Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Síða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983. Menning Menning Menning Menning Skáldsagan Pinball og höfundaf erill Jerzy Kosinskis: 1 herkví frægðarinnar Um skáldsöguna Pinball (Skot- bolti) og höfundarferil Jerzy Kosinskis. I. útg. 1982. Arrow 1983 . 283 bls. Sölust. B. SigfúsarEymundss. Jerzy Kosinski hefur náö miklum vinsældum á síðustu árum, einnig héráland Reglufest verkahansog alvara, ópersónulegur háttur við framsetningu efnis hefur á sér sama svipmót og einkennir far yngra fólks í dag, þeirra sem komu til vits við orkukreppu, dvínandi vonir um efna- hagslegar framfarir og stjórnmála- legar afhjúpanir með þjóðumsem þá um langan aldur höfðu talið sig öðrum þjóðum siðferðisleg fyrir- mynd. Þó eru ekki nema tvær af skáldsögum hans átta með hefð- bundnu sniði, þær sem þýddar hafa verið á íslensku, Fram í sviðsljósið, háðsaga um afglapahátt æðstu stjómmálamanna í Bandaríkjunum með stjóm Nixons að fyrirmynd, og sú fyrsta, Málaði fuglinn. Skáldsag- an dregur heiti af leikfangi sem menn á miööldum æfðu sig á við beit- ingu lagvopna og táknar í sögunni dreng sem mátti þola svipaöa með- ferð í Póllandi á seinni styrjaldar- ámnum, þar um slóðir sem Kosinski er upprunninn. Hinar sögurnar, Skref, tJt í bláinn, Flugstjómarklef- inn, Ástríðuleikur, Djöflatréð og nú síðast Skotbolti, líkjast því helst að vera gerð hver um sig af mörgum til- raunum til smásagnagerðar sem ekki geta náð fyllingu sinni þótt vel séu stílaðar vegna þess að aðalmað- ur og atburðir loða ekki saman, tilfinningar og siðferði f arast á mis. Ævintýralegur ferill Fyrir ekki mjög mörgum árum kom Kosinski eignalaus og allslaus til Bandaríkjanna og hér um bil mál- laus á tungu þarlendra. Sextán ára gamall var hann ásamt föður sínum á skíðum í Sviss, datt og fékk þá máliö eftir aö hafa verið mállaus í mörg ár eftir hrellingar sem yfir hann gengu þegar hann bam hlaut að bjarga sér upp á eigin spýtur á sléttum Austur-Póllands, mánuðum saman innan um eitthvert hið frum- stæðasta fólkí Evrópuallri; nasistar lögðu hann í einelti líka um þær mundir og hafði sloppið úr fangalest á leiö til útrýmingarbúða. Gyöingur; í lestinni var fjölskylda hans. Þegar Póllandféll ígreipar Rússa björguðu þeir drengnum, foreldrunum úr útrýmingarbúöunum og leiddu þetta fólksamansíðar. Skáldsögur Kosinskis snúast í verulegum mæli um reynslu hans sjálfs. Hann mun hafa menntast í Sovétríkjunum en síðan tekið í sig að flytja til Bandaríkjanna og blekkti kerfið til að komast úr landi. Fann uop prófessora tvo sem hann lét á víxl skrifa viðeigandi stofnunum til- mæli um að honum yrði hleypt úr landi til rannsóknarstarfa. Efni sem hann hefur notað í skáldsögunni Ot í bláinn (BlindDate). I þeirri næstsíð- ustu, Ástríöuleik, gerði hann efni úr tómstundagamni sínu, pólóleik, og í þeirri nýjustu úr öðru áhugamáli, tónlist. « Einfari Það er ekki 1 jóst h verskonar tónlist Domostroy, aöalpersónan í Skotbolta Jerzy Kosinskis, samdi meðan hann var og hét á því sviði, tíu árum áður en sagan hefst og fyrr. Þróað popp eða hreint og beint rafvædda nútíma- tónlist, sem svo er kölluð og Þorkell Sigurbjömsson hefur stundum verið að kynna í útvarpinu. Líklega eitt- hvað í líkingu við verk Jean Michel Jarre, tónskáldsins og hljómborös- leikarans franska sem töfrar fram úr tækjum sínum vindþotur háfjalla, lækjarnið, úthafsbrim og lætur hryn ja með kliðandi sem engu er lík- ara en sé náttúrunnar sjálfrar. Domostroy, miðaldra uppgjafatón- skáld, býr í fátækrahluta Bronx hverfis í New York borg, í samkvæmishúsi sem fyrrum var en nú er ekkert þar auk hans nema mýs. Vinnur fyrir