Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 31
DV. LAUGARDAGUR25. JUNI1983. 31 Skoskur dans kringum svarta gnllkálfinn The Local Kvikmyndir Kvikmyndir Happer (Burt Lancaster) deilir og drottnar í olíuævintýrinu skoska í kvikmyndinni Local Hero. Kvikrr myndar. Þeir komu sér fljótlega saman um að hyggilegt væri að gera kvikmynd um olíuævintýrið við Skot- landsstrendur enda er Forsyth Skoti. 1 fyrstu var íhugað hvort ekki væri vert að gera spennandi mynd sem sýndi borpallana veltandi í ólgusjó en Forsyth þótti rétt að snúa sér fremur að mönnunum á bakvið allar framkvæmdirnar. Hvað gerist líka meðal íbúa smábæjar sem allir eru orðnir vel stæðir á einni nóttu eftir að olíulindir hafa fundist úti fyrir ströndinni? Forsyth settist niður og tók að rita handritið að Local Hero en á meðan fékk Chariots of Fire óskarsverð- launin og rakaði inn gífurlegum auöi. Þaö er því ekki að undra þó gagnrýn- endur hafi litið Local Hero alvarleg- um augum og reynt að meta hvort Forsyth og Puttnam gætu gert eins vel eða betur en síðast. Dómar þeirra eru yfirleitt á einn veg, mynd- . in þykir stórvel gerð, þó ýmislegt hefði ef til vill mátt betur fara. Kvikmyndatakan í Local Hero er afburðagóð og auganu sönn veisla. Skoska þorpið í myndinni og íbúar þess þykja hins vegar vart nógu sannfærandi og hinar skosku hefðir, sem hafðar eru í hávegum í mynd- inni, þykja ef til vill ekki nægilega raunverulegar. Peningavaidið ræður Burt Lancaster leikur Happer, olíufurstann frá Texas, og ferst það auðvitað vel úr hendi. Happer þessi deilir og drottnar í krafti peninga- valdsins og því virðast engin tak- mörk sett. Spurningunni um það, hvort olíufélögin geti leyft sér hvað sem er þegar stórkostlegir hagsmun- ir þeirra eru í veði, er aldrei svarað í myndinni. Happer hefur valdið og beitir því ef honum þóknast. Þó að lausir endar f innist í handriti Forsyths þá verður það sama ekki sagt um leikstjómina. Hana hefur Forsyth á valdi sínu og leikaramir sýna einungis snilldarleik. Aðalleik- arar myndarinnar auk Burt Lan- Danny Oldsen (Peter Capaldi) nýtur náttúrufegurðar við skosku ströndina þar sem olíuhreinsunarstöðin á að rísa. casters em þeir Peter Riegert, Denis Lawson og Peter Capaldi. Riegert leikur ungan dugnaðarfork frá Tex- as, Maclntyre, en Capaldi er í hlut- verki Skotans Oldsens. Andstæðurn- ar milli þessara manna em undir- strikaðar með nöfnum þeirra. Bandaríkjamaðurinn, sonur ung- versks innflytjanda, ber nafnið Mac- Intyre vegna þess að faðir hans tók sér þetta nafn við komuna til Banda- rikjanna. Oldsen er hins vegar Skoti í húð og hár þrátt fyrir nafnið. Fleira af þessu tagi er að finna í myndinni, til dæmis skoska prestinn sem ber nafnið MacPherson og talar ensku með skoskum hreim en er engu að síður þeldökkur og greinilega ætt- aður úr Afríku að langf eðgatali. Margföld atburðarás I Local Hero fer fram fleiri en einni sögu þó aðgerðir olíuveldisins séu í forgrunni. Til skjalanna kemur ung- ur sjávarlíffræðingur, Marina (Jenny Seagrove) að nafni, en hún virðist einna helst af ætt hafmeyja. Eins og slíkum verum er títt verður hún ástfangin af manni á þurru landi, engum öðrum en Oldsen hin- um skoska. Happer glímir líka við fleira en olíusamninga. Hann hefur mikinn áhuga á fljúgandi furðuhlut- um og kemur þessu áhugamáli sínu inn hjá fleiri af persónum myndar- innar. Af þessu spinnst hinn ágætasti brandari þegar þó nokkrir þykjast sjá furðuhlut svífa um en gripurinn er þá enginn annar en Happer sjálfur á ferð í þyrlu sinni. Eins og ríkum Bandaríkjamanni sæmir hefur Happer orðið sér úti um sálfræðing. Sálfræðingurinn beitir fjölþættum aðgerðum til að hressa Happer við og hringir meðal annars í hann að náttarþeli til að gera honum gott. Heildartilgangur Forsyths með Local Hero virðist vera að flétta saman frásögn af pólitískum átökum útaf Skotlandsolíunni og lífinu í skoskum smábæ. Skoska sveitasæl- an virðist þó hverfa í skuggann fyrir aöalþema myndarinnar, fjármálun- um. Þó