlöndum. Eftir hann liggur fjöldinn allur af verkum og fyrir eitt þeirra, Legionarena eða Málaliðana, hlaut hann bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1969. Meðal annarra leikrita hans eru Maðurinn á gangstéttinni, Chez Nous ogTilFedru. Ur lífi ánamaðkanna eða Frán regnormamas liv er annaö verk Enquist, sem tekið er til sýningar hér- lendis. Hið fyrra var Nótt ástmeyj- anna ersýnt varí Þjóöleikhúsinu 76. Ánamaökar hafa hvarvetna þar sem þeir hafa verið settir upp veriö mjög vinsælir og hlotið einróma lof gagnrýnenda. Þetta er tiltölulega nýtt verk eða frá árinu ’81. Þaö ár voru Ánamaðkar settir upp í Konunglega leikhúsinu íKaupmannahöfn. Þarvoru vinsældir slíkar að um tíma var tekið upp það ráð að hver maöur gat ekki fengið nema tvo miöa keypta á sýningu. Skömmu eftir að Konunglega leikhúsið frumsýndi Ánamaðka var þaö frumsýnt í Stokkhólmi. Síöar hefur leikritið verið sett upp á ýmsum stöðum á Norðurlöndum við miklari vinsælir. Þá mun Ingmar Bergman vera að vinna að uppfærslu Ánamaðka í Miinchen og í París verður verkiö og sýnt innan skamms, svo og í Banda- ríkjunum. -KÞ. Þeir voru margir á þessum árum, sem tilbáðu Jóhönnu. Einn þeirra var skáldiö Bjömstjeme Bjömson, enda sagöi hann einhverju sinni: „Ef frú Heiberg hefði leitt dönsku stjórnina 1864, hefði ég aldreifariö frá Slésvík! ” Jóhanna fékkst töluvert við skriftir, auk ævisögunnar á sinni tíð. Meöal annars samdi hún mikið af ljóöum og skrifaði fjöldann allan af bréfum. Hún léstáriö 1890. „Barnaævintýri ekki bókmenntir!" H.C. Andersen þekkja allir. Hann fædist 1805 í Oðinsvéum á Fjóni. Hann var sonur fátæks skósmiðs sem lést fyrir aldur fram áriö 1816. Móðir hans giftist aftur og sonurinn var settur í læri hjá ýmsum iönaðarmönnum, en einhvern veginn tolldi hann hvergi. 1919 hélt hann til Kaupmannahafnar til að veröa frægur, eins og hann sagði sjálfur. Hann lést 1875 Það var einmitt í Kaupmannahöfn, sem leiðir þeirra H.C. Andersen og Jó- hönnu Heiberg lágu saman. Árið 1821 léku þau bæði í Armida, ballett eftir Svíann Karl Dahlén. H.C. Andersen lék þar tröll, Jóhanna engil! Það var þó ekki fyrr en síöar að þau kynntust að einhverju marki. H.C. Andersen byrjaði snemma aö semja ævintýri, enda lifði hann gjarnan í dagdraumum sem barn. Hann vildi fremur leika sér að brúðuleikhúsi, sem faðir hans bjó til handa honum en slást við strákana í nágrenninu. Og hans líf og yndi var að segja hinum krökkunum ævintýri sem hannbjótilsjálfur. Þegar hann kynntist Heiberg-hjón- unum var Jóhann leikstjóri Konung- lega leikhússins í Höfn. Ekki nóg með það, hann var einnig leiðandi afl í leikritaskrifum og því ofarlega á blaði í lista- og menningarlífi borgarinnar. H.C. Andersen fannst ekki mikið til sinna skrifa koma þegar hann kynntist skrifum Jóhanns, enda sagði hann barnaævintýri ekki vera bókmenntir. Hann vildi skrifa eins og Jóhann. Hann segir í bréfi, sem hann skrifaöi eitt sinn. „Bara ef ég hefði eitthvað af sjálfsrýni Jóhanns, myndi ég fljúga! ” En þrátt fyrir allt og allt heldur H.C. Andersen sig að mestu við ævintýrin, góðu heilli! Kannski vegna þess að Jóhanna blés í hann eldmóöi til þess. Að minnsta kosti er talið, að kveikjuna í nokkur ævintýra þessa ástsæla höfundar hafi hann sótt til Jóhönnu Heiberg, má þar nefna Ævintýið um litlu stúlkuna með eldspýturnar. -KÞ tók saman. elskaði Jóhann hana. Þó var eitt sem mjög skyggöi á samband þeirra alla tíð, en það var bamleysið. Guðrún Ásmundsdóttir og Steindór Hjörleifsson leika Heiberg-hjónin. IDV-B.Ó.I Höfundur Úr iifi ánamaðkanna, P.O. Enquist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.