sér með spilamennsku, við jarðarfarir, í leiktækjasölum. ,,Og vegna þess að hann gat tiltölu- lega auðveldlega sagt fyrir um hvemig líf hans yrði á ókominni tíð — sem hann gat ekki á sviði tónlistar — hafði líf hans orðið tiltölulega ein- falt og ókvíðvænlegt. Hann hélt því við með svipuðum hætti og bílnum sínum — litilieg viðgerð á einn veg, örlítil fágun á annan — og ánægöur var hann þegar það rann áfram snurðulaust.” Frægðin olli að Domostroy þornaði upp, frægð er hættuleg listamanni samkvæmt þessari sögu. „Velgengni á listaferli varð listamaöurinn að gjalda fýrir með hamingju sinni og hamingju þeirra sem vom honum kærir.” Og ,,Sá semernógu frumleg- ur til að búa til list er þar með ger- ræðislegur því að hann þröngvar inn á fólk yfirleitt ímynd um heiminn sem fylgir krafa um að samþykkt verði eða henni synjað; knúði fólk til aö taka afstöðu með eða á móti lista- manninum, verða vinir hans eða óvinir og gerði að það áleit lista- verkið ímynd listamannsins en mat það ekki af verðleikum þess sjálfs. ” Einfarinn Domostroy er dæmigerður fyrir aöalsögupersónur Jerzy Kosinskis; líf hans allt leit að afþreyingu; í næturklúbbum en einkum að nýjum og aftur nýjum tilbrigðum við kynferðislegt sam- neyti við konur, í stórborgar- umhverfinu, New York, hefur hann allt nema það sem liklega skiptir mestu máli fyrir vellíðan manns, trúnað annarra, varanlegt næði til að rækta tilfinningar sínar. I stað þess að láta loka sig inni í ímynd þeirri sem gagnrýnendur og almenningur höfðu gert sér af honum á tindi frægðarinnar hafði hann haldið áfram að semja frumleg verk og það hafði leitt til þess aö áheyrendur sneru sér frá honum og að öðru. Hvatningin var þar með engin úr þeirri átt, gagnrýnendur urðu honum andsnúnir og hagsmunaklíka hélt úti áróðursherferð gegn honum og hann hætti, sannfærður um að tónskáld yrði að semja svo að því sjálfu likaöi fremur en öðrum og að hann myndi ekki njóta sannmælis. Domostroy hefur firrst sína eigin list, hann hittir konu sem er píanósnillingur og lýsir yfir við hana að hann langi tii að ræða við hana vegna þess honum finnist að tónlist hans, til á 5 breið- skífum, „standi henni ekki fjarri; að með hennar samfylgd myndi einnig hann geta náð tilfinningasambandi við þá list — eða við sjálfan sig.” En hvemig fer ef listamaöurinn kemur til móts við aðdáendur sína? Eins og fór fyrir John Lennon, bók- staflega eða í yfirfærðum skilningi. Lennon, sem myrtur var af einum aödáenda sinna, hafði gert of lítið úr mun þeim, mun sem var á honum og venjulegu fólki og sem var frá öðru sjónarmiði persónutöfrar hans, græskulaus gekk hann of oft og óþvingað inn í hóp aðdáenda sinna — til að syngja, taka í hendur þeirra eða árita skífuumslög. Einn aðdá- endanna notaði tækifærið sem kom svo auöveldlega og drap hann líkt og með því gæti hann sjálfur tekið á sig þann mikilleika sem Lennon fórnaði með því að stíga ofan til múgsins; með viðleitni sinni til að sýna fram á að hann var bara venjulegur maður.” Samkvæmt þessari tilfinn- ingafirrtu og torlesnu — en vinsælu — sögu virðist aðeins ein leið vera til til að komast hjá mannskemmandi togstreitunni milli hins fræga og þeirra sem hann dá — vilji sá veröa frægur af verkum sínum einkum; lifa tvöföldu lífi. Ósýnilegur maður Gerast ósýnilegur. Virðist ómögu- legt en höfundur er afar fær í aö finna leiðir til að bjargast af þar sem aðrir finna engar eins og sjá má af æviferli hans. Og við þessa alvöru- fullu rannsókn á stöðu listamanns í samfélagi kaupsýslu stillir hann upp tveimur tónlistarmönnum; uppþomuðum, tilfinningafirrtum undanhaldsmanni úr herkví frægðar- innar sem ekkert óttast lengur annaö en útmáun