Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 8
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983.
8_.__________-__________________________.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Selning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1».
Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblað22 kr._____________________■_____________________
Þeir hóta okkur
Til marks um aukna ofbeldishneigð Kremlverja í sam-
skiptum þjóða eru nýjustu hótanir þeirra um beitingu
kjarnorkuvopna gegn Dönum, Norömönnum og íslend-
ingum. Þær birtust í Rauðu stjörnunni, málgagni hersins.
Dönum, Norömönnum og íslendingum má vera ljóst,
aö Andrópof og félagar eru ekki að minna okkur á að
hindra Atlantshafsbandalagið í að gera Norðurlönd að
skotpalli árásar á Sovétríkin, þótt þeir hafi það aö yfir-
varpi.
Arftakar Brésnéfs og herforingjar þeirra vita vel, að
hvorki Atlantshafsbandalagið né Norðurlönd ráögera
hernaðarlegt ofbeldi gegn Sovétríkjunum. Hins vegar
langar Kremlverja aö víkka valdsvið sitt, með eða án of-
beldis.
Einn þáttur í vaxandi ágengni sovézkra hernaðarsinna
eru ferðir kjarnorkukafbáta í landhelgi norrænna ríkja.
Þær hafa gengið svo langt, að einn báturinn strandaði
uppi í f jöru langt inni í firði í Svíþjóð.
Þessi sérstæða frekja hefur leitt til hugleiðinga innan
og utan Svíþjóðar um, að tímabært sé fyrir Svía að endur-
skoða stöðu sína í heiminum, áður en þeir eru nauðugir
farnir að sitja og standa eins og Andrópof þóknast.
Hlutleysi Svía var á sínum tíma reist á grundvelli tölu-
verös varnarmáttar þeirra. Nú er hins vegar svo komið,
að útþenslumenn austursins hafa þcnnan mátt í flimting-
um og athafna sig eftir þörfum í sænskum f jörðum.
Hótun Rauða hersins er meðal annars ætlaö að vara
Svía viö að láta hugleiðingar um endurmat ganga svo
langt, að þeir taki upp samstarf við Atlantshafsbandalag-
ið. Þá verði þeir sprengdir eins og Danir, Norðmenn og
Islendingar.
Um leiö er hótunum þessum ætlaö aó styðja við bak
fimmtu herdeildanna í Danmörku, Noregi og á Islandi.
Þessar deildir eru skipaöar nytsömum sakleysingjum,
sem halda, að þeir stuðli að friði með þátttöku í ýmsum
hreyfingum.
Ein skæðasta ,,friðar”-plágan er hugmyndin um sam-
komulag um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum. Hún byggist á þeirri firru, að mark sé takandi
á undirskriftum Kremlverja undir alþjóölega eða fjöl-
þjóðlega samninga.
Sönnu er nær, að slíkar undirskriftir eru fremur vís-
bending um, að Andrópof og félagar hugsi sér til hreyf-
ings í hina áltina. Mannréttindabrot þeirra hafa til dæmis
stóraukizt eftir undirritun Helsinki-sáttmálans.
Kjarnorkuvopnalaus lönd á borð við Norðurlönd þurfa
engar yfirlýsingar Kremlverja um kjarnorkuvopnalaus
svæði, ekki fremur en gagn er að hliðstæðum yfirlýsing-
um um, að þeir verðlekki fyrri til að beita kjarnorku-
vopnum.
Yfirlýsingar af þessu tagi eru verri en marklausar. Til
dæmis er dómur reynslunnar, að „ekki-árásarsamn-
ingur” er af hálfu slíkra stjórnvalda talinn eðlilegur
aðdragandi árásar, — hluti af vinnubrögðum þeirra.
Á sama tíma og Andrópof var að skipuleggja geð-
veikrahælin fyrir leyniþjónustuna lærði hann að full-
komna utanríkisstefnuna, sem felst í útþenslu með góðu
og illu til skiptis. Nú hentar honum að byrja að hóta
okkur.
