Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Side 13
DV. LAUGARDAGUR25. JUNI1983.
13
Menning
Menning
dæmalausa flrring og helkuldi sem
hetjan lifir við og kemst til skila
vegna ósveigjanleikans. I öllum
skáldsögum Kosinskis er ekki einn
einasti brandari ef undan er skilin
Fram í sviðsljósið; Peter Sellers
mildaöi kaldhæðni þeirrar sögu til
muna. Ég leyfi mér að smíða mér
kenningu um Kosinski sjálfan: Hann
leitar að veru sem hefur fullkominn
konulíkama og fullkominn karl-
mannshuga.
Afhjúpun sem er við hæfi vegna
óheyrilegs magns einhæfra kynlífs-
lýsinga skáldsagna hans allra nema
tveggja, fyrirferö þess efnis er þó
mest í Skotbolta. Þau skötuhjú laða
Osten út úr fylgsni sínu með því að
egna fyrir hann. Með aðdáenda-
bréfum senda þau honum greiningu
Domostroys, þykjast hennar, á tón-
list hans og ljósmyndir af likama
konunnar sem höfða eiga til kynlífs
snillingsins og gera það. Osten
leggur upp í leit að þessari gáfuðu
kvenveru. Þau skötuhjú smíða gildr-
ur sínar við samfarir og eru þær
lýsingar álíka aðlaðandi og þær í les-
endabréfum tímaritanna Husler, Oui
og Penthouse. Demostroy leiðist út í
þessa veiðimennsku vegna
tilgreindrar firringar en konan átti
og freisting hans hins sama að gera
hana að málsvara sínum. Það er
ekki ljóst hver hugmyndabygging
þessarar sögu er, ef hún er nokkur.
Kosinski virðist gefa það í skyn í
lokin, sem minna á skáldsöguna Hiö
ónefnanlega eftir Beckett þegar
sögumaður þeirrar sögu aö siðustu
muldrar: „Ég get ekki haldið áfram,
ég verð að halda áfram...” Domo-
stroy stendur við skotboltavél, af-
þreyingu hans — og tákn höfundar
yfir frásagnarhátt sinn og lífsskyn —
vélin sýnir „Leik lokið” á skilti,
síðan „Leikur hafinn.” Og Domo-
stroy getur sem snöggvast ekki
ákveðið hvort hann á að nota sér
peninginn sem hann hefur sett í rauf-
ina, spila — konan, sem honum þó
loks tókst að festa ást á, píanó-
snillingurinn, orðin fræg fyrir hans
skólun og óhæfa að fréttist að hún
þekki þvílíkan mann sem hann; hann
hefur því ákveðið að svipta sig þess-
ari von. Osten farinn í fylgsni sitt á
ný, einnig hann er ástfanginn maður
frá gamalli tíð en þegar hér er komið
vonlaus um að ná fundi þeirrar konu
aftur. Sú sem bréfin sendi reyndist
ekkiverahún.
Þaö er ekki aðeins að samfélagið
fómi alltaf þeim sem það lýsir ást-
byJerzy Kosinski
A-v.l áfc S ■ %
1 Iuj astouiuliny now novel by tho
authof ot The Palnied Blrd
„Reglufesta verka hans og a/vara, ópersónulegur háttur við framsetningu
efnis, hefur á sér sama svipmót og einkennir far yngra fólks í dag."
hugmyndina og hún gerir hvort
tveggja að borga honum samstarfið
með peningum og blíðu sinni.
Skýring hennar er sú að hún geti ekki
á heilli sér tekið fyrr en hún hefur
gert Goddard að bólfélaga sínum.
Tilefnið reynist þó vera allt annað,
að komast yfir auðGoddards. Demo-
stroy er græskulaus gagnvart véla-
brögðum þessa kvendis. (Sagan
núnnir um margt á Undirheim Ingi-
mars Erlends Sigurðssonar, svo
undarlegt sem það er því að sú saga
er skrif uö miklu f yrr).
Hættur listarinnar
Bókin er hin þarfasta fyrir þá sem
leggja í vana sinn að kaupa erlend
eða innlend bersöglirit. Hún mýkir
og setur í skiljanlegt samhengi
þann sálarherðing sem af sliku
plastbrúðukynlífi leiðir. Öðrum
hljóta að þykja ömurlegar þær
eðlanir sem frá er greint í bókinni.
