Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 22
.tt»í M21 .ðS flUÖé.OflAOT7A T.Vt.T DV. LAUGARDAGUR 25. JUNI1983. » V 1 - 22 Menning Menning Menning Menning LJÓB ÍRAIIN Einar ólafsson: Einar Olal'nxon: kaffilimi. nialbiknn. þnlnfhif/ og klikkadur kaffihnisi. AUGU VID GANGSTÉTT Ingibjörg Haraldsdóttír: ORÐSPOR DAGANNA Mál og menning 1983. Er nokkuð til sem nefna mætti raunsæi í samtíma ljóðlist, ef til vill eitthvað í líkingu við hið svonefnda nýja raunsæi í skáldsagnagerð á seinni árum? Þaö er nú viðbúið að svo sé, og svo telur til dæmis Ey- steinn Þorvaldsson vera í sýnisbók úr ljóöum samtímaskálda sem hann nýskeð gaf út og kallar „nýgræð- inga” í ljóðagerð 1970—81. Vel að merkja virðist Eysteinn álíta að ein- hverslags „raunsæi” sé beinlínis uppistöðuþáttur í ljóðagerö heils ára- tugar og kynslóöar skálda. I þessu sambandi veltur að vísu mest á því hvað maður á við, eða get- ur átt viö, með orði eins og raunsæi: varla hefur þaö að öllu leyti sömu merkingu um ljóð og um skáldsögur eða leikrit. Raunsæjar frásagnir á sviði og í sögum fjalla um og tjá reynslu sem höfundur og lesandi eiga saman, eða minnsta kosti sam- eiginlega aögengilega með skilning- arvitum og skynsemi sinni. Og raun- sæjar bókmenntir henta á meðal annars til að láta uppi skilning og skoðun á heiminum, hlutum og fólki í honum — þó auövitað sé ekki þar meö sagt að endilega hreint eigi að brúka leikhús og sögubækur sem ein- hvers konar predikunarstól. En hvað um Ijóðin? Fjalla ekki ljóð aðallega um einkareynslu, tilfinn- ingaiíf sem umfram allt er einstakt og einstaklingsbundið? Kann að vísu að vera allur gangur á því: ljóð eru auðvitaö ekki söm og jöfh heldur minnsta kosti jafn margvísleg og skáldin og tímarnir eru margir. Merking, gildi þeirra meö ýmsum hætti háð tísku og tíðaranda. En skáld sem yrkja vill ljóö, eða segja sögur, af vettvangi dagsins þarf all- ténd á þeirri sannfæringu að halda að lesendur séu til taks að lesa sögur og ljóð með sama hætti og þau eru ort: nema sitt eigiö mál og reynslu í oröum skáldsins, . skáldskapnum sjálfum. Til hvers notum viö eigin- lega sögur og ljóð nútildags? Inn í grimman heim Segja mætti mér að í ljóðum Ingi- bjargar Haraldsdóttur sé að finna einhver skýrustu dæmi þess sem vel má kalla raunsæi í nýlegri ljóðagerð. Og það byrjar þá í sjálfu málfari, rit- hætti og þar með stíl þeirra: ort ein- földum orðum, einatt mjög nærri daglegu máli, myndmál þeirra sprottið úr eða náið samið að þeim veruleika sem veriö er að yrkja um: Til skamms tima hélt ég aö ekki skipti máli hvar ég svæfi í nótt þvi skip mitt lægi f erðbúið við bryggju. Nú eru bryggjustaurarnir fúnir og iangt síðan blásið var til síðustu ferðar. Miðvikudagar lifs mins skreppa saman í langan hitabeltisdag með skúrum uppúr hádeginu og snöggu sólarlagi að kvöldi. I þessum ljóðum er líka ríkulegur frásagnarþáttur: það má vel lesa bókina sem skáldlegt ágrip ævisögu og ljóðin í þessari bók í framhaldi af fyrri ljóðum Ingibjargar, bókinni Þangað vil ég fljúga, frá 1974, af sama og svipuðu tagi. Frásagnarefn- ið er í sjálfu sér, eins og að sínu leyti málfar ljóðanna, opið, aðgengilegt og sjálfsagt algengt, tilfinningalíf og reynsla sem margir lesendur geta þekkt og auðveldlega sett sig í spor skáldsins i ijóðinu, hennar einföldu orð. Þar er í stystu máli sagt frá tveimur áfangastöðum á ævi konu, leið hennar úr einum hjúskap í ann- an, frá einsemd til samvista, dauöa tillífs, efvill: Hvíturheimur harður heimur glampandi málmur blóð og barn sem kemur barn sem ryðst inní grimman heim og grætur barn sem grætur. En það eru ekki efnisatriöi