dauöans. Hinn hefur aflað sér þess hljómbúnaðar sem frekast er kostur nýverið, semur, tekur upp, blandar og hljóðritar tónlist einn, sendir útgáfufyrirtæki sínu og enginn veit hver hann er. Sumpart syngur hann ljóð sígildra skálda, ellegar þjóövísur, og tónlistin er þróað popp, hann er undir heitinu Goddard orðinn söluhæsta popp- stjama sem uppi hefur verið. Leyndin hefur reynst magnaðri auglýsingaaöferð en nokkur önnur sem beitt hefur verið í poppiðnaðin- um. James Osten, réttu nafni, er sonur skífuframleiðanda, þýsks gyðings sem á sínum tíma flúöi nasismann í Þýskalandi og vestur um haf. Faðirinn ann sígildri tónlist og leggur einkum fjármagn sitt til út- gáfu á slíkum skífum, fyrirlítur popp. En sonurinn ann föður sínum og hefur í upphafi sögu haldið fyrir- tæki föður síns f rá því að verða gjald- þrota, meö tónböndunum sem hann sendir því og það gefur út með miklum gróða. Hljóðritar uppi i fjöllum í Suður-Kalifomíu, í hljóm- veri sem hann hefur komiö sér upp sjálfur og æfir á krám í Tijuana, landamærabænum mexikanska þar sem ferðamannastraumröstin er svo stríð að enginn gefur sér tíma til að bera kennsl á annan. Raddblæ er hægt að breyta með upptökutækjum eins og þeir vita sem lesið hafa í út- varp. Þeir sem þekkja til tónlistar Jarres vita hverju einn maður getur fengið áorkaö með bestum fáanieg- um tækjabúnaði til tónlistarflutnings nú um stundir, blöndun á tónum kunnuglegra hljóðfæra af upptökum, tölvuvæddri samræmingu tóna, tón- jöfnun umfram það sem getur orðið meö sígildu aðferðinni. Heima í New Y ork er Osten álitinn hirðulaus sonur efnaðs föður sem slugsar við nám í bókmenntum við Kaliforníu-háskóla ogfertíttámilli. En vinsældir Goddards eru eUki aö sama skapi sannfærandi sem leynd hans nema ef vera skyldi að hann er allra bráð í þjóðfélagi þar sem veiði- mennskan er hið æðsta lífsgildi. A námsárum sínum snemma gaf hann sig einkum að rannsókn á tónlist framúrstefnumanna í poppi auk þess sem hann lærði á hljóðfæri; fylgdist grannt með þróuninni sem varð í byrjun síðasta áratugar en sem dagaði uppi í rosaljósum diskósins, kafnaði í ósjálfræöi þess og pönksins, þeim trúðleik, þeirri sjálfsfróun. Hann kynnti sér gítarleik Jimmi Hendrix, útvíkkun sýrurokksins um 70, leik Rick Wakeman, Yes, Emer- son, Lake og Palmers, Pink Floydog Tangerin Dream, sem líklega náði lengst en hefur ekki fyrr en nú, meö tölvupoppinu, náð almennum vinsældum meðal poppara. Þróunin í poppinu varð ekki sú sem Jerzy Kos- inski lætur heita að hafi orðið; kannski vegna þess vanda sem höfundurinn greinir með bók sinni, herkví frægðarinnar. 1 staöinn kven- leg tilþrif sem líkjast nautabanans frammi fyrir nautinu, tákni krafts og heimsku. Dans strengjabrúðunnar. Hvað er rokk sem söluvara, menningarlega skiiið? „Afskræming nútímakirkjutónlistar negra, einnar gerðar hennar... fruntalegur þjófnaður á tjáningarhætti menningar.” (Ralph Ellisson) „Tónlistin gæðir lífiö reglu í þeim mæli sem trúarbrögö gera það,” álítur Osten. Hún umbreytir þá tilfinningum manns, skýrir kenndir hans og stillir hugsanirnar.” Osten er rokk mikiö umfram það aö vera iðnaður; „þaö var lýðræðislegt, nauösynlegur hluti margþættrar alþýöumenningar frjáls þjóðfélags, í sjálfu sér lífsháttur — nokkuö sem sígildri tónlist var aldrei ætlað að verða.” En „Osten naut þess að fara huldu höfði vegna þess að þar með tryggði hann sér frelsi.” Þegar skífa meðhljómlist hanskom á markaðinn þá „hlustaði hann á hana með sama hætti og allir aðrir. Þá kenndi hann þess eins og alltaf áður að aöeins nafnleyndhanskom i veg fyriraðal- menningur myndi vaða yfir hann og þar með hvatann sem gat af sér tón- list hans og hann