En burt séð frá fyrirferðarmiklum
einkafantasíum, sem ég tel vera, er
bókin geysikröftug og aðgengileg
tjáning á samfélagslegum vanda
listamanns sem hlotið hefur viður-
kenningu þar sem alþýðan stjómar í
krafti f jármagns eða skoðana. Lang-
dregin, óvenju heilleg miöaö við verk
Kosinskis, ritgerðarskáldsaga,
kuldaleg, vonlaus.
Líkt og i verkumSamuels Becketts
er þögnin í verkum Kosinskis mælsk
megi sína; listamaðurinn stendur
einnig í þeirri hættu gagnvart
sjálfum sér að hann leysi þann sál-
ræna vanda sem er undirrót
sköpunargáfu hans. Og ef listin er
jafnframt æðsta stig andlegs heil-
brigðis listamanninum og þeim sem
kunna að meta hann hlýtur lista-
maöurinn að leggja í sölumar tilefni
listar sinnar hvar sem það er að
finna, hvort sem það er vandkvæði
hans sjálfs eða samfélags hans.
Skáldsagan Skotbolti er úttekt á
félagslegum vandkvæðum; snið
bókarinnar og tilfinningalegt
andrúmsloft er á hinn bóginn til
marks um sálfarsleg vandkvæði
höfundarins. Sköpunarþörfin, sem af
þeim leiðir, hefur orðið höfundi afl til
aö gera af sex skáldsögur a.m.k. Én
af formfestu þessarar bókar,
sumpart hjákátlegri, verður séð að
höfundur sjálfur stendur nú frammi
fyrir að þurfa að velja milli þess að
verða annars fiokks rithöfundur, þ.e.
ritari afþreyingarsagna, eða voga
sjálfri sköpunarástríðu sinni meö þvi
að greina eigin vandkvæði. Og þá
e.t.v. ná því marki að veröa einn af
helstu höfundum samtíöarinnar. En
samtímis á hann á hættu að missa
gáfuna, verða eins og Domostroy.
Skotbolti er væntanlega tímamóta-
verk á höfundarferli Kosinskis en á
þeim ferli er enn sem komið er
aðeins Ástríðuleikur, næstsíöust, ris-
minni.
FLJOTAND#
ÁLKLÆÐNING
Stór kostur þessarar þakklæðningar
er sá að það má bera á gömul pappa-
þök, þótt illa séu farin af veðrun eða
leka. Þetta efni er vatnsþétt, endur-
kastar hita, verndar gegn veðrun og
minnkar fokhættu að mun, stenst vel
útfjólubláu geisla sólarinnar. Þetta
efni er mjög teygjanlegt, sterkt og lin-
þornar ekki, en hefur mjög sterkan
slitflöt. Þar sem um engin samskeyti
er að ræða, þá sparar þetta kostnað-
inn við upphitun hússins. Viðhalds-
kostnaður er sára lítill en gera má ráð
fyrir að setja eina umferð af efninu á
10—12 ára fresti sem er ólíkt þeim
kostnaði við að þurfa að mála báru-
járnið á 3—4 ára fresti. Þetta efni
stenst vel alkalí, sýrur og seltu og
önnur óhreinindi. Fæst i litum. Höfum
10 ára gamlar þakklæðningar og skrif-
legar yfirlýsingar af ástandi þakanna i
dag.
Hafið samband og kynnið ykk-
ur verð og greiðslukjör.
Leitið tilboða tímanlega.
Gerum tilboð yður að kostn-
aðarlausu.
Upplýsingar veitir
GUNNAR F.E. MAGNÚSSON,
MÚRARI
í síma 91-20623 kl. 12 — 14 og eft-
ir kl. 18.
Skdla-hilluskilveggirnir
bjóba upp á ótrúlega mikla
möguleika í uppröðun.
I skilveggina er hcegt að fá
skápa, hillur og blómakassa
eftirþörfum hvers og eins.
Sendum um allt land, góð
greiðslukjör.
Ath. Veggirnir eru mjög auð-
veldir í uppsetningu.
SSb
HÚSGÖGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100
SKÁI4
Hillu skilveggir
\. j—'