þessar- ar frásagnar, hvert af öðru sem Bókmenntir ÓlafurJónsson mestu skipta í ljóðunum. Og sjálf- sagt eölilegt að skáldinu láti betur aö lýsa leiðinni en lokaáf anga ljóöanna: hamingjan of svipul, einkaleg til að mynd hennar bindist í orð. Einkalíf og reynsla er að vísu ekki allt efni ljóðanna. Konan, skáldið í ljóðinu sér sitt líf og hagi sífellt í stærra sam- hengi, landslag endurmmninga og samtímans er jafnharðan landslag lesandans sjálfs í tíma og rúmi, mál þeirra málfar dagsins og fréttanna. Og hættan sífellt sú sama, að læsa líf sitt inni í lokuöum hring: Sláturhúsið á Selfossi skiptir okkur máli og f allþungi dilka í Trékyllisvík verðlag á olíu, sófasettum og rjúpum — allt sem snertir hag hins vinnandi manns. Sláturtíðin í E1 Salvador vekur áhuga fárra verðlag á mannslífum í Guatemala ákvarða þeir sem þar búa. Einkahagir, líf og reynsla sem al- mennt dæmi, ljóð ort úr máli dags- ins, fréttanna, hversdagsleikans sjálfs: þetta eru sjálfsagt einhvers- lags mælikvaröar á „raunsæi” í ljóðagerð. Samt sem áður eru það kannski ekki þessi auðkenni og verð- leikar þeirra sem gera bestu ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur svo góð sem þau eru. öllu heldur viöhorf, stilstefna sem dýpra tekur í ljóðun- um: viöleitni þeirra aö nema yrkis- efni sitt, lífið sjálft og veruleikann, andartak fyrir andartak þess, binda það í mynd máls. Sem auðvitað er aldreihægt: Þú dokar við horfir í nærstödd augu hugsar um eitthvað — eitt andartak iðandi fegurð sem lýsir upp sortann geturðu níst það prjóni? stöðvað það á flugi? sett það undir gler? Blundur á bekk Það skyldi þó ekki vera „veruleik- inn sjálfur”, heimurinn og lífið eins og það er, sem yrkir ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur í Oröspori daganna, gerir orð hennar að ljóði aö því marki sem okkur verður auðið að nema hann í þeim? En hitt er lika til, og stundum kennt viö raunsæi, að skáld freisti að knýja yrkisefni, efni- viö máls og hugmynda undir eina eða aðra forskrift þess hvernig heim- inum, lífinu og veruleikanum hátti í rauntil. Einar Olafsson yrkir í Augum viö gangstétt á meðal annars berum og beinum orðum um ýmis söguleg og pólitísk efni — um febrúar 1848 og verkamenn Parísar 1871 og um októberbyltinguna í Rússlandi 1917, um Lenín og Stalín, listahátíð í Reykjavík 1976 og um Ulriku Mein- hof. Þaö er vonandi ekki bara mínu eigin ónæmi að kenna, en í þessum textum finnst mér reynt að fram- fleyta pólitískri ræðu í einhverskon- ar runustíl þar sem hvergi verður greind né numin nein innistæða veru- leika, eigin skoðunar og skynjunar á milli eða bakvið efnisatriðin og hug- myndirnar, klisjurnar sem klingja þar saman. En þessi stíll er til dæmis svona í kvæðinu um október 1917: Vonin úrelt, göturnar harðar, hermennirnir undir vopnum í herbúðum milli byltingar og gagnbyitingar, götumar harðar, gluggatjöldin þykk milli fólksins og fortiðar, í eyðisölum keisarans eru flöktandi skuggar af ráðherrum milli kertaljósa — hungruðum brauð, bændunum land, fólkinu frið — í herbúðunum hermenn milli gagnbyltingar og byltingar, vopnin til verkalýðsins, öll völd til ráðanna. Svo mikið er víst að hér er sögu- legu frásagnarefni stefnt í ræðusnið, og háttur og hljómur ræðunnar, á ef- laust að gera mæiskuna að list, bera uppi hina pólitísku merkingu máls- ins. Miklu frekar finnst mér Einari takast slíkur stílsháttur þar sem hann yrkir sjálfum sér nær — svo sem í löngu „opnu ljóöi”, sem svo má kalla, og nefnist öskutunna, eða texta hans úr atvinnulífi, lögðum í munn verkamanni og nefndur Orð- ræða. Hversdagsmálið og hvers- dagsleikinn