Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNI1983. 7 Reykingar ekki auk- ist að ráði I maíhefti Hagtíðinda voru birtar tölur um umtalsverða aukningu á tóbaksinnflutningi. Þar segir að inn- flutningur á vindlingum hafi aukist um 77,4% fyrstu fjóra mánuði þessa árs, 170.5 tonn voru flutt inn, borið saman við 96,1 tonn á sama tíma í fyrra. Hvað innflutningi á öðru tóbaki viðkemur þá mun samdráttur hafa orðið sem nemur 3,1%, 34,4 tonn voru flutt inn í ár, en 35.5 tonn í fyrra og er þá miöað við fjóra fyrstu mánuðina. Heildarinn- flutningur á tóbaki jókst því um 55,7% á þessu tímabili. Til að kanna hvort söluaukning hefði orðið í samræmi við þessar tölur leituð- um við til Ragnars Jónssonar, skrif- stofustjóra ÁTVR. Hann vitnaði i söluskýrslu sem fyrir lægi yfir 3 fyrstu mánuði þessa árs og samkvæmt henni hefði einhver aukning orðið á sölu vindlinga miðað við árið í fyrra. Það væri þó þannig að oft væru mismun- andi hreyfingar á milli mánaða, en birgðamagn hjá ATVR hefði ekki auk- ist neitt óeðlilega sem af er þessu ári-AA Gamatt fallstykki í Sjóminjasafninu. SýningíSjó- minjasafninu stendur út júlí Ákveðið hefur verið að framlengja sjóminja- og byggðasýningu Sjóminja- safns Islands. Safnið er til húsa í Brydepakkhúsi að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Endurbyggingu hússins er nýlokið og er húsið nú í fyrsta sinn til sýnis almenningi. Á neðri hæð sýnir Sjóminjasafn Islands þróun fiski- og farskipa á Islandi með skipa- og báta- likönum. A efri hæð sýnir Byggðasafn Hafnarfjarðar ljósmyndir og muni úr eigu safnsins. Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—18 til júlíloka. Verslunarmannafélag Reykjavíkur: Samningum sagt upp Verslunarmannafélag Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi í trúnaðar- mannaráði félagsins mánudaginn 20. júní að segja upp gildandi kjarasamn- ingum þess. I ályktun trúnaðarmannaráðsins er harðlega mótmælt afnámi samnings- réttarins og þeirri skerðingu sem verð- ur á kaupmætti þeirra sem búa við lægstu rauntekjumar. Trúnaðarmannaráð Verslunar- mannafélags Reykjavíkur skorar á stjórnvöld að endurskoða ákvarðanir sínar. JBH Góð staða verk- fallssjóðs BSRB — áætlaðareignir4 milljónir íárslok 1983 „Ætla má að staða verkfallssjóðs Bandalags starfsmanna ríkis og bæja verði um 4 milljónir króna í árslok 1983,” sagði Eyþór Fannberg, for- maðursjóðsins.íviðtalivið DV. Sagði Eyþór að þegar stærð sjóðsins væri rædd væri rétt að hafa í huga að hann hefði ekki veriö stofnaður fyrr en í kjölfar samningsréttariaga 1976— 1977. I vinnustöðvununum ’77 og ’78 hefðu safnast um 50.000 krónur og hefði það verið fyrsti vísir að verkfallssjóði. Aðspurður um fjármögnun sagði Eyþór að markaðar tekjur sjóðsins væru nú 15% af félagsgjöldum BSRB. Hann sagði ennfremur að enn sem komið væri hefði aldrei verið veitt úr sjóðnum þar sem ekki heföu komið til langvarandi vinnustöðvanir eftir stofnun hans. Loks sagði Eyþór að rétt væri að geta þess að nokkur aðildarfélög BSRB ættueinnigsínaverkfallssjóði. -JSS. Við byrjum á Rimini og síðan er ókeypis , flug, aSpan! Vikudvöl með fullu fæði á Mallorca án aukakostnaðar Nú bjóðum við meistaralega samsettar ferðir til Rimini með viðbótardvöl á Mallorca - farþegum algjörlega að kostn- aðarlausu. Dvalist er í tvær vikur á Rimini og eina viku á Mallorca, þar sem fullt fæði er innifalið í verði ferðarinnar. Hér er í fyrsta sinn boðið upp á Ítalíu og Spán í einni og sömu ferðinni og verðið er einfald- lega það sama og fyrir þriggja vikna dvöl á Rimini. Við minnum á myndarlegan barna- afslátt og frábær greiðslukjör. Þetta er ferð sem seld er á sannkölluðum vildarkjörum. Rimini Unnt er að velja á milli íbúðar- og hótelgist- ingar að vild. Mallorca Dvalist er á Hótel Timor á Arenal-strönd- inni, örskammt frá höfuðborginni Palma. Herbergi eru öll með baði, svölum og síma. í hótelinu eru veitingastaðir, barir, sjón- varpssalur, borðtennis-, billiard- og bowl- ingsalir og fyrir utan eru tennisvellir o. m. fl. Og aftur minnum við á að FULLT FÆÐI er innifalið í Mallorca-dvölinni. Hafið samband og leitið samninga Fyrsta brottför 18. júlí Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 LONDON VIKUFERÐIR Brottför alla föstudaga. Verðfrákr. 13.765,- á mann í tveggja manna herbergi. FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.