er einum og einum þjóðleg- um karakter skotið að í myndinni, til dæmis Urquhart nokkrum, sem er saksóknarinn í skoska bænum en rekur jafnframt leigubílastöð og hótel. Þó Local Hero hafi fengið þann dóm að vera ein af áhugaverðustu myndunum sem Bretar hafa sent frá sér á þessum áratug þykir hún hafa umtalsverða galla. En þegar á heild- ina er litið eru það menn á borð við Forsyth og Puttnam sem menn binda vonir við í framtíöinni. Frábær kvikmyndatónlist Ekki verður með öllu skilist við Local Hero án þess að minnast ögn á tónlistina í myndinni. Höfundur hennar er enginn annar en Mark Knopfler, aðalmaðurinn í Dire Straits. Það var Puttnam sem hlust- aði á plötu Dire Straits, Making Movies, og sendi hana síðan til For- syths. Sá var ekki lengi að ákveða sig og sagði að þama væri komið tón- skáld við hæfi. Platan með lögum úr Local Hero er vægast sagt stórgóð og ólík ýmissi vellu sem menn hafa sett saman fyrir kvikmyndir. Skifan sem ber glögg merki höfundar síns er þegar fáanleg í Reykjavík, en óvíst er hve lengi þarf að bíða eftir mynd- inni sjálfri. -SKJ. Hero LOCAL HERO er áðreiðanlega viðamesta kvikmynd sem leikstjór- inn Bill Forsyth hefur gert. Næsta mynd hans á undan LOCAL HERO var GREGORY’S GHtL, kvikmynd sem fékk góðar viðtökur og hreppti nokkur verðlaun innan Bretlands þrátt fyrir misjafnar móttökur gagn- rýnenda. GREGORY’S GIRL segir frá sextán ára skólapilti sem er æst- ur aðdáandi fótboltans og iðkar íþróttina af miklum áhuga. Allt virð- ist í stakasta lagi þegar kvenpersóna ryðst inn á sjónarsviðið. Hún er um það bil jafnaldra piltsins og jafn- áhugasöm um fótbolta og hann. Erf- iðleikar sveinsins unga spretta hins vegar af því að stelpan er einfaldlega betri leikmaður en hann og tekur stöðu hans í skólaliðinu. Af þessum söguþræði má sjá að handritið að GREGORY’S GIRL er ekki sérstak- lega frumlegt en engu að síður þótti kvikmyndin hressandi tilbreyting frá doðanum sem rikt hefur í breskri kvikmyndagerð. Tveir þeir sprækustu En fleiri kvikmyndir en Gregory’s Local Hero fjallar um aðgerðir bandarísks olíufyrirtækis við Skot- landsstrendur. (J.R. og hinir Ewing- amir koma þar hvergi nærri.) Mikil olíuhreinsunarstöð á að rísa í smábæ en íbúar hans hafa löngum haft við- urværi sitt af fiskiríi. Olíuhreinsun- aráætlunin verður einskonar Blöndu- virkjun í héraðinu en allflestir íbú- anna sjá að svarta leðjan sem dælt er upp úr hafinu muni jafngilda gulli og grænum skógum. Gerð myndarinnar Local Hero kostaði fimm milljónir Bandaríkja- dala (reikni nú hver fyrir sig á nýja genginu) og kvikmyndin er alger- lega fjármögnuð af breskum aðilum. Taka myndarinnar fór bæði fram á vestur- og austurströnd Skotlands en að auki brugðu kvikmyndageröar- menn sér til Texas, nánar tiltekið Huston, til að mynda amerísku olíu- höfðingjana á heimavelli. Fjármögnun Local Hero gekk með ágætum en sama verður ekki sagt um Gregory’s Girl því Forsyth mátti leita lengi áöur en hann fann ein- hvem sem hafði nógu mikla trú á honum til að vilja leggja fé til gerðar Girl báru á síðustu árum með sér ferskan andblæ, kvikmyndin Chariots of Fire þó öðrum fremur. Leikstjóri hennar er Hugh Hudson en framleiöandinn David Puttnam. Það er einmitt sá sami Puttnam sem er framleiðandi myndarinnar Local Hero og því var ekki nema von að menn biðu meö nokkurri eftirvænt- ingu eftir nýrri mynd frá tveim af sprækustu piltunum innan breskrar kvikmyndagerðar. myndarinnar. Einn þeirra framleið- enda sem Forsyth fór til var David Puttnam, en í þaö skiptið neitaði hann allri samvinnu. Spennan eða hinn mannlegi þáttur Þegar Gregory’s Girl var komin vel á veg og alla leið inn á borð hjá klippurunum var það Puttnam sem leitaði til Forsyth og lagði til að þeir tækju höndum saman við gerð kvik- Gregory’s Girl I kvikmyndinni Gregory’s Girl á unga parið fótboltann að saineigin legu áhugamáli en samkomulagið er þó ekki alltaf uppá það besta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.