sjálfur að húsabaki geymir af sjálfsdáðum allt annars- konar úrlausnarefni en söguskoðun, söguspeki numin af bók: öskutunna þú varðveitir iíf okkar af trúnaði þar til öskukallarnir koma með skarkala inn íhljóðlátt portið og tæma þig ómjúkum höndum öskutunna svo ferðu hæglát aftur að taka við líf i okkar gleði okkar og sorgum ást og einsemd. Er þetta raunsæi: tilraunin að yrkja í orðastað manns, úr hans um- hverfi, hugmyndum og máli í Orð- ræðu? Eða hin tilraunin: að lesa i skranið í öskutunnunni eftirmynd af eigin lífi, ást og einsemd? Það má vera. Því ekki það. I öllu falli er í ljóðum Einars Olafssonar auðnumið hráefni veruleika, máls og hug- mynda sem hann í og með mælsku- stíl, mælskulist sinni reynir að særa eða knýja undir einhverskonar skoð- un eða skynjun þess hvemig heimin- um, lífinu og mönnunum ætti helst að háttatil. Hvemig á honum þá að hátta til? Af öðrum mælskum textum í bókinni, eins og til dæmis Nú er dagur til að dansa, Braut, Og þá kemur það niður götuna fólkið, má ráða einhverskon- ar draum um óheft, villt og brjálað líf, lausn úr viðjum hversdagsleika og veruleikans. Víða er látin uppi von og trú á ástina sem lífsafl og byltingar. Astin er rauð eins og vínið, blóðið og byltingin. En bestur finnst mér Einar verða þar sem hann lætur yrkisefnin um sig sjálf, nemur lífið eins og það kemur til hans, án for- skrifta um gildi og merkingu þess. Eins og í kvæði úr kaffitíma: 1 kaffitimanum orti strákurinn á malbikimarvélinni um blóm rétt í þá mund sem þotuflugmaðurinn kastaði fram stöku um kyrrðina á leið yfir norðurpólinn og ég gleypti í mig samloku og drakk kaffið hálfkalt (brúsinn hélt ekki alminlega heitu) fékk mér hænublund á bekknum hann var að þykkna upp og fór að rigna um kvöldið. Raunsæi kannski í þeim skilningi að hér er ort um hluti sem við öll þekkjum fullvel úr okkar daglega hversdagsleika: kaffitíma, malbik- un, þotuflug og klikkaöan kaffibrúsa. Veruleikinn sjálfur, gerið svo vel. En þeir hlutir sem hér gefa lífi gildi, koma þeir raunhæfri skoðun og skiln- ingi heimsins og hlutanna nokkuð við: blóm, kyrrð, blundur, regn. Og allir að yrkja, líka sá sem blundar á bekknum! Um nýgræðing og kalviði Það má svo sem vera að „raun- sæi” í einhverjum skilningi þess margræða orðs sé eitt meginauð- kenni okkar nýjustu ljóða og skálda, og greini þá og þeirra verk frá eldri og annarskonar skáldskap. Um það verður varla dæmt af tveimur tilfall- andi ljóðabókum þótt augljós séu skáldleg úrlausnarefni daglegs máls og veruleika í þeim báðum. Ætli raunsæi þeirra ráöist ekki um síðir mest af sjálfum okkur sem lesum ljóðin: hvort við leitum þar og finn- um athugun á heiminum, fólkinu, líf- inu í kringum okkur, til samþykkis eða synjunar, eða látum okkurnægja að nema þar mynd mannshuga í heiminum, eins og hann er; og okkur eftir atvikum fellur vel eða illa viö? Til hvers eru ljóð nytsamleg, frjáls undan erfðum, hefð og venju og þar með hinum viðteknu hugmyndum um gildi þeirra? Því að væntanlega falla þær í gildi jafnharðan og forms- hefðin sem bar þær uppi. Ég saknaði þess í bók Eysteins Þorvaldssonar um „nýgræðinga í ljóðagerð” aö hann skyldi ekki reifa nánar hugmyndir sínar um þessi og þvílík efni og þar með rökin fyrir kvæðavali í bókina. En í ansi eitt- hvað beisklegum andmælum við ómaklegum ummælum sem honum finnst vera um bókina, og Eysteinn birti hér í blaði á dögunum (24/5) víkur hann hvergi að kjarna máls í þeirri úttekt ljóðagerðar á okkar dögum sem bókin átti vist að birta. Ingihjörg Haralclsdóllir: lceir áfangaslitdir á a ri konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.