Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Síða 11
DV. LAUG ARDAGl) R 25. JÍJNI1983. 11 Tvíburar sem Rannsóknir sýna að tvíburar eru stundum svo nátengdir hvor öörum að þeir deyja nær samtímis. Hér eru nokkurdæmi: Arthur Cochran dó klukkan 3.58 eftir miðnætti í New York. Systir hans fékk skeyti tveimur tímum síðar um að Albert tvíburabróðir hans, hefði dáið fimm mínútum síöar íKalifomíu. Tuula Jaavaara frá Helsinki í Finnlandi leið illa og var ekið í snatri á spítalann. Þetta var í desember 1970. Nær samstundis veiktist Marjatta, tvíburasystir hennar, og þurfti líka að fara á spítala. Það liðu tíu mínútur á miUi andláts þeirra. Dánarorsökin var hjartaslag í báðum tUvikum. Samt voru þær ein- ungis 23 ára gamlar. Charles og Arthur Davis, tvíburar sem báðir voru gagnfræðaskóla- kennarar í Florida, voru dag nokkum 1934 að aka bU á mismun- andi stöðum í fylkinu. Þeir lentu báðir í árekstri og þeyttust úr úr bíln- um ofan í skurð og dmkknuöu í vatni sem safnast hafði eftir mikla úr-. komu. Jonathan Meeras, sem var leigu- bUstjóri í London dó úr slagi 18. aprU 1961. Tvíburabróðir hans dó þann sama dag úr slagi í Sierra Leone í Afríku. Bandarísk kona, Bobbie Jean EU- er, hafði slík geysileg áhrif á tvíbura- systur sína, Betty Jo, að þegar hún þurfti að nota gleraugu fór Betty aö nota þau líka þó hún hefði ekki tapað sjón. Þær lentu báðar á geðsjúkra- húsi. 12. aprU 1962 fann hjúkrunar- kona Bobbi látna. Strax var gáð hvemig Betty heföi það og hún var líka dáin. Leitað var ákaft skýringa fyrir andláti systranna en engin dánarorsök fannst. Það virtist sem Bobbie hafi viljað deyja og hún hafi haft slík völd yfir systur sinni aö hún hafi tekið hana með sér. dóu samtimis Vk) bfðum þin við brúarsporöinn! Skeljungur opnar um helgina glæsilega og fullkomna bensínstöð í Borgarnesi, á besta stað við Borgarfjarðarbrúna. Þar erum við tilbúnir að taka við þyrstum ferðalöngum úr öllum áttum og Borgnesingum að sjálfsögðu líka. Tilboð í tilefni dagsins í tilefni opnunarinnar gerum við útigrillmeisturum og áhugamönnum um gljáfægða og bónaða bíla tilboð sem þeir geta ekki hafnað: Við bjóðum grillkol og uppkveikilög með 40% afslætti. Við bjóðum Blue Poly bónvörurnar með 40% afslætti. Tilboðið stendur á meðan birgðir endast. Komdu við með galtóman tankinn, við sjáum um framhaldið með bros á vör! Shellstöðin Borgamesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.