Til þess að varöveita friðinn er okkur affarasælast að
standa þétt saman í vörninni og láta ,,friðar”-hreyfingum
ekki takast aö rjúfa nein þau skörð í múrinn, sem Kreml-
verjar eru að blekkja þær til að reyna að gera.
Jónas Kristjánsson.
Ógæfa íslands
Ogæfu Islands veröur allt aö vopni.
Viö skulum þó halda ríkisstjóminni
fyrir utan þessa umræöu aö sinni en
snúa okkur aö öörum áföllum sem
þjóöin hefur oröiö fyrir síöustu árin.
Það er af nógu að taka.
Mönnum mun þaö í fersku minni,
þeim sem komnir eru vel áleiðis með
þaö aö verða þrítugir, aö fyrir um
tuttugu árum vöknuðu ráðamenn við
vondan draum og þóttust sjá aö nú
yröi að „skjóta fleiri stoðum undir ís-
lenskt atvinnulif”. Menn þóttust sjá
aö landbúnaður og sjávarútvegur
yröu ekki starfsvettvangur meiri-
hluta þjóöarinnar til langframa og
þar sem iöjuleysi er undirrót alls ills
varð að finna störf handa þeim sem
landiö áttu að erfa. Og þá var stór-
iöja lausnarorðiö.
Þaö var byggð virkjun og síöan ál-
ver og menn voru bjartsýnir. En það
gekk ekki vel. Álverið sýndi tap á ári
hverju, sölutregðan fór illa meö fyr-
irtækið og önnur (myrk) markaðsöfl
unnu gegn því lika. Og nú er farið að
segjauppfólkiþar.
En bjartsýnin var ráðandi afl í ís-
lenskum stjómmálum og hafandi
skoðaö markaöinn vel komu menn
auga á aö kísilmálmur seldist vel. Og
Úr ritvélinni
ÓlafurB. Guðnason
þegar svartnætti örvæntingarinnar
var að skríöa upp á himininn og bjó
sig undir aö grúfa sig yfir þjóðina,
barst bréf frá Austurlöndum fjær.
ina, en þaö er víst aö hér eru einhver
hugmyndatengsl á feröinni (og tal-
andi um hugmyndatengsl, voru þaö
kannski freudísk hugmyndatengsl
sem réöu því að selormanefnd var
sent erindið um þennan nýstárlega
útflutning?). En þaö er víst að reyn-
ist „framleiösla” á selsreðrum og út-
flutningur hagkvæmur, er þar að
finna óþrjótandi markaö.
En þaö sem hér var sagt í upphafi
um ógæfu Islands á þó enn viö. Því
þótt öll skilyrði um hagkvæmni og
þess háttar væru uppfyllt er enn eftir
ljón í veginum, og þaö grimmt.
Menn minnast þess kannski að fyr-
ir nokkrum mánuðum samþykkti Al-
þingi aö mótmæla ekki hvalveiði-
banni Alþjóða hvalveiðiráðsins og
þar meö sér fyrir endann á hvalveið-
um við Island. Astæöan fyrir þessari
ákvöröun Alþingis var einfaldlega sú
að ef hvalveiðum yrði haldiö áfram
gæti fiskmörkuðum Islendinga í
Bandaríkjunum veriö stefnt í hættu.
Nú er þaö s vo aö eftir því sem f iskun-
um fækkar minnka fiskmarkaðimir,
þá var rokiö til að virkja meir og
byggja kísilmálmver. Það þurfti
ekki aö koma nokkrum manni á
óvart að samtímis og það ágæta iðju-
ver var fullbúið hrundi verðið á kísil-
málmi og hefur ekki reist sig við að
nýju. Og þannig fór, sem fyrirsjáan-
legt var, að blessað iðjuveriö hefur
veriö lokað upp á síðkastiö.
