Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 10
10
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983.
TÖQGURHF.
SAAB UMBOÐIÐ
SÍMAR 81530 OG 83104
4 dyra — 5 gira — hvitur — ek. aðeins 6.000 km. Sportfelg-
ur — sólgrind. Vindskeið að aftan — kassettutæki.
—"VIDEO---------------
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23
K vikm yndamarkaöurinn
Skólavörðustíg 19.
Videoklúbburinn
Stórholti 1. Simi 35450.
SELJUM (DAG
.VIDEO,
AVA
□D
3
ÁRG. 1
ÁL-GRÓÐURHÚS
■*
og sólreitir fyrir heimagarða
Stærðir: 3,17X3,78 (10xl2fet)m/gleri, kr.27.000
2,55 x 3,78 ( 8xl2fet)m/gleri, kr. 19.400
2,55x3,17 (8x 10fet) meö/gleri kr. 17.400
Vegghús: 1,91X3,78 ( 6xl2fet) m/gleri, kr. 16.500
Ýmsir fylgihlutir fyrirliggjandi: Hillur, sjálfvirkir gluggaopnarar,
borð, rakamælar, rafmagnsblásarar o.fl. o.fl.
Sólreitirnir eru af nýrri gerð, meö plastgleri (óbrjótanlegt) og innbyggöum, sjálf-
virkum opnunar- og lokunarbúnaði, sem vinnur á sólarorkunni.
Stærð 120x92x38.
Eden garðhúsin eru nú fyrirliggjandi, en viö höfum yfir 10 ára reynslu í þjónustu
við ræktunarfólk. Engin gróðurhús hafa náð sömu útbreiðslu hérlendis. Þau lengja
ræktunartimann og tryggja árangur. Sem fyrr bjóðum við lægsta verð, ásamt frá-
bærri hönnun Eden álgróðurhúsa. Sterkbyggð og traust hús.
Sýningarhús
á staðnum
Kynnisbækur
sendar ókeypis
KLIF HF.
Grandagarði 13
Reykjavík — Sími 23300
„ Þetta er áhugaleikhús sem gerir atvinnumannakröfur," segir Andrés Sigurvinsson, annar framkvæmda-
stjóri Stúdentaleikhússins.
Dagskrá §túdentaleikhiisslns í Jillí:
Tónlíst, ljóð*
list, leiklist
— og Reykjavíkurbliis
Listatrimm Stúdentaleikhússins
hefur tæplega farið fram hjá neinum
sem fylgst hefur með menningarlífi í
Reykjavík að undanförnu. Kaffileik-
hús hefur verið starfandi í Félags-
stofnun stúdenta síðan í maí þar sem
efnt hefur verið til uppákoma af
ýmsu tagi. Nú síðast var flutt dag-
skrá byggð á verkum Jökuls Jakobs-
sonar og í kvöld verða frumsýnd
fjögur stutt leikrit eftir Samuel
Beckett.
Aðstandendur Stúdentaleikhússins
boðuðu til blaðamannafundar í vik-
unni og kynntu dagskrá Listatrimms
í júlí.
Tónlistar- og bókmenntakvöld
verður sunnudaginn 3. júlí. Þá
verður flutt verkið Platero og ég fyr-
ir upplestur og gítar. Textinn er eftir
spænska nóbelsskáldið Juan Ramon
Jiménz og er Guðbergur Bergsson
þýðandi. Upplesari er Jóhann Sig-
urðsson leikari hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, en Arnaldur Arnarson
flytur tónlistina sem Mario Castel
Nuovo samdi við verk Jiménez.
„Reykjavíkurblús” verður frum-
fluttur fimmtudaginn 7. júlí. Hér er á
ferðinni blönduð dagskrá úr efni sem
tengist Reykjavík, byggð á stuttum
leikþáttum og upplestri úr leikritum,
sögum og ljóðum ásamt tónlistar-
flutningi. Auk þess verður „Diskótek
Reykjavík”, þar sem leikin verður
reykvísk dægurtónlist síðustu ára-
tuga. Magnea J. Mattíasdóttir og
Benóný Ægisson hafa umsjón með
„Reykjavíkurblúsnum.” Þau hafa
notið aöstoöar Antons Helga Jóns-
sonar við samantekt úr verkum
yngri höfunda.
Föstudaginn 18. júlí er ætlunin að
frumflytja dagskrá úr verkum
spænska skáldsins Frederico Garcia
Lorca. Samantekt og leikstjóm dag-
skrárinnar, sem er byggð á sögum,
ljóðum og leikritum skáldsins, ann-
ast Þórunn Sigurðardóttir. Leikin
verður spönsk tónlist. Lorca er vel
þekktur hér á landi fyrir leikrit sín
og ljóö. Hann var myrtur af fasistum
í borgarastyrjöldinni á Spáni og
njóta verk hans enn mikilla vinsælda
þarílandi.
Þá verður söng- og tónlistardag-
skrá dagana 22. og 23. júlí. Efnis-
skráin erfjölbreytileg; klassísk, nú-
tíma- og dægurtónlist. Yfirumsjón
með samantekt og flutningi þessarar
dagskrár hefur Guðni Franzson
ásamt Ingveldi Ólafsdóttur og Jó-
hönnu G. Linnet.
Um mánaðamótin Júlí-ágúst
verður svo flutt leikritið Elskendum-
ir í Metró eftir franska skáldið Jean
Tardieu í þýðingu Böðvars Guð-
mundssonar. Leikstjóri er Andrés
Sigurvinsson en hann er annar fram-
kvæmdastjóri Stúdentaleikhússins.
„Starfsemi leikhússins hefur geng-
ið vonum framar og aðsókn verið
með eindæmum góð. Fólk á öllum
aldri hefur sótt sýningar hjá okkur
og tekið mikinn þátt í að skapa
stemmningu,” sagði Andrés á blaða-
mannafundinum áöumefnda.
Það em allir velkomnir til að
starfa hjá Stúdentaleikhúsinu, bæði
skólaðir og óskólaðir leikarar, en
rétt að taka fram að þetta er áhuga-
mannaleikhús sem gerir atvinnu-
mannakröfur,” sagði Andrés Sigur-
vinsson.
/ kvöld frumsýnir Stúdentaleikhúsið fjögur stutt leikrit eftir Samuel Beckett undir yfirskriftinni Óstöðv-
andi flaumur. Á myndinni eru Viðar Eggertsson og Hans Gústavsson i hlutverkum sinurii i leikritinu Ohio
Impromptu sem er eitt nýjasta leikrit Becketts.