Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 3
DV. LAUGARDAGUR25. JUNI1983. 3 Forseti gróðursetti þrjú tré á Flateyri: Iss, þetta þýðir ekkert, roiiumar éta þetta strax — sagði eitt barnanna, en forseti skipaði þegar nefnd til varðveislu plantnanna Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, kom til Flateyrar í gærmorgun, á fjórða degi opinberrar heimsóknar sinnar um Vestfirði. Hreppsnefndir Flateyrar- og Mos- vallahrepps héldu móttöku í bama- skólanum. Síðan gróðursetti forsetinn þrjú tré fyrir framan kirkjuna á Flat- eyri. Eitt bamanna, sem þar var við- statt, lét í ljós eíasemdir um að þessi gróðursetning væri til nokkurs gagns og sagði: „Iss, þetta þýðir ekkert, roilurnar éta þetta strax.” Forsetinn brá þá hart við og skipaði nefnd til að annast varðveislu plantnanna. Gaf hún sjálf kost á sér og nokkrir aörir réttu upp höndina til merkis um að þeir tækju einnig sæti i nefndinni. Aö þessu loknu skoðaði forsetinn frystihúsið Hjálm á Flateyri og ræddi þar við starfsfólk. Hreppsnefndin á Suðureyri hélt for- setanum hádegisverðarboð og að því loknu var vígt nýtt bamaheimili og haldin móttaka þar fyrir alla bæjar- búa. Síðdegis í gær kom forsetinn til Isa- fjarðar. Móttökuathöfn bæjarstjómar fór fram í Faktorshúsinu sem er eitt elsta hús bæjarins, byggt 1765. Það hef- ur nú verið gert upp og verður í fram- tíðinni notað til gestamóttöku á vegum bæjarstjórnar. Var húsið vígt í þessu skyni við mót- töku forsetans. Forsetinn ávarpaði síöan Isfirðinga á Austurvelli þar sem safnast hafði saman mikill mannfjöldi. I ávarpi sínu sagöi hún meðal annars að heimsóknin til Vestfjarða, þar sem hún hefði séð atorku Vestfirðinga, hefði bætt við bjartsýnishugsjón sína. Lagöi hún áherslu á að Islendingar ættu að halda innbyrðis frið og frið viö aðrar þjóðir og fá þær til að vinna að því sama. I gærkvöldi hélt bæjarstjórn Isa- fjarðar forsetanum samsæti í mennta- skólanum en aö þvi loknu var opið hús fyrir alla bæjarbúa. I dag hélt forset- inn áf ram f ör sinni til Súðavíkur en siö- Hér gefur forsetinn kost á sér i nefnd til að vinna að verndun plantnanna á Flateyri. DV-símamynd GVA. an mun hann sigla inn Isafjaröardjúp ungarvíkur í kvöld. Heimsókninni lýk- með varðskipi, með viðkomu á Reykja- ur á morgun. nesi og í Vigur. Komið veröur til Bol- -ÓEF/PÁ. NÝTT m A BÖRNIN NÝ BÚÐ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 Barnafataverslun Skólavördustig 6 Simi 10470.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.