Þaö varð þjóðarsál Islendinga til
bjargar hversu seigir afkomendur
landnema og víkinga eru. Aðrar
þjóöir hefðu kiknað undir þessu mót-
læti, sem þó dugði aðeins til þess aö
stæla k jarkinn í fr jálsbornum Islend-
ingum. Frjálsbomir Islendingar
færöu í millitíðinni landhelgina út í
200 mílur og ögmðu þar með Bretum
FTFF. (Fyrir Thatcher & fyrir Falk-
landseyjar).
Nú gátu ráðamenn hægt á sér með
stóriðjuverin því með svo stóra land-
helgi og mikið af fiski mátti sjávar-
útvegurinn taka við fólki til vinnu um
sinn. En aftur léku örlaganomirnar
á Islendinga. Meðan skipum fjölgaði
fækkaði fiskunum og nú er svo kom-
ið, að fiskar eru að verða jafnsjald-
séðir og h vítir hrafnar.
Þegar neyðin er stærst, er hjálpin
næst, segja menn þegar þeir eygja
enga von. Og mikið rétt, einmitt
Kannski hefði verið betra ef þaöan
hefðu komið þrír vitringar, en bréfiö
verður þó að nægja í bili.
I bréfinu frá Austurlöndum var fal-
ast eftir ákveðnum líkamshlutum
sela tii kaups, líkamshlutum, sem til
þessa hafa ekki þótt nýtanlegir hér á
landi (ekki þegar þeir em á dauöum
selum, a jn.k.). Nú vill svo til að tals-
vert framboð er af selshræjum um
þessar mundir og því ekkert því til
fyrirstöðu að senda í það minnsta
sýnishom til hinna áhugasömu Aust-
uriandabúa, en eins og formaður sel-
ormanefndar sagði:....þetta getur
orðið dýr framleiðsla”. En það er
lika dýri fyrir bændur að framleiða
mjólk.
Nú er það alkunna að Austurlanda-
búar kaupa furðulegustu líkams-
hluta af ólfldegustu dýram til þess að
efla kynhvöt sína (og má marka
árangurinn af því, til dæmis, að Kín-
verjar eru nú fjórðungur mann-
kyns). Meðal annars þykir það gott
fyrir barnlaus hjón að borða dulítið
af muldu nashymingshomi, og nokk-
uð víst að bamleysið muni lagast af.
Eitthvað svipað er þetta með hugs-
anleg kaup á selsreðmm. Hér skal
ósagt látið hvort þessi undarlegu
meöul hafa einhver áhrif á kynhvöt-
af þeirri einföldu ástæðu að fiskurinn
fæst ekki. En það er þó þrátt fyrir
allt ekki svo illa komið fyrir Islend-
ingum, að við fiskum ekkinóg fyrir
Bandaríkjamarkaðinn.
Nú hafa Bandarikjamenn og
reyndar Evrópuríkin líka svipaða
skoðun á selveiðimönnum og hval-
veiðimönnum. Þetta hefur meðal
annars leitt til hörmungarástand á
Grænlandi. Og fremst í flokki haturs-
manna selveiða fer valkyrjan
Brigitte Bardot. Segjum nú að Is-
lendingar tækju upp náið viðskipta-
samband við Austurlönd fjær og
flyttu íbúum þess fjarlæga heims-
homs lostaaukandi selsparta.;
Hvernig ætli Bardot myndi bregðast
við?
Hvemig ætli íslenskum stjórnvöld-
um myndi ganga við að koma mál-
stað sínum á framfæri erlendis ef til
„selastríðs” kæmi? Eg efast um að
Steingrímur Hermannsson fengi
miklu áorkaðþegar andstæöingurinn
er Bardot sjálf! Hann myndast ekki
eins vel!
Og því er það að þessi útflutnings-
atvinnuvegur virðist andvana fædd-
ur, eins og stóriðjan. Sorglegt en þó
satt, að ógæfu Islands verður meir að
segja Bardot að vopni.