Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 24
DV. LAUG ARDAGUR 25. JUNI1983. KAMNSKl EIINIIVERN Aég SÉNS.2’ — rætt við Kristin Sigmundsson Vínarborg. Nafnið eitt er hrífandi. Og borgin sjálf ekki síðri en nafnið. í áranna og aldanna rás hefur Vín verið eitt af höfuðvígjum tónlist- ar hér í heimi. Þangað hafa menn komið frá öllum heimsálfum og gera enn til að drekka í sig tónlist. Þar á meðal íslendingar. í Vín er allt byggt á fornum hefðum og þar geta menn lært tónlistina frá grunni. Við DV-menn vorum á ferð í Vín fyrir skemmstu og hittum þar einn íslensku námsmannanna og tókum tali, Kristin Sigmundsson. „Það fór einhvern veginn þannig að smátt og smátt fór áhugamálið að skyggja algerlega á starfiö. Söngurinn var í lokin oröinn aðalatriðiö en líf- fræðikennslan aukaatriði,” sagði Kristinn Sigmundsson. Eg hitti hann að máli úti í Vínarborg. Þar er hann farinn að sinna þessu áhugamáli, sem einu sinni var, af fullum krafti. Er að læra söng þar við Tónlistarakademíuna. Á þjóðhátíðar- degi Islendinga hefði hann sungið aðal- hlutverkið í óperunni Don Giovanni meö óperu akademíunnar ef allt hefði veriö með felldu. En forlögin gripu fram fyrir hendur honum, eða réttara sagt fætur. A æfingu hrasaði hann í stiga og féll við. Meiðslin virtust ekki mikil. En síðar kom í ljós að liðband hafði slitnað og við það kvamast upp úr ökklabeininu. Gips var sett á fótinn og er þar enn. Og þótt sumar óperur sé hægt að syngja í gipsi, ef leikstjórinn er samVinnuþýður, er Don Giovanni ekki ein þeirra. Þar þarf að skylmast, ganga upp og niöur stiga og vera á ei- lífu iði. Vegna meiðsla Kristins var því óperunni í heild frestað til haustsins. Hún verður frumsýnd í október ef allt fer vel. Fyrsta lýsingaroröiö sem mér datt í hug í fyrsta sinn sem ég sá Kristin var „stór”. Hann er með hærri mönnum, vantar tvo í tvo segir hann sjálfur. Og allt við hann er stórt, röddin ekki síst. Hér heima hafa menn fengiö að njóta hennar nokkrum sinnum. Fyrst sem einsöngsraddar með kórum og síðar í hlutverkum í óperuiii. Hlutverk Hom- onay greifa í fyrstu óperunni sem Is- lenska óperan færöi upp, Sígaunabar- óninum, og hlutverk unga mannsins í Silkitrommunni eru minnisstæðust. En hver er þessi stóri maður? „Eg er fæddur árið 1951 í Reykjavík. Foreldrar mínir Sigmundur Þórðarson sem er látinn núna fyrir nokkrum árum og Ásgerður Kristjánsdóttir. S jó- ma ður og húsmóðir. ’ ’ — Var mikill tónlistaráhugi á heim- ilinu? ,Jíkki meiri en gengur og gerist. Þegar ég byrjaði hins vegar í Mennta- skólanum við Hamrahlíð fór ég strax að syngja með kómum þar og þá kviknaði áhuginn. Áður hafði ég fyrst og fremst notið tónlistar sem neytandi. En eftir að ég byrjaöi í kórnum fór áhuginn á því að veröa söngvari að koma. Eg var ákveðinn í því aö fara beint til Vínar að stúdentsprófi loknu og læra að syngja. Ýmislegt kom í veg fyrir það þá og ég gaf söngnámið alveg uppábátinn.” — Áhverjuhafðirðumestanáhuga? Öperum? „Nei, ég hafði tiltölulega minnstan áhuga á óperum þá. Ljóð og óratoríur höfðuðumun meira til min.” — Manstu hvenær þú söngst fyrst einsöng? ,,Ég söng stundum einsöng með Hamrahlíðarkómum. En fyrstu al- vörutónleikamir þar sem ég söng einn voru hjá Fílharmóníunni. Það var í La Traviata þar sem ég söng þrjú smá- hlutverk.” — Eftir menntaskólann vendiröu þínu kvæði í kross og ferð að læra líf- fræði. Af hverju varð hún fyrir valinu? ,JEins og ég sagði áðan þá gerði ýmislegt það að verkum að ég gaf söngnámið upp á bátinn. Eg hafði allt- af haft mikinn áhuga á líffræði og fór að læra hana í Háskólanum. Eg kenndi nokkuö með náminu og