Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 25
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983.
Ásgerður og Kristínn. Myndin var tekin á meðan skepnur dóu uppi á islandi úr
kulda. Uti í Vín var hins vegar 30—40 stiga hiti. Og rósimar að baki hjónanna
stóðu í blóma. Um þær og annað í garðinum hugsa þau hjónin. Það er hluti af
leigunni sem greidd er fyrir íbúðina.
og hálfa til þrjár klukkustundir í senn.
Æfingar á Don Giovanni hófust svo um
áramótin. Þær voru á hverjum degi
núna síðustu tvo mánuðina, frá
klukkan tíu á morgnana til sex á
kvöldin. Þetta voru eiginlega eingöngu
leikæfingar.
Leikurinn er merkilega vanmetinn
hluti af óperunni. Leikurinn hefur
verið 3/4 hjá mér undanfarið og söng-
urinn aðeins 1/4. Ég fékk líka að heyra
það í byrjun í óperudeildinni aö ég væri
á algeru byrjendastigi. Eg kynni ekk-
ert og vissi ekkert. Okkur segir til
Þjóðverji af gamla skólanum sem er
geysilega harður. Það er ekki óalgengt
að fólk fari grátandi út úr tímum hjá
honum.”
— Hefur Kristinn Sigmundsson
kannski grátið undan þeim manni?
„Nei, en ég hef oft verið ansi fram-
lágur þegar ég hef komiö heim. ”
/ félaqsskap
fíeiri Islendinga
Tónlistarakademían í Vin hefur
lengi verið ákaflega vel sótt af Islend-
ingum. Þama lærðu, svo aðeins séu fá
dæmi tekin, Olöf Kolbrún Haröardótt-
ir, Sigríður Ella Magnúsdóttir og Már
Magnússon. >fEinn tenórinn sem söng
með mér í Don Giovanni lærði hér á
sínum tíma með Olöfu. Hann er núna
menningarfulltrúi kólombíska sendi-
ráðsins. Hann bað mig fyrir kveðju til
hennar. Er ekki upplagt að koma henni
svona á framfæri,” segirKristinn.
Það vakti furðu mína að þessi maður
er búinn að vera að læra í áratug eða
meira. Kristinn sagði að slíkt væri ekki
óalgengt. Stangast það ekki á við
það sem hann sagði áðan um það að
miklar kröfur væru gerðar?
„Stundum syngur fólk vel þótt það
hafi verið stutt í skóla og stundum illa
þótt það hafi verið lengi. Lengd skóla-
göngunnar virðist ekki skipta öllu
máli. Fólk getur verið árum saman í
skóla án þess að geta nokkurn tímann
sungið. Þó að miklar kröfur séu gerðar
eru menn ekki endilega felldir á próf-
um ef þeir standast þær ekki. Miklu
frekar er það að menn finna hversu ilia
þeir standa sig og hreinlega gefast
upp. Þeir sem eitthvert vit hafa í koll-
inum. Hinir eru að berjast árum
saman og skilja aldrei neitt í því af
hverju þeim gengur svona illa. Hlið-
stætt er þetta í óperuhúsunum.”
— Snúum okkur að Don Giovanni,
vini þínum. Þú ætlar að syngja hann í
haust, er þaðekki?
„Jú, ég verð kominn aftur hingað í
október og syng allar þær sýningar
sem fyrirhugaðar voru. Þær eru
reyndar ekki nema fjórar. Eftir það
veit ég ekki hvað veröur. Kannski fer
ég til Japans,” segir Kristinn og
glottir.
,,Sýningarnar sjálfar skipta mig
oröið engu máli. Eg er búinn að leggja
það mikla vinnu í þetta að nú vil ég fá
að koma henni frá mér.
