Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Page 29
DV. LAUGARDAGUR 30. APRIL1983. 29 Að henda stelnl í himininn (en hæfa ekkl) Ég vil geta þess strax í upphafi, ef þaö hefur farið framhjá einhverjum, aö þaö er búiö aö kjósa og í tilefni kosninga voru vegir ruddir, meira aö segja þjóövegur 711 því að nú til dags er bíllinn orðinn slíkur farartálmi aö menn komast ekki spönn frá rassi ef snjór er á samgönguleiðum. Áöur en bíllinn kom til sögunnar fyrir alvöru fóru menn allra sinna feröa þegar þeim sýndist og hvemig sem færö var og veður en nú liggur viö aö fólk veröi úti í stórum stíl í miðborg Reykjavíkur ef eitthvað er aö veðri og hjálparsveitir eru kallað- ar út til aö leita aö fólki á Breiðholts- braut og í Austurstræti. Bílar eru nefnilega ekki fram- leiddir til aö standast íslensk veöur f rekar en þ jóðvegur 711. Sumar En nú er sumariö komiö og sólin farin aö hækka á lofti og menn famir aö búa sig undir aö fjölga svokölluöum atvinnutækifærum og í tilefni af því hefur möskvastærð neta verið minnkuö rækilega svo aö hægt veröi aö gera helming togaraflotans út á homsílaveiðar í sumar. Eins og allir vita hefur sá stofn ekki verið nýttur neitt aö ráöi hingaö til og ætti því aö vera óhætt aö veiða talsvert af honum, a.m.k. fyrir innanlands- markaö, því aö eins og staöa krónunnar okkar er i dag hæfir hornsílið trúlega einna best greiðslu- getu okkar. Aö undanfömu hefur mönnum oröiö tíörætt um þaö sem miður hefur fariö í þjóöfélaginu og hafa þeir bókstaflega ekki séö neinn ljósan punkt í tilvemnni þó að launin eigi aö hækka um 20% fyrsta júní og krónan sé farin aö nálgast það aö vera jafnlítils viröi og hún var fyrir myntbreytinguna. Mér finnst þetta hvort tveggja gleðiefni því aö þetta Benedikt Axelsson c sýnir þaö að stjórnmálamenn eru enn aö stjóma landinu eins og þeir hafa gert undanfama áratugi. Ef við hins vegar fengjum f réttir af því einn góðan veðurdag aö laun ættu ekki aö hækka og krónan ekki aö lækka lægi beinast viö aö álykta sem svo að stjórnmálamenn heföu fariö heim og lagtsig. Gúrkutíð Aðalhitamáliö í dag, fyrir utan flensuna sem herjar á okkur, er einkasala á eggjum. Eins og málum er háttaö nú ráða kaupmenn veröinu og þess vegna er þaö misjafnt sem er dálítið bagalegt fyrir okkur neytendur þar sem viö eigum það á hættu aö kaupa dýmstu eggin þegar viö ætlum okkur aö kaupa þau ódýr- ustu og öfugt. Þaö hljóta allir aö sjá hvaö þetta er slæmt og þar aö auki hlýtur að vera miklu heppilegra og ódýrara aö setja á laggirnar sex manna nefnd sem ákveður verðið heldur en aö láta mörg þúsund kaup- menn vera aö þessu hvem í sínu homi. En ekki em allir sammála þessu og sumir tala um einokun varðandi verðlag á landbúnaöarvörum eins og hún sé neikvætt fyrirbrigði sem er alls ekki rétt því aö allir vita að þaö er keppikefli framleiöenda aö fá sem allra minnst verö f yrir vöm sína. Hafiö þiö ekki tekiö eftir því aö gúrkuframleiðendur og tómata- em alltaf aö lækka veröið frá því aö þessar vörutegundir koma fyrst á markað og þar til þeir keyra afgang- inná haugana? Bein útsending Þaö þótti mikil framför hér á landi þegar hægt var aö sjónvarpa beint inn í stofur landsmanna helstu at- buröum íþróttasögunnar og ég held aö þaö megi fullyröa aö aldrei hefur gleöi landsmanna verið jafneinlæg og sönn og þegar viö fengum aö sjá danslagakeppni Evrópu beint sl. laugardag. Mér hefur stundum fundist sjónvarpið ekki fylgjast nógu vel meö þeim atburöum sem hæst ber í heiminum en á undanförnum mánuöum hefur oröiö gleöileg breyting á þessu. Meö tilkomu jarðstöðvar getum viö hvenær sem okkur sýnist séð Liverpool sigra Man. United 2—0 eöa 3—2 klukkan fimm á laugardegi í stað þess aö fá aðeins fréttir af þessum merkisviö- buröi tíu mínútur yfir fimm þennan sama laugardag og eins og ég gat um áöan vitum við Islendingar allir upp á hár í dag hver sigraði í Evróvisjón söngvakeppninni í staö þess að ef sjónvarpið okkar hefði ekki sent okkur úrslitin beint heföum viö kannski þurft aö lesa um þennan merkisatburö í mannkynssögunni eftir svosem30ár. Ég vil hér með hvetja sjónvarpið til aö halda áf ram á þessari braut. Stjórn Og nú eru stjórnmálamenn aö reyna aö mynda ríkisstjóm en gengur jafnilla aö koma sér saman um hlutina og mér gekk aö tjónka viö Blesa gamla hér í eina tíö. Hann var nefnilega þannig aö ef ég vildi fara í suöur vildi hann í noröur og ef ég danglaöi í hann meö kaöalspotta skvetti hann upp rassinum, hristi hausinn en stóöaöþví búnu kjur. Viö fáum örugglega rikisstjórn einhvern tíma þótt viöræður stjórn- málamanna minni mig oft á vísuna. Sá hæfnisskortur maður minn er mestur scm ég þekki að henda steini í himininn en hæfa ekki. Kveöja Ben. Ax. Gagnfræðaskólínn á Höfn Kennara vantar. Aöalkennslugreinar: enska, íslenska og raungreinar. Húsnæöi til staðar fyrir viðkomandi. Uppl. gefur skólastjóri í síma (97)-8348 og (97)- 8321. Dvöl í orlofshúsum Iðju Iðjufélagar sem óska eftir að dvelja í orlofshúsum félagsins í Svignaskarði sumarið 1983 verða að hafa sótt um hús eigi síðar en þriðjudaginn 17. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16. Dregið verður úr umsóknum á skrifstofu félagsins 18. maí kl. 16 og hafa umsækjendur rétt til aö vera viöstaddir. Þeir félagar sem dvaliö hafa í húsunum á þrem undanförnum árum koma aðeins til greina ef ekki er fullbókað. Leigugjald verður kr. 1.200,- á viku. Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt orlofshús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar og verður það endurgjaldslaust gegn framvísun læknisvottorðs. STJÓRN IÐJU Brídgespflarar TOPS er þaö nýjasta í bridgeheiminum og fæst nú hjá okkur. Allt fyrir bridgespilara og aðra spilamenn. Spil, spilabakkar, sagnbók o.fl. o.fl. Sendum í póstkröfu um allt land. Frímerkjamiðstöðin h/f, Skólavörðustíg 21A, sími 21170, Reykjavík. A ATLAS eru þér allir vegir M færir £f Aukið öryggi fyrir þig, þína og þá sem á vegi ykkar verða. ATLAS hjólbarðar . Minni bensíneyðsla, meiri ending. Otsölustaðir: Kaupfélögin um allt land SAMBANDiÐ VELADEILD HJÓLBARÐASALA Höfðabakka 9 ^83490-38900 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.