fagnaöi frelsi sinu til að hefjast á ný handa, skapa meira.” En tónlist hans er aö sumra áliti (píanósnillingsins sem Domo- stroy vingast við) afl „sem breytir tónskáldi og flytjendum í einskonar skapandi sjálfsala sem framleiðir rustaleg vélræn úrtök.” .Jfljómborð er ekki annað en sambræðingur glymskratta og skotboltavél.” „Goddard skrifar til að víkka tónlistarlega reynslu okkar,” segir einn aðdáenda hans. „Þess vegna elskum við hann. Þess vegna er hann ekki bara ein rokkstjama meðal margra.” Tilraun til afhjúpunar Domostroy leggur Goddard í einelti. Domostroy er varia mann- gerð af því tagi sem skýtur á forseta og forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum en hann er þó alllík- ur manngerðinni um margt; hann hefur að vísu lært að lifa viö kreppu sína en lausn við henni þekkir hann enga nema Goddards sem hann skilur, en sú leið er honum ekki lengur fær. Hann er einfari og ófær um að deila tilfinningum sínum meö öðrum. Hverskonar siðferöislegt aðhald er honum f jötur. Og veröldin er honum á leið að verða sambland af tölvustýringu og staölaðri hegðun manna, firrt náttúrlegum og manneskjulegum tengslum; framtíðarsýn sem höfðaði ekki hið minnsta til baráttuhneigðar hans eða áhuga yfirleitt. Hann lifir við frelsi sem leiðir af kreppu hans, laus úr klóm öryggis auðs, frá þeirri sýndar- mennsku og laus við hillingar velgengninnar. Og hann nýtur þess á sinn hátt að geta lifað eins og honum sýnist við þær aðstæður sem eru hans, „og geta fylgt eigin siðaregl- um, standa ekki í samkeppni við neinn, gera engum til miska, jafnvel ekki sjálfum sér — siðferði sem ævinlega hafði frjálst val aö grund- vallarreglu”. Ustin hafði verið honum skuggi sem hann varpaði á framtíðina, leið til að lifa af dauðann í einhverjum skilningi. En í upphafi sögu eru ekki miklar líkur á að tónlist hans lifi hann sjálfan. Að framtíðin geti haft nokkra meiningu fyrir hann. Skáldsagan fjallar um tiiraun tveggja manneskja, Domostroys og lagskonu hans, til að afhjúpa Godd- ard, finna manninn á bak við tónverkin. Sögupersónur allar eru tónlistarfólk og virðast allar nota tónlistina fyrir heim handa huganum að þrífast í, þurfa engar fjárhags- áhyggjur að hafa og einskorða samskipti sín við annaö fólk viö kynlífssambönd auk þess sem það mætist í tónlistinni og ræðir saman um hana eins og væru það alfræði- orðabækur að tala saman. Persónu- sköpun er fábreytt, konurnar eru hver annarri líkar, svo margar sem þær eru, þær eru það í athöfn þótt þær séu það ekki samkvæmt lýsingum. Osten er einnig einfari og áráttumaöur í kynlífi sinu eins og Domostroy. En persónusköpun er ekki markmið Kosinskis eftir flestum skáldsögum hans að dæma. öllu heldur að hann búi til persónu- gervi ákveðinna kringumstæðna: Domostroy — Fabian — Tarden — Levander, aðalpersónum í skáldsög- um sem allar eru eins í meginatrið- um, svipar hverri til annarrar. I hverri bókinni af annarri lýsir hann hetju, náskyldri alþekktri goðsögu- persónu vestrans en með snert af manneskjulegu óyndi yfir að geta ekki gert verk sín gildandi fyrir aðra, tilvistarheimspeki i bland. I hverri sögu eru frásagnirnar margar, hvaðanæva af lífsferli hetjunnar, afar knappar og hver um sig meö þema og framvindu að loka- punkti sem réttlætir hana en heildin, þróunin í ævi mannsins sjálfs er ekki nein, styrkur bókarinnar þó þessi IUJJJ? \Æ j rc * i KOQINQKI I kmmiM w, I iBÍ kmmw M Mk I Pinball ,,Bókin er hin þarfasta fyrir þá sem leggja i vana sinn að kaupa erlend eða inniend bersöglirit. Hún mýkir og setur í skiljanlegt samhengi þann sálarherðing sem af sliku plastbrúðukynlifi leiðir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.