eftir það kenndi ég í nokkur ár líffræði og efna- fræði við Menntaskólann við Sund. Ég söng þó alltaf eitthvað meö og eftir flutning La Traviata fór söngurinn að vinda smátt og smátt upp á sig. Alls konar fólk fór að kvabba í mér að læra að syngja almennilega. Eg byrjaði í Söngskólanum fyrir þrem árum. Þar var ég hjá Guðmundi Jónssyni i tvö ár. Mér hefur aldrei á ævi minni gengið eins vel að læra nokkuð eins og mér gekk að læra söng hjá Guðmundi. ” Hugsað tilhreyfíngs „I fyrravor fór ég síðan að hugsa mér til hreyfings að fara til útlanda í framhaldsnám. Fyrst stóð til að ég færi til Bandaríkjanna. Til Islands kom maður aö nafni William Parker sem bauðst til aö greiða götu mína þar. En ég breytti þeirri ákvörðun sem ég var búinn að taka um aö fara til Bandaríkjanna á síöustu stundu. Til Is- lands kom þá kennari að nafni Helena Karusso héðan frá Vín. Hún bauð mér rúm í bekknum hjá sér og sagði að ef ég kæmi væru líkur til þess að ég fengi að syngja aðalhlutverkið í Don Gio- vanni sem skólaóperan ætlaði að færa upp. Þetta var gamalt draumahlut- verk. Algert óskahlutverk fyrir bari- ton, eitt umfangsmesta hlutverk sem skrifað er í óperubókmenntunum fyrir rödd eins og mína. Eg lét freistast af hlutverkinu og ákvað að koma hingað. Og var svo heppinn að fá það. Það var ég svo með fullæft þegar ég missti fót- anna hálfum mánuði fyrir frumsýning- una.” — Þaðhefur veriömikiðáfall? „Nei, í rauninni ekki. Það fannst öllum öðrum en mér þetta óskaplegt áfall. En mér fannst og finnst enn að þarna hafi ég lært þetta hlutverk og lært það svo vel að ég geti sungið það hvar og hvenær sem er. Það var í rauninni ekkert eftir nema frumsýn- ingin. Og henni er búið að fresta til haustsins.” — Oghvaðgeristþangaðtil? „I sumar syng ég í Þýskalandi í borg sem heitir Bad Wiessee. Þar syng ég fyrst bassahlutverkið í Messíasi og tvær Bach kantötur helgina á eftir. Þessir tónleikar eru undir stjóm Alex- anders Maschat sem stjórnaði Sígaunabaróninum heima á Islandi. Eg söng hjá honum í fyrra hlutverk Rafaels í Sköpuninni eftir Haydn. Okkur líkaði það báðum svo vel að við ákváöum að gera samstarfið að ár- legumviöburði.” Erfíðast að komast inn í kúltúrinn „Það sem mér fannst erfiðast þegar ég kom hingað til Vínar var að komast inn í kúltúrinn. Þegar ég kom haföi ég mikinn áhuga á músík án þess að vita hvaða kröfur væru í rauninni gerðartil fólks sem við hana ætlar að starfa. Heima fær maður ekki nema lítinn samanburö. Þótt allt sé fullt af söng þá er hér ennþá meira. Hér eru gerðar gífurlegar gæðakröfur. Það var ekki fyrr en á miðjum vetri að ég vissi hvar ég stóð. Það er líka erfitt hérna úti hversu maður hverfur í f jöldann. Eg hef alltaf em af prófessíonal gráðu. Ekkert er gefið eftir. Það ýtir svolítið undir egóið að hafa verið valinn í slíka sýningu.” — Fyrst gæðin eru svona mikil hefurðu þá ekki lært mikiö í vetur? „Ég held að það hljóti að vera. Fyrst ég finn það sjálfur að ég hef tekið Viðtal: Dðra Stefánsdéttir Myndir: Gunnar V. Andrésson verið uppfullur af sjálfsgagnrýni og hún hefur náð verulegum þroska hér úti. Sýningar hér, þó að það séu skóla- sýningar, sem söngvarar taka þátt í, framföram. Ekki síst í sambandi við leik. I óperadeildinni æfðum við senur úr mörgum óperum auk Don Giovanni. Æft var tvisvar til þrisvar í viku í tvær Þegar ég hitti Kristin fyrst í Vínarborg var hann aiskeggjaður. Eftir að ljóst var að þeir Don Giovanni yrðu ekki ein og sam: persónan í bili rakaði hann hins vegar af sér skeggið. „Nú þarf ég ekki lengur á því að halda,”sagðihann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.