Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Side 16
16
DV. LAUGARDAGUR25. JONI1983.
TILKYNNING TIL
SÍMNOTENDA
A blaösíöu 458 í símaskrá 1983 hefur misprentast svæöisnúmer
símstöðvarinnar Vogar Vatnsleysustrandarhreppi. Svæðis-
númeriö er 92 ekkf 99. Vinsamlegast skrifið inn á blaðsíðu 458
svæöisnúmer 92 í stað 99.
Póst- og símamálastolminin
1« « » »1
VINNUVÉLAEIGENDUR
Tökum að okkur slit- og viðgeröarsuöur á tækj-
um ykkar þar sem þau eru staösett hverju sinni.
FRAMKVÆMDAMENN - VERKTAKAR
Færanleg verkstæðisaöstaöa okkar gerir okkur
kleift að framkvæma alls kyns járniðnaðar-
verkefni nánast hvar sem er.
stál-orka
SIJ»MJ-0«VI»«líHttAÞ4lMVIJSTAIV
« « » »i
Simi: 78600 á daginn
og 40880 á kvöldin.
Ætlarðu í sumarfrí?
Ef svo er þá er 3ja vikna
ferðin til Benidorm 13. júlí.
ódýrasti kosturinn. - Hreint
ótrúlega lágt verð.
Mjög góð gisting - Sértilboð
á Don Miguel II
50TABARNA
AFSLATTUR
Meðalverð fyrir hjón með 2
börn Kr. 13.875.-
fyrir manninn
TAKMARKAÐ FRAMBOÐ
KYNNIÐ YKKUR
GREIÐSLUKJÖRIN
MFERÐA
Íll MK3STOÐIIV
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Sönghátíð ’83
— heimsf rægt tónlistarf ólk með
ténleika og námskeið
Sönghátíð ’83 hefst í Reykjavik
sunnudaginn 26. júní og stendur
til föstudagsins 1. júlí. Gestir á
henni eru sannarlega ekki af
verri endanum, allt heimsfrægt
tónlistarfólk. Þeir eru Elly
Ameling, Glenda Maurice,
Gérard Souzay og Dalton
Baldwin. Þau munu halda hér
tónleika og námskeið fyrir ís-
lenska og erlenda söngvara og
píanóleikara. Það er mjög sjald-
gæft að svo margir frægir lista-
menn séu hér á landi samtímis.
Og það er ekki síst merkilegt
fyrir það að þeir eru tilbúnir til
aö miðla kunnáttu sinni og
reynslu til ungra listamanna.
Hér er því einstakt tækifæri,
bæði fyrir söngvara og alla aðra
áhugamenn um sönglist að njóta
þess sem heimurinn hefur best
uppá að bjóða í ljóðasöng.
Tónleikamir verða haldnir i
Austurbæjarbíói mánudags-,
þriðjudags- og fimmtudags-
kvöld. Námskeiðið fer fram í
Hagaskóianum í Reykjavik að
viðstöddum takmörkuðum
fjölda áheyrenda. Fyrirhugaðir
eru tvennir þátttakendatónleik-
ar í vikunni.
Sönghátíö ’83 verður sett
óformlega sunnudagskvöldið 26.
júní í Hagaskóla með samkomu
þátttakenda, áheyrenda og
annarra áhugamanna um söng.
Þar sem söngskrá vikunnar er
öll af erlendum toga er ætlunin
að láta íslensk sönglög hljóma í
upphafi hátíðarinnar það kvöld.
Aðstandendur Sönghátíöar ’83
em Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis, Flugleiöir, Tónlistar-
skólinn í Reykjavík og Tónlistar-
félagið.
JBH
Elly
Æmeling
Elly Ameling fæddist í Rotterdam og
hóf þar söngnám sitt hjá Jo
Bollenkamp. Síðar kenndu henni
Jacoba og Sam Dresden í
Scheveningen, Bodii Rapp í
Amsterdam og Pierre Bernac, baríton-
söngvarinn frægi í París. Frægöar-
ferill hennar hófst meö því aö hún vann
til fyrstu verðlauna á Concours Inter-
national de Musique í Genf og eftir þaö
stóöu henni allar dyr opnar.
Elly Ameling hefur feröast víöa og
haldið tónleika. Þótt hún hafi mestar
mætur á ljóöasöng, einkum þýskum og
frönskum, hefur hún sungiö meö fjöl-
mörgum hljómsveitum og kórum, bæöi
kirkjulega og veraldlega tónlist, og í
óperum jafnt vestan hafs og austan.
Fyrsta óperuhlutverk hennar bæði við
Hollensku óperuna og í Kennedy
Center í Washington var Bia i
„Idomeneo” eftir Mozart.
Hljómplötur Elly Ameling eru nú
orðnar fleiri en flestra annarra
söngvara og hefur hún unnið til hinna
eftirsóttustu viöurkenninga fyrir
piötur sínar, svo sem Grand Prix du
Disque, Edison Prize, Stereo Review
RecordoftheYear Award og Preis der lenska ríkið hefur líka sæmt hana
deutschen Schallplattenkritik. Hol- riddaratign fyrir listhennar.
Glenda
Maurice
„Hún er mikil söngkona á hátindi
getu sinnar... röddin er gædd nær
óþrjótandi hljómmagni... þróttur og
tæknileg fullkomnun eru aöaismerki
hennar... hún er sérstæður túlkandi.”
Þetta sagöi gagnrýnandi Daily News
þegar Glenda Maurice hélt fyrstu ein-
söngstónleika sína í New York í
febrúarmánuði 1981.
Glenda Maurice er gædd frábærri og
víðfeðmri röddu frá náttúrunnar
hendi, ásamt túlkunargáfu sem ristir
jafndjúpt og hún er eðlileg. Hún hefur
komið fram um gjörvöll Bandaríkin,
bæði í óperum og á tónleikum. Nýlega
söng hún einsöngshlutverk í Missa
Solemnis eftir Beethoven, Requiem
eftir Verdi, Joshua eftir Handel, Alt-
rapsodiu eftir Brahms, auk þess sem
hún hefur tekið þátt í flutningi á
messum og passíum Johan Sebastian
Bach.
Hvar sem Glenda Maurice hefur
komið fram sem einsöngvari með
hljómsveit hafa Wesendockljóöin eftir
Richard Wagner og ljóðaflokkur
Gustavs Mahler verið ofarlega á
baugi. Og á óperusviðinu hefur hún
getið sér orð fyrir hlutverk í óperum
Richards Wagner og í nútímaóperum
amerískra höfunda.
Á tónleikasviðinu hefur Glenda
Maurice unnið með frábærum undir-
leikurum á borð við Dalton Baldwin,
David Garvey og Rudolf Jansen. Hún
hefur sungiö inn á hljómplötur fyrir
CBS, meðal annars lög eftir Mahler,
Brahms og Richard Strauss við undir-
leik Daltons Baldwin. Auk þess hefur
hún hljóðritað sönglög eftir Benjamin
Britten og Samuel Barber, við undir-
leik David Garvey. Hún hefur einnig
tekið þátt í hljóðritun á verkum eftir
Debussy fyrir hljómsveit og söng-
raddir ásamt Jessye Norman, Ileana
Cotrubas, Dietrich Fischer-Dieskau og
José Carreras.
Glenda Maurice hefur búsetu í
Delaware í Bandaríkjunum og til-
heyrir kennaraliði háskólans í
Delaware þar sem hún stundar
kennslu á milli tónleikahalds.
JBH