Það vakti líka fyrir mér, með því að
taka þátt í þessari sýningu, að margir
umboðsmenn koma og hlusta. Fyrst
þeir koma hins vegar ekki til að hlusta
á mig núna verð ég að fara og syngja
fyrir þá. Hvort ég verð hér áfram velt-
ur á því hvort ég fæ eitthvað að gera
sem söngvari. Eg er oröinn það gamall
og á fyrir fjölskyldu að sjá að það er
ekki nema lágmarks ábyrgðartilfinn-
ing að reyna að vinna fyrir salti í
grautinn. Eg vil láta reyna á það hvort
ég get fengið vinnu hérna úti. Mig lang-
ar að prófa að vinna erlendis í eitt til
tvö ár áður en ég kem heim. Fyrst og
fremst til að fá reynslu á sviði. Til að
geta síðar boriö sjálfan mig saman við
þá sem eru að vinna í útlöndum. Ef ég
fæ hins vegar ekkert að gera héma úti
kem ég heim í haust. Og ég kvíöi ekki
atvinnuleysi heima.
I næsta mánuöi tek ég þátt í keppni
sem kennd er við Belvedera höllina
hérna í Vín. Þar verður allt uppfullt af
óperustjórum og umboðsmönnum.
Kannskiá ég einhvem sénslþar.”
Menningarsigur
íslendinga
Islenska þjóðin gerði meira en þaö
að lána Kristin Sigmundsson til þess að
syngja í ópemnni Don Giovanni. I tutt-
ugu manna kór óperunnar eru hvorki
meira né minna en þrír Islendingar.
Það eru þau Jón Yngvi Olafsson,
Rannveig Bragadóttir og Signý
Sæmundsdóttir. öll em þau að læra
söng hjá sama kennara og Kristinn.
Jón er auk þess í háskólanámi. „Þetta
gæti orðið einn stærsti menningarsigur
Islendinga á erlendri grund,” segir
Kristinn.
Viö báðum hann að bera svolítið
saman tónlistarlífið í þeirri frægu tón-
listarborg Vín og heima á Islandi.
„Það er alveg óþarfi fyrir Islendinga
að vera með einhverja minnimáttar-
kennd vegna þess sem ljpima er gert.
Eg get tekið dæmi um sýningu sem ég
sá fyrst heima og síðan hér í Statsoper.
Það var La Bohéme. Hér var hún svið-
sett af Fronco Zeffirelli sem þykir afar
góður.
Einsöngvarar
voru heimsþekktir
En samt var það svo að þó sýningin
heima væri minni að öllu leyti stóð hún
sýningunni hér ekkert að baki, hvorki í
tónlist né leik. Þó að hér sé besta
hljómsveit sem starfar við nokkra
óperu í heiminum nægði það ekki til aö
sýningin virkaði eins vel á mig og sú
semég sá heima,” sagðiKristinn.
Það fer að verða kominn tími til að
kveðja Kristin og fjölskyldu hans.
Konan hans, hún Ásgerður Þórisdóttir,
og sonurinn Gunnar hlustuðu með öðru
eyranu á spjall okkar Kristins en tóku í
því lítinn þátt. Þau Kristinn og Asgerð-
ur giftu sig árið 1973. Þá sagðist Krist-
inn hafa verið búinn að plægja í gegn-
um alla þjóðskrána og leita að konu
með nafninu Asgerður. Eins og kom
fram í upphafi viðtals heitir móðir
hans einmitt Asgerður. Ur Ásgeröar-
hópnum sem hann komst yfir að skoða
valdi hann svo fallegustu konuna.
Sonurinn Gunnar er fæddur árið 1979.
Asgerður var hjúkrunarfræðingur á
Slysadeild Borgarspítalans áður en
þau fóru til Vínar. Tími hennar hefur
síðan farið í að gæta Gunnars og
kannski Kristins líka.
-DS.
Hið örlagaríka gips sem gerði það að verkum að fresta varð heilli óperu. „Sjarmörinn” Don Giovanni getur ekki látið sjá sig í slikurn uinbúðuin. DV-inynd GVA.